Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994
33
Svidsljós
Flestir myndu veðja á að Kim
Basinger nefndi síðasta ár sem sitt
versta ár, með tilliti til réttarhald-
anna vegna Boxing Helena og úr-
skurðarins, en í nýlegu viðtali segir
hún þvert á móti að síðasta ár hafi
verið það besta sem hún muni eftir
og þá er hún að vitna til brúðkaups
þeirra Alecs Baldwins sem haldið
var í sumar.
Það má segja að allir í Hollywood
hafi fylgst með réttarhöldunum yf-
ir „samningsbroti Kim vegna
myndar Jennifer Lynch, Boxing
Helena. Aldrei fyrr hafði leikari
verið dreginn fyrir rétt fyrir að
brjóta munnlegan samning og voru
blendnar tilfinningar vegna úr-
skurðarins, bæði meðal framleið-
anda og leikara. Framleiðendur
óttast að nú sé erfiðara að fá leik-
ara til að leggja nafn sitt við fram-
leiðslu þeirra, af ótta við málsókn,
og leikarar forðast að gefa nokkur
vilyrði um samstarf fyrr en allt er
í höfn.
Kim segir að réttarhöldin hafi
verið sín versta lífsreynsla, hún sé
afskaplega feimin að eðlisfari og
sér hafi ekki fundist gaman að sitja
fyrir framan kviðdóminn og fullan
sal af áheyrendum. En þar sem hún
hafi ekki haft efni á að greiða það
sem framleiöendur fóru fram á
hafi hún ákveðið að láta hart mæta
hörðu.
Kim segir að úrskurðurinn hafi
ekki komið sér á óvart. Hún hafi
gert sér grein fyrir því um leið og
lögfræðingur sækjandans flutti
opnunarorð sín: „Góðan dag, döm-
ur mínar og herrar. Við munum
öll frá því viö vorum í skóla hvem-
ig þaö er þegar sæta stelpan fær
allt sem hún vfil,“ að málið snerist
um hana en ekki samningsbrot.
Eftir að dómurinn féll henni í
óhag lýsti Kim sig gjaldþrota. Þrátt
fyrir það er engin uppgjöf í henni.
Hún segist skulda lögfræðingum
Kim Basinger er gjaldþrota peningalega en hún er nýgift og hamingju-
söm og er ekki búin að gefast upp.
stjarnfræðilega upphæð vegna hún að halda áfram og hefur áfrýj-
þessara málaferla en samt ætlar að úrskurðinum.
Tilkyimiiigar
Barðstrendingafélagið
og Djúpmannafélagið
halda sameiginlega félagsvist að Hall-
veigarstöðum laugardagimi 15. janúar kl.
14. Góð verðlaun og veitingar.
Fræg Tsjekhov-kvik-
mynd íbíósal MÍR
Önnur kvikmyndin af fjórum, sem sýnd-
ar verða nú í janúar í bíósalnum, Vatns-
stíg 10 undir samheitinu „Nikita Mik-
halkov - leikarinn og leikstjórinn," verð-
ur sýnd nk. sunnudag, 16. janúar, kl. 16.
Þetta er myndin „Ófullgert verk fyrir
sjálfspilandi píanó“. Skýringatextar á
ensku. Aðgangur ókeypis og öllum heim-
ill.
Happdrætti knatt-
spyrnufélags ÍA
Dregið var í happdrætti knattspyrnufé-
lags ÍA 5. janúar 1994. Ferðavinningar
komu á númer: 12718,10099,13496,12225,
12890, 11147, 10079, 11490, 10817, 12673.
Aðrir vinningar komu á númer: 13953,
10682, 11936, 12948, 12847, 13514, 11878,
11098, 10183, 12638, 13565, 10685. Upplýs-
ingar eru gefnar á skrifstofu knatt-
spymufélagsins mánudaga til fóstudaga
kl. 10-12.
Fréttir
Skynjaravandræði á
Landspítalanum
Eldur kom upp í straumspenni á
hjartaþræðingardeild Landspítalans
í gærmorgun. Töluverður reykur
hlaust af þó eldurinn væri lítill og
var slökkviliðið um 50 mínútur að
reykræsta salarkynnin.
