Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 Útlönd Stuttarfréttir i>v Þorsteinn Pálsson ræðir við norska ráðamenn: Finnur ekki lausn á vandamálunum hér - segir 1 skeyti norsku fréttastofunnar NTB „Við eigum aUir okkar vandamál." Þetta var það eina sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra fékkst til að segja við fréttamann norsku fréttastofunnar NTB þegar hann kom í heimsókn til Noregs í gær til viðræðna við þarlenda ráðamenn. í skeyti NTB segir að Þorsteinn hafi komið til Noregs með töskur fullar af vandamálum sem hann geti varla fengið aðstoð við að leysa. Hið nýjasta þeirra sé kaup íslenskra út- gerðarmanna á fimm gömlum togur- um í Kanada sem eigi að skrá undir hentifána og senda síðan á veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, kannski í Smugunni í Barentshafl. Fréttamaður NTB spurði Þorstein Pálsson um togarakaupin en hann vildi ekkert tjá sig um þau. Þorsteinn átti stuttan fund með Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, skömmu eftir kom- una til Óslóar í gær. Þessu næst heimsótti hann Munch-safnið og sett- ist svo niður með fulltrúum ýmissa hagsmunasamtaka í sjávarútvegin- um, svo sem síldarsölumanna, heild- arsamtaka sjávarútvegsins, útflutn- ingsnefndar og fleiri. Mikilvægasta efni þess fundar var veiðar íslenskra togara í Smugunni, alþjóðlegu hafsvæði í Barentshafi, sem er uppvaxtarsvæði norsk-rúss- neska þorskstofnsins í Barentshafi, stofns sem kvóti er á. Veiðar íslend- inga hafa farið mjög fyrir brjóstið á Norðmönnum sem ekki hefur tekist Þorsteinn Pálsson er í Noregi að ræða um fiskveiðar. að fá þær stöðvaðar, segir í frétta- skeytinu. Þorsteinn Pálsson ræðir í dag við Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráöherra Noregs, þar sem aðalum- ræðuefnið verður veiðarnar í Bar- entshafi og ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðar á úthöfun- um. Norðmenn hafa haldið því fram að íslendingar skaði eigin hagsmuni með veiðum sínum í Smugunni. Þá mun Þorsteinn einnig fá að heyra af samningaviðræðum Norðmanna við Evrópubandalagið. Eftir fundinn með Jan Henry T. Olsen hittir Þorsteinn Pálsson að máli fulltrúa úr atvinnumálanefnd norska Stórþingsins. NTB Ahtisaarimeð yfirhöndina Frambjóð- andi jafnaðar- manna, Martti Athisaari, nýt- ur nú stuðn- ings 51% kjós- enda í kosning- unum sem fara fram í Finn- landi á sunnudaginn, samkvæmt könnun sem greint var frá í finnska blaðinu Helsingin Sano- mat í morgun. Elisabeth Rehn, vamarmála- ráöherra Iandsins og frambjóð- andi fyrir Sænska þjóðarílokk- inn, fær hins vegar aðeíns 49% stuðning. Rehn, sem hefur haft gott forskot, hefur verið að tapa því hægt og bítandi undanfarnar vikur. Andstæðingur Majorssýnir honumstuðning Fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, Norman Lamont, hef- ur lýst yfir stuðningi við John Major. Yfirlýsingin kemur mjög á óvart því Lamont var einn af helstu andstæðingum Majors. Breskt blað birti um helgina viðtal við Latnont þar sem hann segir að Major sé vonlaus og veik- ur. Lamont hefúr sagt að rangt hafi veriö haft eftir honum í við- talinu. TT, Rcutcr Norðmaðurinn Fenn Dahl reynir að vekja athygli vegfarenda í Lillehammer á heldur óvenjulegum skyrtubol sem hann er að bjóða upp. Á bolnum er klukka sem sýnir hversu langt er þangað til vetrarólympíuleikarnir hefjast. Bolirnir fóru í upphafi á um eitt þúsund islenskar krónur en tíu dögum fyrir leikana er verðið komið upp í 51 þúsund krónur. Símamynd Reuter Mandela huggar flölskyldu fomarlambs fj öldamorðingja: Orð geta ekki fært ykkur hann aftur Nelson Mandela, forseti Afríska