Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR I9fl4 Viðskdpti Oslægö ýsa á fiskm. n n i i i i i i ii i i 1«! Kr/kg _ Fi m Þr Mi Fi Htutabréf Esso Bensín 95 okt. Fi Fó Má Þr Mi Gengi þý. marksins Kauph. í Hong Kong 11.500- 11.000- 10.500- I I m R Fö Má Þr Mi R Hlutabréf Essolækka Hlutabréfavísitalan í Hong Kong hefur lækkað nokkuð í þessari viku og hefur ekki veriö jafnlág um nokkurt skeið. Grafið yfir verð á óslægðri ýsu er óbreytt frá því í síðustu viku þar sem ekki hefur verið mikiö um uppboð vegna brælu. Þá hefur þýska markið hækkað nokkuð að undanfomu. Verð á 95 oktana bensíni hefur lækkað um nokkrar krónur. Ein viðskipti urðu með hluta- bréf Esso í gær og skráðust þau viðskipti á lægra gengi en und- anfama daga. -GHS íslendingar með lægstu ríkisstyrki til iðnaðar 1EB og EFTA: Styrkir skila sér tvöfalt til baka - segir Ingólfur Sverrisson, framkvæmdastjóri Málms „Stjómmálamönnum ber að sjá til þess að starfsumhverfi þessarar at- vinnugreinar og allra annarra at- vinnugreina sé með sambærilegum hætti í samkeppnislöndum okkar. En við höfum verið að leika hreinu meyjarnar í þessu sambandi og af- leiðingamar blasa við okkur þar sem heilu greinarnar hafa drabbast niö- ur,“ sagði Ingólfur Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Málms, samtaka fyrir- taekja í málm- og skipaiðnaði. í skýrslu um verkefnastöðu og framtíðarhorfur í skipasmíðaiðnaði, sem nefnd á vegum iðnaðarráðherra skilaði af sér í vikunni, er mælt með 13 prósenta jöfnunaraðstoö ríkisins vegan nýsmíði og endurbótaverk- efna íslenskra skipasmíðastöðva. í skýrslunni kemur einnig fram að ríkisstyrkir til íslensks iðnaðar em þeir langlægstu samanborið viö ríki EB og EFTA. „Þó að samanburðurinn kunni eitt- hvað að vera háður mismunandi for- sendum gefur hann glögga vísbend- ingu um mikinn mismun á milli ís- lands og flestra annarra nálægra samkeppnislanda á þessu sviði. Þetta kann að koma niður á möguleikum og samkeppnishæfni íslensks iðnað- ar ... truflun á frjálsri samkeppni milli landa, ekki síst til langs tíma, Arlegir ríkisstyrkir til iðnaðar innan EB (1988—90) og innan EFTA (1991) ~ ....1....~~ .Italia Irland Belgía Noregur Grikkland Frakkland c Holland Lúxemborg Þýskaland Spánnc Finnland t Portúgal Danmörk Brettand Svíþjóö Austurriki ísland ZM 8 Sviss a 6 ísl. án rikisábsj. 34 1(6 40 60 80 100 120 Þúsundir króna á ársverk 160 180 s.s. vegna ríkisstyrkja, getur um- breytt þróun viðkomandi atvinnu- greina og valdið þeim verulegu og varanlegu tjóni," segir meðal annars í skýrslunni. „Þetta er pólitískt mál. Aðalatriðið er að þeir sem eiga að tryggja jöfnuð í starfsumhverfmu hafa alls ekki gert það. Við mælum ekki með jöfn- unartollsleiðinni heldur hinni sem samkeppnisaðilar okkar hafa þó far- ið, það er að fjárfesta í atvinnugrein- inni. Slíkir styrkir skila sé tvöfalt til baka, auk þess sem atvinnuleysi minnkar," segir Ingólfur. -hlh Fiskmarkaðir: Lítið um uppboð Bjarni Thors, framkvæmdastjóri Faxamarkaðarins, segir að lítið hafi verið um uppboð á fiskmörkuðum að undanfórnu vegna sjómannaverk- fallsins og brælunnar sem hefur ver- ið um mestallt land. Bjarni segir að 1200 kíló af reyktum ýsuflökum, laxi, keilu og steinbít hafi verið boðin upp