Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Page 15
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994
15
Kerfið fer illa meö kjör lífeyrisþega.
Þyingað til óhag-
kvæms sparnaðar
I sandkassanum okkar er margt
skrýtið í laginu. Öllum væri hollt
að skoða sem bezt, hvemig málum
er fyrir komið, hvemig „uppamir"
í þjóðfélaginu hafa hreiðrað um sig.
Almenningur gerir sér ekki grein
fyrir því, en í raun hefur hann vald-
iö og máttinn til að breyta þessu
kerfi. Sem betur fer er nú sá tími,
að stöðugt er verið að afhjúpa sitt-
hvað um kjör toppanna, sem áður
ríkti þögn um. Við sjáum launa-
kjörin, eftir að blaðamenn og fleiri
hafa gruflað í málum. Enn einn
þáttur misréttisins er efst á baugi
þessa dagana, hvemig lífeyrismál-
um er fyrir komið - vægast sagt
illa. Stór hluti lífeyrissjóða stefnir
í gjaldþrot. Þar eru horfur á að eitt-
hvað mikið þurfi að koma til.
Skerða þarf lífeyrisréttindi eða
hækka iðgjöldin, til þess að sumir
sjóðimir fái staðizt. Ella þurfa
skatthorgarar bara að borga brús-
ann fyrir þessa lífeyrisþega gegn-
um fyrirgreiðslu frá ríkinu. Þetta
er ljótt mál. Ekki er síður ömur-
legt, þegar skoðað er, að vesalings
gamla fólkið hefur verið tví- og
jafnvel þrískattlagt fyrir lífeyrinn.
Slíkt þarf að uppræta.
Þrísköttun
Hætt var að undanþiggja iðgjöld
frá skattlagningu með breytingu á
skattalögum árið 1988. Nú er sá
háttur hafður á, að iðgjöldin em
skattlögð en persónuafsláttur hafð-
ur 2400 krónum hærri en ella.
Þegar fólk fær lífeyri ber lífeyris-
þega að greiða tekjuskatt af tekjum,
sem em umfram skattleysismörk.
Þannig gerist það, að fólk fer að
borga skatt aftur af þessum sömu
krónum. Sem sagt: tvísköttun líf-
eyris. En ekki nóg meö það. Lífeyr-
issjóðanefnd Verzlunarráðs segir í
skýrslu, sem kom fram á miðviku-
daginn, að í raun séu þessir pening-
ar ekki hara tvískattaöir heldur
þrískattaðir.
Það gerist á þann veg, að greiðsl-
ur frá Tryggingastofnun skeröast
með hækkandi tekjum. I skýrslu
ráðsins segir réttilega, aö hægt sé
að líta á þessa skeröingu sem þriðja
þrep skattlagningar lífeyris.
Reikna má svonefndan ,jaöar-
skatt", sem segir til um, hversu
stórum hluta viðbótartekna er skil-
að til hins opinbera í formi tekju-
skatts og minnkandi greiðslna frá
Tryggingastofnunm ríkisins. Þessi
,jaðarskattur“ getiu- hjá hjónum
orðið 68 prósent og 77 prósent hjá
einstaklingum, sem sé langstærsti
hluti viðbótarteknanna fer í aukna
skatta.
Vitlaus
„norræn" aðferð
Vissu forráðamenn ekki, hvað
þeir gerðu, þegar farið var að skatt-
leggja lífeyrissparnað fólksins í
landinu af slíkum þunga? Líklega
„skorti þá yfirsýn" eins og segir í
skýrslunni. Samkvæmt þeirri
kenningu var þessi ráðstöfun ekki
beinlínis gerð til að klekkja á lífeyr-
isþegum, heldur af heimsku.
Hvað gera aðrar þjóðir? Tvískött-
un lífeyrisspamaðar er „norrænt
fyrirhrigði". Hún á sér hliðstæðu í
Noregi, Finnlandi, Danmörku og
Svíþjóð. í þeim löndum, sem til-
heyra Evrópubandalaginu, er ann-
ars yfirleitt sú regla að skattieggja
eftirlaunagreiðslumar eingöngu.
Það er réttlátast gagnvart þeim sem
sparar peningana. Hér verður að
afnema tvi- og þrísköttunina hið
bráðasta, þar sem um óviðunandi
órréttlæti er að ræða.
Við sjáum líka, að tvísköttunin
gerir það óhagstætt fólki að spara
gegnum lífeyrissjóðina samanborið
viö aðrar leiðir til sparnaðar. Spar-
endur verða með þessum hætti að
greiða mikinn skatt fyrir lífeyris-
spamað, meðan þeir gætu ella sem
hægast náð betri sparnaði fyrir elli-
árin með því að kaupa verðbréf.
Enn hefur ekki verið lagður á flár-
magnstekjuskattur hér á landi, og
því eru vaxtatekjur af því tagi
Laugardags-
pistill
Haukur Helgason
aðstoðarritstjóri
tekjuskattsfijálsar. „I staðinn fyrir
að hvetja fólk til að leita að hag-
stæðustu spamaðarleiðunum í
skattalegu tLUlti, þegar safnað er til
elliáranna, er fólkið í landinu
þvingað til spamaðar í gegnum líf-
eyrissjóðina með tilheyrandi
margsköttun," segir í skýrslunni,
eins og óumdeilanlegt er, að er rétt
lýsing á misréttinu.
Mál Sigurðar A.
