Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Síða 20
20
MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 1994
Fréttir
Uppsagnir hjá Sementsverksmiðjunni:
Aðgerðir til að treysta
rekstrargrundvöll
„Uppsagnir hafa verið talsverðar
á undanfornu ári. Það hættu hérna
margir starfsmenn um áramótin
en flestir þeirra voru með 6 mánaða
uppsagnarfrest. Við höfum þurft
að segja nokkrum upp til viöbótar
'en hljótum að vera að ná botninum
nú. Uppsagnir hljóta að fara að ná
enda en ef við neyðumst til að segja
einhverjum upp að auki verður það
ekki meira en tugur starfsmanna.
Fyrir ári voru 120 starfsmenn hér
í Sementsverksmiðjunni en nú eru
þeir 90 talsins. Það er verið að
reyna að treysta rekstrargrundvöll
verksmiðjunnar með þessum að-
gerðum og um 90 manna starfs-
liði,“ sagði Gylfi Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Sementsverksmiðj-
unnar, í samtah við DV.
Treysti því að
botninum sé náð
„Þaö fer ekki hjá því að undan-
farna daga og vikur hefur starfs-
fólk verið mjög óöruggt um sig.
Menn hafa ekki vitað hvað stæði
til og hversu margir myndu hætta.
Sementsalan er lítil sem engin og
við gerum okkur fulla grein fyrir
því að það hlýtur að bitna á okkur
að einhveiju leyti.
Stjórnendur hér hafa reynt að
standa að þessu eins manneskju-
lega og hægt er. Mér skilst að nú
sé botninum náð og treysti því aö
svo sé. Mórallinn er ekki upp á það
besta en þó merkilega góður miðað
við aðstæður. Mér finnst menn
bera þessar þrengingar nokkuð vel
þrátt fyrir að því fylgi óhjákvæmi-
lega þjáningar að missa vinnuna,"
sagði Bjarni Árnason, trúnaðar-
maður starfsfólks Sementsverk-
smiðj unnar, við DV. -ÍS
Sjómenn fjölmenntu á námskeiöið.
DV-mynd
Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum;
Slysavarnaskóli sjómanna var með
námskeið í Eyjum meðan á verkfall-
inu stóö og fjöldi sjómanna, auk nem-
enda Stýrimannaskólans, nýtti sér
það og sótti námskeiðið. Ekkert betra
við tímann að gera þá.
Námskeiðið stóð í tæpa viku og
lauk með æfmgu í björgun með
þyrlu.
Sorpa þróar uppskrift að gæðamold:
Hrossataði blandað
út í garðaúrgang
- tilraunin hefst í vor og kostar 6 milljónir
„Þetta er tilraun sem verður að
gera en hversu ábatasamt það verður
að búa til moldina kemur fyrst í Ijós
þegar tiirauninni lýkur. Aðstæður á
Islandi eru aðrar en í nágrannalönd-
unum og því verðum við að þreifa
okkur áfram, til dæmis varðandi
uppskrift, þannig að útkoman verði
gæðavara. Uppistaðan er garðaúr-
gangur og hrossatað en að auki get-
um við hugsanlega blandað í þetta
pappír og trjáflísum," segir Ög-
mundur Einarsson, framkvæmda-
stjóri Sorpu.
Sorpa ætlar að hefja framleiðslu á
gæðamold í tilraunaskyni með vor-
inu. Reykjavíkurborg hefur ákveðið
að taka þátt í verkefninu og beðið er
eftir svari frá öðrum sveitarfélögum
á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður-
inn er áætlaður um 6 milljónir og
skiptist hann á milli sveitarfélag-
anna í samræmi við íbúafjölda. Ætl-
unin er að framleiða allt aö 8 þúsund
rúmmetra afjarðvegi til að byrja með
sem verður eign viðkomandi sveitar-
félaga.
Að sögn Ögmundar hefur Sorpa nú
safnað garðaúrgangi í tvö ár þannig
að til staðar eru'nægar birgðir til að
hefja framleiðslu. Hann segist bjart-
sýnn á framhaldið og vonast til að
sveitarfélögin muni í framtíðinni
sjálf fær um að stunda þessa endur-
vinnslu enda muni það spara mikla
fiármuniíflutningskostnaði. -kaa
Ríkissjóður:
Rekstrarhallinn 2,4%
minni en búist var við
Bráðabirgðatölur um afkomu rík-
issjóös á síðasta ári staðfesta að um-
skipti hafa oröið í ríkisfiármálum á
síðustu árum. Rekstrarhalli ríkis-
sjóðs nam 9,5 milljörðum króna eöa
2,4 prósentum af landsframleiðslu og
er það minni halli en gert var ráð
fyrir. Ef ekki hefðu komið til sérstak-
ar skuldbindingar í tengslum við
kjarasamninga og meira atvinnu-
leysi en reiknað var með í forsendum
fiárlaga væri útkoman nánast í sam-
ræmi við áætlun fiárlaga. Þetta kem-
ur fram í bráðabirgðatölum um af-
komu ríkissjóðs á síðasta ári sem
fiármálaráðuneytið sendi frá sér ný-
lega.
