Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Qupperneq 11
-t FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 11 Fréttir i ) ) Ég er að senda ákveðin skilaboð inn í f lokkinn - segir Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi sem nú er að hætta Það vantar tryggingu fyrir því að prófkjörið skili lista til sigurs fyrir flokkinn, segir Katrin Fjeldsted. DV-mynd GVA - Þú gafst ákveðnar skýringar á því síðastliðinn föstudag hvers vegna þú ákvaðst að gefa ekki kost ^ á þér í prófkjör að þessu sinni. Samt finnst manni að það vanti eitthvað upp á þær skýringar sem þú gafst. „Svariö viö þessu er ekki alveg einfalt. Ég var farin aö velta því fyrir mér aö gefa ekki kost á mér áfram strax í upphafi þessa kjör- tímabils. Mér fannst að þaö væri kominn tími tíl. Ég mætti ekki vera það lengi að ég væri hætt aö gefa eitthvað af sjálfri mér í starfinu. Þess vegna staldraði ég við og velti þessum hlutum fyrir mér nú...“ - En þú talaðir um ákveðna óánægju með störf borgarstjórnar- flokksins og prófkjörið í fiokknum. Um hvaða mál ertu að tala þegar þú segir að þin mál hafi ekki hlotið náð fyrir augum borgarstjórnar- flokksins? „Ég sagði að ég hefði orðið fyrir vissum vonbrigðum með þær und- irtektir sem mín mál hafa fengið. Ég sagði einnig að þau gildi og þær lífsskoðanir sem ég hef staðið fyrir hafi ekki alltaf átt greiða leiö inn í stefnumótun flokksins." Frjálslyndi en ekki frjálshyggja - En félagar þínir sem rætt hefur verið við undanfarna daga eru á þveröfugri skoðun. Þeir segja að þín mál hafi komist vel á framfæri. „Ég segist hafa orðið fyrir vissum vonbrigðum og að margt hafi áunn- ist. Það eru ekki einstakar tillögur sem ég er að ræða um. Það er miklu frekar um viðhorf að ræða. Auðvit- að holar dropinn steininn. Kannski er ég of bráðlát. Vissulega hefur ýmislegt áunnist við að móta skoð- anir hinna eftir mínum en það vantar samt á að ég sé ánægð.“ - Margir segja að nú ráðl frjáls- hyggjan ríkjum í Sjálfstæðisflokkn- um. Ert þú ef til vill í hinum svo- nefnda fijálslyndari armi flokks- ins? „Sennilega er það rétt. Sverrir Hermannsson orðaði þetta skemmtilega þegar hann sagði að flokkurinn væri að sveigja frá frjálslyndi yfir í frjálshyggju. Ég hefði viljað að mýkri og grænni mál settu meiri svip á stefnu Sjálf- stæðisflokksins." Flokkurinn svarar því - Áttu von á því að sá dagur komi að þú eigir ekki samleið með flokknum? „Því verður flokkurinn að svara frekar en ég. Ef viðhorf flokksfor- ystunnar verður hið borgaralega viðhorf um frelsi einstakhngsins og fleira í þá veru á ég samleið með honum. En ef forystan sveigir út af þeirri stefnu og fer út í harða frjálshyggju og einkavæðingu, sem stefnu út af fyrir sig, burt séð frá öUu öðru, þá er hún að svíkja stefn- una og sveigja frá mér og öðrum sem vilja hafa aðrar áherslur." - Ef við víkjum aftur að ummælum þínum um „rússneska kosningu" i prófkjöri í flokknum. Ertu þarna að segja að það sé óánægja með Markús Örn borgarstjóra og þá ekki síst borgarstjóraskiptin? „Ég gef það aUs ekki í skyn. Ég sagði áðan að ég var farin að velta þessu fyrir mér strax í byijun kjör- tímabilsins...“ - Voru borgarstjóraskiptin á miðju kjörtimabiU ef til vill vendipunktur í þessum hugrenningum þínum? „Vissulega urðu átök í kringum borgarstjóraskiptin. Ég hef ekkert legið á því að mér þótti rangt að taka mann utan frá í borgarstjóra- stólinn. Ég hef aldrei legið á þeirri skoðun minni. Hún.hefur í sjálfu sér ekki breyst. Hún hefur hins vegar ekkert með persónu Markús- ar Amar Antonssonar að gera.“ Magnús L. átti að taka við - Þú gagnrýnir aðferðina við val á borgarstjóra. Vildir þú sjálf verða borgarstjóri? „Mér hefur aUtaf fundist að þegar svona Usti er fyrir hendi og efsti maður á Ustanum fer burt sé eðli- legt að Ustinn færist aUur upp. Ég var ekki í sæti númer tvö heldur Magnús L. Sveinsson. Ég kom aldr- ei fram með offorsi og kröfur um að verða borgarstjóri. Auðvitað gaf ég kost á mér til þess þegar ég sá að menn neðar á Ustanum gerðu Yfirheyrsla Guðrún Helga Sigurðardóttir Sigurdór Sigurdórsson það. En eðUlegast hefði verið og átakaminnst samstöðunnar vegna að Magnús L. Sveinsson hefði gegnt borgarstjórastarfinu til loka þessa kjörtímabUs. Það er svo hans að svara því hvort hann vUdi það eða hvort það passaði honum. En mér þótti rööin vera komin að honum vegna þess að hann var í sæti núm- er tvö.