Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 6
22
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994
Tækni -Tölvur
skipunin SOLSTLOUT breytir líkan-
inu yíir á STL-fomatið. STL-format
þýðir að yflrborð líkansins hefur
verið nálgaö með fjöldanum.öllum
af þríhymingum sem hver um sig
hefur normalvektor sem vísar út úr
hlutnum.
„STL-líkanið er flutt yfir í hrað-
frumgerðarbúnaðinn og þar er það
tekið og skorið niður í „sneiðar“ eins
og rúllupylsa og er þykkt sneiöanna
ákvörðuð af hönnuði,“ sagði Guðni.
„Dæmigerð þykkt er um 1 mm. Þegar
því er lokið er hægt að velja á milli
aðferða við að búa til raunverulegan
hlut út frá sneiðum tölvulíkansins."
Tvenns konar aðferðir
Guðni sagði efnin, sem hraðfrum-
gerðirnar væra geröar úr, fara eftir
þeirri aðferð sem notuð væri hverju
sinni. Algengasta aðferðin væri köll-
uð Stereolithography (SLA). Frum-
gerðin verður þá úr plasti sem væri
merkilegt að mörgu leyti. „Það er
uppranalega vökvi. Þegar lýst er á
þennan vökva með útfjólubláu ljósi
harðnar hann og verður að stífu
plasti. Þessi eiginleiki er nýttur í
SLA. Tölva stýrir ljósgeislanum með
spegli og hann er látinn fara eftir
útlínum neðstu sneiðarinnar, ofan á
plötu sem höfð er rétt undir yfirboröi
vökvans." Guðni sagði geislann síð-
an vera látinn ganga fram og aftur
innan sneiðarinnar, þar til hann
hefði þakið allan flötinn. Þá væri
vökvinn orðinn að plasti og þar með
neðsta plastsneið frumgeröarinnar
tilbúin. Platan er því næst færð niður
um eina sneiðþykkt og ferlið endur-
tekið fyrir næstu sneið.
„Þegar síðasta sneiðin er tilbúin er
öll frumgerðin á kafi í vökvanum og
lítur þá svipað út og marglytta í sjó.
Hún er þá tekin upp úr baðinu og
sett í ofn, þar sem hún er öll upplýst
með útfjólubláu ljósi í nokkra tíma.“
Önnur algeng aðferð sem notuð er
að sögn Guðna er svokölluð Selective
Laser Sintering (SLS). Þá er notaður
fínn salli í stað vökvans og hann
gerður að fostu efni með því að lýsa
á hann með leysigeisla sem stýrt er
með tölvu. Frumgerðin verður þá
eins og hún sé úr sandsteini.
Mjög dýr búnaður
„Vélbúnaöur og hugbúnaður, sem
tekur við tölvulíkönum á STL-formi
og býr til úr þeim raunverulega
hluti, er mjög dýr. Búnaðurinn kost-
ar á bilinu 14-30 milljónir, þannig að
það er ekki grandvöllur fyrir íslensk
fyrirtæki að fjárfesta í slíkum tækj-
um,“ sagði Guðni. „Verðið er hins
vegar á niðurleið eins og á öllum
tæknibúnaöi. Erlend stórfyrirtæki
veigra sér jafnvel við þessari fjárfest-
ingu þannig að þróunin hefur verið
sú að fyrirtæki sérhæfa sig í þjón-
ustu á þessu sviði.“ Guðni sagði að
það væra nokkur fyrirtæki sem
tækju við skrám á STL-formi, anrað-
hvort gegnum tölvunet eða á diskl-
ingum og útbúa framgerðina og
senda hana síðan til baka. Hann
sagði að Iöntæknistofnun gæti að-
stoöað íslensk fyrirtæki við að kom-
ast í samband við slík þjónustufyrir-
tæki.
-KMH
Vöruþróun er ferli sem allar vörur
ganga í gegnum, frá því að hugmynd
kviknar þar til endanleg vara er til-
búin á markað. Tilraunastykki eru
smíðuð til þess að átta sig á útliti og
eiginleikum viðkomandi hugmynd-
ar, síðan eru gerðar breytingar og
smíðuð fleiri tilraunastykki. Þessi
tilraunastykki era kölluð frumgerðir
og að jafnaði þarf að smíða þrjár
frumgerðir áður en varan er tilbúin.
Mótakostnaður er mjög hár og það
sparar mikið að losna við að búa til
mót, nema fyrir endanlega vöru. Fyr-
irtæki leita því allra leiða til að gera
vöruþróun fljótlegri og ódýrari.
Hraðfrumgerðir
Ein aðferð til aö flýta vöraþróun
er að nota hraðframgerðir. Sú aðferð
byggist á notkun tölvu, tölvustýrðra
véla og notkun nýrra efna við frum-
gerðasmíði. „Hraðframgerð byggist
á tæknibúnaöi sem tekur við líkan-
inu frá tölvunni og býr til framgerð
á nokkram klukkustundum án þess
að mannshöndin komi þar nokkuð
nærri nema til að starta vélunum,"
sagði Guðni Ingimarsson, verkfræð-
ingur hjá Iðntæknistofnun íslands.
„Stærð framgerðarinnar er að vísu
takmörkuð. Stærstu hlutir gera verið
um 50 cm á hvern kant en nákvæmni
er mjög mikil og löguninni eru engin
takmörk sett."
Að sögn Guðna er alltaf byijað á
því að búa til þrívítt tölvulíkan í
HAT-kerfi þegar nota á hraðfram-
gerð. Líkanið þarf að vera með heilt
lokað yfirborð eða gegnheilt (Solid).
Síðan er líkanið sett yfir á STL-
format en flestöll HAT-kerfi ráða við
slíkt. AutoCad, sem er eitt algengasta
HAT-kerfið hér á landi, hefur mögu-
leika á þessu. Líkanið verður að vísu
að vera gert í AME-hlutanum sem
vinnur með gegnumheil líkön og
„Hraöfrumgerðarbúnaður er mjög dýr þannig að það er ekki grundvöllur
fyrir íslensk fyrirtæki að fjárfesta í slíkum tækjum," segir Guðni Ingimars-
son, verkfræðingur hjá Iðntæknistofnun íslands. DV-mynd Brynjar Gauti
Hraðfrumgerðir:
Vöruþróun
verður fljót-
legri og ódýrari
- segir Guðni Ingimarsson verkfræðingur
Hraðfrumgerð byggist á tæknibúnaði sem tekur við likani frá tölvunni og
býr til frumgerð á nokkrum klukkustundum, án þess að mannshöndin komi
þar nokkuð nærri.
Hiutur sem þróaður hefur verið meö búnaðinum.