Hrein lánsfiárþörf ríkissjóðs til að
fiármagna halla á rekstri og út-
streymi á lánareikningum nam 10,6
milljörðum króna en frávik frá fiár-
lögum var aðeins 1,7 mfiljarðar. í
fyrra aflaði ríkissjóður lánsfiár í
fyrsta sinn alfarið á almennum
markaði í stað yfirdráttar í Seðla-
banka íslands. Þrátt fyrir þetta fóru
vextir innanlands lækkandi og voru
í lok ársins lægri en þeir hafa verið
um árabil.
Heildarútgjöld ríkissjóðs árið 1993
námu 112,8 milljörðum, eða 1,8 millj-
örðum umfram fiárlög, meðan heild-
artekjurnar voru 103,3 milljarðar
króna. Útgjöld ríkissjóðs hækkuðu
um 600 milljónir að raungildi milli
áranna 1992 og 1993 og kemur það
fram í vaxtagreiðslum og framlögum
til fiárfestinga og viðhalds. Heildar-
tekjumar lækkuðu hins vegar að
raungildi um 1,6 milljarða á síðasta
ári. Þar af lækkuðu skatttekjurnar
um 800 milljónir króna.
„Ég bendi á að við höfum þurft að
nota ríkisfiármálin til að ná fram
hóflegum kjarasamningum, lægri
verðbólgu og stöðugleika á vinnu-
markaði, svo eitthvað sé nefnt. Okk-
ur hefur tekist aö halda hallanum í
skefium en auðvitað _eru ríkisfiár-
málin ekki í lagi fyrr'en við höfum
náð fuUu jafnvægi," segir Friðrik
Sophusson fiármálaráðherra.
-GHS
Dansað á nýársfagnaði í Eyjum.
DV-mynd Ómar
Nýársf agnaður í 68. sinn
Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjuni;
Árlegur nýársfagnaður Kvenfé-
lagsins Líknar hér í Eyjum var hald-
inn í 68. sinn í Akógeshúsinu um
miðjan mánuðinn. Fyrst var hann
haldinn 1926 og hefur ekki falhð nið-
ur eitt einasta ár. 85 eldri borgarar
hér mættu nú og nokkrir ungir menn
sem dönsuðu við konumar þegar
karlamir þreyttust.
Dagskrá nýársfagnaðarins er mjög
hefðbundin, veitingar, skemmtiat-
riði, dans og spil fyrir þá sem ekki
treysta sér í dansinn. Kvenfélagið
verður 85 ára 14. febrúar nk.
Ólafsfjörður:
Fjárhagsáætlun lögð fram
Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði:
Fyrri umræða um fiárhagsáætlun
Ólafsfiarðarbæjar fyrir árið 1994 fór
fram um miðjan mánuðinn. Sam-
kvæmt henni verða heildartekjur 162
millj. króna en gjöldin 113 milljónir.
Mismunurinn þvf 49 millj. króna.
Greiðslubyrði lána verður um 30
millj. króna en ný lán upp á 74 millj-
ónir verða tekin á árinu. Til ráðstöf-
unar verða 89 milljónir. Langstærsti
útgjaldaliðurinn verður íþróttahúsið
nýja eða tæpar 50 millj. króna.
Til fræðslumála fara 6,5 millj. 7
millj. til gatna-, umferðar- og hol-
ræsamála og 10 millj. tengdar ungl-
ingavinnu næsta sumars. Fram-
kvæmdir til hitaveitu verða 7,4 millj.
Af einstökum framkvæmdaliðum
má nefna tvær milljónir til að end-
urnýja tölvukerfi gagnfræðaskólans
og 2,6 milljónir til að fiölga kennslu-
stofum barnaskólans.
Selfoss:
Jólin voru kvödd hér á Selfossi stjórnasamkomumungafólksinsá
með miklum glæsibrag á þrettánd- þrettándanum. Sföan hefur allt
anum - á sama hátt og verið hefur gengið eins og í sögu. Allt fór vel
síðustu sjö árin og til mikils sóma. fram nú og dansleíkir haldnir þeg-
Áður fyiT voru oft ólæti hér á þrett- ar liða tók á kvöldið fyrir börn og
ándanum. unglinga á hótelinu. Ókeypis aö-
ÞaðvarÓlöfThorarensen,félags- gangur og krökkunum ekið heim
málafulltrúi Selfossbæjar, sem eftir þá.