Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Page 14
14 LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1994 Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Réttlæti síast inn Hæstiréttur hefur úrskurðað, að ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins hafi farið offari í haust, þegar þeir stöðvuðu innflutning Hagkaups á skinku. Ráðherrar Alþýðu- flokksins hafi hins vegar haft rétt fyrir sér, þegar þeir reyndu án árangurs að greiða fyrir þessum innflutningi. Dómur Hæstaréttar er að sjálfsögðu áfall fyrir Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra, sem hafði frumkvæði að stöðvuninni; Friðrik Sophusson fj ármálaráðherra, sem lét framkvæma hana; og Davíð Oddsson forsætisráð- herra, sem úrskurðaði um forræði Halldórs í málinu. Dómurinn er líka áfali fyrir embætti ríkislögmanns, sem afgreiddi áht á málinu í samræmi við pöntun fjár- málaráðherra og neitaði síðan að láta utanríkisráðaherra hafa afrit af áhtinu eða að gefa honum sérstakt áht. Eft- ir þá aumu framgöngu hefur ríkislögmaður ekkert vægi. Af niðurstöðu Hæstaréttar er ljóst, að heimilt var að flytja inn þær landbúnaðarvörur, sem fluttar voru inn í haust í tilraunaskyni. Einnig er ljóst, að ráðherrar Sjáif- stæðisflokksins fóru yfir mörkin í hefðbundinni viðleitni þeirra við að bregða fæti fyrir íslenzka neytendur. Ekki er nýtt, að Sjálfstæðisflokkurinn sé andvígur neytendum og raunar skattgreiðendum líka. Hann hefur um skeið sérhæft sig í varðveizlu landbúnaðar og einka- vinavæðingu. Hann hefur um skeið notað heimsku kjós- enda til að hlynna þeim, sem bezt mega sín í landinu. Hins vegar er nýtt, að úrskurður Hæstaréttar gangi gegn stjómvaldi. Vonandi er það merki þess, að réttlæti verði í auknum mæh sótt til íslenzkra dómstóla í kjölfar þess, að ógnarsverð fjölþjóðadómstóla hangir yfir þeim íslenzkum dómstólum, sem em undirlægjur stjómvalda. Að baki þessa bata hggur sú staðreynd, að íslenzkir aðhar hafa í auknum mæh borið rangindi íslenzkra stjómvalda og íslenzkra dómstóla fyrir úölþjóðlega dóm- stóla, sem í hverju máhnu á fætur öðm hafa rassskeht íslenzk yfirvöld og þvingað fram réttarbætur á íslandi. Athyghsvert er, að mest af batanum á uppruna sinn í útlöndum. Dómarar em farnir að sinna mannréttind- um, svo að úrskurðum þeirra verði ekki hnekkt í útlönd- um. Og stjómvöld horfa með kreppta hnefa á ýmsar hagsbætur neytenda, sem koma frá fj ölþj óðastofnunum. Hagsbætur fyrir neytendur og skattgreiðendur koma aldrei að innan. Þær síast inn fyrir þrýsting og kröfur frá fj ölþj óðastofnunum á borð við Evröpska efnahags- svæðið, Evrópusamfélagið og Alþjóðlega fríverzlunar- klúbbinn, sem verja íslendinga fyrir stjómvöldum. Undir fomstu Sjálfstæðisflokksins berjast íslenzk stjómvöld af hörku gegn þessari þróun. Þau beita öhum thtækum ráðum og brögðum th að deyfa áhrifin og vega upp á móti þeim með nýjum álögum. Þegar þau neyðast th að lækka toha, setja þau vömgjöld í staðinn. Ef Hagkaup og Bónus og aðrir aðhar, sem telja sig hafa hag af góðu sambandi við neytendur, reyna að nota úrskurð Hæstaréttar th að efla það samband, munu stjómvöld finna nýjar leiðir th að koma í veg fyrir, að íslenzkir