Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Blaðsíða 26
34
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994
Afmæli
Reynir Ragnarsson
Reynir Ragnarsson lögregluvarð-
syóri, Suðurvíkurvegi 2, Vík í Mýr-
dal, verður sextugur nk. sunnudag.
Starfsferill
Reynir er fæddur í Reykjavík og
ólst þar upp til níu ára aidurs en í
Höfðabrekku í Mýrdal eftir það.
Hann er gagnfræðingur frá Skóga-
skóla og búfræðingur frá Hvann-
eyri. Reynir var í björgunar- og al-
mannavarnaskóla í Danmörku, Ci-
vilforsvarets Tekniske skole. Hann
er með atvinnuflugsmenntun frá
flugliðabraut Fjölbrautaskóla Suð-
urlands.
Reynir var sjómaður 1952-54, bú-
stjóri í Krýsuvík 1954-56, jarðýtu-
stjóri og síðar einnig framkvæmda-
stjóri við Ræktunars. Hjörleif
1957-78 og hefur verið lögreglumað-
ur í V-Skaftafellssýslu frá 1979.
Reynir starfaði lengi í björgun-
arsv. SVFÍ, Víkverja í Vík, og einnig
sem umdæmisstjóri björgunar-
sveita SVFÍ í umdæmi 10. Hann
hefur rekið flugrekstur í hjáverkum
(leiguflug, sjúkraflug og útsýnis-
flug). Reynir er í stjórn Ferðamála-
samtaka Suðurlands og Mýrdæbngi
hf. sem rekur hjólabátana í Vík.
Fjölskylda
Reynir kvæntist 29.6.1957 Edith
Dam Ragnarsson, f. 14.3.1938, hús-
móður og gestgjafa. Foreldar henn-
ar: Anton Dam og Murentsa Dam í
Norðurskála í Færeyjum.
Böm Reynis og Edith: Gísli Daníel
Reynisson, f. 3.11.1957, sjómaður í
Vík í Mýrdal; Margrét Lilja Reynis-
dóttir, f. 23.7.1959, húsgagnasmiður
í Hafnarfirði; Ásrún Reynisdóttir, f.
24.6.1961, húsgagnasmiður í Dan-
mörku; Ragnar Anton Reynisson, f.
24.6.1961, sjómaður í Vík í Mýrdal;
Kristín Þorgerður Reynisdóttir, f.
21.2.1964, hnykklæknir í Sviss.
Systkini Reynis: Þorsteinn Ragn-
arsson, f. 1.10.1936, starfsmaður
Gmndartanga, maki Erna Elías-
dóttir, þau eiga flögur böm; Valdís
Ragnarsdóttir, f. 26.10.1939, búsett
í Reykjavík, hún á þijú böm;
Salóme Ragnarsdóttir, f. 23.7.1945,
maki Hörður Davíðsson, þau eru
búsett að Efri-Vík í V-Skaft., þau
eiga flögur börn; Sóley Ragnarsdótt-
ir, f. 24.5.1947, myndlistarkona í
Reykjavík, maki Guðmundur Boga-
son, þau eiga fimm börn.
Foreldrar Reynis: Ragnar Þor-
steinsson, f. 5.9.1908, fyrrv. rithöf-
undur, bóndi og sjómaður, og Guð-
Reynir Ragnarsson.
rún Gísladóttir, f. 23.7.1909, hús-
móðir.
Reynir tekur á móti gestum í Ár-
sölum í Vík laugardaginn 15. janúar
frákl. 20-24.
Til hamingju með afmælið 14. janúar
85 ára
Jórunn Jóhannsdóttir,
Borgarbraut 65, Borgarnesi.
80 ára
Hallgrímur Gíslason,
Aðalstræti 26, Þingeyri.
60ára
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Staðarhvammi 1, Hafnarfirði.
Rósa Jóna Kristmundsdóttir,
Álfheimum 68, Reykjavik.
Hörður Snorrason,
Hlíðarstræti 5, Bolungarvík.
50 ára
Kambahrauni 34, Hveragerði.
Giumfríður Ingólfsdóttb’,
Logafoldl71, Reykjavík.
Ragnar Guðmundsson,
Stigahlíð 41, Reykjavík.
Erla Einarsdóttir,
Ofanleitisvegi 2, Vestmannaeyjum.
PáU Guðmundsson,
Skúlagötu 22r Stykkishólmi.
40 ára
70 ára
Ingibjörg Markúsdóttir,
Skipasundi 63, Reykíavík.
Húneraðheiman.
Þorlákur Stefánsson,
Araardrangi, Skaftárhreppi.
Petrina Grímsdóttir,
Höfðavegi 20, Húsavik.
Þorsteinn Jónsson,
Þverholti5, Mosfellsbæ.
Árni Jónsson,
Skipholti 47, Reykjavík.
Örn Jónsson, 1
tæknifræðingur
hjá RARIK,
Éiarrvegi 8,
Reykjavík.
