Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Page 9
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 9 dv Útlönd Áætlað er að um hundrað þúsund fósturlát séu á Bretlandi á ári hverju. Dætur reykingakvenna: Meiri hætta áaðþærgeti misst fóstur Dætur reykingakvenna eru í meiri hættu á að missa fóstur heldur en dætiu- þeirra mæðra sem ekki reyktu á meðgöngutímanum, samkvæmt rannsókn sem nýlega var gerð í Bret- landi. Líkumar á því að dætur reykinga- kvenna missi fóstur eru 29% meiri og líkumar fara upp í 60% ef þær reykja einnig sjáifar. „Það er mjög líklegt að kona sem reykir á meðgöngutímanum valdi truflunum í hormónastarfsemi lík- ama síns sem hefur síðan áhrif á þroska æxlunarfæra stúlkubamsins sem hún gengur með,“ sagði prófess- or Jean Goldin frá háskólanum í Bristol sem hafði yfirumsjón með rannsókninni. Niðurstöður þessar koma heim og saman við niðurstöðu þá sem læknar hafa komist að hvað varðar sjúk- dómserfðir frá einni kynslóð til ann- arrar. Goldin sagði að áætlað væri að um hundraö þúsund fósturlát væm á Bretlandi á hverju ári og að rann- sóknir, sem gerðar hefðu verið, sýndu að líkumar á fósturláti hjá konum sem reyktu á meögöngutím- anum væm 27% meiri en hjá konum sem ekki reyktu. Þá sagði Goldin að konur sem reyktu á meðgöngutímanum fengju oftar höfuðverki, þvagsýkingar, niö- urgang, bakverki og sveppasýkingar. Könnunin, sem vakið hefur mikla athygh, náði yfir 15 þúsund ófrískar konur sem fylgst var náið með allan meðgöngutímann. Læknar vara stöðugt við heilsu- tjóni af völdum reykinga. Þeir tengja m.a. fjölgun vöggudauða við reyking- ar og segja aö fólk eigi alls ekki að reykja innan um böm, hvort sem það er fyrir eða eftir fteðingu þeirra. Reuter EJE3EÍE1 ÓDÝR & LÉTTUR KÍNAMATUR EJBEJEI HOIUG KOIUG Kínverskur veitingastaður Ármúla 34, sími 31381 TILBOÐ í FEBRÚAR 3 stk Pönnusteiktir kjúklingabitar (eftirlœti sœlkerans) * Súpa og 3 blandaðir réttir 1. Súrsœtar rœkjur 2. Snöggsteiktir kjúklingar 3. Steikt svínakjöt * Súpa og fískréttir m/salati og sósu Við höfum opið alla daga frá 1 1:30-14:30 og 17:30-22:00 Kr. 480 Kr. 550 Kr. 350 Eja Eja ejej eje ejei ejej eje eiej Eia Þaðkoma 8 malarköpfur BONUS Askriftar- getraun DV gefur skil- vísum áskrif- endum, nýjum og núverandi, möguleika á óvenjulega hagkvæmum vinningum að þessu sinni enda eru vinningarnir hið besta búsílag. Hvorki meira né minna en sex körfur í mánuði, fullar af heimilisvör- um að eigin vali, aö verömæti 30.000 krónur hver. Febrúar- körfurnar koma frá verslunum Bónuss og verða þær dregnar út föstudaginn 4. mars. DV styður ávallt dyggilega við bakið á neytendum með stöðugri umfjöllun um neytendamál enda er DV lifandi og skarpskyggn fjölmiðill jafnt á þeim vettvangi sem öðrum. Daglega flytur DV lesendum sínum nýjustu fréttir innanlands og utan. í aukablöðunum eru einstök málefni krufin til mergjar og smáauglýsingar DV eru löngu orðnar landsmönnum hreint ómissandi. Það er allt að vinna með áskrift að DV. DV hagkvæmt blað. 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.