Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 3. FEBKÚAR 1994 39 Sviðsljós Þráinn Karlsson og Sunna Borg i hiutverkum BarParsins. Fjör á bar Leikritið BarPar bregður upp svipmyndum af fólki og samskiptum þess, líkt og gert var í Stræti eftir sama höfund sem Þjóðleikhúsið sýndi á Smíðaverkstæðinu í fyrra við rómaðar viðtökur. Sá er þó munur á að í Strætinu var mun þyngri undirtónn enda umíjöllunar- efnið ömurlegt líf og örlög þeirra sem lent hafa milh laga eða utangarðs í þjóðfélaginu. Hin dæmigerða breska krá er hins vegar kjörinn vettvangur fyrir mannlífsúttekt af léttara taginu og Jim Cartwright nýtir þennan ramma skemmtilega. Verkið er gaman- samt í aðra röndina en lýsir líka af nokkru innsæi samskiptum fólks af ýmsu tagi og bregður upp lifandi smámyndum af fastagestunum á bamum. Þetta form býður ekki upp á mikla dramatíska spennu þar sem eina parið, sem er með í leiknum frá upphafi til enda er eigendurnir, sjálft „BarParið" svo notaður sé rit- háttur þýðanda, Guðrúnar J. Bachmann, sem snýr verkinu á þjált talmál. Sunna Borg og Þráinn Karlsson leika hlutverk þeirra og reyndar allra annarra persóna í verkinu, alis fjórtán hlutverk. Þau skipta um gervi fljótar en auga á festir, bregða sér út um einar dyr og ganga eftir örskamma stund inn um aðrar og þá kom- in í hlutverk nýrrar persónu. Af gestum, sem rekast inn á krána má t.d. nefna Moth, sem neitar að eldast og heldur að hann sé ennþá sami rokklingurinn og í gamla daga. Honum fylgir Maude. Hún stenst ekki flírulætin í honum, þó að hún geri sér vel grein fyrir því að hann er aðeins að nota hana. Hávaxna kynbom- ban, sem líka er gestur á kránni, þráir stóra og stælta karlmenn en verður engu að síður að sætta sig við að eiga lítinn og pervisinn karl sem hún lítillækkar stöð- ugt. í sambandi Roys og Lesleyar er þessu öfugt farið. Hann er hinn dæmigerði kúgari, sem amast sífellt við henni og hreytir í hana ónotum og gengur jafnvel í skrokk á henni, án þess að hún geti borið hönd fyrir höfuð sér. Svo rekast þama hka inn á barinn „hin konan“ sem kvelur sjálfa sig með því að horfa á elsk- hugann skemmta sér með konunni sinni, ein gömul og aflóga hjú og lítill strákur sem leitar að pabba sín- um. Og eldd má gleyma akfeita parinu. Þau hakka áhyggjulaus í sig matinn, láta hverjum degi nægja sína þjáningu og eiga smávegis hlýjar tilfmningar til að miðla hvort öðru. Þessar óhku persónur fá ákveðin persónueinkenni í túlkun þeirra Sunnu og Þráins. Helga Stefánsdóttir hefur lagt áherslu á það í prýði- legri búningahönnun að „hjálpa" til við hamskiptin með ákveðinni útfærslu sem undirstrikar sérkenni hvers og eins. Innréttingin á hinu nýja húsnæði L.A. í Höfðahhð 1 hefur tekist með ágætum. Helga er líka höfundur leikmyndar og hún nýtir aht plássið, þannig að áhorfendur sifja við htil borð, eins og á venjulegri krá, á meðan leikið er við sjálfan barinn. Eini gallinn Leiklist Auður Eydal við húsnæðið eru burðarsúlurnar, sem geta skyggt illilega á einstaka atriði. Þráinn sýnir ótrúlega breidd í túlkun sinni. Göngulag, svipbrigði og fas tekur mið af óhkum persónum. Undirlægjan, kúgarinn, gamh maðurinn, hth strákurinn, fríkaði rokkarinn og feiti Fred, allir þessir karlar verða ljóslifandi í túlkun hans og Sunna gefur honum hvergi eftir í persónusköpun. Mér fannst hún sérstaklega ná góðum tökum á Lesley og Maudie og feitu Ahce. Burðarhlutverkin eru hins vegar hlutverk hjónanna, sem reka barinn, og þar fá þau bæði tækifæri til að sýna meiri dýpt í tjáningu og kafa aðeins undir yfirborðið. Þar kemur líka best í ljós hvers þau eru umkomin. Hávar Sigurjónsson leiksfjóri hefur unnið þetta verkefni af alúð og mikilli útsjónarsemi, þannig að hraði og snerpa einkenna sýninguna. Þessi sýning er flokkast fremur undir skemmtilega afþreyingu en djúprist leikhúsverk. Það er alveg óhætt að mæla með henni sem slíkri og raun- ar ætti enginn, sem hefur gaman af því að fara í leik- hús, aö láta þetta tækifæri til að sjá góðan leik fram hjá sér fara. Leikfélag Akureyrar sýnir i Þorpinu: BarPar. Höfundur: Jím Cartwright. Þýðing: Guðrún J. Bachmann. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leikmynd og búningar: Helga Stefánsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. ALLT TIL PÍPULAGNA! 20% afsláttur af lagnaefni í stuttan tíma. Kór eldri borgara. Arni Isleifs fremstur. DV-myndir Sigrún Egilsstaðir: Þorri blótaður Menning Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstaðir: Þorrablót á Egilsstöðum eru alltaf haldin á bóndadaginn og er þar ætíð vönduð dagskrá. Sunnudaginnfyrsta í þorra hafa síðan eldri borgarar á Héraði sitt blót. Sú hefð hefur mynd- ast að nefnd frá Egilsstaðablótinu flytur hluta skemmtidagskrár sinnar þar og þjónar til borðs. Mikið til- hlökkunarefni þeim sem njóta. Að þessu sinni var þema skemmti- dagskrár flug. Drekinn, landvættur Austurlands, sveif uppi undir lofti, flugvöUurinn nýi blasti við á sviðinu og flugdrekar skreyttu súlur og veggi. Auk þess var nefndin klædd í flughðsbúninga og setti það glæsileg- an svip á blótið. Félag aldraðra var og með skemmtiatriði og kór þeirra söng undir stjórn Árna Isleifs. Lokasöngur Egilsstaðanefndar í flugbúningum. Siglfirðingar Þorrablót Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni verður haldið nk. laugardag, 5. febr., kl. 20.00 í veitingahús- inu Hraunholti í Hafnarfirði. Hægt er að panta borð og fá miða hjá Dodda Hjörleifs í Versl. Kili, Ármúla 30, sími 678890, 3 og 4. febr. milli kl. 14.00 og 18.00. Miðaverð er kr. 2.800. Nefndin Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf fé- lagsins fyrir árið 1994 og er hér með auglýst eftir tillög- um um félagsmenn í þessi störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi fimmtudaginn 10. febrú- ar 1994. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50 A. Stjórnin Plastfittings, járnafittings, plaströr, járnrör, kranar, lokur, röraeinangrun, blöndunartæki, hreinlætistæki, baðkör, sturtubotnar, sturtuklefar. Salerni frá: Baðkör frá: kr. 6.655r kr. 11.920,- ____________________(70 x!70cm) Ath. opið laugardaga kl. 10 -14 Hallarmúla 4 • 108 Reykjavík • Sími: (91) 3 33 31 - með réttu vöruna og réttu verðin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.