Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1,994
comPAa
Nú er aö heflast nýtt námskeið hjá Tölvu- og verk-
fræðíþjónustunni fyrir þá sem vilja læra meira en
grunnatriðin í Windows. Á námskeiðinu verður farið
yfir fjölmargt sem ekki er aö finna í almennum hand-
bókum um Windows en kemur þó að góðum notum.
Byrjað veröur að fara yfir almenn atriöi við notkun
Windows, síöan kennd uppsetning og aðlögun
Windows með Control Panel (Stjórnborð), Program
Manager (Forritastjóra), Print Manager (Prentstjóra)
og File Manager (Skrárstjóra) forritunum, svo að eitt-
hvað sé nefnt. Boöið verður upp á fjögur námskeið af
þessu tagi og hefst það fyrsta 31. janúar og stendur til
3. febrúar. Gert er ráö fyrir að þátttakendur hafi
nokkraþekkinguáWindows. -KMH
Tækni-Tölvur
Archimedes:
í slenskir forritarar
vekja athygli erlendis
Nokkrir íslenskir forritarar hafa
vakiö athygh erlendis fyrir forriLsín
fyrir Archimedes tölvimnar. Af |feim
forritum má t.d. nefna Ray Tracer
og Knowledge Organizer, sem mark-
aðssett var af Claris í Englandi og
tjáskiptaforritið Blysberi, markaðs-
sett Northwest SEMERC í Eng-
landi. Nú standa einnig yfir samn-
ingaviðræður um alheimsdreifingu á
Tannlæknaþjóninum en það er ahs-
lenskt forrit sem ætlað er að halda
utan um sjúkUngaskrá tannlækna.
Allnokkrir íslenskir tannlæknar
nota þetta forrit sem þykir hafa
reynst mjög vel.
Archimedes tölvurnar, sem eru
með RISC örgjörva, komu fyrst fram
á sjónarsviðið árið 1987 en á þeim
tíma voru flestar tölvur með CISC
örgjörva.
Acom, framleiðandi tölvunnar,
nefndi RISC örgjörvann ARM (Acorn
Risc Machine) en hann leit fyrst
dagsins Ijós á tölvusýningu árið 1986
og vakti þá mikla athygU. -KMH
AutoCAD LT fyrir
Windows og AutoCAD
fyrir Alpha AXP
Autodesk setti nýlega á markaðinn
smækkaða útgáfu af hönnunarforriti
sínu, AutoCAD, sem hlotið hefur
mikla útbreiðslu. Forritið keyrir
undir Windows og notar sama skrár-
form og AutoCAD og geta því notend-
ur AutoCAD og AutoCAD LT sam-
nýtt skrár. AutoCAD LT er eina
hönnunarforritið fyrir Windows í
sínum verðflokki sem getur nýtt sér
teikni- og hönnunaraðgerðir
AutoCAD. Kröfur um vélbúnað eru
386/486 Pentium PC samhæfðar tölv-
ur með 4MB minni. Auk þess er
Autodesk að setja á markaðinn út-
gáfu af AutoCAD fyrir Alpha AXP frá
Digital. Hér nýtir AutoCAD sér það
mikla afl sem Alpha AXP tölvumar
bjóða upp á og ætti því að vera kær-
komið þeim sem eru með þung hönn-
unarverkefni.
-KMH
Oddviti:
Landfræðilegt
upplýsingakerfi
í daglegri starfsemi sveitarfélaga
verður tíl mikið af gögnum sem em
staðbundin, þ.e. landfræðileg. Dreifð
geymsla gagnanna eykur mjög á
kostnað við viðhald og breytingar á
þeim og gerir þau Utt aðgengUeg fyr-
ir stjómendur sveitarfélaga. Með til-
komu landfræðilegra upplýsinga-
kerfa má safna og viðhalda stað-
bundnum gögnum á markvissan
hátt, gera gögn sveitarfélaga að-
gengUegri og tryggja samnot þeirra.
Oddviti er landfræðUegt upplýs-
ingakerfi sem geymir staðbundin
gögn sveitarfélags og/eða veitustofn-
ana. Með Oddvita má safna, bæta við
og breyta gögnum á einfaldan hátt
og auka þannig hagkvæmni í upplýs-
ingavinnslu. Auk Oddvita má með
Maplnfo hugbúnaðinum fyrir
Windows umhverfið gera hverjum
sem er kleift að skoða gögn úr kerf-
inu.
Oddviti krefst PC-samhæfðrar vél-
ar a.m.k. 486/33. MaMapInfo hugbún-
aðurinn krefst PC-vélar með
Windows 3.1. eða Machintosh-vélar.
SöluaðiU Oddvita er ísgraf hf.
-KMH
Archimedes tölvurnar komu fyrst fram á sjónarsviðið 1987.
EINFALDLEGA
BETRI
Leiðandi í hönnun og nýjungum á PC tölvum.
Framleiddar samkvæmt ISO 9002 gæðastaðlinum.
Þriggja ára ábyrgð.
SIMI 91-62 73 33 • FAX91-62 86 22
SKIPHOLTI 17 • 105 REYKJAVÍK
Traust
og örugg þjónusta