Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 Greenpeace lýgur. Helvít- issvik „Þeir sviku okkur, helvítin á þeim,“ segir Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri LÍÚ, í Tímanum í gær um ástæöur þess aö upp úr viöræðum slitnaði. Hann segir aö á sameiginlegum fundi deiluöaila með sjávarútvegsráðherra sl. helgi hafl menn orðið sammála um að fara aftur til fundar í Karp- húsinu til að taka á því vanda- máli sem snýr að meintum kvóta- kaupum sjómanna en ekki til að búa til nýtt verðlagsráð. Ummæli dagsins Lygi grænfriðunga „Eg get fullyrt að níutíu prósent af því sem Greenpeace er að skrifa um myndina Maðurinn í regnboganum og mig persónu- lega og Ron Arnold er hreint bull og þvættingur. Það er óhætt aö snúa hverri fullyrðingu þeirra í Alþýðublaðinu í dag upp í and- hverfu sína. Og það hefur til dæmis danska sjónvarpiö gert fyrir sitt leyti og vísað öllu til foð- urhúsanna,“ segir Magnús Guð- mundsson í Alþýðublaðinu í gær. Basla á eigin vegum „Aö öðru leyti hafa samskipti mín við stjÓHimálaöfl verið afar takmörkuö, ég er óflokksbundinn og skipti mér eKki mikið af stjórn- málum. Ég vinn á eigin vegum og basla áfram á eigin vegum. Greenpeace skilur væntanlega ekki slíkt,“ segir Magnús enn- fremur. Á enga samleið „Mitt nafn bar á góma á ein- hverju stigi en það var ekki af mínum hvötum og ég hef ekkert með það að gera. Það er gjörsam- lega út úr kortinu að ég eigi nokkra pólitíska samleið með þessum bræðingi," segir Jón Magnússon lögmaður í DV í gær er hann hafnar samstarfi við framboð minnihlutaflokkanna. Félag áhuga- manna um heimspeki á Akureyri Hvemig verður mannheimur til? heitir fyrirlestur Páls Skúla- sonai’ i Deiglunni, sal Gilfélagsins i Grófargili, 14. janúar kl. 20.30.1 fyrirlestrinum verður fjallað um reynslu okkar af veröldinni og Fundir leítast við aö skýra hvemig hugs- un, trú og tjáning skapa forsend- ur mannlífs og menningar. Félag fráskilinna Félag fráskilinn heldur fund í kvöld kl. 20.30 í Risinu, Hverfis- götu 105. Heldur kólnandi veður Það verður norðaustanátt, víðast gola eða kaldi og dálítil él um landið norðanvert, einkum þó út við sjóinn. Veðrið í dag Á Suður- og Suðvesturlandi verður hins vegar lengst af nokkuð bjart veður. Hægt kólnandi og í kvöld verður komið talsvert frost um mest- allt land. Á höfuðborgarsvæðinu verður au- stangola eða kaldi og léttskýjað. Fljótlega frystir og næstu nótt má reikna með meira en fimm stiga frosti. Sólarlag í Reykjavík: 16.17 Sólarupprás á morgun: 10.55 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.16 Árdegisflóð á morgun: 08.35 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað -2 EgUsstaðir skýjað -2 Galtarviti léttskýjað -1 KeílavíkurílugvöUur léttskýjað 0 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 0 Raufarhöfn snjóél 0 Reykjavik léttskýjað -1 Vestmannaeyjar léttskýjað 3 Bergen rign/súld 2 Helsinki rigning 2 Kaupmannahöfn alskýjað 5 Ósló skúr 2 Stokkhólmur skýjað 4 Þórshöfn skúr 2 Amsterdam skýjað 8 Barcelona léttskýjað 8 Berlín léttskýjað 6 Chicago heiðskírt -17 Feneyjar þoka 5 Frankfurt skýjað 7 Glasgow skúr 4 Hamborg skýjað 7 London léttskýjað 6 Madrid þokumóða 4 Malaga heiðskirt 9 Mallorca þoka 9 Montreal alskýjað -10 New York þokumóða 2 Nuuk alskýjað -4 Orlando rigning 14 París léttskýjað 6 Valencia heiðskírt 6 Vín skýjað 5 Winnipeg heiðskírt -29 Kári Gunnarsson: Langar aó spila í 1. deild í fótbolta „Ég varð ekkert hræddur þegar mamma datt og vissi ekki aö hún var handarbrotin. Ég hljóp bara að ná í hjálp og sýndi þeím svo hvar hún lá,“ segir Kári Gunnarsson en frá fcrðum þeirra mæðgina, ásamt himilishundinum Skoppu, er nán- ar sagt í DV í dag. „Skoppa vildi Maóirr dagsins heldur bíða hjá mömmu en í'ara með mér. Það var alveg eins og hún vissi að matnma væri slösuð. Ilún er voðalega góður hundur.