Eiginkonahans
erJúlíana Signý iiw'tto
Gunnarsdóttir. m m
Þau taka á móti gestum á afmælis-
daginn í Lionssalnum Lundi í Auö-
brekku 25 í Kópavogi kl. 20.30.
Trausti Guðj ónsson,
Sigurður S. Svavarsson,
Grundarlandi 1, Reykjavík.
Ásrún Sigurðardóttir,
Dalbraut 16, Blldudalshreppi.
Þórhallur Arason,
Einarsnesi 34, Reykjavík.
Sigríður Olgeirsdóttir,
Álfabyggð 8, Akureyri.
Stefán Jóhann Jónmundsson,
Böggvisbraut 6, Dalvík.
Andlát_______________
Ævar R. Kvaran
Ævar Ragnarsson Kvaran, leikari,
miðill og rithöfundur, Kambsvegi
25, Reykjavik, lést 7. janúar. Útfór
hans verður gerð frá Dómkirkjunni
í dag, fóstudaginn 14. janúar, kl. 15.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en
þeim sem vildu minnast hins látna
er bent á styrktarsjóð Sophiu Hans-
en.
Starfsferill
Ævar var fæddur 17.5.1916 í
Reykjavík og ólst þar upp við Berg-
staðastræti. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR1936 og embættisprófi
í lögfræði við HÍ1941. Ævar stund-
aði leiklistar- og söngnám við Royal
Academy of Dramatic Art og við
Royal Academy of Music í London
1945-47 jafnframtþví sem hann
stundaöi leikstjómamám við BBC.
Þá kynnti hann sér tækni varðandi
útvarpsleikstjóm hjá norska og
danska útvarpinu 1949 og fór náms-
ferð til Bandaríkjanna til að kynna
sér leiklist þar með styrk frá Rocke-
fellerstofnuninni 1952.
Ævar var fulltrúi hjá Viðtækja-
verslun ríkisins og Bifreiðaeinka-
sölu ríkisins 1942^44. Hann var
fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið
frá stofnun 1950-80. Þá annaðist
hann leikstjóm fyrir Þjóöleikhúsið,
LR og ýmis leikfélög utan Reykja-
víkur. Hann stjómaði útsendingum
íjölda leikrita fyrir Ríkisútvarpið og
lék þar ótal hlutverk, auk þess sem
hann flutti þarfjölda erinda og sjálf-
stæðraþátta.
Ævar kenndi við Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins og rak um skeið eig-
in leiklistarskóla. Hann var stunda-
kennari í framsögn við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti frá 1978-88.
Hann svaraði bréfum alþýðu manna
sem sóst höfðu eftir leiðsögn hans í
mótlæti. Ævar stundaði miðilsstörf
frá 1974 sem fólust í fyrirbænum
öðrum til handa.
Ævar sat í stjórn LR1944-45; var
formaður Félags íslenskra leikara
1949-50; stofnaði, ásamt Lárusi Sig-
urbjörnssyni, Bandalag íslenskra
leikfélaga 1951 og var fyrsti formað-
ur þess; var stofnandi og formaður
Leikarafélags Þjóðleikhússins til
1958 og einn af stofnendum Starfs-
mannafélags Þjóðleikhússins. Þá sat
hann í nefndum er fjölluðu um hina
ýmsu þætti móöurmálsins og sat í
stjóm og var um skeið forseti Sálar-
rannsóknarfélags íslands.
Rit Ævars: íslenzk örlög í munn-
mælum og sögum, 1955; Ókunn af-
rek, 1956; Fólk og forlög, 1962; Kyn-
legir kvistir, 1964; Gildi góðleikans,
1965; Á leiksviði, 1966; Látnir lifa,
1978; í ljósaskiptunum (útvarpsleik-
rit) 1978; Undur ófreskra, 1981; Son-
ursólar, 1990.
Ævar þýddi fjölda rita um ýmis
efni. Hann þýddi leikrit fyrir Ríkis-
útvarpið og samdi leikritahandrit
fyrir útvarp eftir íslenskum sögum.
Hann var ritstjóri Morguns, tíma-
rits Sálarrannsóknarfélagsins, í
áratug. Ævar orti ljóð sem þó hafa
ekki veriö gefin út og hann átti í
handriti rit um framsögn bundins
og óbundins íslensks máls.
Fjölskylda
Ævar kvaéntist 1971 eftirlifandi
eiginkonu sinni, Jónu Rúnu Kvar-
an, f. 13.12.1952, miðli og blaða-
manni. Móðir hennar: Guðbjörg R.
Guðmundsdóttir, hannyrðakona og
húsmóðir í Reykjavík. Ævar var
áður kvæntur Pauline Joyce Coll-
ins, f. 9.3.1927. Þau skildu. Foreldrar
Ævar Ragnarsson Kvaran.
hennar: Charles Philip Collins, yfir-
vélstjóri í Surrey á Englandi, og
kona hans, Alice Florence. Ævar
var áður kvæntur Helgu Hobbs, f.