Engin eldboð bárust á slökkvistöð
og mun því vera um að kenna að
engir optískir reykskynjarar eru þar
sem eldurinn kviknaði heldur ein-
ungis jónískir. Optískir skynjarar
nema mun betur rafmagns- og glóð-
areld og verður unnið að því á næst-
unni að bæta úr þessu og setja upp
optíska skynjara.
Er hér um svipað mál að ræða og
kom upp á Þjóðminjasafninu á dög-
unum þegar jónískir skynjarar
námu ekki reyk af glóðareldi sem
kviknaði í klæðningu þegar unnið
var að viðgerðum á þaki safnsins.
-PP
Enginn íslendingur
íSmugunni
Togarinn Óttar Birting, sem gerð-
ur er út frá Fáskrúðsfirði, kom til
hafnar á Fáskrúðsfirði í gær með 150
til 160 tonn af fiski. Ekki fengust
upplýsingar um það í morgun hvort
farið yrði aftur til veiða en að sögn
skipverja er Smugan „draumasvæði
til veiða á þessum árstíma. Miklu
betra heldur en íslensk fiskimið",
eins og einn skipverjinn orðaði það.
Þrír til fimm færeyskir togarar
voru á veiðum í Smugunni með Ottar
Birting, sem fór til veiða í byrjun
desember.
Engin íslenskur togari er nú í
Smugunni. -pp
Húnvetningafélagið
Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúö,
Skeifunrú 17. Keppni hefst. Allir vel-
komnir.
Félag eldri borgara
Félagsvist kl. 14 í dag í Risinu. Dans-
kennslan hefst á morgun, laugardag, kl.
12.30 til 14 fyrir byrjendur og kl. 14 til
15.30 fyrir lengra komna. Ath. breyttan
tíma. Göngu-Hrólfar fara frá Risinu kl.
10 laugardagsmorgun. Margrét Thor-
oddsen er til viðtals á þriöjudag, panta
þarf tíma i síma 28812.
Félag eldri borg-
ara í Kópavogi
Félagsvist og dans verður í kvöld kl. 20.30
í félagsheimili Kópavogs, annarri hæð.
Húsið öllum opið.
Sigtryggur dyravörður
á Selfossi
Hljómsveitin Sigtryggur dyravörður
leikur á Hótel Selfossi laugardaginn 15.
janúar.
Kvikmyndasýning í
Norræna húsinu
Sunnudaginn 16. janúar kl. 14 hefjast að
nýju kvikmyndasýningar fyrir börn í
Norræna húsinu. Að þessu sinni verður
sýnd sænska myndin Elvis Elvis. Myndin
er með sænsku tali. Allir velkomnir og
aögangur ókeypis.
Skaftfellingafélagið
í Reykjavík
Félagsvist sunnudag 16. janúar kl. 14 í
Skaftfellingabúö, Laugavegi 178.
Leikhús
ÞJÓÐLEIKHÚSID
Sími 11200
Smíðaverkstæðið kl. 20.30.
BLÓÐBRULLAUP
eftir Federico Garcia Lorca
Frumsýning fös. 21. jan., fáein sæti laus,
miö. 26. jan.,fim. 27. jan.
Sýning er ekki viö hæfi barna. Ekki er
unnt að hleypa gestum í salinn eftir aö
sýning er hafin.
Litla sviðið kl. 20.
SEIÐUR SKUGGANNA
eftir Lars Norén
Frumsýning á morgun lau. 15. jan., upp-
selt, sud. 16. jan., föd. 21. jan.
Ath. Ekki er unnt að hieypa gestum i
salinn eftir að sýning er hafin.
Stóra sviðið kl. 20.00
MÁVURINN
eftir Anton Tsjékhof
7. sýn. á morgun lau., fáein sæti laus,
8. sýn. sun. 23 jan., sun. 30. jan.
ALLIR SYNIR MÍNIR
eftir Arthur Miller
í kvöld, fáein sæti laus., fim. 20. jan.,
fös. 21. jan., fim. 27. jan.
KJAFTAGANGUR
eftir Neil Simon
Lau. 22. jan., fös. 28. jan., næstsíðasta
sýning, lau. 29. jan., siðasta sýning.