smælingjar fái í nokkm að njóta þess. Ef stjómvöld neyðast th að hleypa inn vöm, munu þau skattleggja hana um hundmð prósenta th að kvelja neytendur. A meðan munu þau láta Alþingi breyta lögum th að loka innflutningssmugum. Síðan munu þau verja shk ólög með kjafti og klóm fyrir hölþjóðadómstólum. Meðan kjósendur halda heimsku sinni, munu þeir sem neytendur og skattgreiðendur sæta ofsóknum stjóm- valda, er hafa þrengstu sérhagsmuni að leiðarljósi. Jónas Kristjánsson Jeltsín hyggst sigla milli skers og báru Nýr kafli er hafinn í aðlögun Rúss- lands að umskiptunum frá valda- einokun kommúnista og miðstýrðu hagkerfi til fjölflokkakerfis og þátt- töku í opnum heimsmarkaði. Tals- menn skjótra og róttækra breyt- inga til markaðsvæðingar eru horfnir úr ríkisstjórn. Þar ráða nú mestu fulltrúar þeirra sem eiga völd að þakka stöðu sinni í gamla kerfinu og vilja í rauninni reyna að lappa upp á það. Viktor Tsjemomirdín forsætis- ráðherra, sem Borís Jeltsín forseti hefur leyft að skipa ríkisstjóm að mestu eftir sínu höföi, er reyndur forstjóri úr stórfyrirtæki og var gerður að forsætisráðherra tii að reyna að blíöka meirihiutann á fyrra þingi sem afsagt hafði um- bótasinnann Égor Gaidar. Jeltsín gerði svo Gaidar að efnahagsmála- ráðherra og staðgengli forsætisráð- herra síðastliðið haust þegar stefndi í árekstur miili forsetans og þess þings. Eftir aö valdaránstilraun þing- fomstunnar hafði verið kveðin nið- ur með skriðdrekaskothríð á þing- húsið var nýtt þing kosið. Síðan það kom saman til starfa hefur sýnt sig að eftirhreytumar af gamla komm- únistaflokknum hafa ásamt þjóð- ernissinnum meirihiuta í neðri deildinni. í efri deildinni, sem að- eins hefur stöövunarvald í laga- setningu, er hins vegar meirihlut- inn á bandi Jeltsíns. Eftir kosningarnar hefur Tsjernomirdín ekki farið dult með að hann vill skella skuldinni af lé- legum kosningaárangri flokka um- bótasinna á Gaidar og hans nóta í ríkisstjóminni. Nú hefur Jeltsín gefið honum fijálsar hendur til að mynda ríkisstjórn þar sem eini ein- dregni markaðsvæðingarsinninn er Anatólí Tsjúbais einkavæðing- arráðherra. Gaidar varð fyrstur til að afþakka frekari stjómarsetu við núverandi aðstæður. í kjölfar hans fór Borís Fjodoroff fjármálaráöherra. Hann hafði gert að skilyrði fyrir frekari setu í því embætti aö Viktor Ger- atsénko seðlabankastjóri yrði lát- inn víkja. Geratsénko ber höfuð- ábyrgð á verðbólguvextinum í Rússlandi með lánveitingum til að halda úti taprekstri stórfyrirtækja forstjóranna. Foringi þeirra, Arkadí Volskí, hefur komist svo að orði: „Valdiö tilheyrir þeim sem ráða yfir fast- eignum og fé. Sem stendur er það ekki ríkisstjórnin heldur verk- smiðjustjóramir sem ráða yfir hvoru tveggja." Eftir lélegan árangur umbóta- sinna í nýafstöðnum kosningum Erlend tíöindi Magnús Torfi Olafsson hefur Jeltsín forseti ákveðið að leyfa þessum hópi að sýna hvað hann getur. Héðan af verður afleið- ingunum af ástandi sem þessi valdahópur hefur átt drjúgan þátt í að móta ekki velt á aðra. Frá áramótum, þegar sýnt varð hvað í vændum var, hefur gengi rúblunnar fallið um þrjátíu af hundraði. Við stjórnarbreytinguna hækkaði rúblan samt lítið eitt en það