Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Blaðsíða 26
42 MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 199 Afmæli Thomas Möller Thomas Möller, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Olíuverslunar íslands hf., Granaskjóli 70, Reykjavík, er fertugurídag. Starfsferill Thomas fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá VI1974, lauk prófi í hag- verkfræði frá Tækniháskólanum í Vestur-Berlín 1981 og var DAAD- styrkþegi á árunum 1978-81. Thomas stundaði sumarstörf við landbúnað og á flutningaskipum, var blaðamaður við Morgunblaðið í Vestur-Berlín 1978-81, starfaði við hagkvæmnisathuganir hjá Eimskip 1980, varð fastráöinn hjá félaginu 1981 og varð þar forstöðumaður Flutningatæknideildar og Flutn- ingamiðstöðvar í Sundahöfn, varð forstöðumaður Rekstrardeildar Eimskips 1989-93 en hefur verið framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Oiíuverslunar Islands frá 1993. Þá hefur Thomas haldið námskeið um stjómun og flutningatækni hjá Stjórnunarfélagi íslands frá 1983. Thomas var formaöur stjómar Markaðsskóla íslands 1985-88, situr í stjórn Stjómunarfélags íslands frá 1992, var formaður starfshóps um vörustjórnun innan Hagræðingar- félags íslands 1989-92, sat í stjórn Tækniþróunar hf. og Fjölnema hf. 1988-91, sat í framkvæmdastjóm Hafnarbakka hf. 1988-93, er formað- ur skólanefndar Skóla ísaks Jóns- sonar frá 1988, er formaöur sam- gangna- og fjarskiptanefndar Sjálf- stæðisflokksins og er félagi í Rotary- klúbbi Seltjarnarness frá 1983. Fjölskylda Kona Thomasar er Bryndís María Tómasdóttir, f. 27.2.1954, kennari við Hagaskóla. Hún er dóttir Tómas- ar Óskarssonar, fyrrv. fjármála- stjóra Ríkisskipa, og Karitasar Jens- en. Böm Thomasar og Bryndísar Maríu era Agnar Tómas Möller, f. 23.3.1979; Karitas Möller, f. 7.9.1983; Lára Margrét Möller, f. 15.11.1989. Systkini Thomasar eru Margrét Möller, f. 28.9.1949, starfmaður hjá BYKO; Alma MöUer, f. 22.5.1952, starfsmaður hjá Lögmönnum við Austurvöll; Ásta Möller, f. 12.1.1957, framkvæmdastjóri Félags hjúkrun- arfræðinga; Edda Möller, f. 1.8.1959, framkvæmdastjóri Kirkjuhússins. Foreldrar Thomasar eru Agnar Möller, f. 3.12.1929, fulltrúi hjá Ný- hetja hf., og Lea Rakel Möller, f. 4.1. 1929, starfsmaður hjá Eimskip. Ætt Hálíbræður Agnars eru Óttarr Möller, fyrrv. forstjóri Eimskips, og Jóhann Möller, faðir Helgu Möller söngkonu. Hálfsystir Agnars er Guðrún Möller, móðir Berta Möller, fyrrv. söngvara. Agnar er sonur Williams Tómasar Möller, sím- stöðvarstjóra í Stykkishólmi, bróð- ur Jóhanns Möller, kaupmanns á Hvammstanga, föður Jóhanns G. Möller, alþingismanns og forsfjóra Tóbakseinkasölu ríkisins, og Öldu Möller leikkonu, móður Leifs Þórar- inssonar tónskálds og Kristínar Önnu Þórarinsdóttur leikkonu, móður Eyjólfs Kjalars Emilssonar heimspekings. Tómas Möller var sonur Jóhanns Möller, kaupmanns á Blönduósi, sonar Christians Lud- wigs Möller kaupmanns, sonar Ole- sons Möller, ættföður Möllersættar- innar á íslandi. Móðir Tómasar í Stykkishólmi var Alvilda Maria Thomsen, dóttir Williams Thomsen, kaupmanns á Vatneyri, og Ane Mar- grethe Knudsen, dóttur Lauritz M. Knudsen, ættfoður Knudsenættar- innar. Móðir Agnars Möller er Margrét Jónsdóttir, b. á Suðureyri, