Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Side 18
18 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 Dagur í lífi Katrínar Fjeldsted læknis: Með sjúkling á heimllinu Ég vaknaði í myrkri og rigningu eins og aðrir Reykvíkingar. Kvöldið áður fór ég heldur seint að sofa, hlustaði á Illuga Jökulsson og síðan Stundar- kom í dúr og moll áður en ég fór að lesa í rúminu. Þessa dagana er ég að lesa bók eftir Mary Wesley, „A Du- bious Legacy“, en Mary þessi er bresk, fædd 1912, og er einn af uppá- haldshöfundunum mínum núna. Hún gaf út fyrstu skáldsögu sína um sjötugt og hafa komið eftir hana fjöl- margar áhugaverðar bækur, sumar hafa verið kvikmyndaðar, m.a. Camomile Lawn. Ég vaknaði þennan morgun með efni bókarinnar í huga. Eldri strákurinn minn, Vésteinn, hafði verið með hita kvöldið áður, og gat því ekki farið í skólann klukk- an átta eins og hann er vanur. Sá yngri, Einar Steinn, er í skóla eftir hádegi. Amma þeirra, tónskáldið Jórunn, kom til að vera hjá þeim til hádegis. Ég var mætt í vinnuna upp úr klukkan níu og tók á móti tveimur konum sem fóru í hjartalínurit. Hélt síðan áfram móttöku sjúklinga fram til hádegis en skrapp þá heim til að kíkja á litla sjúklinginn minn. Hann var alveg hitalaus og lét vel af sér. Stráksi var kominn með matarlyst- ina aftur og langaði bæði í langloku og kók og McDonald’s hamborgara. Ég sat svolitla stimd og spjallaði við mömmu sem ennþá var hjá hon- um. Við lásum meðal annars um nið- urstöðu skoðanakönnunar DV sem gerði ráð fyrir að vinstri flokkamir fengju tíu fulltrúa ef nú yröi kosiö Katrin Fjeldsted átti annasaman dag. en viö sjálfstæðismenn fimm. Mér finnast íjölmiðlar heldur ákaf- ir í persónudýrkun sinni á Ingibjörgu Sólrúnu og sé ekki annað en þeir telji svo til óþarft að kosningar fari fram í vor. DV-mynd GVA Erill á stofunni Ég fór aftur á stofuna eftir hádegið en þar var nokkur eriU þennan dag. Meðal annars fékk ég símtal frá formanni ökukennarafélagsins sem er að reyna ða koma sér upp æfinga- svæði fyrir ökumenn. Hann kom við þjá mér á stofimni í lok vinnudagsins og fórum við saman yfir málið. Ég var komin heim um hálfsex og dreif í að hita upp mat frá kvöldinu áður en þá hafði ég verið með krydd- að Borgameslæri og meðlæti fyrir átta manns og átti samt afganga. Ég gæddi sonum mínum og eiginmanni á þessu og þvoði síðan upp. Eigin- maðurinn sat inni í bókastofu og hlustaði á Njáls sögu. Hann vildi gjarnan að ég hlustaði á hana líka en ég kaus fremur Þjóðarsálina í brakandi biluðu útvarpi frammi í eldhúsi. Eftir það sátum við hjónin góða stund og spjölluðum saman í rólegheitum. Ég hjálpaði síðan yngri drengnum að læra heima en hann á aö standa skil á áætlun gagnvart kennaranum vikulega. Um áttaleytið komu tveir kollegar mínir, Halldór Jónsson, læknir í Álftamýri, og Lúðvík Guð- , mundsson, læknir á Seltjarnarnesi, en við emm í nefnd á vegum Félags íslenskra heimilislækna sem á að gera tillögur um aðgerðir félagsins á ári fjölskyldunnar 1994. Við áttum afar áhugavert samtal næstu þrjá tímana og ræddum vandamál fjöl- skyldunnar í íslensku samfélagi vítt og breitt. Ég fór því allt of seint að sofa enda þurfti ég að klára bókina eftir Mary Wesley. Finniir þú finun breytingai? 241 Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimiiisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta fjölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyglisgáfu og þjálfar hugarreikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumu- hjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækumar em gefiiar út af Fijálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 241 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð þrítugustu og níundu get- raun reyndust vera: 1. Ása Björk Antoníusdóttir, Sævarlandi 18,108 Reykjavík. Jóhanna Óskarsdóttir, Knarrarbergi 1, 815 Þorláks- höfn. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.