Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 Maturinn getur haft áhrif á heilsuna: Áhugi á heilsu- fæði fer vaxandi - sykumeysla er þó ennþá allt of mikil Gunnhildur Ulfsdóttir segist aldrei hafa fengið flensu eða kvef síðan hún breytti mataræði sínu fyrir sautján árum. Allt sem maður borðar hefur áhrif á líðan manns. Maturinn get- ur haft áhrif á hvort þú ert í góðu eða vondu skapi, hvort þú ert þreyttur eða vel upplagður. Auk þess getur maturinn haft áhrif á skerpuna í heilanum. í nýlegu hefti af Norsk Ukeblad er grein sem fjall- ar um áhrif fæðunnar á heilsu manna. Um þetta hefur mikið verið rætt hér á landi að undanfórnu og svokallaðar heilsubúðir hafa mjög rutt sér til rúms en ekki er langt síðan þær voru óþekktar. Margir íslendingar eru sér þess meövitandi að fæða þeirra getur orsakað slæma líðan og hafa því gjörbreytt mataræðinu. Sykur- neysla er mjög mikil á íslandi og hefur stundum verið talað um að ef sykurinnflutningur væri bann- aður myndi kostnaður við heil- brigðiskerfiö minnka tíi muna. Mikið sykurát getur valdið þreytu og sleni hjá fólki. Ef þú vilt vera vel vakandi og í góðu formi áttu ekki að úða í þig kolvetnisríkri fæðu eins og pasta, brauði, kexi, kökum og sætíndum eða feitmeti. Sérstaklega á að forð- ast karamellur, súkkulaði og hun- ang eða sykur í kaffi og te. í staðinn áttu aö borða próteinríka fæðu eins og t.d. hverslags sjávarréttí, kalk- ún, léttmjólk og magurt kjöt. Best er að borða um það bil 100-120 grömm af próteinríkri máltíð á dag. Ekki er gott að borða of mikið. Pró- teinið kemur í veg fyrir að kolvetn- ið geri fólk syfjað og slappt. Kaffi skal drukkið í hófi Fólk drekkur kaffi til að hressa sig við. í sumum tilvikum gerist það en of mikið kaffiþamb er ekki heilsusamlegt og getur gert fólk kvíðafullt. Kaffi ætti því að drekka í hófi. Þeir sem hafa verið mikhr kaffidrykkjuménn en vilja hætta ættu að hafa í huga að fráhvarfs- einkenni geta gert vart við sig í formi höfuöverkjar, kvíða eða þunglyndis. Slík fráhvarfseinkenni geta staðið yfir allt frá einum degi upp í eina viku. Rannsóknir sýna að einn bolli af kaffi gefur fólki sömu áhrif dag eftir dag þannig að ekki þarf að auka koffeinmagniö til að fá sömu áhrif. Efni sem fást úr ávöxtum, græn- meti og hnetum hefur mikil áhrif á heilann og þess vegna ætti fólk að borða ríkulega af þessum fæðu- tegundum. Sérstaklega er mælt með spergilkáli, eplum, perum, ferskjum og vínberjum. Oft vilja húðvandamál koma upp hjá kon- um á miðjum aldri en það gætí verið vegna vöntunar á sinki en það má fá úr fiski, skeldýrum, baunum og komríkum morgun- verði. Ostrur eru sérstaklega sink- miklar en um 30 grömm af þeim gefa 20 mg af sinki. Grænmeti gott fyrir skapið Andlegt ástand, t.d. skap, getur ráðist af hvort líkamann vantar eitthvert vítamín. Grænmeti, lifur og baunir hefur áhrif á skapið. Ef líkamann vantar „folinsýru" getur manneskjan orðið pirruð, þreytt og gleymin. Til að uppfylla daglega þörf af þessu efni er gott að borða hálfan bolla af soðnu spínatí, lins- um eða lifur. Rannsóknir benda einnig til þeSs aö þeir sem ekki fá nægilega mikið „selen“ í fæðunni eru í meiri hættu að verða þung- lyndir. Selen fæst úr öllum sjávar- réttum, hnetum, komi og kjötí. Auk þess virðist vera að selen gefi likamanum mótstööu gegn sjúkdómum. Rannsókn í Finnlandi benti til þess að aldrað fólk sem fékk ríkulega af selen og E vítamíni var mun léttara í skapi og leiö þess vegna mun betra en ella. Hægt er að fá nægilegt magn af selen með því að borða 100-120 grömm af tún- fiski, lifur eða 150 grömm af kom- brauði á dag. Margir vita að hvítlaukur hefur mjög góða áhrif á heilsuna. Hvít- laukur hefur áhrif á kólesteróhð og þeir sem borða hvítlauk að stað- aldri eru hressari jafnt andlega sem Ukamlega. Náttúran hefur vissulega sín ráð til að létta fólki kvíða og áhyggjur. Hunang