Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 9 Stuttar fréttir SpfengjuráSarajevo Serbar létu sprengjum rigna á Sarajevo í gær til að fagna nýju ári rétttrúnaðarmanna. Vopnahléframlengt Króatísk yfmvöld og Serbar hafa ákveðið að framlengja vopnahlé í Króatíu. Major í meiri klemmu John Major varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar bæj- arstjómíhalds- manna • i ^ésjhiinstérjjíjjíi hverfi Lund- ; ;:uha;:ya|jspyúði; um kosningasvindl. ísraelsmenn forvitnir ísraelar eru forvitnir um fram- gang viðræðna Bandaríkjanna og erkióvinarins, Sýrlendinga. Nýrforsefa'íBúrúndí Þing Búrúndi hefur kosið nýjan borgaralegan forseta. Hubbleskýr Hubble geimsjónaukinn hefur sent mjög skýrar myndir til jarð- ar. Styðjahvalveiðar Bandarískm vísindamenn styðja hvalveiðistefnu norskra stjórnvalda. Glæsirútaeyóilögð Þrjátiu og sjö fórust þegar glæsirúta og flutningabíll rákust saman i Taílandi. Ciampi villfara Carlo Azeglio Ciampi, forsa.t- isráðherraítal- iu. bauðst dl að segja af sér í gær þar sem of ntikill klofn- ingur væri á þingi landsins til að það gæti starfað eðlilega. Smokka í þingið Breskur stjórnarandstöðuþing- maður krafðist smokkavélar i þinghúsið íhaldsmönnum til háð- ungar. Uppsagnir hjá Siemens Þýska fyrirtækið Siemens segir upp 10.000 manns vegna minni gróða. Rætt við bændur Sáttasemjari Mexíkóstjórnar ræddi við uppreisnarbændur. Nýnasistummótmælt Um 15 þúsund manns mót- mæltu ofbeldi nýnasista i Halle. Morðingi tekinn Franska lögreglan hefur hand- tekið raðmorðingja í París. Aspinmeðkonum Les Aspin, fráfarandi varnarmála- ráðherra Bandaríkj- anna, hefur fyrirskipað landher og landgönguliði flota að taka konur inn í bardaga- sveitir sínar. Dauðarefsing gagnrýnd Samtökin Amnesty Internati- onal hafa gagnrýnt Bandaríkin fyrir dauðarefsingar. ; V; V Ekkert lát á eyðni Fræðsla og dreifing smokka hefur ekki megnað að stöðva út- breiöslu eyðni í sveitum Úganda. ' Reuter, N'TB Útlönd Vel (ór á með þeim Clinton og Jeltsín í kvöldverðarboðinu í gær. Simamynd Reuter Þrír forsetar undirrita samkomulag í Moskvu: Kjarnavopn dauðadæmd Forsetar Bandaríkjanna, Rúss- lands og Úkraínu settust á fund í Kreml í morgun til að undirrita tvo sögulega samninga um kjarnorku- vopn. Þeir Bill Chnton, Borís Jeltsín og Leoníd Kravtsjúk ræddu um kjarn- orkuvopnabúr Úkraínu, hið þriðja stærsta í heiminum, sem landið fékk í arf frá Sovétríkjunum sálugu. For- setarnir undirrituðu samning um eyðileggingu þess og er það talinn mikill sigur fyrir þá Clinton og Jelts- ín sem höfðu lýst því yfir að tregða Úkraínumanna til að losa sig við vopnin raskaði kjarnorkujafnvæg- inu í heiminum. Ekki er tryggt að úkraínska þingiö fallist á samkomulagið en Kravtsjúk er þó bjartsýnn á að það verði gert. Þá undirrituðu Clinton og Jeltsín samkomulag um að Bandaríkin og Rússland beindu langdrægum kjarnaflaugum sínum hvort frá öðru og á skotmörk í höfunum. Borís Jeltsín fullvissaði Clinton í gær um að hann ætlaði að halda umbótum sínum í átt til markaðs- hagkerfis til streitu en Clinton gerði starfsbróður sínum ljóst að það væru takmörk fyrir því hvað Bandaríkin gætu gert til aðstoðar. Clinton lofaði Jeltsín þó umtals- verðri og skjótri fjárhagsaðstoð Vest- urlanda til að halda umbótunum áfram og til að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra á almenning. Jeltsín hélt CUnton kvöldverðar- boð á sveitasetri utan Moskvu í gær- kvöldi þar sem bornir voru fram 24 réttir, meöal annars