Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994
5
í Kvist&landi 3
Hmmastmt 30575
Páll Gíslason læknir stefnir á annað sætið
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Jón Hákon Magnússon:
Ekki algerlega
á móti byggð
við Nesstofu
Jón Hákon Magnússon, frambjóð-
andi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
á Seltjarnamesi, telur of snemmt fyr-
ir sig að gefa út afdráttarlausa yfir-
lýsingu um það hvort hann vilji að
hætt verði við byggingu íbúðarhús-
næðis á vestursvæðinu svokallaða
við Nesstofu komist hann ofarlega á
hsta Sjálfstæðisflokksins og inn í
bæjarstjórn í kosningunum í vor.
Jón Hákon segist þó vera opinn fyrir
öllum hugmyndum og fylgjandi því
að sem minnst verði byggt á svæð-
inu. Jón Hákon var meðal þeirra
sjálfstæðismanna sem gagnrýndu
byggð við Nesstofu í fyrra.
Minnihlutinn í bæjarstjóm Sel-
tjarnarness hefur lagt fram tillögu
um að hætt verði við fyrirhugaða
íbúðabyggð þar sem meginrök meiri-
hlutans fyrir byggð við Nesstofu séu
falhn. Heildartekjur bæjarins aukist
um rúmar 60 milljónir króna á þessu
ári vegna nýrra tekjustofnalaga og
því þurfi bæjaryfirvöld ekki lengur
að selja lóðir á svæðinu til að geta
keypt landið.
„Heildartekjur bæjarins aukast um
rúmar 60 milljónir króna á þessu ári
og því legg ég til að við skilum 30
mihjónum óbeint aftur til íbúanna
með því að nota peningana til að
fegra bæinn. Byggðin við Nesstofu á
að vera sem minnst og því mun ég
taka þátt í að skoða leiðir til að halda
henni í algjöru lágmarki og aUs ekki
fara út fyrir mörkin," segir hann.
- Er þetta sáttatónn við Sigurgeir og
félaga?
„Nei, við Sigurgeir erum langt frá
því að vera sammála og það er ekk-
ert samkomulag mUli okkar í þessu
máli. Ég vU ekki leyfa fleiri bygging-
ar þarna. Við féUumst á það á sínum
tíma að það mætti byggja þama fáein
hús en ef þaö er einhver leið til þess
að komast hjá þvi að byggja þau þá
Reykjavík:
Framlag til
listahátíðar
hækkar um
helming
Framlag borgarsjóðs til Listahátíð-
ar Reykjavíkur verður helmingi
meira á þessu ári en í fyrra eða 15
miUjónir í stað tæplega sjö. í fyrra
var gert ráð fyrir 3,5 miUjónum
króna til Ustahátíðar en 2,5 miUjónir
vom notaðar til að greiða hallahiut
Reykjavíkurborgar á hátíðinni 1992
og rúmlega 700 þúsund fóru í kvik-
myndahátíðina 1993.
MiUi borgaryfirvalda og hins opin-
bera er í gildi samningur um að
greiða haUann til helminga þegar
tekjur hrökkva ekki til. Þannig
neyddust borgaryfirvöld tíl að
hækka framlag borgarinnar úr 3,5 í
sjömilljónirífyrra. -GHS
Enginn tapað á Össuri
Vegna Sandkorns í DV 19. janúar
sl. viU Össur Skarphéðinsson um-
hverfisráðherra taka skýrt fram að
enginn kaupmaður hafi tapað tíma
né peningum vegna ummæla hans
um að leyfa innflutning á rjúpum frá
Rússlandi. í Sandkomi hafi mátt
skUja sem svo aö hann hefði dregið
kaupmenn á asnaeyrunum en það
hafi hann ekki gert: Þessu er hér með
komið á framfæri. -bj b
er það mjög gott mál og ég er reiðubú-
inn að skoða það,“ segir hann. -GHS
Taktu markvissa stefnu
i spamabi 1994
Íslandsbanki kynnir nýjar, einfaldar og
árangursríkar Sparileiöir
Nýir möguleikar í sparnabi á Sparileibum
íslandsbanka.
Meginmarkmiöiö meö nýjum Sparileiöum er aö bjóöa spari-
fjáreigendum fjölbreyttari valkosti og betri ávöxtun af sparnaöi
sínum, eftir því sem spariféö stendur lengur óbreyft.
^Sparileib 12
Verötryggö Sparileiö 12 hentar vel fyrir sparnaö sem getur
staöiö óhreyföurí aö minnsta kosti 12 mánuöi.
& Sparileib 24
Verötryggö Sparileiö 24 er sniöin fyrir sparnaö í minnst 24
mánuöi.
^ Sparileib 48
Verötryggö Sparileiö 48 hentar vel fyrir sparnaö í48 mánuöi
eöa lengur.
Óbundnar Sparileibir
Fyrir þá sem ekki vilja binda fé sitt bjóöast einnig óbundnar
Sparileiöir, en íslandsbanki var einmitt meö bestu ávöxtunina
á óbundnum reikningi árib 1993.
Nú opnast nýir möguleikar fyrir þá sem vilja spara reglubundiö
og taka allt spariféö út f lok sparnaöartímans.
Efþú gerir samning um reglubundinn sparnaö á Sparileiöum
12, 24 eöa 48, þá er öll sparnaöarupphæöin laus aö loknum
umsömdum binditíma reikningsins og öll upphœöin nýtur
verbtryggingar, óháö því hvaö hvert innlegg hefur staöiö lengi
á reikningnum.
Ánœgjuleg „útgjöld"
Þaö ánœgjulega viö reglubundinn sparnaö er aö jafnvel
smáar upphœöir eru fljótar aö vaxa efþœr eru lagöar reglulega
til hliöar. Þaö hefur því reynst mörgum vel aö gera sparnaöinn
aö föstum, ófrávíkjanlegum hluta af „útgjöldum" hvers
mánaöar. Þaö er auöveldara en þú heldur.
Nú er réttl tíminn til ab taka markvissa stefnu
ísparnabi.
ISLANDSBANKI
j