fyrir svefninn hefur oft þótt töframeöal til að róa líkamann. Hins vegar stingur það í stúf við nútíma fræði að sykur geti róað fólk. Þvert á móti getur sykur haft æsandi áhrif. Maturinn og maðurinn GunnhUdur Úlfsdóttir, matráðs- kona á veitingahúsinu Á næstu grösum, hefur lifað á grænmeti og komi í sautján ár. Hún segist ekki hafa fengið flensu eöa aðra sjúk- dóma síðan hún breytti mataræði sínu. GunnhUdur segist einstaka sinnum á vetuma borða nýjan fisk en annars sleppir hún honum og að sjálfsögðu kjöti einnig. „Það virðist haldast í hendur andleg heUsa og líkamleg þegar fólk breyt- ir mataræðinu. Fólk sem er með fituvandamál er ávallt að beijast viö alla vega ímyndaða drauga. Um leið og breyting verður á matar- æðinu verður einnig breyting á hugsunarhættinum. Fólk verður sér mun meira meðvitandi um umhverfi sitt og andleg mál. Stund- um gerist þetta þannig að fólk fer í þetta með offorsi og látum en aðr- ir taka þetta rólega. Ég hef séð margar tískusveiflur í þessu,“ segir Gunnhildur. Hún aöhylhst mjög macrobíótískt fæði og hefur farið eftir þeirri hnu. Gunnhildur segist muna eftir fólki sem fékk mikil fráhvarfseinkenni þegar þaö breytti yfir í macrobíótík meðan líkaminn var að hreinsast. „Hvítur sykur brotnar mjög fljótt niður og fer út í blóðið og gerir mann slappan. í macrobíótík er sykur mjög lítið notaður og ef það er þá einungis hrásykur. Ég hef tekið eftir því hjá bömum sem borða sætindi að þau verða mjög spennt. Sykur virkar því örvandi stutta stund en þá hrapar líkaminn fljótt niður í slappleika." Yngra fólkið áhugasamt GunnhUdur segist finna fyrir auknum áhuga á grænmetis- og kornfæði og aldursskiptingin sé mun breiðari en áður. „Áöur fyrr fannst mér helst að miöaldra fólk kæmi hér inn en aldurinn hefur færst neðar og núna kemur hingað talsvert af fólki um tvítugt. Ungt fólk er farið að hugsa miklu meira um sig. Ég hef einnig tekið eftir að útlitsbreyting hefur átt sér stað hjá ungu fólki sem er farið að hugsa mun betur um líkamsrækt en áður var.“ GunnhUdur fær það prótein sem líkami hennar þarfnast úr komi, baunum og brauði. „Þegar ég var tvítug gat ég ekki gengið fram hjá sjoppu án þess að freistast enda var sykurþörfin mjög mikil. Eftir að ég breytti um mataræði og uppistaðan í mínu fæði fór að vera kom þá hvarf þessi sykurlöngun og ég finn ekki fyrir henni í dag. Ég veit um nokkuð mörg dæmi þess að fólki líður miklum mun betur eftir að hafa breytt um mataræði." Þótt að GunnhUdur borði aldrei kjöt og mjög sjaldan fisk þá em þær fæðutegundir í macrobíótískri línu. Helst er þó notað hvitt kjöt. Orkuríkur matseðill Þeir sem vUja prófa að leggja á sig breytingu á mataræðinu geta stutt sig við eftirfarandi matseðU sem er sagður orkuríkur og góður. í morgunverð er gott að borða 220 grömm af jógúrt án ávaxta, eitt harðsoðið egg eða léttmjólk, ávöxt, kaffi, te eða hreinan ávaxtasafa. í hádegisverð væri í lagi að velja mUU 100-120 gramma af túnfiski án ohu og rækju, ost, kjúkling, kalkún eða roast beef. Með er gott að borða hálfa dós af kotasælu og salat (án salatsósu) eða ávöxt. í kvöldverö er grillaður lax eða annar fiskur ákjósanlegur með grænmeti og ávöxtum. I upphafi máltíðar skaltu ekki borða kolvetn- isríka fæðu eins og t.d. brauð, sér- staklega ekki á undan próteinríkri fæðu eins og fiski. Ef þú gerir það skemmirðu þau áhrif sem fæðan getur gefið þér. Kolvetnisríka fæðu á aldrei að borða á fastandi maga eða án pró- teinríkrar fæðu. Ef þú borðar brauð, rúnstykki, pasta eða kex með tóman maga getur þú orðið jafn þreytt og ef þú hefðir drukkið áfengi á fastandi maga. Til aö vera í góðu formi eftir máltíð skal sleppa öUu feitmeti og borða ekki of mikið því það rænir allri orkunni. Því feitari og þyngri sem maturinn er því lengri tíma tekur að ná orkunni aftur. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.