elgsvarir. Clin- ton þakkaði fyrir sig með því að draga upp saxófóninn og leika tvö lög, My Funny Valentine og Summ- ertime, þau sömu og hann blés á djassbúllu í Prag á dögunum. Til merkis um hve hlýtt er á milli leiðtoganna tveggja hefur Jeltsín boðið Chnton og fjölskyldu hans að gista í Kreml í nótt. Það hefur banda- rískur forseti ekki gert frá 1972 þegar NixonheimsóttiMoskvu. Reuter Fyrrmn ástkona bresks ráöherra: Siðvæðingarstefn- an er bara hræsni Sarah Keays, fyrrum ástkona breska ráðherrans Cecils Parkin- sons, veittist að siðvæðingarstefnu bresku ríkisstjómarinnar í gær og sagði að afstaða hins opinbera til ein- stæðra mæðra væri ekkert nema hræsni. Þær væru gerðar að blóra- bögglum fyrir misheppnaða stjóm- arstefnu. Sarah átti barn með Park- inson og sagði hann af sér í kjölfarið árið 1983. „Mér býður við hræsninni og tvö- feldninni í okkar garð. Ég tala af tíu ára reynslu. Það er hræsni að segja að stríðsekkja sé heiðvirð móðir en að einstæðar mæður séu utan marka alls velsæmis," sagði Sarah Keays á ráðstefnu um fjölskyldugildi í Lund- únum í gær. John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur átt í mesta baksi með ráðherra sína og ástarævintýri þeirra og siðbótarstefna hans hefur beðið mikinn hnekki vegna þessa. Tim Yeo aðstoðarumhverfisráð- herra sagði af sér með semingi í síð- ustu viku eftir að hann viðurkenndi að hafa eignast barn í lausaleik með flokkssystur sinni. Þótt Sarah Keays sé bitur yfir reynslu sinni er aðra sögu að segja af Christine Keeler, fyrmm vændis- Sarah Keays er ekki ánægð með siðbót Johns Majors. Símamynd Reuter konu, sem var miðpunktur Prof- umo-hneykslisins árið 1963 sem varð stjórn íhaldsmanna að falli. Hún sagðist hafa samúð með stjórnmála- mönnum sem létu taka sig í bólinu. „Fólk þjáist hræðilega vegna kyn- lífshneyksla í dagblöðunum," sagði Keeler. Reuter Tilboö óskast í stangveiði í Flókadalsá fremri í Fljótum veiöitímabiliö ’94 og ’95. Tilboð- um skal skila fyrir 20. febrúar nk. til Lúðvíks Ásmundssonar, Sig- ríðarstöðum, 570 Fljót., merkt: Veiðifélagið Flóki. Áskilinn er réttur til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. SÁ GLÆSILEGASTI TIL SÖLU BMW 325 i, árg. 1992, M-Teckinkútgáfa, ekinn 28.000 km, 192 hö. Leðurinnrétting, ABS- hemlar, aksturstölva, rafdr. rúður, centrallæsingar, læst drif, rafdr. topplúga, þjófavörn, BMW-hljóm- kerfi með CD, litað gler o.fl. o.fl. Verð kr. 3.400.000,- (kostar nýr ca 4.330.000,- stgr.). Él„ bÍlASAU >^lt£yKJAVIKUIt Skeifunni 11, s. 67 88 88. Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokkl 1992 2. flokki 1992 Innlausnardagur 15. janúar 1994. 1. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.341.046 kr. 100.000 kr. 134.105 kr. 10.000 kr. 13.410 kr. 3. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.193.273 kr. 500.000 kr. 596.636 kr. 100.000 kr. 119.327 kr. <•y 10.000 kr. 11.933 kr. 1. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.876.400 kr. 1.000.000 kr. 1.175.280. kr. 100.000 kr. 117.528 kr. 10.000 kr. 11.753 kr. 2. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.784.178 kr. 1-.000.000 kr. 1.156.836 kr. 100,000 kr. 115.684 kr. 10.000 kr. 11.568 kr. í Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. rSn HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS [J HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • l08 Rl íyÍuAVÍK • SÍMI 69 69 00 tálandi dæmi um þjónustu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.