Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 13 Ýsuflökin seld á rúmar 600 kr. kg - hafa hækkað um 32% frá því fyrir áramót í lauslegri símakönnun DV í gær sögðust sumir fisksalar ekki hafa neina nýja ýsu að bjóða neytendum en aðrir höfðu nælt sér í eitthvert magn af línuýsu og áttu því nóg fyrir þann dag. „Þetta eru eintómar redd- ingar frá degi til dags,“ sagði einn fisksahnn. í verkfalhnu stóla fisksalamir mik- ið á trihurnar og segjast borga það sem upp er sett, bara til að geta boð- ið fiskinn. Það fer þó í verra þegar trillurnar geta ekki sótt sjóinn vegna veðurs eins og fyrr i vikunni. Dæmi voru um að kílóið væri selt á 647 kr. í gær sem er rúmum 200 krónum hærra kílóverð en algengt var fyrir áramótin og samsvarar 32% verðhækkun. Alengara var þó verð á bilinu 520-550 krónur á kílóið og sögðust þeir fisksalar enga álagningu hafa og jafnvel borga með ýsunni. Þeir sögðu neytendur ekki vhja borga mikið hærra verð en þetta og sérstaklega ekki í ljósi þess að hægt er að fá kjöt fyrir svipað verð. Flestir buðu upp á sjófrysta ýsu sem margir telja aht eins góða og kostaði hún á bihnu 500-580 kr. kg, enda roðflett og léttari á vigt. -ingo buðu hins vegar upp á nýveidd þorskflök og aðrar DV-mynd GVA Jón Ægir og Garðar í Hafrúnu áttu ekki til neina ýsu i gær en fisktegundir. DV kannar gæði harðfisks: Minnir á efni í byggingariðnaði - sagði matgæðingur DV um eina harðfisktegundina Gæðakönnun DV á harðfiski heldur áfram. Að þessu sinni voru matgæð- ingamir beðnir að bera saman ýsu frá Harðfiskverkuninni á ísafirði, Vestf- irsku harðfisksölunni í Reykjavík og Svalbarða í Reykjavík. Þau Dröfn Far- estveit hússtjómarkennari, Sigmar B. Hauksson, áhugamaður um matar- gerðarlist, og Úlfar Eysteinsson mat- reiðslumeistari gerðu það samvisku- samlega án þess að vita hvaða harð- fiskur tilheyrði hvaða framleiðanda. Þau vora beðin að gefa einkunn á bil- inu 1-5 (l = mjög vont, 2=vont, 3= sænúlegt, 4 = gott, 5=mjög gott) eftir bragði, úthti og áferð harðfisksins. Framleiðendumir voru valdir af handahófi og era færri en við hefðum vhjað en erfitt reyndist að finna þessa ákveðnu fisktegund í sams konar formi frá mörgum framleið- endum. Ekki var talið ráðlegt að bera saman bitafisk og harðfisk í flökum. Svalbarði með besta fiskinn Harðfiskurinn frá Svalbarða hlaut flest stig samanlagt, eða 11 af 15 mögulegum, á meðan fiskurinn frá Vestfirsku harðfisksölunni fékk 8 stig og fiskurinn frá Harðfiskverkun- inni hlaut samanlagt 7 stig. Úlfar gaf Svalbarða 4 í einkunn með umsögninni „þykkur, vel vals- aður og bragðgóður" og Dröfn gaf hka 4 með umsögninni „áberandi bestur". Sigmar gaf honum 3 og fannst þetta „nokkuð góður harðfisk- urog sæmhegt bragð". Ýsan frá Vestfirsku harðfisksöl- unni fékk umsögnina „hræðilega bragðvondur fiskur, minnir frekar á efni í byggingariðnaði en matvöru" hjá Sigmari sem gaf henni ekki nema 2. Úlfar gaf henni 3 með umsögninni „gott, hvítt útht og bragö í lagi“. Dröfn gaf líka 2 í einkunn en án umsagnar. Loks gáfu Dröfn og Sigmar ýsunni frá Harðfiskverkuninni 2 í einkunn. Dröfn sagði fiskinn „vondan" og Sigmar sagði „einkennhegur litur og vont bragð". Úlfar gaf ýsunni 3 í ein- kunn með umsögninni „fuhþurr og eftirbragð". -ingo Neytendur Athuga- semd Sjávarfiskur hf„ framleiðandi samnefnds haröfisks, gerir eftir- farandi athugasemd: „í gæða- könnun DV á harðfiski sl. mið- vikudag var borinn saman harð- fiskur frá Svalbarða, Eyrarfiski og Sjávarfiski. Þetta er ekki sam- bærheg vara þar sem harðfiskur frá Svalbarða er seldur útiþurrk- aður og ópakkaður frá ónefndum framleiðanda en hinn fiskurinn er inniþurrkaður, barinn og seld- ur í lofttæmdum umbúðum skv. reglugerð Hohustuverndar ríkis- ins. Samanburður er því engan veginn sambærilegur. Það er mat framleiðanda Sjáv- arfisks og Eyrarfisks að könnun- in sé illa unnin og engan veginn marktæk. Th þess að gefa lesend- um DV einhveijar upplýsingar um harðfisk ætti að taka ahar tegundir af sambærilegum harð- fiski til prófunar. Spamaðarráð Hugsið um bílinn Georg Ragnarsson sagðist spara uratalsvert með því að hugsa um bíhnn sinn sjálfur. Hann smyr hann, skiptir um ohu og pústkerfi, svo framarlega sem ekkert stórvæghegt er að. Hann benti ennfremur á að hægt væri að spara bensín með því að kaupa vélarstillingu á bíhnn. Síðasti Georg sagðist einnig spara meö því að fylgjast með verði í versl- unum ásamt því að kaupa mat sem er á síðasta söludegi. Matur á síöasta söludegi er að hans sögn oft seldur með 50% afslætti. „Mesti sparnaðurinn er eftir að við hjónin hættum að reykja. Varlega áætlað hefur sú ákvörð- un sparað okkur rúmar 200 þús- und krónur og viö sjáum ekki eftir henni.“ Hann sagðist einnig passa að greiða reikninga áður en þeir væru komnir á eindaga th að spara dráttarvexti sem geti oröiö umtalsverðir. -mgo kaupauki - sparaðu með kjaraseðlum Samloku- og vöfflujárn, sambyggt Lausar plötur, aubvelt í þrífum Innskotsborö 254/Tris . stærð 61x42 svart/svart I Verð kr. 22.800,- 1 ýkjaraseðill 8.000,- | Kjaraseðillinn gildir sem 8000 kr. afsláttur við kaup á einhverju af þessum borðum. Kjaraseðillinn gildir í versluninni hér til hliðar. Sófaboró 255 / XL-R stærð 120x65 svart/svart Verð kr. 16.900,- 4-kjaraseðill 8.000,- Verb án kjaraseöils kr. 7516,- Verb meb kfarasebll kr. 4980,- TM - HÚSGÖGN OKMSSONHF Sfðumúla 30 — sfmi 68-68-22 Opið mánudaga - föstudaga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 14-17. eða meðan birgðir endast eða á meðan birgðir endast Lágmúla 8-9, Sími 91-38820, Fax 91-680018 1. febrúar 1994 1. februar 1994

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.