Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Blaðsíða 28
36
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993
Getum fellt íhaldið, segir Guð-
rún.
Hægt að
fella
íhaldið
„Þessi skoðanakönnun sýnir að
þrátt fyrir að kosningabaráttan
sé ekki hafin þá hafi minnihluta-
flokkarnir möguleika á að fella
íhaldið,“ segir Guðrún Ágústs-
dóttir um skoöanakönnun DV
sem hirtist í gær.
Ekki hægt
„Ég bendi hins vegar á að
minnihlutaflokkar hafa samein-
ast og undantekningarlaust hefur
Ummæli dagsiris
fylgi þeirra minnkað," segir
Magnús L. Sveinsson um sömu
könnun.
Dýr myndi Hafliði allur
„Þeir geta ekki annað ef ég næ
samkomulagi við Örebro. Örebro
þyrfti þá að greiða Hácken 400
þúsund sænskar krónur en það
er uppsett verð fyrir mig,“ segir
Arnór Guðjohnsen, aðspurður
um hvort hans félag vilji sleppa
honum.
Óheiðarleiki
„Því miður er ekki hægt að
segja að í dag séu viðskipti með
fisk heiðarleg og opinber. Þar er
hver í feluleik fyrir þeim öðrum
sem líka starfar í sjávarútvegi,"
segir Guðjón Amar Kristjánsson,
formaður Farmanna- og fiski-
mannasambandsins, í Tímanum
í gær.
bókaskatti
Bókmenntavaka Rithöfunda-
sambandsins, sem hófst í gær í
Ráðhúsinu, veröur fram haldið í
kvöld og á morgun. i kvöld fjalla
Silja Aðalsteinsdóttir og Vésteinn
Valgarðsson um barnabók-
menntir. Guðmundur Ólafsson,
Andrés indriðason, Guðrún
Helgadótitr, Jóhanna Kristjóns-
dóttix, Baldur Gunnarsson, Elisa-
bet JökulsdóttJr og Þorsteinn
Gylfason munu lesa úr verkum
sínum og Ingólfur Margeirsson
heldur fyrirlestur um ævisögur
og ævisagnaritun.
Fatlaðirog framleiðsla
hjálpartækja
Ráðstefna um málefni fatlaðra
og framleiðsla hjálpartækja er i
dag á Hótel Loftleiðum. Einnig
eru sýnd tæki ætluð fótluðum.
Félag eldri borgara
Félagsvist verður i Risinu í dag
kl. 14,00.
Jóga og hugieiðsla
Sri Chinmoy setrið stendur fyr-
ir ókeypis helgarnámskeiði í jóga
og hugleiðsiu. Það;er haldið að
Hverfisgötu 76 og öllum opið.
Námskeiðið er í sex hlutum og
byxjar sá fyrsti í kvöld kL 20.00.
Frekari upplýsingar í síma 25676.
Hlýnandi í bili
Stormviövörun í morgun kl. 7. Búist
er við stormi eða roki á öllum miðum
eða djúpum og jafnvel ofsaveðri á
Veðrid í dag
suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum,
suðuausturdjúpi, suðurdjúpi og suð-
vesturdjúpi.
Það er vaxandi suðaustanátt um
allt land, stormur eöa rok og rigning
um vestanvert landið er hður á
morguninn en einnig austanlands
síðdegis. í kvöld gengur vindur í
sunnan stinningskalda vestanlands
og styttir upp í nótt en austanlands
verður suðaustan stormur eða rok
og rigning fram eftir nóttu. Hlýnandi
veður í bili.
Sólarlag í Reykjavik: 15.59
Sólarupprás á morgun: 10.34
Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.47
Árdegisflóð á morgun: 5.06
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri heiðskírt 0
Egilsstaöir heiðskírt -1
Galtarviti hálfskýjað 4
Keílavíkurflugvöllur skýjað 4
Kirkjubæjarklaustur skýjað 0
Raufarhöfn léttskýjað -3
Reykjavík slydda 3
Vestmannaeyjar úrkoma 5
Bergen slydda 3
Ósló þokumóða -2
Þórshöfn léttskýjað 4
Amsterdam þoka 1
Barcelona þokumóða 8
Chicago súld 6
Feneyjar skýjað 3
Glasgow þokuruðn. -L.
London þoka 3
Madríd heiöskírt 0
Malaga þokumóða 7
Maliorca skýjað 12
Montreal heiðskírt -10
New York heiðskírt -1
Nuuk léttskýjað -5
Orlando súld 19
París hrímþoka -1
Winnipeg snjókoma -6
„Það var gaman að sjá hvað við
brögðin voru misjöfn hjá keppend-
um við verðlaunaafhendinguna
Við vorura ósköp róleg en Asíu-
menxúmir, sem ekki hreyfðust í
keppninni sjálfri, grétu eins og feg-
urðardrottningar þegar þeir fengu
verðlaunin,“ segir Bárður Guð-
laugsson sem fékk gullverðlaun í
Maður dagsins
flokki þurra drykkja fyrir drykk-
tnn Gullið tár í heimsmeístara-
keppni Alþjóðabarþjónasamtak-
anna. Þetta er i fyrsta sinn sem
íslendingur fær verðlaun í þessari
heimsmeistarakeppni en auk þess
fékk Margrét Gunnarsdóttir, fram-
reiðslumaður á Naustinu, verðlaun
fyrir fagleg vinnubrögð á sviði.