Sigurjónssonar
Þannig leikur kerfið lífeyrisþega
grátt í skattalegu tiiiiti. Víðar er
vegið að þessu fólki. Menn ráða því
ekki sjálfir, í hvaða lífeyrissjóði
þeir em. Skylduaðild ríkir. Sumir
sjóðimir standa illa, svo aö fólk fær
ekki það sem vera ætti út úr því
að spara til elliáranna. Hvað um
þessa skylduaðild? Stenzt hún lög?
Leigubílstjóramáiið í fyrra var
merkilegt. Þar dæmdi Mannrétt-
indadómstóll Evrópu í máli Sigurð-
ar A. Siguijónssonar gegn íslenzk-
um stjórnvöldum. Sigurður sætti
sig ekki við skylduaðild að leigubíl-
stjórafélaginu Frama. Málið hafði
verið rekið fyrir dómstólum í sjö
ár. Sigurður vann máliö fyrir
Mannréttindadómstólnum. Dóm-
stóllinn hafnaði skylduaðildinni.
Mál þetta sýnÍFy að óvíst er, að
skylduaðild, til dæmis að lífeyris-
sjóði, fái staðizt. Jónas Fr. Jónsson
lögmaður kemst að þeirri niður-
stöðu, að skylduaðtid að tilteknum
sjóðum samrýmist ekki 11. grein
Mannréttindasáttmála Evrópu og
73. grein stjórnarskrár okkar
lands.
Hins vegar verði að telja, að lög-
gjafanum sé heimilt að ákveðnu
marki að kveða á um almenna
skyldu fólks til að leggja á einhvem
hátt tti hliðar tti elfiáranna, en slíkt
virðist hafa verið meginmarkmið
ákvæða í lögum um skylduaðild að
lífeyrissjóðum, það er hin almenna
spamaðarskylda. Einstaklingar
eigi síðan að hafa valfrelsi um, hjá
hverjum og á hvem hátt þeir
ávaxta þennan spamað sinn. Val-
frelsi fólks um þetta mundi stór-
bæta stöðu mála.
Samkvæmt því væri rétt að
skylda fólk til lífeyrisspamaðar, en
það fengi frelsi um, hvar spamað-
urinn varðveittist. Að öðrum kosti
mundu margir einstaklingar ekki
leggja nægilegá mikið tti hliðar fyr-
ir elliárin. Útkoman yrði þá að lok-
um, að vandamálum þessa fólks
yrði velt yfir á skattgreiðendur.
Það er áhyggjuefnið.
Eyða veröur núverandi kerfi
óréttlætisins og láta fólk ráða,
hvaða leiöir það velur til þessa
sparnaðar. í núverandi kerfi hafa
starfstengdu lífeyrissjóðirnir
einkarétt á móttöku þessa spamað-
ar. Fleiri aðilar á fjármagnsmark-
aðinum ættu að fá leyfi til þess að
taka við lögbundnum iðgjöldum,
svo sem líftryggingafélög, bankar,
sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki.
Slíkar stofnanir ættu einnig að
mega bjóða upp á reikning fyrir líf-
eyrisspamað í formi séreignar við-
komandi manneskju.
Miklu dýrari hér
Á Alþingi hafa komið fram tillög-
ur um valfrelsi í þessum málum.
Nú er líklegt, að valfrelsið komist
á innan tíðar. Andstaðan gegn því
kemur mest frá þeim, sem hafa
starf sitt hjá lífeyrissjóðum og lifa
á óréttlætinu. Menn átta sig í vax-
andi mæli á rökunum. Samkeppni
milli lífeyrissjóða mun leiða til
þess, að sjóðimir verða færri og
stærri. Nú er rekstrarkostnaður
lífeyrissjóða á íslandi miklu hærri
en erlendis. Meðalkostnaður fimm
stærstu sjóðanna hér á landi í hlut-
falli af heildareignum er nú 0,33
prósent en í Bandaríkjunum og
Bretlandi aðeins 0,01-0,1 prósent.
Þama munar miklu. Þetta mundi
batna, yrðu sjóðimir stærri. Áður-
nefnd rök um að skylduaild að lif-
eyrissjóði samrýmist ekki Mann-
réttindasáttmála Evrópu vega
þungt. Einnig er líklegt að í Evr-
ópska efnahagssvæðinu verði leyfð
samkeppni um lífeyris- og líftrygg-
ingar milli sjóða í mismunandi
löndum. Loks eru það öflug rök,
að það eigi að vera sjálfsögð rétt-
indi hvers einstaklings að geta var-
ið sínar eignir eins og hann bezt
getur.
Leiðin liggur þannig til valfrelsis.
Það breytir því ekki, að lífeyris-
sjóðir glíma við vanda, sem að
miklu leyti er „fortíðarvandi" og
stafar til dæmis af því kerfi fyrri
ára, að vextir vora lengi neikvæð-
ir. Fleira kemur þó til, meðal ann-
ars meiri útlát sjóðanna vegna ör-
orkubóta en búizt var við, og svo
er meðalævi þjóðarinnar alltaf að
lengjast. En stóra máliö er, að
stærð sjóðanna er óhagkvæm.
Stokka þarf tilhögun okkar í líf-
eyrismálum upp og koma skikki á
málin. En jafnframt er líklegt, að
hluta fortíðarvandans verði velt á
skattgreiðendur í landinu.
Haukur Helgason