Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Page 36
44 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 1994 oo Hvass á austan Halldór Blöndal Meiri- hlutinn ræður! „Þessi dómur hefur auövitaö fræöilegt gildi. Þaö er athyglis- vert að af tíu dómurum, sem fjöll- uðu um málið, eru sex andsnúnir þessari niðurstöðu og það er nauðsynlegt að hafa í huga í því sambandi að dómarar í héraði voru mjög reyndir. Þetta segir sína sögu að þetta er síður en svo einfalt mál. Það er einnig athygl- isvert að Hæstiréttur dæmir Hag- kaupi ekki skaðabætur," segir Halldór Blöndal í DV um dóm Hæstaréttar í skinkumálinu og segist undrandi á dómnum. Blöndal braut lög „Niðurstaðan er mjög ánægju- leg. Hún staðfestir það sem bæði viðskipta- og utanríkisráðuneytið héldu fram í málinu," segir Sig- hvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra um sama dóm. UmmæH dagsins Komið til mín. . . . „Ef vagnstjórarnir vilja ganga í Dagsbrún verður það án nokk- urra þvingana og illinda. Við tök- um bara á móti þeim eins og góð- um félögum og ræðum síðan hvernig vinna skuli,“ segir Guð- mundur Jaki í DV á föstudag og tekur fagnandi á móti strætóbíl- stjórum. Vel konuna „Ég er ekki í neinum skilnaðar- hugleiðingum og launin bjóða ekki upp á að hægt sé að halda uppi heimili fyrir norðan og hér,“ sagði Páll Hersteinsson veiði- stjóri við Tímann á föstudag en til stendur aö flytja embættið til Akureyrar. „Konan mín er sér- menntuö í sameindalíffræði og er í \dnnu hér við Háskólann. Það er enga slíka vinnu að hafa á Akureyri. Þannig að ég get ekki flutt af fjölskylduástæðum." Leti! „Ég nenni ekki að ræða þessi seðlabankastjóramál einu sinni enn,“ sagði Steingrímur Her- mannsson við Morgunblaðið þeg- ar leitað var staðfestingar á því að hann hygðist sækja um stööu bankastjóra Seðlabankans. ITC-deildin Eik heldur fund í kvöld kl. 20.30 á Fógetanum, Aðalstræti 10. Allir velkomnir. Fundir Búist er við stormi á suðvesturmið- um, Faxaflóamiðum, Breiöafjarð- armiðum, Vestfjarðamiðum, suð- Veöriðídag austurmiðum, vesturdjúpi, suður- djúpi og suðvesturdjúpi. Það verður fremur hæg breytileg átt og víða bjart veður í fyrstu en þykknar upp suðvestanlands með vaxandi suðaustanátt síðdegis. Hvöss austanátt og snjókoma og skafrenningur sunnanlands í kvöld og nótt en norðanlands og austan verður vaxandi norðaustanátt og él í kvöld og nótt. Áfram frost um allt land en dregur talsvert úr því sunn- anlands er líður á daginn. Á höfuðborgarsvæðinu verður suöaustan gola og léttskýjað í fyrstu en þykknar smám saman upp með vaxandi suðaustanátt í dag. Hvöss austanátt og snjókoma eða skafrenn- ingur með köflum í kvöld og nótt. Frost verður 8 til 11 stig, en dregur heldur húr því í kvöld og nótt. Sólarlag í Reykjavík: 16.49 Sólarupprás á morgun: 10.29 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.38 Árdegisflóð á morgun: 05.01 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjók.ás. klst. -7 Egilsstaðir léttskýjað -7 Galtarviti léttskýjað -7 Keflavíkurflugvöllur léttskýjað -9 Kirkjubæjarklaustur heiðskírt -6 Raufarhöfn skýjað -7 Reykjavík léttskýjað -10 Vestmannaeyjar léttskýjað -7 Bergen snjóélás. klst. 2 Helsinki snjókoma -2 Ósló léttskýjað -A Stokkhólmur léttskýjað -34 Þórshöfn snjóél -2 Amsterdam léttskýjað 4 Berlín skýjað 4 Chicago alskýjað 2 Feneyjar þokumóða 0 Frankfurt skýjað 5 Glasgow skýjað 3 um „Eg er rojög ánægður með niður- stöðu Hæstaréttar. Ég hafði gert mér vissar vonir um málalyktir en það gat brugðið til beggja vona. Þetta er ein staðfesting um þaö aö dómstólar og almenningur gera ríkar kröfur til vandaðrar stjórn- Maður dagsins sýslu og löggjafar. Lögin verða að vera það skýr aö ekki fari milli mála hvaö sé verið að fara ef tak- marka á hluti eöa skerða réttindi fólks," segir Atli Gíslason, lögmað- ur Hagkaups, í skinkuroálinu. Eftir lagapróf var Atli