Drykkur Bárðar eru úr 4 cl Absol-
: ut-sitrónuvodka, 1 cl Gold Bols og
1 cl af Dry Martirú. Yfir þetta er
kreistur safi úr gullappelsínu
Bárður Guðfaugsson.
DV-mynd BG
„Þó ég segi sjálfur frá er þetta
erfiður drykkur að búa til. Ég var
eígixúega kominn í strand með
hann áöur en ég datt niöur á að
nota gulllíkjörinn sem er lítið not-
aöur en þykir góður.“
Bárður er framreiðslumaður í
Perlunni og hefur gestum þar líkað
verðlaunadrykkurinn vel. Hann
lærði á Hótel Sögu hjá Hafsteini
Egilssyni og útskrifaðist 1978.
Hann hefur starfað i Perlunni frá
opnun.
Hann segist hafa mikla ánægju
af framreiðslustarfinu þó vinnu-
tímiim sé að mestu um kvöld og
helgai'.
„Maður ánetjast þessu starfi og
þá á ég ekki viö áfengið þó mér
þyki það gott. Þess utan dunda ég
mikið við húseigrúna okkar. Þjóna-
starfið hefur komið sér vel fyrir
fjölskylduna þvi konan mín vinnur
á daginn og ég á kvöldin."
Kona Bárðar er Guðný Pála Ein-
arsdóttir og eiga þau þrjú börn.
Elst er Thelma Björk, 19 ára, Einar
Valur, 16 ára, og yngst er Valgerður
Bára 7, ára.
-JJ
Myndgátan
DregSt á lappir Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Suðurnesja-
slagur í
körfunni
Tvö Suðumesjalið keppa í
kvöld í Visa-deildinm i körfu-
bolta. Þetta eru Njarðvík og
Grindavík og er leikur þeúra ki.
20.00 i Njarðvík. Liðin eru efst í
B-riðli keppninnar og standa
Njarðvíkingar sýnu betur þar
sem þeir hafa aðeins tapaö einum
leik það sem af er.
Tveir leikir verða i bíkarkeppn-
inni í handbolta i 16hða úrslitum.
Klukkan 20.00 leika Völsungur
og Selfoss á Húsavík og á sama
tíma verður leikur ÍH og KA í
íþróttahúsinu \úð Strandgötu.
Skák
Enn fá lesendur að kynnast skákum
sænska stórmeistarans LTlfs Anderssons
frá útsláttarmótinu í Tilburg. í þessari
stöðu hafði hann hvitt og átti leik gegn
Winants, Belgíu:
27. Df3! Hxal 28. Hxf7 Drottning, hrókur
og biskup svarts á a-línunni koma ekki
meira við sögu í þessari skák. Svartur
er vamarlaus, enda aðeins kóngshrókur-
inn til varnar gegn drottningu, hrók og
riddara hvíts. Eftir 28. - Hd8 29. Hxg7 +
Önnur leið er 29. Dg4 Hgl + 30. Kh3!
g6 31. Dh4 og mátar. 29. - Kxg7 30.
Df7+ Kh8 31. Df6+ gafst svartur upp.
Jón L. Árnason
Bridge
Eftirfarandi spil sendi Þórður Sigfússon
í dálkinn en það kom fyrir á Evrópumóti
í leik Breta við Belgíumenn árið 1948.
Suður gat ekki stillt sig um að vera með
í sögnum og galt það dýru verði. Sagnir
gengu þannig, vestur gjafari og allir á
hættu:
* 9743
V 942
♦ 432
+ Á107
* ÁK105
V 103
♦ D5
+ KG852
* D82
V ÁD86
♦ 10987
4» D4
♦ G6
V KG75
♦ ÁKG6
+ 963
Vestur Norður Austur Suöur
1+ Pass l¥ Pass
14' Pass Pass 1 G
Pass Pass Dobl P/h
í vöminni voru Boris Shapiro og Terence
Reese, þá taldir eitt besta par heims. Út-
spihð hjá Shapiro var spaðakóngur og
síðan skipt yfir í lauf. Sagnhafi drap strax
á ásinn og svínaði tígulgosa. Vestur tók
öll svörtu háspilin sín og staðan var
svona:
V 942
♦ --
+ --
V ÁD8
♦ --
+ --
¥ 103
♦ 5
* --
V KG
♦ Á
+ --
Shapiro hafði talninguna á hreinu og
spilaði tígli. Niðurstaðan var 5 niður og
1400 til austurs og vesturs.
ísak Örn Sigurösson