Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 55 Fréttir Sending frá New York City Ballet: Fjaðrir í Svana- vatnið sátu f astar í tollinum - iimflutmngurþeirraháðurleyfiyfirdýralækms „Þaö er erfitt aö fá svansfjaðrir á íslandi og því urðum viö að leita á náöir New York ballettsins um hjálp. Þar brugðust menn íljótt og vel viö og sendu okkur svansfjaðrir úr bún- ingageymslu sinni í hraðpósti. En fjaðrirnar voru stoppaðar í tollinum og við fengum þær ekki fyrr en eftir japl, jaml og fuður. Þetta var hið furðulegasta mál en fór betur en á horfðist," sagði Salvör Nordal, fram- kvæmdastjóri íslenska dansflokks- ins, í samtali við DV. Á hátíðarsýningu íslenska dans- flokksins 1. desember mun María Gisladóttir ballettdansari dansa atr- iöi úr Svanavatninu. Þegar til átti að taka vantaði fjaðrir í höfuðfat sem hún á að bera og var því leitað til New York City Ballet um hjálp. Það- an komu síðan 100 svansfjaðrir með hraðpósti á miðvikudag. í Flugfrakt var innflutningur fjaðr- anna stöðvaður. Var hann talinn brjóta í bága við lög frá 1928 um vam- ir gegn því að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins. Þar segir að innflutningur á notuðum fatnaði, fiðri, fjöðrum, dún og fleiru sé bannaður en at- vinnumálaráðherra geti „veitt und- anþágu frá innflutningsbanni á vör- um þessum í einstökum tilfellum". Þegar málið var kannað í gær var yfirdýralæknir ekki á skrifstofunni né væntanlegur og því útlit fyrir að fjaðrirnar fengjust ekki fyrir helgi. Hins vegar virtist skriður hafa kom- ist á málið eftir að DV fór að forvitn- ast um fjaðrirnar í „kerfinu". Síðdeg- is í gær var komið með þær á skrif- stofu dansflokksins, öllum á óvörum og án vitundar þeirra sem DV ræddi við hjá flutningafyrirtæki sem átti að annast sendinguna. „Fjaðrirnar hafa verið notaðar af ballerínum í New York og því fárán- legt að stöðva þetta. Við þurfum að útbúa höfuðskraut fyrir Maríu og lá því á fjöðrunum," sagði Salvör. -hlh Heildsali í Hafnarfiröi: Mats Wiebe Lund Ijósmyndari gaf i gaer Aðalsteini Guðmundssyni frá Lauga- bóli í Mosdal í Arnarfirði loftmynd af Laugabóli. Aðalsteinn býr nú hjá bróð- ur sinum í Reykjavík. Hann yfirgaf Laugból í seinasta mánuði eftir að yfir- völd tóku skepnurnar af honum en seinasta vetur fauk þak af hlöðu á Lauga- bóli og íbúðarhús Aðalsteins brann og þótti því húsakostur ekki við hæfi til skepnuhalds þar. pp/DV-mynd BG Stöðvaður í tollinum í fyrsta sinn í 25 ár - með 20 heilsuvörur úr soyabaunum Eigandi heildsölunnar Faxafells í Hafnarfirði, Sigurður Herlufsen, ætl- aöi að sækja heilsuvörur úr tolli á fimmtudag en fékk þau svör að búið væri að stöðva innflutninginn. Inn- flutningurinn var stöðvaður þar sem hátt í 20 vörutegundir voru í einum tollflokki þeirra landbúnaðarvara sem bannað er að flytja inn nema með samþykki Framleiðsluráðs, samkvæmt nýrri reglugerð landbún- aðarráðuneytisins frá í lok septemb- er sl. Umræddar vörur voru einkum niðursoðnar og frystar matvörur unnar úr soyabaunum og öðru græn- meti. Framleiðsluráð tók þetta mál til umfjöllunar á fundi sínum i gær. Áður en fundurinn hófst sagði Gísli Karlsson, framkvæmdastjóri ráðs- ins, í samtali við DV að innflutning- urinn yrði að öllum líkindum leyfður og heildsalinn þyrfti ekki að lenda í þessum aðstæðum aftur. Sigurður Herlufsen hjá Faxafelli sagði við DV aö hann hefði orðið hvumsa þegar hann kom á skrifstofu tollstjóra í Hafnarfirði. „Þetta hefur ekki gerst í þau 25 ár sem ég hef flutt inn þessar vörur. Mér finnst eins og maður sé kominn 50 ár aftur í tím- ann. Þetta er eins og á haftatímanum. Það virðist vera búið að vekja upp þann draug,“ sagði Sigurður. í staðinn fyrir að Fcixafell heföi getaö komið þessum vörum í sölu á fimmtudag mun það sennilega tefjast framyfirhelgi. -bjb CORSA frá kr. 899.000.- SíNIIM NfJDSTD OPEL BlLANA á Akdbeíri, I Keflavik og Reykjavik, LADGARDAG OG SONNDDAG KL. 14-17. Frumsýnum á Akureyri hjá okkar nýja umboðsmanni, Bifreiðaverkstæði Sigurð Valdimarssonar, Óseyri 5a. Okkar menn verða á staðnum og meta gömlu bílar uppí nýja fallega Opel bíla. Þetta verður dúndursýning. í Keflavík á BG bilasölunni I Bílakringlunni frumsýnum við Opel flotann, þýska gæðavagna á verði sem hefur aldrei verið jafnhagstætt. Gömlu bílarnir verða metnir af okkar mönnum og dæmið klárað á staðnum. í Reykjavík verðum við á okkar stað að Fosshálsi 1. Opel bílar eru vinsælustu bílar í Evrópu og nú er komið að íslandi. Gerið verðsamanburð, og þegar bestu verðin liggja á borðinu, gerið þá gæðasamanburð. Það er Ijóst að framleiðendur Opel ætla sér stóra hluti hér. Verðin eru betri en nokkru sinni fyrr, en gæðin bera þó höfuð og herðar yfir ... OPEL - ÖÐRUM TIL FYRIRMYNDAR BÍLHEIMAR Fosshálsi 1, Reykjavík Sími 634000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.