Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Page 22
22 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 Sérstæð sakamál Ungu ókvæntu mennimir fjórir voru alltaf saman þegar þeir gátu. Andreas Berkel, Hans-Joachim Miiller, Thomas Deimling og Har- ald Hilbrath voru aliir fæddir sama árið og stóðu nú á þrítugu. Þeir unnu allir hjá sama fyrirtækinu, efnaverksmiðju BASF í Ludwigs- hafen í Þýskalandi, þar sem þeir stóðu vaktir. Þeir höfðu góð laun, áttu sameiginlega vini og sóttu mest eitt og sama kafíihúsið. En dag einn ákváðu þeir að standa að sameiginlegu átaki til að tryggja nægilegar tekjur í framtíð- inni og sú ákvörðun olli þáttaskil- um í lífi þeirra og annarra. Ástæðan til að mennirnir fjórir fóru að ræða fjármál framtíðarinn- ar var fyrst og fremst sú að það kostar peninga að vera ókvæntur og stunda skemmtanalífið meira en góðu hófi gegnir. Þótt þeir hefðu góð laun, eins og fyrr segir, dugðu þau einfaldlega ekki til að standa undir kostnaði við aUt það sem þeir gerðu í frístundum. í fyrstu var rætt um að koma á fót einhvers konar fyrirtæki eða atvinnurekstri sem gæfi vel af sér á skömmum tíma en það var eins og það flæktist fyrir þeim félögum að finna þá tegund fyrirtækis sem svaraði tÚ þeirra krafna. Eiginkona vinnufélagans Andreas ákvað að beita töfrum sínum á veikara kynið í þeim til- gangi að tr/ggja framgang málsins. Hann valdi Angeliku Klee, tuttugu og sex ára, eiginkonu starfsfélaga og þriggja barna móður. Hann hafði orðið þess var að á vissum stundum hafði hún gefið honum hýrt auga. f Andreas for nú að sýna henni mikinn áhuga og brátt var sem Angelika hefði gleymt því að hún var gift kona og móðir. Þaö var sem Andreas hefði náð svo sterkum tökum á henni að hún gerði alit sem hann bað hana um. Brátt var þvi ljóst að hún hentaði einmitt til þess sem fjórmenningarnir höfðu í huga. Dag einn, nokkru síðar, fór Andreas með Angeliku til Frank- furt þar sem hún fékk sér greiðslu- kort. Hann hafði þá fullvisað hana um að það væri miklu æskilegra að ganga með slíkt kort en reiðufé. Þá skrifaði hún samhliða undir yf- irlýsingu um að Andreas væri sá sem fá ætti útborgað líftryggingar- féð týndi hún lífinu við þær að- stæður sem ákvæðin sögðu til um. Angelika Klee. engar. Þótt „morðkvartettinn“, eins og hann var síðar nefndur, hafi ekki þekkt staðinn fyrirfram þótti tví- menningunum sem þarna voru á ferð með Angeliku hann henta afar vel. Vart yrði hægt að finna annan betri. Kunnur staður Það átti hins vegar eftir að koma í ljós að staðurinn hentaði ekki aðeins vel til morðs heldur einnig annars. Af því giiið var djúpt not- uðu það margir sem vildu losna við gamla bíla og hræ og ýttu þeim fram af brúninni. Þá var staðurinn einnig nokkuð vinsæll hjá bílþjóf- um sem þurftu að losna við bíla sem þeir gátu ekki lengur látið sjá sig í. Lögreglan kom því reglulega í eftirlisferð í gilið. Það hefði í sjálfu sér átt að vera kostur en margt fer öðruvísi en ætlað er. Þegar ferðafélagamir höfðu ákveðið að lengra væri óþarfi að fara með Angeliku gerðu þeir ráð- stafanir til að hún yrði meðfærileg þessar síðustu stundir lífs hennar eftir að henni var orðið ljóst að hún hafði verið leidd í hræðilega gildru. Verður nánar að því vikið en nokk- ur atriði framkvæmdarinnar hafa Fj ármögnunin Hugmyndin Það var einkum Andreas Berkel, sá úr hópnum sem mestrar kven- hylli naut, sem fékk flestar hug- myndimar. Og þar eð hann var mikið upp á kvenhöndina var ef til vill ekki að furða þótt hann kæmist að lokum að þeirri niðurstööu að helst væri að hefia rekstur ein- hvers konar vændishúss. Fjórmenningamir íhuguðu málið um hríð og komust að þeirri niður- stöðu að sækja mætti stúlkumar til Thaílands. Yrði síðar eitthvaö að því fundið hvað þær hefðu fyrir stafni í Þýskalandi mætti alltaf senda þeir til síns heima á ný en þó ekki fyrr en keypt hefði verið handa þeim líftrygging. Síðan yrði séð fyrir því að stúlkurnar týndu skyndilega lífinu. „Það er mildð af hættulegum skorkvikindum þar syðra,“ sagði einn þeirra er þeir sátu saman á kaffihúsinu eitt kvöldið. Svo brostu þeir allir. Greiðslukorta- brellan Er hér var komið þótti félögunum fiórum sem þeir væm famir að eygja betri tíð, án reglubundinnar vaktavinnu. Eini vandinn nú var sá að fé skorti til að koma vændis- húsinu á fót. Engin lausn virtist þó alveg í augsýn en svo gerðist það dag einn að Andreas Berkel hitti sölumann hjá tryggingafélagi sem kunni brellu. Hann fullvissaöi Ber- kgLum að enginn yandi væri að ná í fimm hundmð þusund mörk, jafn- virði um tuttugu milljóna króna, ef finna mættieinhvern sem færist á ferðalagi $ém hann hefði greitt fyrir