Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Sviðsljós Greifadóttirin AstridUllens de Schooten vekur athygli: Prinsamir slást um hylli hennar Það var ung ljóshærð stúlka sem stal gjörsamlega senunni í silfurbrúð- kaupi konungshjónanna Haraldar og Sonju. Hún heitir Astrid Ullens de Schooten og er 22 ára greifadóttir. Hún mætti í silfurbrúðkaupsveisl- una ásamt móður sinni og systkinum sínum, Sophiu, Maríu og Johan Carl. Börnin íjögur eru alin upp hjá foður sínum, sem er belgískur aðalsmaður, Charles Ullens de Schooten að nafni. Þegar hann og móðir þeirra, Madel- eine Bernadotte, frænka Haraldar konungs, skildu varð úr að börnin yrðu hjá fóður sínum. Móðirin giftst aftur grískum manni, Nicholas Kogevinas, og flutti með honum til Grikklands. Faðir Madeleine, Karl Bernadotte prins, var bróöir Mörtu krónprins- essu og hefur ætíð verið kært með Bernadotte-fjölskyldunni, og kon- ungsfjölskyldunni. Sérstaklega hafa verið kærleikar með Haraldi kon- ungi og hinni fögru frænku hans, Madeleine. Er sagt að það gleðji Har- ald sérstaklega aö dætur þeirra frændsystkinanna, Astrid og Martha Louise, skuli vera perluvinkonur. Beðið eftir ævintýrum Það voru áreiðanlega margir í silf- urbrúðkaupsveislu konungshjón- anna sem biðu spenntir eftir því að unga fólkið færi að draga sig saman. Ekkert bólaði á ástarævintýrum en þó tóku margir eftir því að bæði enski prinsinn Edward og Friðrik krón- prins í Danmörku litu Astrid hina fögru hýru auga. Friðrik, sem talar frönsku reiprennandi, gerði sér mjög dælt við greifynjuna fögru en þó var talið að hún heföi gefið sig að Edw- ard liinum enska. Það er í það minnsta haft eftir breskum blöðum. En þetta á eftir að koma betur í ljós. Nú er 21. nóvember beðið með sér- stakri eftirvæntingu. Þá verður hald- inn dansleikur þar sem unga fyrir- fólkið kemur fram í fyrsta sinn til að kynna sig og kynnast öðrum. Þar mun gefa að líta allar fegurstu stúlk- urnar af kónga- og aðalsættum. Ýmsir hafa spáð því að Astrid muni stela senunni, eins og hún gerði í veislunni hjá Haraldi og Sonju. Þegar hún mætti þar í hvítum, síðum kvöldkjól fór kliður um salinn. Og nú er bara að vita hver ungu mann- anna verður hlutskarpastur þann 21. nóvember næstkomandi. Astrid þykir afar fögur ung kona. Ýmsir gætu hugsað sér að hún yrði prinsessan af Englandi. Astrid og Martha eru jafngamlar og perluvinkonur. Greifadóttirin unga var í kjól sem Jacques Fath hafði hannað. Jane Seymour er nú í Kaliforníu þar sem hún leikur í nýjum þáttum um Dr. Quinn. Seymour heldur áfram með Dr. Quinn Það hefur verið í nógu að snúast Sally skuli hafa náð sér svo vel sem hjá leikkonunni Jane Seymour að raun ber vitni,“ sagði Jane áður en undanfómu. Hún hefur dvalið í Kali- hún sneri aftur til Kaliforníu. „Hún fomíu við leik í framhaldsþáttum hefursýntótrúlegthugrekkiíbarátt- hins geysivinsæla myndaflokks Dr. unni við veikindi sín.“ Quinn sem nú er sýndur á Stöð 2. Skurðlæknirinn, sem gerði höfuð- En svo var Seymour skyndilega köll- aðgerð á Sally, hefur sagt að hún uð heim. Eldri systir hennar, Sally, hafi gengið samkvæmt áætlun og að hafði veikst hastarlega og var ílutt í sjúklingurinn muni ná sér fullkom- skyndi á sjúkrahús. Þar lá hún þungt lega. Jane vildi vera við hlið systur haldin dögum saman. Jane var í 16 sinnar meðan hún var fárveik. Þess daga við sjúkrabeð hennar og hreyfði vegna svaf hún á legubekk á spítal- sig ekki þaðan fyrr en ljóst var að anum þar til Sally fór að batna. Sally SaUy var ekki lengur í lífshættu. Þá mun dvelja á spítalanum þar til hún loksins flaug hún aftur til Kalifomíu hefur náð sér að fullu. En Jane er til að ljúka við leik sinn í þáttunum snúin aftur til starfa sinna í Kaliforn- um Dr. Quinn. íu til að uppfylla óskir fjölmargra „Það er hreinasta kraftaverk að Dr. Quinn-aðdáenda um fleiri þætti. Ólyginn ... að Jane Fonda hefði gefiö skothelda skýríngu á því hvers vegna hún væri hætt að leíka í kvikmyndum. Hún getur ekki hugsað sér að yfirgefa sinn heitt- elskaða Ted Turner i þrjá heila mánuði. ... að þótt Elisabet drottning hafi reynt að halda Diönu prins- essu utan sviðsljóssins hafi það ekki alltaf tekíst sem skyldi. Þannig var Díana heiðursgestur á uppboði sem haldið var hjá Christies í London til styrktar eyðnismituðum. ... að Engilbert Humperdinck fultyrði að andi kynbombunnar Jane Mansfield hafi fylgt honum í nokkurn tima eftir að hún dó, vegna þess að hann hafi keypt glæsiviliu hennar i Hollywood. Hann seglst hafa séð henni bregða fyrir nokkru eftir andlátið og hafi hún þá verið í svörtum, síðum kjól. Hann segist einnig hafa fundið lyktina af llmvatninu sem hún hafi verið vön að nöta. Hann hafi þó aldrei orðið hrædd- ... að fleiri frægir leikarar hafi séð drauga. Þannig hafi Jack Nicholsson verið þess fullviss að í husi sem hann á í Atpen Col- orado hafi verið draugagangur. Hann hugðist fá prest til að kveða draugsa niður en ekki fer sögum af árangrinum. Hitt þykir vist að þarna hafi veriö á ferðinní andi dómara sem lést t hárri elli i húsinu. ... að óskarsverðlaunaieikkon- an Emma Thompson fái einungis tilboð um að leika i bandarískum sápuóperum þessa dagana. Hún hefur því ekki við að afþakka til- boðin um hlutverk sem hún hefur engan áhuga á að leika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.