13.9.1919. Þau skildu. Foreldrar
hennar: Cliíford L. Hobbs, kaup-
maður í Liverpool, og kona hans,
Jósefína Helgadóttir Zoega.
Sonur Ævars og Helgu: Gunnar,
f. 16.1.1944, sellóleikari í Reykjavík.
Börn Ævars og Pauline: Sigrún
Linda, f. 3.5.1948, klæðskera- og
kjólameistari í Reykjavík; Ævar
Ragnar, f. 18.9.1952, sjúkraliði í
Reykjavík; Silja, f. 15.6.1955, starfs-
stúlka í Reykjavík; Örlygur, f. 16.6
1959, verkstjóri á Grænlandi. Dóttir
Æ vars og Jónu Rúnu: Nína Rúna,
f. 14.4.1978, nemi í foreldrahúsum.
Hálfsystkini Ævars samfeðra:
Ragnheiður; Einar, verkfræðingur
og starfsmaður SÞ í Austurlöndum;
Matthildur.
Foreldrar Ævars voru Ragnar
Hjörleifsson Kvaran landkynnir og
Sigrún Gísladóttir húsfreyja. Þau
embæðilátin.
Brynjólfur
Sveinbergsson
Bryujólfur Sveinbergsson mjólkur-
samlagsstjóri, Hvammstangabraut
34, Hvammstanga, verður sextugur
nk. mánudag.
Starfsferill
Brypjólfur er fæddur á Blönduósi
og ólst upp þar og í Stóradal, A-
Hún. Hann lauk búfræöinámi frá
Bændaskólanum Hólum 1952 og fór
síðan til mjólkurfræðináms í Noregi
og lauk þar námi frá Stadens Mei-
eriskola í Þrándheimi 1955.
Brynjólfur starfaði hjá Mjólkur-
samlaginu á Blönduósi frá 1948, hjá
Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi
1956—58 og við Mjólkursamlag
KVH/KFHB á Hvammstanga frá
1959.
Brynjólfur var kosinn í hrepps-
nefnd Hvammstangahrepps 1962 og
starfaði í henni í tvo áratugi, þar
af sem oddviti í 14 ár. Hann var í
stjórn Fjórðungssambands Norð-
lendinga í mörg ár og hefur starfað
mikið meðal framsóknarmanna í
V-Hún. og í Norðurlandskjördæmi
vestra svo og í miðstjóm Framsókn-
arflokksins. Brynjólfur var vara-
þingmaður flokksins í kjördæminu
í tvö kjörtímabil. Hann er einn af
stofnendum Tæknifélags mjólkur-
iðnaðarins og Lionsklúbbsins
Bjarma. Brynjólfur hefur setið í
stjórn Samtaka afurðastöðva í
mjólkuriðnaði frá 1985 og í stjóm
Hollustuverndar ríkisins frá 1986.
Fjölskylda
Brynjólfur kvæntist 17.1.1960
Brypju Bjamadóttur, f. 3.10.1942,
aðstoðarmanni tannlæknis. For-
eldrar hennar: Bjami Ásbjömsson,
bóndi í Haugakoti í Flóa, og Þórhild-
Brynjólfur Sveinbergsson
ur Hannesdóttir, þau eru bæði látin.
Börn Brynjólfs og Brynju: Svein-
björg, f. 31.8.1962, hjúkrunarfræð-
ingur, unnusti hennar er Öm Gylfa-
son viðskiptafræðingur; Bjami
Ragnar, f. 29.2.1964, mjólkuryerk-
fræðingur, unnusta hans er Ásdís
Kristjánsdóttir, þau eiga einn son,
Kára Sveinberg, Ásdís á eina dóttur,
Sunnu Rut; Hrafnhildur, f. 5.6.1970,
landafræðinemi.
Brynjólfur átti tvö systkini og
sextán hálfsystkini. Tvö systkina
hanseru látin.
ForeldrarBrynjólfs: Sveinberg
Jónsson, f. 6.7.1910, d. 19.11.1977,
bifreiðarstjóri, og Guðlaug Nikó-
demusdóttir, f. 30.10.1914, húsmóð-
ir, þau skildu. Seinni kona Svein-
bergs var Lára Guðmundsdóttir, f.
4.8.1912, þau bjuggu á Blönduósi og
síðar í Reykjavík, en Brynjólfur ólst
upphjáþeim.
Bryujólfur tekur á móti gestum í
Félagsheimilinu á Hvammstanga
laugardaginn 15. janúar frá kl.
16-19.
Gullbrúðkaup
Bragi Brynjólfsspn kláeðskerameistari og Dóra Halldórsdóttir húsmóð-
ir, til heimilis að Ásenda 14 í Reykjavík, eiga gullbrúðkaup í dag. Bragi,
sem er fæddur 6.8.1916, rak klæðskeraverkstæði á Laugavegi 46 í Reykja-
vík í áratugi. Dóra er fædd 12.1. 1919. Þau eiga fjögur böm. Bragi og
Dóra era stödd erlendis.