í eitt ár i framhaldsnámi í Noregi, vann hjá ríkisskattstjóra i fjöpr ár en hefur rekið eigin stofu frá 1980. Á árun- um 1981-1982 var hann í framhaldsv námi í Danmörku í skattarétti og Atii Gislason hæstaréttarlögmað- ur. vinnurétti. í mörg ár hefur Atli verið lögmaður Dagsbrúnar með vikulegan viötalstíma. Þar sinnir hann ólikum þörfum félaga til lög- mannshjálpar en aöallega vinnu- réttarmálum. Atli segist vera mikill áhugamað- ur um Iögfræði, bæði í starfi og frí- stundum. Hann syndir daglega, gengur mikiö og hefur þessa stund- ina áhuga á golfi. Hann hefur líka mikla ánægju af garðyrkju og trjá- rækt. „Broðir minn Brandur, sem er garðyrkjumaður, segir mig mun betri garðyrkjumann en sig. Ég á gamla malargryfiu fyrir utan bæ- inn sem ég hef veriö að rækta upp. Ræktunin gengur vel ef maður er þolinmóður og horfir á tflveruna frá sjónarhóli eilífðarinnar og þyk- ir vænna um það smáa en það háa. Ég á líka þrjá drengi og hef mikinn áhuga á þeim.“ Synir Atla eru Jón Bjami, 23 ára, Gísli Rafn, 20 ára, og Friörik, 18 ára. -JJ Myndgátan Lausn gátu nr. 828: Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Tveir leikir í blaki íslandsmótinu í blaki verður fram haldið í Hagaskóla í kvöld. Klukkan 18.00 mætast lið ÍS og núverandi islandsmeistara HK í blaki karla. Staðan í deildinni er nú sú að Þróttarar eru í 1. sæti, ÍS í Öðru og HK í því þriðja. Það er því nauðsynlegt fyrir HK að vinna í kvöld til þess að eiga möguleika á að endurheimta titil- inn. Klukkan 21.15 leika sömu lið í kvennaflokki. Skák Helgi Ólafsson stórmeistari sigraði glæsilega á 43. helgarmóti tímaritsins Skákar sem haldið var í Keflavik í sam- vinnu við heimamenn. Helgi fékk 9 v. af 11 mögulegum; Helgi Áss Grétarsson hreppti óvænt 2. sætið með 8 v. og 3. sæti deildu Jón L. Ámason og Margeir Pétursson með 7,5 v. Bestur heimamanna varð Ólafur Inga- son, bestur dreifbýlismanna Jón Árni Jónsson, unglingaverðlaun fengu Snorri Snorrason, Patrick Svansson, Einar Jón Gunnarsson og Unnar Þór Guðmundsson og Sturla Pétursson krækti í öldunga- verðlaun. Helgi var vel að sigrinum kominn og tefldi margar fallegar skákir. Skákinni við Margeir lauk hann snyrtilega, Helgi hafði svart og átti leik í þessari stöðu: 1. - Hf3+ 2. Kg4 Hxf5! 3. Kxf5 d3 4. Hg8 d2 5. Hgl Bf3 og Margeir gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Metró í 8 sveita úrslitum var fjörugur o stórar impatölur sáust á báöa bóga, end fór leikurinn (40 spil) 125-100 fyrir Trygg ingamiðstöðina. Hér er eitt sveifluspili úr leiknum þar sem sveit Tryggingamið stöðvarinnar græddi 10 impa. Sagni gengu þannig, suöur gjafari og AV hættu: . . * AKD3 ¥ ÁKG92 ♦ KD9 + 2 ♦ 84 V 764 ♦ Á7 + 1097653 ♦ 109765 V D103 ♦ G84 + DG ♦ G2 ¥ 85 ♦ 106532 + ÁK84 Suður Vestur Norður Austur Valur Gylfi Sig. V. JónSt. Pass Pass 1+ Pass 1» Pass 1* Pass 2+ Pass 24 Pass 2« Pass 2 G Pass 34 Pass 64 P/h Sigurður Vilhjálmsson og Valur Sigurðs- son spila sterkt laufakerfi með Relay spumarsögnum. Eitt lauf lofaði 16+ punktum, eitt hjarta var 8+ punktar, neitaði fimmht í hálit og neitaði sömu- leiðis einspili eða eyðu. Allar sagnir Sig- urðar vora síöan spumarsagnir, að loka- sögninni undantekinni. Tvö lauf sýndu 2-2 í hálitunum og 2 spaðar sýndu 5-4 í laufi og tígli. Þrir tíglar sýndu 3 kontról (Á = 2, K= 1) og með þær upplýsingar lét Sigurður vaöa í slemmuna. Ef Valur átti tígulásinn, hfaut slemman að vera mjög góð og hann gat vel átt tígulgosann. Versta staða sem Sigurður gat teiknað upp, var ef suður á ÁKG í laufi eina punkta. Spaðagosi var sagnhafa mikil- vægur sem önnur innkoma til að spila tvisvar að hjónunum í tígli og hjartað lá á þægilegan máta. Því rann þdSsi þunna slemma heim. Segja má að Sigurður hafi verið óheppinn með punktana á suður- hendinni en jafnframt heppinn með leg- unaíspilinu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.