þjóðarráðsins, heimsótti fjölskyldu eins fórnarlamba fjöldamorðingjans sem gengur laus í Höfðaborg og hefur verið kallaður „brautarstöðvakyrk- irinn“. Morðinginn hefur drepiö 21 ungan dreng. „Engin orð geta fært ykkur hann aftur en við hugsum til ykkar," sagði Mandela við David og Jane Swart- land en tólf ára dóttursonur þeirra, Jeremy Benjamin, var einn ellefu drengja sem fundust myrtir í gnmn- um gröfum í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimili sínu í hverfmu Mitchells Plain. „Jeremy kom ekki til að búa hjá okkur fyrr en í nóvember. Hann þekkti ekki marga svo hann lék sér alltaf nálægt húsinu nema móðir hans gæfi honum peninga til að fara í videoleiki," sagði David Swartland. Jeremy hvarf þann 13. desember. Mandela gagnrýndi harðlega hópa sjálfskipaðra löggæslumanna sem hefðu vakið mikinn ugg í hverfinu og hvatti þá til að taka lögin ekki í sínar eigin hendur. „Við förum þess á leit við almenn- ing að hann leyfi lögreglunni að fara með málið," sagði Mandela. Hann sagðist ánægður með leit lög- reglunnar að morðingjanum síðustu daga en taldi að hún hefði verið of ■ Nelson Mandela. Slmamynd Reuter lengi að taka við sér. „Það er ljóst að löggæsla í þessu hverfi hefur ekki verið virk. Það veldur okkur miklum áhyggjum að svona mörg börn skuh hafa verið drepin og aö morðinginn hafi ekki náðst,“ sagði Mandela. John Sterrenberg, talsmaður lög- reglunnar, sagði að þrír geðlæknar, sem hefðu kynnt sér fjöldamorð- ingja, myndu vinna með áttatíu rannsóknarlögregluþjónum að lausn málsins. Morðinginn narraði nokkur fórnarlamba sinna burt frá jám- brautarstöövum og nauðgaði sumum þeirra. Reuter Tíu særðir í Sarajevo Að mimista kosti tíu særöust í bardögum í Sarajevo í gær. Refsið Króatíu U tan rík i sráðh erra Bosníu hvatti SÞ til að beita Króatíu refsiaðgerðum. Adams komínn heím Gerry Ad- aras, leiðtogi Sinn Fein, er kominn hcim til irianda úr tvcggja sólar- hringa heim- sókn til Banda- ríkjanna þar sem hann kynnti málstað lýð- veldissinna. Sambandundirálagi Mikið reyndi á sérstakt sam- band Bretlands og Bandaríkj- anna vegna heimsóknar Adams. Útiendingarburt íslamskir heittrúarmenn í Egyptalandi hafa sagt útlending- um að hafa sig á brott. Palme>gátaaðleysast Sænska lögreglan er nálægt því að leysa gátuna um morðið á Olof Palme fyrir átta árum. Rættumkjarnavopn Úkraínuþing ræöir samkomu- lag við Rússa og Bandaríkjamenn um útrýmingu kjarnavopna. Heilsanívanda Áhrifamiklir kaupsýslumenn hafna hugmyndum Clintons um endurbætt heilbrigðiskerfi. Jeltsínáfaraldsfæti Borís Jeltsín Russiárídsfpr-;! seti flýgur til Georgíu í dag til að undirrita samning um samvinnu :og; vináttu en and- staða í þinginu heima fyrir gæti varpað skugga á Baristviðsjómenn Franskir sjómenn börðust við lögreglu á aðalfiskmarkaði París- ar snemma í morgun. Farrakhan fordæmdur Blökkumenn á Bandarikjaþingi fordæmdu árásir prédikarans Farrakhans á gyðinga. ísraelskir hermemi skutu tíu ára stúlku á Gaza af misgáningi. Fulltaftilnefningum Norska Nóbelnefndin er aö drukkna í tilnefningum til friðar- verölaunanna. Skautadrottningin Tonya Harding heldur enn frara sak- leysi sínu í árásinni á Nancy Kerrigan. Clinton klár Clinton Bandaríkjafor- seti, sem sagð- ur er vera |PÍF;" reiðubúinn aö | binda enda á |p. »- viðskiptabann- EL. ið á Vietnam, sagði að tími væri kominn til að gera það sem rétt væri. Frægt múrmeldýr í Ameríku hefur spáð sex vikna vetrarhörk- um tíl viðbótar. Fínnifærverðlaun Finnski píanistinn Ralpf Got- honi fékk Irving S. Gilmore- verölauninígær. lteuter.NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.