Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994
Fréttir l
Borgarstjóri um hið lága endurmatshlutfall á fasteignum 1 Reykjavik:
Við höf um ítrekað
leitað eftir endurmati
- hjá Fasteignamati ríkisins - verið að vinna að endurmati í miðborginni
„Mergurinn málsins er aö við höf-
um ítrekað leitað eftir því frá Fast-
eignamati ríkisins, sem á að fara með
þessi endurmatsmál að fá endurmat
á fasteignum í Reykjavíkurborg eins
og varðandi miðbæinn en við höfum
ekki fengið það. Það eru búnar að
vera ályktanir hér frá hagsmunaaðil-
um í miðbænum, þróunarfélagi og
öðrum, og við höfum haft fullt sam-
starf um að skrifa bréf til Fasteigna-
Ávöxtunarmáliö:
Skaðabætur
vegna van-
rækslu banka-
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi
í gær Seölabanka íslands til aö greiða
fyrrum viðskiptamanni hjá Rekstr-
arsjóði Ávöxtunar hf. skaðabætur
vegna vanrækslu bankaeftirlitsins á
eftirliti með starfsemi sjóðsins
skömmu áður en starfsemi hans var
stöðvuð árið 1988. Hér var um próf-
mál að ræða og var fjölskipaöur dóm-
ur sem kvað upp dóminn í gær.
Af niðurstöðu héraðsdóms að
dæma eiga þeir aðilar sem áttu við-
skipti við sjóðinn 1-2 mánuðum áður
en starfsemi hans var stöðvuð nú
möguleika á að krefjast bóta frá
Seðlabankanum af sömu ástæöum
og framangreindur maöur gerði.
Heildarviðskipti hans við sjóðinn
námu á aðra milljón króna en dóm-
urinn dæmdi Seðlabankann til að
greiða honum 99 þúsund krónur með
vöxtum frá 20. júlí 1988 - eða frá þeim
degi sem síðustu viðskipti hans áttu
sér stað við sjóðinn. Starfsemin var
stöövuð í september 1988.
Þann 12. júlí 1988 var haldinn fund-
ur á skrifstofu bankaeftirlitsins með
forsvarsmönnum Ávöxtunar. Dóm-
urinn taldi að þá hafi bankaeftirlit-
inu átt að hafa verið ljóst að verð-
mæti sjóða Ávöxtunar væri ekki
nema brot af því sem uppgefið hafði
verið - augljóst hefði verið að til
hruns myndi koma.
Bankaeftirlitið lét ekki gera ná-
kvæma úttekt á stöðunni strax og
taldi dómurinn að þær aögerðir sem
gripið var til á fundinum hefðu ekki
verið nægilegar. Því bæri Seðlabank-
inn bótaskyldu til mannsins sem
stefndi bankanum í máhnu.
Dómurinn taldi aö sú framganga
eftirlitsins að hefja raunverulega
skoðun ekki fyrr en meira en mán-
uði síðar hafa verið frullnægjándi
framkvæmd með hliðsjón af skyld-
um þess sem lög kveða á um eftiriitiö.
-Ótt
Akranes:
Miklirsinueldar
Miklir sinueldar loguðu á Akranesi
í nótt. Slökkviliðiö var kallað út á
þriðja tímanum í nótt en þá loguðu
sinueldar á fimm stöðum í bæjaijaðr-
inum. Slökkvistarfi var ekki lokið
fyrr en klukkan var langt gengin í
fimm í morgun. Skógræktarreitur er
í nágrenni brunastaðanna og að sögn
lögreglu var hann í hættu ef eldurinn
hefði logað aðeins lengur. Einnig er
steypustöð þar sem sinan brann og
ersömusöguaðsegjaafhenni. -pp
matsins með áskorun um þetta,“
sagði Markús Öm Antonsson borg-
arstjóri aðspurður um þær stað-
reyndir aö tæplega þriðjungur fast-
eigna í Reykjavík hefur ekki verið
endurmetinn á síðustu 17 ánun.
Eins og fram kom í DV í gær kem-
ur höfuðborgin illa út í úttekt sem
Fasteignamat ríkisins gerði og sendi
öllum sveitarfélögum landsins.
- Hefur þú einhverja skýringu á
því hvers vegna endurmatshlutfall í
Reykjavík er verulega lægra en í öll-
um hinum stóru bæjarfélögunum?
„Ég hef það ekki. Það er aðiU hjá
ríkisvaldinu sem sér um þessi mál.
Þetta er ekki mat sem við fram-
kvæmum. Ég hef ekki fengið neinar
skýringar frá Fasteignamatinu á
þessu," sagði borgarstjóri.
Jón G. Tómasson borgarritari sagði
að Fasteignamat ríkisins væri um
þessar mundir að vinna að því aö
endurmeta fasteignir í miðborg
Reykjavíkur.
„Sú skýring sem ég hef fengið á því
hvers vegna hlutfalUð er lægra í
Reykjavík en víöa annars staðar er
meðal annars sú að frummöt frá
1972-1976 hafi almennt verið mun
betur unnin og því ekki sama þörf á
endurmati og víða annars staðar,“
sagði Jón.
- Er það samt ekki hátt hlutfaU að
tæpur þriðjungur fasteigna hafi ekki
verið endurmetinn?
„Ég get alveg tekið undir það. í
reglugerð sem Fasteignamat ríkisins
vinnur eftir er gert ráð fyrir að end-
urmatið sé framkvæmt á 8-10 ára
fresti,“ sagöi Jón G. Tómasson.
