Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Síða 35
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994
43
,ÖII erum vér eins og útsæöi í endalausum kartöflugarði tilverunnar.
Enginn býður
Nökkva lækni
borgarstjórasætið
Nökkvi læknir hefur setið
spenntur við símann síðustu daga.
Hann hefur beðið í ofvæni eftir ein-
hveijum erindreka stjórnmála-
flokks til að bjóða sér öruggt sæti
á framboðslista fyrir næstu borgar-
stjómarkosningar. „Þetta er dæmi-
gert fyrir íslenskan kotimgsbú-
skap,“ sagði Nökkvi nýlega við for-
eldra sína. „Menn átta sig ekki á
því að ég er besti maðurinn sem
völ er á í sæti borgarstjóra. Ég hef
kynnt mér sérstaklega ævisögu
allra bandarísku forsetanna, kosn-
ingaaðferðir amerísku flokkanna
og meðferð þýskra þjóðemisjafn-
aðarmanna á óvinum sínum á dög-
um þriðja ríkisins." Faðir hans
kinkaði kolb enda var hann
Nökkva sammála. „Ég mundi ein-
beita mér að markvissri stefnu í
heilbrigðismálum og umhverfis-
málum, auknu umferðaröryggi,
minnkandi atvinnuleysi, stöðug-
leika í efnahagsmálum, öruggri
dagvist barna og aldraðra, upp-
byggingu íþróttamannvirkja og
skynsömum fjárfestingum í at-
vinnumálum," sagði Nökkvi og
horfði dreymandi út í loftið. „En
segja ekki allir frambjóðendur
þetta bka?“ spurði faðir hans. „Jú,
og hvað með það?“ sagði Nökkvi,
„þessi orð þýða hvort sem er ekki
neitt."
Tungulipur sem bam
Móðir hans horfði á hann með
aðdáun. „Þú værir góður borgar-
stjóri. Þú ert bestur í því að svara
engu á afgerandi hátt. Þegar þú
varst barn gastu alltaf komið þér
undan öllum spumingum með út-
úrsnúningum. En segöu mér,
Nökkvi, viltu gera meira fyrir
bömin í borginni?" Nökkvi setti sig
í stellingar, horfði þungbrýnn á
móður sína og sagði: „Leyfið böm-
unum að koma til mín, sagöi frels-
arinn. Auðvitað vil ég gera meira
fyrir börnin í borginni og öllum
öðrum borgum heimsins. Hvað um
börnin í Sarajevo? Eru allir búnir
að gleyma þeim? Auðvitað byggjum
barnabeimfli í takt við sívaxandi
ásókn í undirstöður íslensks þjóð-
emis og í öfugu hlutfalli við stærð
hvalastofnsins." Móðir hans klapp-
aði saman höndum af hrifningu og
spurði. „Ætlar þú að berjast fyrir
Álaeknavaktiimi
Óttar
Guðmundsson
læknir
því að gjaldskrá SVR hækki?“
„ Auðvitað verðum við alltaf að
stefna á brattann,“ sagði Nökkvi,
„sjálfur set ég markiö hátt eins og
hástökkvari. En enginn getur
hoppað eins hátt og hann sjálfur
vifl og sama lögmál gfldir um
bamabætur. Sumir verða að lækka
rána tfl að komast yfir og hækka
hana aftur til að geta fallið með
sæmd.“
Alþýðlegur
frambjóðandi
,Svo er ég alþýðlegur frambjóð-
andi,“ sagði Nökkvi. „Ég gæti
heimsótt bamaheimili, elliheimili,
fangelsi og miðborg Reykjavíkur
að næturþeli í fylgd flögurra lög-
regluþjóna, bátahöfnina og áfengis-
verslunina og talað við fólkið á
máli sem það sjálft skflur. Enginn
getur vænt mig um slettur eða
óskýrt tungutak." Viltu meira
kafii?" sagði móðir hans. Nökkvi
var kominn langleiðina inn í hlut-
verk sitt sem stjómmálamaður í
slag um borgarstjóraembættið.
„Hvort ég vil meira kafii? Ég gæti
bæöi svarað spumingunni játandi
og neitandi en er ekki spumingin
í eðli sínu röng. Verða ekki allar
manneskjur að bera ábyrgð á eigin
lífi. Nýlega las ég skemmtflega
könnun sem gerð var á ábyrgðartfl-
finningu miðaldra pípulagninga-
meistara. Enginn kærir sig um til-
raunastarfsemi með fjöregg borg-
arinnar. Sporin hræða. Öll erum
vér eins og útsæði í endalausum
kartöflugaröitflvemnnar." Móðir
hans horfði á hann ráðvfllt. „En
viltu meira kafii, Nökkvi minn.“
„Ég get ekki á þessu stigi málsins
sagt neitt um þetta mál. En þessar
endalausu spurningar um kaffi
minna á miðstýringartflhneigingu
í heilbrigöismálum og einokun á
útivistarsvæðum,“ sagði Nökkvi
læknir og horfði ákveðnum augum
ámóður sína.
