Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Side 32
44 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 Borgað fyrir að snúa sér við, segir Lovisa. Kostar að snúa sérvið! „Gjaldtaka í þessu landi og rukkun fyrir allt er orðin harla ómerkileg. Maður snýr sér ekki ** orðið við nema þurfa að borga fyrir það,“ segir Lovísa Jónsdótt- ir í DV í gær um STEF-gjöldin. Ummæli dagsins Lítil trú! „Ég er ekki viss um að þessi listi nái að snúa við þróun undanfar- inna mánaða, þótt ég verði að vona það. Ég verð að vera hóflega bjartsýn," segir Katrín Fjeldsted í Tímanum í gær um úrslit í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Pólitískir munaðarleysingjar! „Á íslandi fremja menn pólitísk sjálfsmorð af ráðnum hug og fá- dæma klaufaskap og skilja ekkert í hvað kom fyrir þá fyrr en þeir norpa einir og fylgislausir á köld- um klaka. Oftar en ekki verða klaufarnir póhtískir munaðar- leysingjar vegna þess að þeir eru að framfylgja fyrirmælum ann- arra og sitja uppi með skömmina þegar þeir fara oífari í þjónkun sinni við málstað, sem þeir taka upp á sinn eyk. En þeir, sem á foraðið etja, sitja í náðum á frægðarstóU og njóta almanna- hylli,“ segir OÓ í Tímanum í gær. Fundur hjá Aglow Febrúarfundur Aglow, kristi- legra samtaka kvenna, veröur haldinn í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a, i kvöld kl. 20.00. Gestur fundarins er Gréta Siguröardótt- ir. Allar konur velkomnar. Þátt- tökugjald er 300 kr. Fundir Félag nýrra islendinga heldur sinn mánaðarlega fé- lagsfund í Gerðubergi, sal B, kl. 20.00 í kvöld. Gestur kvöldsins er Sigurður Ingi Jónsson sem mun spjalla um þorskastríðin. Fundir félagsins fara fram á ensku og eru öUum opnir. Úthlutun þingsæta Þorkell Helgason ílytur fyrir- lestur undir heitinu: Er til sann- gjörn úthlutun þingsæta? í dag kl. 17.15. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í húsi verk- fræði- og raunvísindadeilda á Hjarðarhaga 6. Minnkandi frost Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí hálfskýjað -5 Egilsstaöir hálfskýjað -7 Galtarviti léttskýjað -2 Keflavíkurflugvöllur úrk. í gr. -4 Kirkjubæjarklaustur snjóél -1 Raufarhöfn léttskýjað -3 Reykjavík snjóél -3 Vestmannaeyjar úrk.í grennd -1 Bergen léttskýjað -1 Helsinki ísnálar -19 Ósló alskýjað -7 Stokkhólmur snjókoma -8 Þórshöfn léttskýjað -3 Amsterdam léttskýjað 0 Berlín skýjað 1 Chicago skýjað -12 Feneyjar þoka 4 Frankfurt snjók. á síð. klst. 1 Glasgow skýjaö 1 Hamborg lágþoku- blettir -1 London rign.ás. klst. 4 LosAngeles alskýjað 14 Lúxemborg súld 0 Madríd súld 7 Mallorca skýjað 13 Montreal léttskýjað -16 New York léttskýjaö -7 Nuuk snjókoma -20 Orlando heiðskírt 4 París rigning 8 Vín þokumóða 2 Washington skjíjað -4 Winnipeg léttskýjað -22 Stormviðvörun: Búist er við stormi á suðvesturdjúpi. Það verður hæg suðlæg átt í dag Veðrið í dag með éljum við suður- og vestur- ströndina en suðaustan- og austan kaldi í kvöld og nótt og él víða um landi, einkum þó sunnanlands og austan. Minnkandi frost. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustangola í dag en austangola í nótt. Smáél. Frost 1 til 3 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.22 Sólarupprás á morgun: 9.59 Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.01 Árdegisflóð á morgun: 00.01 Veðrið kl. 6 í morgun Gunnar Sigurðsson, umboðsmaður Olís: „Það er fyrst og fremst metnaður fyrir hönd bæjarins sem knýr mig áfram í pólitíkinni. Ég hef áhuga á að gera veg útgerðar og fiskvinnslu sem mestan en þessi atvinnugrein hefur farið halloka