Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1994 Sviðsljós Þrítugsafmæli Játvarðs prins nálgast: Bretar bíða eftir til- kynningu um brúðkaup Elísabet Englandsdrottning er sögö afar glöð þessa dagana. Ástæðan er sögð sú að yngsti sonur hennar, Ját- varður, hefur fundið sér konu og sú er sögð mjög framhærileg. Stúlkan heitir Sophie Rhys-Jones og er af borgaralegum en góðum ættum eftir þvi sem sagt er. Sögur um að Ját- varður prins sé hommi hafa því þagnað enda mun prinsinn hafa tekið þær mjög nærri sér. Þann 30. mars verður Játvarður þrítugur og er því kominn vel á pip- arsveinaíddur. Ákveðið hefur verið að mikil veisla verði í tilefni þessa dags og væntanlega mun þá unga fólkið með bláa blóðið og kannski einhverjir aðrir vinir mæta til leiks. Sophie, sem er 28 ára, verður án efa meðal þeirra. Henni var boðið til nýársveislu í höllinni. Sophie starfar '.að ráðgjöf og kynningar en fyrirtæk- ið sem hún vinnur hjá starfar að markaðssetningu ýmiss konar vam- ings. Margt af því hefur slegið í gegn. Sophie kynntist einmitt prinsinum í gegnum starf sitt. Reyndar var hún að vinna á útvarpsstöð þegar hún sá hann í fyrsta skipti. Játvarður er sá fimmti í röðinni sem á tilkall til krúnunnar. Hann hefur fengist við ýmis störf á vinnu- markaðnum en herinn átti ekki við hann. Hins vegar fellur honum lista- heimurinn vel og hefur unnið mikið innan hans, t.d. við leikhús. Nú hefur hann eignast hlut í fyrirtæki sem nefnist framleiðslufyrirtækið Arden þar sem hann mætir í vinnu hvern dag. Sophie er ólík þeim yfirstéttar- stúlkum sem Játvarður hefur áður kynnst enda hefur hún þurft að standa á eigin fótum og séð um sig sjálf. Hún starfaði lengi hjá Capitol útvarpsstöðinni, í markaðsdeildinni.. Síðan tók hún eitt ár í að ferðast um Ástralíu og starfa þar á hinum ýmsu stöðum. Þegar hún kom til baka fékk hún gott starf sem PR-maður. Sophie leigir góða íbúð í Kensington og virð- ist nokkuð vel stæð. Síðasthðiö haust kynntist hún enn- Sagt er að Játvarður prins geisli af gleði þessa dagana. frekar kóngafólkinu og hún fékk að fara með Játvarði í Windsor og Sandringham. Reyndar hefur hann áður boðið stúlkum þangað án þess að úr alvarlegum samböndum hafi orðið. Eftir að Játvarður eignaðist eigið fyrirtæki hefur hann haft mun meira samband við Sophie sem þekk- ir vel öll markaðslögmál. Játvarður hefur alla tíð þótt mjög ólíkur bræðrmn sínum. Hann er mun hægverskari og rólegri. í stað þess að stunda næturklúbba kýs hann fremur að bjóða vinum heim í htlu íbúðina sína í Buckingham-höU. Játvarður hefur aidrei verið mikið fyrir sviðsljósið. Fjölmiðlar hafa nokkuð tekið tilUt tU þess. Það var líka þess vegna sem Játvarður skrif- aði bréf til bresku pressunnar og óskaöi eftir að vinkona sín, Sophie, Elísabet Englandsdrottning þykir vera mjög ásátt með Sophie og hef- ur þegar boðið henni til kvöldverðar í höllina. Sophie, kærustu Játvarðs, þykir svipa til Díönu. Hún þykir þó ekki eiga sjö dagana sæla framundan ef hún verður fyrir sama ágangi fjölmiðla og prinsessan. fengi frið fyrir ljósmyndurum og blaðamönnum. Bréfið var birt en virkaði ekki sem skyldi. Sophie hefur vakið mikla athygU fjölmiðlanna. Hún þykir þó ekki öfundsverð ef hún lendir í sömu