SKILABOÐASKJÓÐAN
eftir Þorvald Þorsteinsson
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Stóra sviðið
EVA LUNA
Eva Luna eftir Kjartan Ragnarsson og
Oskar Jónasson
5. sýn. sund. 16. jan., gul kort gilda, uppselt.
6. sýn. fimd. 20. jan., græn kort gilda, fáein
sæti laus.
7. sýn. föd. 21. jan., hvít kort gilda, uppselt.
8. sýn. sund. 23. jan., brún kort gilda, upp-
selt.
Fim. 27. jan., fös. 28. jan., uppselt, sun. 30.
jan.
Stóra svið kl. 20.00.
SPANSKFLUGAN
eftir Arnold og Bach
35. sýn. föstud. 14. jan., laugard. 15. jan.
Fáarsýningareftir.
Stóra sviðið kl. 14.00
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sunnud. 16. jan. sunnud. 23. jan., næstsið-
asta sýning. 60. sýn. sunnud. 30. jan. sið-
asta sýning.
Litla sviðið kl. 20.00.
ELÍN HELENA
eftir Árna Ibsen
Föstud. 14. jan., laugard. 15. jan.
Ath.t Ekki er hægt að hleypa gestum inn i
salinn eftlr að sýning er hafin.
Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 ajla
daga nema mánudaga. Tekið á móti
miðapöntunum í sima 680680 kl.
10-12 alla virka daga.
Bréfasími 680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Leikfélag Reykjavikur-
Borgarleikhús.
Ævintýri með söngvum
Lau. 15. jan. kl. 14.00, fáein sætl laus,
sun. 16. jan. kl. 14.00, fáeln sæti laus,
sud. 23. jan., fáein sætl laus, lau. 29.
jan. kl. 13.00, sun. 30. jan. kl. 14.00.
Miðasala Þjóðleikhússins er opln alla
daga nema mánudagafrá 13.00-18.00
og fram að sýningu sýningardaga. Tekið
á móti simapöntunum virka daga
frá kl. 10.
Græna Iínan99 61 60.
Leikfélag Akureyrar
LEIKFÉLAG
MOSFELLSS VEITAR
„ÞETTA
REDDASTÍ
i Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ
Kjötfarsi með einum sálmi
eftir Jón St. Kristjánsson.
3. sýn. í kvöld, uppselt., 4. sýn. sunnud.
16. lan.kl, 20.30.
Miðapantanir í sima 867788
allan sölarhrlnglnn.
ÍSLENSKA ÓPERAN
__inil
UlH/
.....UaKaSAG^...
Höfundur leikrita, laga og söngtexta:
Ármann Guömundsson, Sævar Slgur-
gelrsson og Þorgeir Tryggvason
Leikstjórn: Hlin Agnarsdóttir
Lelkmynd og búnlngar: Stigur Stelnþórs-
son
Lýsing: Ingvar Björnsson
Leikendur: Saga Jónsdóttlr, Aðaisteinn
Bergdal, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigur-
þór Albert Heimlsson, Inglbjörg Gréta
Gisladóttlr, Skúli Gautason, Slgurvelg
JónsdóHir, Sigurður Hallmarsson, Dofri
Hermannsson og Oddur Bjarni Þorkels-
son.
Undirleikari: Reynir Schiöth
Föstud. 14. jan.kl. 20.30.
Laugard. 15. jan. kl. 20.30.
Miðasalan er opin alla virka kl. 14-18
og fram aö sýn. sýningardaga.
Sunnud. kl. 13-15.
Simsvari tekur viö pöntunum utan af-
greiðslutima. Simi 24073.
Greiöslukortaþjónusta.
É VGENÍ ÓNEGÍN
ettir Pjotr I. Tsjajkovski
Texti eftir Púshkin í þýðingu
Þorsteins Gylfasonar.
Sýning laugardaginn 15. janúar kl. 20.
Laugardaginn 22. janúar kl. 20.
Miðasalan er opin frá kl.
15.00-19.00 daglega.
Sýningardaga til kl. 20.
SÍM111475-
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
Nýtt kortatimabil!
Munið gjafakortin okkar
Gildran er spennt
ef ökumaður
rennir einum snafsi
inn fyrir varir sinar
Eftir einn - ei aki neinn!
UMFERÐAR
RÁÐ