með Eurocard-greiðslukorti. Leigði viðkomandi til dæmis bíl, borgaði með slíku korti og færist borgaði tryggingafélagið sjálfkrafa umrædda upphæð. Andreas fannst hugmyndin góð og vissulega var hún freistandi. Hann fór á fund félaga sinna og brátt vom þeir á einu máli um að lausn væri fengin á fiármögnunar- vandanum. Enginn þeirra hafði þó í huga að fóma sjálfum sér, hinum þremur til hagsbóta. Því yrði að finna einhveija persónu sem léti síöar lífið svo fá mætti tryggingar- féð útborgað. Bílaleigubíllinn Það var gott veður þá sumardaga þegar lokaþættir þessa harmleiks stóðu yfir. Langvarandi hitum fylg- ir stundum nokkur órói og því tók Angelika þvi feginsamlega þegar Andreas bað hana að koma með sér í ökuferð til Suður-Frakklands. Hann sagðist hafa fengið lánaðan húsvagn til ferðarinnar hjá vini sínum. Andreas sagði þó einn vanda óleystan. í staðinn fyrir húsvagn- inn hefði hann lofað vini sínum að lána honum bífinn sinn. Gæti Angelika því ekki gert honum þann greiða að taka á leigu bíl í eigin nafni til ferðarinnar? Hentugast væri að hún borgaði fyrir hann Angelika átti þrjú börn á aldrinum fimm til átta ára. Harald Hilbrath og Thomas Deimling með verjanda sínum, til hægri. með greiðslukortinu. Hún gerði það sem vinur hennar bað hana um án þess að gera sér grein fyrir þvi til hvers það myndi leiða. Þegar öllum undirbúningi að ferðalaginu var lokið sagði Andre- as við Angeliku að á síðustu stundu hefði komið upp hjá sér vandamál. Hann gæti ekki farið fyrsta áfang- ann með henni í húsvagninum því hann þyrfti að sinna viðskiptaer- indum í Ludwigshafen. Það tæki þó aðeins skammán tíma. Hann kæmi til hennar á leiðinni og svo yrðu þau saman í leyfinu. Hugmyndin var hins vegar sú að félagamir þrír, Hilbrath, Miiller og Deimling, tækju að sér að koma Angeliku fyrir kattamef gegn dá- góðum hluta í tryggingarfénu. Andreas ætlaði hins vegar að eiga óhagganlega fiarvistarsönnun í Ludwigshafen þegar morðið yrði framið. Síðasta ferðalagið Glöð, ánægð og full eftirvænting- ar lagði Angelika Klee upp í sitt síðasta ferðalag. Hilbrath settist undir stýri en hún við hlið Mullers í húsvagninum. Fjórði félaginn, Deimling, fylgdi á eftir í hæfilega mikilli fiarlægð í bílaleigubílnum svo að Angelika sæi hann ekki. Hann átti eftir að koma mikið við sögu í morösamsærinu. Framan af gekk allt vel en Ijóst varð að Andreas tefðist eitthvaö lengur heima en hann hafði gert ráð fyrir. Þess vegna vom þeir Hil- brath og Mtiller enn með Angeliku þegar þau komu á sýsluveg 100 C í Ólpunum í Suður-Frakklandi, vakið furðu. Þegar bílaleigubílinn fór fram af brúninni sat Angelika í honum. Og þegar lögreglan kom að flakinu á gilbotninum lá lík hennar endi- langt í framsætinu. Hjá því voru skilríki, þar á meðal leigusamingur bílsins, sem sýndu hver hin látna var. Mistökin Ætlun fiórmenninganna var aug- ljós. En það er stundum svo þegar beita þarf fólk ofbeldi að eitthvað fer úrskeiðis. Og stundum kemur það fyrir að afbrotamenn gera af- drifarík mistök álagsins vegna og svo var einnig í þetta sinn. Vandi þremenninganna, er kom að því að steypa bílnum niður í gilið, var að flytja þurfti Angeliku milli farkosta. Þaö hefur sýnst ætla að verða erfitt og því var einhveiju bragðið um háls hennar. Það sýndi rautt hálsfar. En það var annað sem vakti enn meiri athygli og það var að bundið var fyrir augu Ange- liku og sterkt límband hafði verið sett yfir munn hennar til að þagga niður í henni. Af einhveijum ástæðum höfðu þremenningamir ekki fiarlægt þessi ummerki of- beldisins. Og lögreglan var ekki lengi að sjá að vart hefði Angelika reynt að hengja sig en síðan keflað sig sjálf, bundið fyrir augun og ekið fram af gilbrúninni. Frekari rannsókn málsins leiddi í ljós að hin látna var tryggð á þann hátt sem ákvæði greiðslukorta- samningsins sögðu til um. Málalyktir Muller leiddur i réttinn. skammt frá bænum Barcelonet. Þar hagar þannig til að vegurinn liggur hjá gili en vegarmegin er snarbrattur, sjötíu og fimm metra hár klettavegur. Þama hafa orðið nokkur.slys og era líkur á að nokk- ur lifi af fall á gilbotninn sagðar Máhð var tekið fyrir í landsrétt- inum í Frankenthal í fyrrahaust og þar með lauk þessu óvenjulega morðmáli meö þungum fangelsis- dómum yfir Deimling, Hilbrath og MiUler. Andreas Berkel, sem hafði ætlað að tryggja með fiarvistarsönnun sinni að hann yröi ekki bendlaður við málið, var að sjálfsögðu hand- tekinn eins og félagar hans en hann framdi sjálfsvíg í gæsluvarðhaldi með því að taka inn eitur. Veriö er aö rannsaka hvemig honum tókst að fá því smyglað inn í klefann hjá sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.