stafaði af því að seðlabankinn keypti rúblur í stórum stíl. Slíkt er ekki unnt nema um takmarkaðan tíma. Fjármagnsflótti frá Rússlandi hefur einnig aukist. Alan Fried- man, fréttamaður International Herald Tribune, hefur eftir kunn- ugustu mönnum á alþjóðlegum peningamarkaði að hann nemi nú sem svarar milljarði Bandaríkja- dollara á mánuði. Fyrir íjármagnsflóttanum standa fyrst og fremst forstjórar stóru rík- isfyrirtækjanna sem fara í raun með þau sem sína eign. Þeir láta erlenda viðskiptavini leggja á leynireikninga sína ríflegan hluta af andvirði útflutnings, til dæmis á áh. Með þessu móti er Rússland svipt fjármagninu sem mikil þörf er á tÚ að standa straum af end- urnýjum úreltra atvinnutækja og gera þau samkeppnisfær á alþjóða- markaði. Vandséð er því hvernig ný stjórn Tsémomirdíns getur ráöið bót á ríkjandi ófremdarástandi í rúss- neskum efnahagsmálum. Hins veg- ar má vera að henni takist aö ná betra sambandi við nýkjörið þing en ella eftir að talsmenn róttækra efnahagsumbóta em farnir frá borði. Gaidar sagði, þegar hann hafnaöi setu í endurskipulagðri stjóm Tsémomirdíns, að hann hefði skýrt Jeltsín forseta frá ákvörðun sinni og hún nyti skilnings hans. Tals- maður forseta sagði eftir útnefn- ingu stjórnarinnar að skipan henn- ar þyrfti ekki að vera komin í end- anlegt horf. Jeltsín virðist því vera að leika biðleik í valdatafli sem er síður en svo úti. Viktor Tsjernomirdín forsætisráðherra fer ásamt aðstoðarmanni yfir skjöl fyrir fyrsta fund endurskipaðrar ríkisstjórnar. Simamynd Reuter Skoðanir armarra Svík við einangraða íbúa Allt frá þvi Grænlendingar fengu heimastjóm árið 1978 hefur landssijórnin í Nuuk stig af stigi yflr- tekið verkefni sem áöur heyrðu undir dönsku stjóm- ina. Þetta er gott fyrirkomulag og gefur Grænlend- ingum færi á að leggja mesta áherslu á þá þætti sem varða þá mestu. Heimastjórnin hefur líka reynst vel eins og sést af því að landsmenn búa við batnandi efnahag. En stjórnin virðist hafa gleymt þeim fáu íbúum er hafast við á austurströndinni, einangraðir frá samfélaginu á vesturströndinni. Þar hefur heima- stjórnin bmgðist. Úr forystugrein Politiken 20. jan. Fegurð í álögum Suður-Kalifomía er fagur staður en á honum hvíla álög. Þarna er fegurð náttúrannar spillt reglu- lega með náttúruhamfórum. Á þennan hátt má líta á flóð, skógarelda og jarðskjálfta sem aðgangseyri sem menn verða því miður oft að greiða. Á síðustu tveimur árum hafa skógareldar eyðilagt heimih 25 þúsund manna, fólk hefur farist í jarðskjálftum og flóðum. Nú hefur jarðskjálfti enn á ný valdið miklum hörmungiun. Gjaldið sem menn greiða fyrir að búa í Kaliforníu virðist aldrei ætla að lækka. Úr forystugrein USA Today 19. jan. Hresst upp á ímyndina Bill Clinton hressti mjög upp á ímynd sína sem þjóðarleiðtogi í Evrópuferðinni. Hann heillaði leið- toga Austur-Evrópuríkja um leið og hann hafnaði óskum þeirra um aðild að NATO. Hann var jafn sjálfsöraggur í Rússlandi og á fundi í smábæ í Banda- ríkjunum. En persónutöfrar hans duga Rússum og Austur-Evrópubúum skammt þegar kemur að vandamálunum sem ógna tilvera þeirra. Anthony Lewis í IHT 18. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.