Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Side 14
14 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingarr (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verö I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Lág einkunn Alþingis Þingheimur heldur áfram aö fjandskapast við neytend- ur. Nú er einmitt á döfinni samkomulag framsóknar- manna allra flokka um aö hraða gegnum þingiö lögum til aö styrkja einokun landbúnaðarins, í framhaldi af dómi Hæstaréttar í „skinkumálinu“. Þingheimur hyggst þannig lappa upp á fyrri lög sín, sem þingmenn töldu, að tryggðu einokunina en gerðu það ekki samkvæmt dómi Hæstaréttar. í ljós kom af þeim dómi, að þingmenn höfðu fyrir misskilning samþykkt grein í lagafrumvarpi, sem þeir ætluðu alls ekki að samþykkja! Margt spaugilegt hefur komið fram í umræðunni eftir dóm Hæstaréttar, - spaugilegt ef málið væri ekki jafn alvarlegt ög raunin er. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði, þegar dómur lá fyrir, að dómurinn byggðist á laga- breytingum, sem Jón Sigurðsson, þáverandi viðskipta- ráðherra, hefði „lætt gegnum Alþingi" „án þess að segja það nokkrum manni“. AUavega er ljóst, að þingmenn vissu ekki, hvað þeir voru að samþykkja. Þetta er harður áfellisdómúr um Alþingi og athyghsvert, að forsætisráð- herra er í fararbroddi í slíkum ummælum. Staðan er auðvitað sú, eins og allir vita, að það eru ær og kýr mik- ils meirihluta alþingismanna að standa sem fastast vörð um einokunarkerfi landbúnaðarins. í því sambandi eru athyglisverð ummæli Steingríms Hermannssonar, for- manns Framsóknarflokksins, í DV á laugardaginn. „Þegar innflutningslögin voru samþykkt, kom greini- lega fram í umræðu á Alþingi, ekki sízt hjá landbúnaðar- nefndarmönnum, að þau ættu ekki að leiða til nánast ótakmarkaðs innflutnings landbúnaðarvara," segir Steingrímur Hermannsson... „Hins vegar má segja, að dómur Hæstaréttar sé áfeliisdómur yfir okkur þing- mönnum, ekki sízt þeim, sem stóðu að lagasetningunni. Menn létu það gott heita, þegar forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi, að lagabreytingin mundi ekki breyta eldri ákvæðum.“ Sigurður Líndal lagaprófessor gagnrýnir Alþingi harð- lega í þessu efni. Hann bendir í viðtali í DV á, að um verulegan veikleika sé að ræða í störfum þingsins, það ráði ekki alveg við verkefnin, ef Alþingi sleppir ein- hverju í gegn, sem það ætlaði ekki að gera. Þingmenn séu í vissum málfundaleik, reyni að koma höggi hver á annan með þindarlausum umræðum, í stað þess að vinna sitt verk. Þannig afhjúpar dómur Hæstaréttar mikla veilu hjá Alþingi. Það er stóralvarlegt mál. Hitt er svo enn alvarlegra, hversu neytenda-fiandsamlegt þingið er. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra reyndist sam- kvæmt hæstaréttadómnum ekki hafa farið að lögum, þegar hann stöðvaði Hagkaups-skinkuna og lét eyði- leggja hana. Ummæh ráðherrans um þennan dóm eru síðan mjög vafasöm. Ráðherrann leggur nú áherzluna á, að „af tíu dómurum, sem fjölluðu um máhð, eru sex andsnúnir þessari niðurstöðu," eins og hann komst að orði í viðtali í DV og telur þar saman dómara í héraði og Hæstarétti. Með því reynir hann að gera htið úr dómi Hæstaréttar. Slík ummæh má ráðherra ekki leyfa sér að viðhafa um hæstaréttardóm í ljósi nauðsynjarinnar á að efla trú fólks, einkum hinna ungu, á lög og reglur þjóðfélagsins. Á bak við þessi skrípalæti ráðherra og þingmanna hgg- ur sú staðreynd, að þingheimur leggur sig í líma til að standa gegn hagsmunum neytenda í landinu og freista þess að hindra, að almenningur á íslandi njóti góðs af auknu frelsi í viðskiptum. Haukur Helgason „Fiskveiðistefnan snýst um veiðar á fiski og að vinna góða matvöru, ekki um tölur ó blaði og verslun með óveiddan fisk“, segir m.a. i greininni. Plokkfiskur Hin harða sjómannadeila, sem hófst í upphafi mánaðarins, hefur opnað augu manna fyrir því að framkvæmd laga um stjóm fisk- veiða er óþolandi og gallar núver- andi kerfis svo miklir að ekki verð- ur við unað. Á sama tíma liggja fyrir Alþingi, með misskýru sam- þykki stjómarflokkanna, fmm- vörp sem festa alla helstu galla núverandi kvótakerfis í sessi. Kvótabraskið burt Fmmvörp þessi byggjast á þeirri trúarsetningu „tvíhöföa" að frjálst framsal kvóta leiði til hagræðingar í sjávarútvegi og það sé vel, hvort sem hagræðingin leiði til atvinnu- leysis, hmns einstakra byggðar- laga eða vaxandi misskiptingar á nýtingu auðæfa hafsins. Kvóti gengur nú þegar kaupum og sölum í samfélaginu. Hvaö getur reynslan af þeim viö- skiptum kennt okkur: Jú, einstök byggðarlög hafa orðið hart úti, fisk- vinnslufólk - sem aðallega er kon- ur - misst vinnu sína, sjómenn neyddir til að taka