“ - Heldur þú að samstaða hefði náðst innan y kkar hóps um Markús sem borgarstjóra? „Það þori ég ekki að segja um. En ef menn hefðu tekið þá megin- afstöðu að Ustinn gengi upp þá hefði að sjálfsögðu getað orðið sam- staða um það.“ - Heldurðu að það sé tilviljun að Magnús L. hættir Uka að þessu sinni? „Hann verður að svara því.“ - Stefnir þú að því að fara á þing? Hefurðu áhuga á því? „Ég hef áhuga á stjórnmálum. Og ef maður hefur áhuga á stjórn- málum þá getur það verið spenn- andi að bera niður hvar sem þau er að finna. Þaö hefur verið nefnt við mig aö gefa kost á mér tU Al- þingis. En ég er ekki komin svo langt í minni yfirlegu að ég sé búin að taka slíka ákvörðun.“ Rógsherferðir - Það er alltaf þannig í prófkjöri að rógsherferðir um fólk fara i gang. Það virðist sem einhvers konar rógsherferð sé að fara í gang gegn þér nú. Orðrómurinn gengur út á það að eitthvað muni verða gert opinskátt sem skýri það af hveiju þú hættir með svona yfirlýs- ingar eins og þú varst með. Grunar þig hvað það getur verið? „Nei, ég fæ nú ekki séð hvað það ætti að vera. En það er alveg rétt að rógur um fólk er eitt af því sem aUtaf fer í gang í kringum prófkjör. Það er ein af ástæðum þess að ég er andvíg þeirri aðferð sem nú er viðhöfð um val á Usta flokksins. Hins vegar skal ég viðurkenna að viðbrögðin við ákvörðun minni og yfirlýsingu síðastliðinn föstudag eru meiri en mig hafði órað fyrir. Hvað þau viðbrögð tákna verður tíminn að leiða í ljós. Mér þykir hins vegar furðulegt að þegar fólk hefur unnið í fiölda ára í borgar- málum eins og ég og ákveður að hætta, að þá skuli ekki bara verið sagt. „Þakka þér fyrir störfin og við óskum þér aUs góðs.“ Ég hef hreina samvisku og get ekki látið mér detta í hug neinar ásakanir til að koma mér á kné.“ - Hafa þessi viðbrögð sem þú nefndir verið hörð? „í langflestum tilfellum hefur fólk verið að lýsa yfir stuðningi við mig og mér kemur svolítið á óvart hversu víðtækur hann er. En svo hef ég líka heyrt annað.“ - Hafa foringjar flokksins, Davíð eða Markús, rætt við þig eftir þetta? „Davíð hefur verið erlendis en ég er auðvitað húin að hitta Markús Örn.“ - Hver voru hans viðbrögð, voru þau hörð? „Þau hafa fyrst og fremst sést í fiölmiðlum og menn verða að meta hvernig þeim þykja þau. Mér þykja þau óvægin." - Yfirlýsing þín kom vissulega á óvart. Heldurðu að hún hafi skemmt fyrir þér ef þú ætlar að halda áfram í pólitísku starfi innan flokksins? „Ég get eiginlega ekkert um það sagt. Það er annarra að meta það, en mér þykja viðhrögðin heldur hörð og óvægin. Ég er hins vegar þannig skapi farin að ég vil gera hreint fyrir mínum dyrum. Endan- leg ákvörðun mín um að hætta var ekki tekin fyrr en á síðasta sólar- hring fyrir lokun á prófkjörstil- kynningar. Ég gat því ekki tiíkynnt hana fyrr. Hefði ég getað gert þetta öðruvísi? Ég hefði til að mynda getað látið það vera að mæta í Val- höll á fostudeginum og engu skilað og ekkert sagt. Hvað hefði þá verið sagt? Ég hefði talið það rangt af mér að fara þannig að. Sömuleiðis er ég auðvitað með viss skilaboð. Og enda þótt ég sé ekki að ganga út og skeúa á eftir mér, langar mig að koma þessum skilaboðum mín- um á framfæri til umræðu inn í Sjálfstæðisflokknum. Sú aðferð sem nú er notuð til að velja listann fær fólk til aö beijast innbyrðis og skapa úlfúö innan hóps sem á aö vera samstæður og vinna sarnan." - Heldur þú að Sjálfstæðisflokkur- inn sé búinn að finna sinn framtíð- arforingja í borgarmálum. Hver heldur þú að hann sé í hópi yngri manna? „Það er allt óskrifað blað. Það blasir ekki við.“ - Ertu bjartsýn' fyrir hönd þíns flokks í borgarstjórnarkosningun- um? „Það vantar tryggingu fyrir því að prófkjörið skili lista til sigurs. Um það er ekki hægt að segja fyrr en að loknu prófkjörinu. Eg vona allt hið besta fyrir flokkinn en er hóflega bjartsýn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.