síðustu ár," seg- ir Gunnar Sigurðsson sem sigraði Maður dagsins í prófkjöri sjálfstæðismanna á Akranesi. Gunnar hefur ekki setið í bæjarstjóm áöur. Gunnar er um- boðsmaður Olís á staðnum og seg- ist þekkja það af eigin raun hve samdrátturinn hefur orðið mikill í útgerð í bænum. Hann er formaður knattspymufélags ÍA en eins og allir vita er Akranes ekki síst þekkt - m Gunnar Sigurðsson umboðsmað- ur. fyrir knattspyrnulið sitt. „í gamla daga sögðu menn að Akranes væri þekkt fyrir fótbolta, kartöflur og fagi-ar konur. Kart- öfluuppskeran hefur dregist saman vegna bygginga en fótboltinn og fögru konurnar eru enn til stað- ar,“ segir Gunnar. Áður átti Gunnar trillu í félagi viö tvo aðra en þeir hættu útgerð áður en þeir eignuðust kvóta. „Sjó- mennskan var hobbí hjá okkur en við vorum allir í fullu starfi hjá bænum. Þess vegna var útgerð okkar kölluð Bæjarútgerðin." Guxmar er kvæntur Ásrúnu Baldvinsdóttur, launafulltrúa hjá Sementsverksmiðjunni, og eiga þau tvö börn. Eldri er Örn, sem er aö ljúka lagaprófi, en yngri er Ella Marfa sem nú er skiptinemi í Bras- ilíu. -JJ Myndgátan Almannafé Myndgátan hér að ofan lýsir hvorukynsorði. Vestur- landsslag- ur í körfu Stórleikur verður i Visa-deild- inni í körfu á Akranesi í kvöld kl. 20,30. Nágrannar Akranesliðs- ins úr Borgarnesi sækja þá heim Íþróttiríkvöld og verður áreiðanlega hörkubai'- átta hjá þessum liöum þvi bæði eru að keppa um úrslitasæti í A-riðli. Tveir leikir verða í 2. deild karla í handbolta. í Fjölnishúsi mætast lið Fjölnis og Fram kl. 20.00 og á sama tíma verður flautað til leiks Ármanns og lH í Höllinni. Kvennalið Fylkis og VaLs í 1. deildinni leika í Austurbergi í kvöld kl. 18.30. Skák Á opna mótinu 1 Biel sl. sumar kom þessi staöa upp í skák Meyers, Sem haföi hvítt og átti leik, og Norðmannsins Djur- huus. Hvítur geröi laglega út um taflið: 23. c6! bxc6 24. Bxg7!! Dxg7 25. Ba6 + Kd8 Eöa 25. - Kb8 26. Db3 + og mát á b7 blasir við. 26. dxc6 He7 27. Hd2 f5 28. Db3! og svartur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Myndir þú opna á austurhöndina og ef kýst að gera það, þá hvernig? Sennilega er eðlilegast að opna á þremur laufum á höndina (ef menn vilja opna á annað borð), en sumir myndu telja höndina jafnvel of sterka til þess og kjósa jafnvel að opna á einu laufi. Þetta spil kom fyrir í tvímenningskeppni í Jótlandi fyrir skömmu og austm valdi að opna á einu laufi. Hann átti eftir að sjá eftir því. Sagn- ir gengu þannig, austur gjafari og allir á hættu: ♦ KG10965 ¥ 843 ♦ ÁK7 + 6 ♦ ÁD4 . ¥ D72 ♦ D109852 + 4 ♦ 3 ¥ ÁG10965 ♦ G4 + D983 * niz ¥ K ♦ 63 -ft. Á f\ncri Austur Suður Vestur Norður 1+ 24. 24 3¥ Pass Pass Dobl Pass 4+ P/h Dobl 44 Dobl Tveggja laufa sögn suðurs var kerfis- bundin og lýsti hendi sem annars hefði verið opnaö á með tveimur tíglum multi. Sú sögn styrkti mjög hönd norðurs og þegar kom að vestri að segja yflr þremur hjörtum, þá gat hann ekki þagað á 10 punktana sína. Austur flúði í fjögur lauf og vestur freistaði þess að spila frekar 4 tígla (sem eru reyndar betri samningur en 4 lauf). Vömin gaf engan afslátt, út- spil norðurs var laufsexan og sagnhafi setti ásinn í blindum. Hann reyndi að taka slag á laufkóng, henti spaða heima en norður trompaði meö sjöu og tók ÁK í litnum. Síðan spilaði hann sig út á hjarta. Suður drap kóng blinds á ás og spilaði spaða. Vömin fékk því samtals 6 slagi og þáði 800 fyrir vikið. Lesendur geta séð að hægt er að ná 4 laufum jafn- vel 1100 niður. ísak Örn Sigurösson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.