-Ótt
Stuttar fréttir
GjaU á f er ðaskrif stof um
Flugleiöir og ferðaskrifstofum-
ar hafa tekiö upp sérstök af-
greiðslugjöld vegna sérþjónustu
viðferðamenn. Viðskiptavinirnir
þurfa nú að borga 1.000 tU 3.000
krónur sé pantað fyrir þá hótel
eða hópferö skipulögð fyrir þá,
Morgunblaðið skýrði frá þessu.
Alfriðun rjúpunnar
Össur Skarphéðinsson um-
hverfisráðherra íhugar að alfriða
rjúpuna. Þetta kemur fram í við-
tali við Sportveiðiblaðið.
Syngur í Carnegie Hall
Ólafi Bjarnasyni tenór hefur
verið boðiö að syngja í Camegie
Hall í New York. Skv. írétt i
Morgunblaðinu hefur Ólafur
ekki áður sungið opinberlega í
Bandaríkjunum.
SafnfluítfilDjúpavogs
Til stendur aö flytja safn Rík-
harðs Jónssonar til Djúpavogs,
feðingarstaðar listamannsins.
Skv. Tímanum verður safninu
komið fyrir í Löngubúð, verslun-
arhúsi sem reist var 1790.
Danlribrennivinið
Danir eru byrjaðir aö framleiða
og selja íslenska brennivínið.
Samkvæmt Alþýðublaðinu neíh-
ist brennivínið Geysir þegar það
er komið upp í hillur í dönskum
stórmörkuðum.
Kýmar látnar éta meira
Samtök afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði hafa beðiö kúabændur um
að framleiöa meiri mjólk. Sam-
kvæmt Tímanum hagnast bænd-
ur á því aö auka nytina í kúnum
með aukinni fóðurgjöf.
Einbýlishús iækka í verði
Raunverð einbýlishúsa á Akur-
eyri lækkaði á fyrri hluta síðasta
árs um 2 til 3%. Raunverð íbúða
i íjölbýlishúsum stóð hins vegar
því sem næst í stað.
Fserrí alkóhóllitrar
Sala á áfengi hjá ÁTVR jókst í
lítrum en dróst saman í alkóhól-
litrum á síöasta ári. Samkvæmt
frétt-Mbl. dróst sala á sterkum
drykkjum saman um tæplega
11%. Bjórsala jókst hins vegar
um 4% en sala á reyktóbaki
minnkaði um 5%.
-kaa
Sjómenn víðs vegar af landinu fjölmenntu á baráttufund i Reykjavtk í gær til að lýsa yfir stuðningi við verkfallið.
Um þúsund manns mættu á fundinn og var samþykkt með lófataki að standa fast að baki forystumönnum sjómanna
í samningaviðræðunum við utgerðarmenn. í ályktun fundarins segir að hvergi skuli hvikað frá frá kröfunni um
að útloka þátttöku sjómanna í kaupum á aflaheimildum og jafnframt eru stjórnvöld vöruð við því að rýra kjör
sjómanna með lagasetningu. Mikil samstaða ríkti á fundinum og mátti skilja á fundarmönnum að sjómenn myndu
yfirgefa skipspláss sín verði endir bundinn á verkfallið með lagasetningu. Sú krafa virtist falla í góðan jarðveg að
allur fiskur veröi í framtíðinni seldur á mörkuðum. -kaa/DV-mynd BG
Forstjóri Fasteignamats ríkisins um slæma stööu í endurmatsmálum:
Við þurf um að hafa
fleiri starfsmenn
- úrbætur mögulegar á skömmum tíma með því að fá verktaka í vinnu
„Viö þyrftum að hafa fleiri starfs-
menn til að komast yfir þetta. Málið
er auðvitað að það er búið að byggja
svo mikið á síðustu tveimur áratug-
um. Rúmmál eigna samkvæmt fast-
eignaskrá hefur aukist um 75 prósent
frá 1977,“ sagði Magnús Ólafsson,
forstjóri Fasteignamats ríkisins, í
samtali við DV í gær.
Magnús segist hafa vakiö athygli á
því við fjárlagagerð að Fasteignamat-
ið þurfi á meiri mannskap að halda
til að meta eignir en ástand í þeim
málum er mjög slæmt í mörgum tug-
um sveitarfélaga. Innheimta á fast-
eignagjöldum er því í miklu lama-
sessi.
- Núhefurinnan viðhelmingurfast-
eigna í 80 sveitarfélögum á landinu
ekki verið endurmetinn og frummöt
vantar í mörgum þeirra, hvaða úr-
ræði eru fyrir hendi í þessum efnum?
„Hver- hreppur þarf að láta mæla
upp öll húsin og senda okkur gögn.
í framhaldi af því getum við tekið
við og metið. En ef það á að ná þessu
á skömmum tíma þurfum við meiri
mannskap, bæði í höfuðstöðvar okk-
ar og úti á landi. Það er hægt að fá
verkfræðinga eða iðnaðarmenn í
þetta sem geta gert þaö með því að
vinna sem verktakar.
- Með hvaða hætti er unnið aö því
að fá þessa hluti í lag?
„Ég vek athygli á þessum málum
við hverja fjárlagagerð. Það er sá
vettvangur sem ég get komið mínum
sjónarmiðum að. Síðan hefur það
verið mat stjórnmálamannanna
hvað gengur fyrir."
Magnús sagðist telja að félagsmála-
ráðuneytinu bæri skylda til að hvetja
sveitarfélög til að standa skil á upp-
lýsingum varðandi fasteignir til
Fasteignamats ríkisins.
Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofu-
stjóri félagsmálaráðuneytisins,
kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að
sinni og ekki náðist í félagsmálaráð-
herra.
-ÓTT