þátt í kvóta- kaupum og yfirráð yfir auölindum hafsins komist á sífellt færri hend- ur. Þetta kalla menn hagræðingu og vilja festa í sessi. Verðlaus rök Enn er hægt að snúa við og fram- fylgja ákvæðum 1. gr. laga um stjóm fiskveiða um aö auðlindir hafsins séu sameign þjóðarinnar. En tíminn kann að vera naumur því að sífellt fleira styður meintan eignarrétt einkaaðila á þessari sameign okkar. Skattameðferð kvóta er glöggt dæmi um að taka þarf af skarið og það þýðir ekkert fyrir einstaka ráðherra að segja að engu þurfi að breyta og alltaf sé hægt að snúa til baka. í umræðu á Alþingi nýverið um skattlagningu aflaheimilda héldu tveir ráðherrar Alþýðuflokksins því til að mynda fram að þar sem ekki væri hægt að tryggja verð- mæti kvóta þá væri hann ekki eign, Kjallariim Anna Ólafsdóttir Björnsson þingkona Kvennalistans þótt hann væri skattlagður sem eign. Þetta þykir mér skrýtin speki því að með þessu eru ráðherramir (þeirra á meðal viðskiptaráöherra) aö halda því fram að eignir sem ekki era hægt að tryggja að haldi verðgildi sínu séu ekki eignir. Hvað þá um hiutabréf? Eru þau ekki eign, eða vilja ráðherramir halda því fram að unnt sé að tryggja að þau haldi alltaf verögildi sínu? Byggðakvóti gegn kvótabraski Stjómvöld ættu að draga þann lærdóm af harðri sjómannadeilu janúarmánaðar að ekki dugar að festa í sessi stjómkerfi í fiskveiðum sem byggir á frjálsu framsali kvóta. Andstaðan í landinu er gífurleg og slæmar afleiðingar nú þegar þekkt- ar. Kvennalistinn hefur fyrir löngu bent á miklu heppilegri leið í stjóm fiskveiða sem er að deila kvótanum út til byggðarlaga landsins. Þau geta ráðstafað honum eftir þörfum og hafi þau ekki sjálf not fyrir hann í þrjú ár komi hann til endurút- hlutunar. Þannig mætti tryggja hag veiöa og vinnslu í senn og ekki síst þeirra fjölmörgu fjölskyldna sem eiga alit sitt undir fiskinum. Þetta fólk lifir í sífelldri óvissu um framtíðina og getur illa gert ráðstafanir til lengri tíma. Hvaö ætli kvótabraskið standi eðhlegri byggðaþróun alvarlega fyrir þrif- um? Hve margir sitja nú fastir á sínum staö með verðlausar eignir vegna þess að kvótinn er farinn? Og hve margir skyldu veigra sér við að setjast aö í sjávarplássi og kaupa sér þar hús, þvi kannski veröur kvótinn seldur burt á morg- un? Stjórn fiskveiða á ekki að vera ráðið eftir hagfræðilíkönum með innbyggðum skekkjum heldur á stöðunum sem byggja afkomu sína á sjónum. Einungis heildarkvótann þarf að ákvarða á landsvisu. Fisk- veiðistefnan snýst um veiðar á fiski og að vinna góða matvöra, ekki um tölur á blaöi og verslun með óveiddan fisk. Missi menn sjónar á þessum raunveruleika er hætt við að á endanum sitji eftir pappírspés- ar sem geri út á plokkfiskveiðar. Anna Ólafsdóttir Björnsson „Hvað ætli kvótabraskið standi eðli- legri byggðaþróun alvarlega fyrir þrif- um? Hve margir sitja fastir á sínum stað með verðlausar eignir vegna þess að kvótinn er farinn?“ Skodanir aimarra Hafrannsóknir og af lamagn „Það er með öllu ófært að mennirnir sem rann- saka hafiö dæmi rannsóknirnar og geri tillögur um aflamagn.... Allar hótanir veiðiráðgjafá um „hrun“ þorskstofnsins ef þeir fá ekki ráðið ferðinni era ekki bara ósmekklegar heldur eru þær í beinni mótsögn við þeirra eigin staöreyndir úr rannsóknargögnum. ... og hafa þannig engan röskuddan, faglegan til- veragrundvöll. Gamalt máltæki segir: „Þegjandi ganga þorskar 1 ála“. í þessu máltæki er meiri viska en veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar." Kristinn Pétursson fiskyerkandi í Mbl. 20. jan. Brotaþolar og misgjörðarmenn „Eför umfjöllun Pressunnar um slík mál fyrir réttu ári var farið að huga að rétti fómarlamba nauðgana með það fyrir augum að ríkið ábyrgöist greiðslu bóta þegar glæpamaðurinn reýndist eigna laus - sem oft er líka tÚfellið. Þaö var stórt spor í framfaraátt, en aðrir glæpir og sumir verri era framdir á íslandi án þess að riokkur innan kerfisins leiði hugann að hagsmunum þeirra sem fyrir þeim verða.“ úr forystugrein Pressunnar 20. janúar. Fersk f lök óþekkt stærð „Tollalækkanir á ferskum flökum munu væntan- lega leiða til mestra breytinga í fiskvinnslu hér á landi á næstunni. Ef tilraunir með útflutning á fersk- um flökum í gámum með skipum til Evrópu gefast vel getur það leitt til þess að útflutningur á óunnum fiski dregst enn meira saman en orðið er og jafn- framt veitt sjófrystum fiski nýja samkeppni.... Þess ber þó að geta að markaður fyrir fersk flök er lítt þekkt stærð og það á eftir að koma í ljós hversu mikið magn tekst að selja af þessum afurðum." Arnar Sigurmundsson, form. Samtaka fiskvinnslustöðva, í Alþbl. 21. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.