“ Kári er ellefu ára gamall og vinn- Kári Gunnarsson fær sér hress- kannski að verða atvinnumaöur ur sér inn vasapeninga með því að ingu eftir að hafa hlaupið tvisvar þegar ég verð eldri.“ bera út DV. Hann fer norður í land upp og niður Stöðina. -JJ i sveit á sumrin og segist miög ánægður með það. Á vetuma stundar hann skíðin af kappi og innahússfótboltann. „Við erum að reyna að styrkja okkar lið og fórum í íslandsmótið í innanhúsfótbolta um helgina. Við eígum að keppa við nokkur liö en tvö af þeim eru mjög sterk. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem með hði til Reykjavíkur og er svolítið spenntur." Kári er vinstri bakvörður og við- urkennir aö hann langi til að kom- ast áfram i fótboltanum. „Mig lang- ar að spila í 1. deild í fótbolta og SlÚður Myndgátan hér að ofan lýsir sagnorði. Blak og handbolti íslandsmeistaramótinu í blaki veröur fram haldið í kvöld og verða 3 leikir, þar af tveir í Nes- kaupstað. Karlalið Þróttar, Nes., og HK munu keppa kl. 20.00 og þar á eftir eða kl. 21.15 munu kvennalið þessara félaga mætast. Klukkán 20.00 verður í Víkinni leikur í kvennablakinu kl. 20.00 milli Víkings og Sindra. í 2. deild karla í handbolta verður leikur milh ÍBK og Gróttu i Keflavík og hefst hann kl. 20.00. Að lokum má minna á að íslandsmótið í innanhússknattspyrnu heldur áfram í Austurbergi kl. 18.00 og verða leiknir 12 leikír. Skák Þessi sjötíu ára gamla þraut er eftir Þjóðverjann Wolfgang Pauly - samin 1924. Hvitur leikur og mátar í 5. leik. Þetta dæmi er ekki auðleyst. Lausnin byggist á tilfærslu biskupsins með 1. Bc8! Kd5 2. Bb7 og nú rekur þetta sig sjálft. Eftir 2. - Ke5 3. Hg6 Kf5 4. Be4 + Ke5 5. f4 er svartur mát. Jón L. Árnason Bridge Spilin í Reykjavikurmótinu í sveita- keppni eru forgeftn og er því jafnan mik- il umræða um spilin i spilalok þegar spi- lagjöfmni er dreift til spilaranna. Eftir- farandi spil, sem kom fyrir í fimmtu umferð mótsins, átti sér fróðlega sögu i leik sveita VÍB gegn S. Ármanni Magnús- syni. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og NS á hættu: ♦ G762 V KG642 ♦ -- + K875 * K94 V Á953 ♦ KG104 + 109 * ÁD103 V 7 ♦ ÁD75 + ÁD62 Suður Vestur Norður Austur 1+ Pass 1? Pass 1 G Pass 2é Dobl Redobl p/h í NS sátu Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Amþórson, en kerfi þeirra er sterkt laufakerfi. Eitt hjarta lofaði 6 eða fleiri punktum og rninna en þremur kontrólum (Á=2, K=1). Þar sem kerfi Guðlaugs og Amar inniheldur ekki opnun með sterk- um þriggja lita höndum, valdi Örn að segja eitt grand á suðurspilin tii að lýsa jafnskiptri 17-18 punkta hendi. Tveir tigl- ar Guölaugs vom yfirfærsla í hjarta og þá ákvað austur að dobla til að sýna tígul- lit. Örn redoblaði og bauð þannig upp á að spila samninginn. Guðlaugur ákvað að freista gæfunnar, taldi líklegt að Öm væri með fimmlit eða'sterkan fjórlit í tígh. Útspil austurs var lauftía sem Guð- laugur drap á ás í blindum. Hann spilaði næst hjarta á gosa og austur drap á ás. Enn var laufi spilaö sem Guðlaugur átti heima á kóng. Hann svínaði nú spaða- drottningu og spilaði síðan laufdrottn- ingu sem austur trompaði og spilaði spaðakóng. Guðlaugur drap á ás og spil- aði lágum spaða. Vestur henti hjarta og gosi fékk óvænt að eiga þann slag. Þá var hjartakóngur tekinn og hjarta trompað í blindum en vestur yfirtrompaði. AD í tigh í blindum nægðu síðan til að landa heim samningnum. ísak Örn Sigurðsson f öö V D108 ♦ 98632 -i. n,io

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.