á Faxamarkaði í gær og er þar um mjög lítið magn aö ræða. Einnig bár- ust fréttir af uppboðum í Þorlákshöfn og fyrir vestan en þar var einnig um lítið magn að ræða. Framboö hefur verið nóg af fiski í fiskbúðum og stórverslunum að und- anförnu enda hafa fisksalar bjargað sér með sjófrystum fiski. Bjarni segir að veðrið hafi verið orðið skaplegt út frá Þorlákshöfn og þá færu „litlu kopparnir" á sjó. -GHS Sænska krónan hækkar enn Gengi dönsku krónunnar heldur áfram að hækka lítillega og það sama gildir um sænsku krónuna, þýska markiö, svissneska frankann og pundið. Sænska krónan fer úr 8,89 krónum í 8,93 krónur, danska krón- an fer úr 10,79 í 10,84, svissneski frankinn fer úr 49,42 krónum í 50,01 og gengi breska pundsins hækkar úr 108,38 í 109,68 krónur. Aðrir gjald- miðlar standa nokkuð í stað. -GHS Utflutningsráð arráð semja Útflutningsráð íslands og Rannsóknarráð ríkisins hafa ný- lega gert með sér samstarfssamn- ing. Tilgangur samningsins er aö auka samvinnu milli rannsókn- araðila og markaösaðila. Þetta verður gert með því að skapa hagstætt umhverfi og jákvætt viðhorf til nýsköpunar með sam- þættu tækni- og markaðsstarfi, bættri 'stjómun á nýsköpunar- verkefnum og samræmdri aöstoð viö áhættusöm þróunarverkefni. BOaleiga Flug- leiða kaupir 132 bíia Bílaleiga Flugleiða kaupir 132 nýja bíla á þessu ári fyrir 170 milíjónir króna og verða þannig 232 bílar í flota leigunnar í sum- ar. Þetta er um sex prósenta bíla- aukning frá í fyrra. Þegar hafa veriö gerðir samningar um kaup á samtals 106 bflum frá Heklu og P. Samúelssyni og er gert ráð fyr- ir að ganga frá samningum um kaup á 26 bílum tU viðbótar frá öðrum umboðum á næstu dögum. Framfærslu- vísitalan 169,3 stig Kauplagsneínd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðáð við verðlag í byrjun jan- úar. Vísitalan reyndist þá vera 169,3 stig og hefúr lækkað um 0,35 prósent frá því í desember. Vísi- tala vöru og þjónustu var 173,5 stig í janúar og iækkaði um sama hlutfall frá þvi í desember. Verð á mat- og drykkjarvörum lækkaði að meðaltali um 2,7 prósent og olli þaö 0,49 prósenta lækkun framfærsluvísitölu. Virðisauka- skattur á flestum matvörum lækkaði úr 24,5 prósentum í 14,0 prósent í upphafi ársins. Hækkun annarra rekstrarliða bOs olli 0,03 prósenta vísitöluhækkun. Síð- ustu tólf mánuði hefur visitala framfærslukostnaðar hækkað um 3,2 prósent og vísitala vöru og þjónustu um 3,8 prósent. -GHS Gjaldþrotum fjölgar á Norðurlandi vestra Þórh. Ásanurtdsson, DV, Sauðárkróld; Beiðnir um gjaldþrotaskipti á Norðuriandi vestra voru 24 á síð- asta ári samkvæmt upplýsingum Halldórs Halldórssonar, héraðs- dómara Norðurlands vestra. 14 þessara beiðna komu-til fram- kvæmda, 12 úrskurðir voru kveðnir upp en ekki tókst að ljúka tveimur málum. Héraðsdómaraembættið tók ekki tO starfa fyrr en á miðju ári 1992 þanníg að samanburður milli ára verður ekki að fuOu marktækur. Ljóst þykir engu að síöur að gjaldþrotabeiðnum fór fjölgandi á síðasta ári. Halldór héraðsdómari gerði þrjá gjald- þrotaúrskurði á 6 mánuðum 1992 á móti 12 árið 1993. Gjaldþrotin á síðasta ári skipt- ust þannig aö átta urðu hjá fyrir- tækjum en fjögur lijá einstakling- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.