Myndir
„Ég gæti látið birta myndir af
mér í fótboltabúningi ásamt eigin-
konum mínum, bömum og ykkur
tfl að trekkja að samtök beiskra
fráskilinna, samtök einstæðca for-
eldra, íþróttahreyfinguna og ellilíf-
eyrisþegana. Auk þess væri hægt
að segja frá öllum samtökunum
sem ég hef verið meðlimur í, hætt
í, verið rekinn úr eða yfirgefið í
fússi. Allt getur þetta komið að
gagni." Þau horfðust í augu um
stund. „Ef sverð þitt er stutt,
gakktu feti framar,“ sagði móðir
hansákveðið. „Einmitt," sagði
Nökkvi læknir og brosti tfl foreldra
sinna. Hann settist við símann og
beið beiskur efdr hringingu sem
aldreikom.
Lausafjáruppboð
Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp að Aðalstræti 92, Patreksfirði, laugar-
daginn 29. janúar 1994 kl. 14.00:
GO-930 HM-831 HT-654 HV-056 IM-612 JP-508
KS-193 KS-355 MX-011 OR-246 XR-446 XU-056
Einnig verður boðið upp eftirtalið lausafé:
IBM tölvukerfi, Philco uppþvottavél, bátur, Gísli BA-156.
Greiðsla áskilin við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar nema með
samþykki uppboðshaldara.
SÝSLUMAÐURINN Á PATREKSFIRÐI
fLeikskólar
Reykjavíkurborgar
Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun óskast til
starfa á neðangreinda leikskóla:
I fullt starf:
Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230
I hálft starf e.h.:
Álftaborg v/Safamýri, s. 812488
Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860
Vesturborg v/Hagamel, s. 22438
Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810
I hálft starf f.h.:
Sæborg v/Starhaga, s. 623664
Þá vantar í hlutastarf við stuðning á leikskólann
Vesturborg v/Hagamel, s. 22438
Nánari upplýsingargefa viðkomandi leikskólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277
INNANHÚSS- 99
ARKITEKTÚR
í frítíma yðar með bréfaskriftum
Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til
þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota.
Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti,
lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll,
blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir,, vegg-
klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús-
gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl.
Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um
INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ
Nafn .........................
Heimilisfang .......................
Akademisk Brevskole
Jyllandsvej 15 0 Postboks 2J4
2000 Frcderiksberg 0 Kobenhavn 0 Danmark
„Út í heim á næstu leigu“
Vinningshafar í drætti 9, 20. janúar
1. Ferð fyrir 2 til Hamborgar: Andri Viðar Sveinsson, Ölduslóð 14, Hafnarf.
2. Ferð fyrir 1 til Khafnar: Smári Freyr Jóhannss., Fögrukinn 76, Hafn-
arf.
3. Ferð fyrir 1 til Stokkhólms: Gísli Jónasson, Fálkagötu 19, Rvík
4. Ferðfyrirl tilÓslóar: Murenog Þorbjörg, Norðurbraut11, Höfn
5. Ferð fyrir 1 til Lúxemb.: Sveinbjörn Imsland, Fiskhóli 11, Höfn
6.-15. Gjafavörur frá Coke/Maarud og Nóa & Síriusi.
Coke & Maarud
Coke & Maarud
Coke & Maarud
Coke & Maarud
Coke & Maarud
Nói & Síríus
Nói & Sfrius
Nói & Sírius
Nói & Síríus
Nói & Sfrius
Valtýr Helgason, Lágholti 18, Stykkishólmi
Stefanía Helgadóttir, Fjörugranda 16, Rvik
Hulda Pétursdóttir, Hjarðarlundi 9, Akureyri
Kristján Siguröss., Vallarg. 12, Vestmeyjum
Magnús G. Birgisson, Keilugranda 6, Rvík
Óskar Ingimarsson, Hrisalundf 14c, Akureyri
Sigurjón Haraldsson, Suðurhólum 26, Rvík
Helena Kristjánsdóttir, Neshaga 12, Rvík
Sóley Jónsdóttir, Mariubakka 28, Rvík
Valgerður Júliusdóttir, Lambhaga 14, Rvík
Þess má geta að vinningarnir verða sendir tit
viðkomandi vinningshafa.