stöðu og Díana og Sarah Ferguson. Það þarf virkilega sterk bein til að þola slíkt. Blöðin eru þegar farin að Ukja þeim Sophie og Díönu saman. Hinsvegar telja þeir sem til þekkja að konungsfjölskyldan hafl lært af reynslu undanfarinna ára. Ef Sophie verður hertogaynjan af Cambmdge, en sá titill bíður Játvarðs þegar hann kvænist, mun hún áreiðanlega geta brugðist öðruvisi við árásum fjöl- miðla og ágangi en fyrrum eiginkon- ur bræðra Játvarðs. Bandarískur listamaður: Býr til gotterísmyndir Listamenn taka sér ýmislegt fyrir hendur tíl að eftir þeim sé tekið. Bandaríski Ustamaðurinn Peter Roc- ha hefur gert fjöldann aUan af risa- stórum Ustaverkum með andUtum þekkta einstakUnga og merkja. Það væri nú vart í frásögur færandi nema fyrir það að í stað Uta nota Peter sælgæti. Myndimar hans eru unnar úr þúsundum nammihlaupa. Þó maður taU stundum um góða lyst innan um góða Ust er ekki þar með sagt að Ustaverkin skuU borð- ast. Listamaðurinn Peter er þó mik- iU sælkeri, bæði á mat og Ust. Reynd- ar er hann mikið fyrir sætindi en notar þau þó helst í þágu listarinnar. Listaverkin hans eru öll mjög stór aUt upp í tveggja metra há. Þar má sjá rokkkónginn Elvis Pres- ley, indíánahöfðingjann Regnboga- tré, Frelsisstyttuna og sjálfa Díönu prinsessu. í stytturnar fara aUt frá níu til fjórtán þúsund hlaup þannig að segja má að Peter haldi uppi sæl- gætisfyrirtækinu sem framleiðir hlaupið. Verkin selur hann þó ekki mjög ódýrt því þau kosta frá 210 þús- und krónum stykkið. Ekki fylgir sögunni hvemig mynd- irnar eldist né heldur hvemig þær verði í of miklum hita eða ef sól skín á þær. Svo mega þær auövitað ekki vera nálægt nammisjúkum. En myndirnar eru nýstárlegar og þá er tilganginum náð. Elvis Presley lítur vel út í namminu og svo er einnig með Freisisstyttuna. Peter Rocha með indíánahötðingj- anum Regnbogatré. Díana prinsessa er alltaf jafn sæt en varla hefur hún verið sætari en á þessari mynd í þess orðs fyllstu merkingu. Ólyginn ... að hjartaknúsarinn Tom Cru- ise hefði gefið eiginkonu sinni, Nicole Kidman, þriggja vikna hjólreíðatúr í Kína í jólagjöf. Litla barnið, ísabella, verður heima hjá bamfóstrunni á meðan. ... að Julia Roberts og eigin- maður hennar, Lyle, hefðu ekki kynnst þegar þau léku í kvik- myndinni Leikmaðurinn eins og flestir hafa haldið. Susan Saran- don hafði kynnt þau hvort fyrir öðru nokkru fyrr. ... að bréf sem ieikkonan dular- fulla, Greta Garbo, skrifaði hefðu verið seld fyrir rúmar tvær mlllj- ónitkróna. í bréfunum segir leik- konan m.a. að hún lifi á gulrót- um. i öðru bréfinu segist hún aldrei ætla að fara aftur heim tif Svíþjóðar. ... að fyrirsætan Cindy Crawiord þyrfti að koma skilaboðum tii eiginmannsins, Richard Gere, ef hún vitdi hitta hann. Hjónin eru sífelit á ferðalögum vegna vinnu sinnar og hafa mikið að gera. Ritarar þeirra beggja hafa því nóg að gera að koma skifaboð- um á milli. Stundum vita þau ekki i hvaða íbúð þeirra hitt muni sofa í. . að þegar Marlene Dietrich lék í siöustu kvikmynd sinni árið 1979, eftir langt hlé, hefði David Bowie verið mötspilari hennar. Reyndar hittust þau aldrei því að David lék sitt hlutverk i Beriin en hún i París.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.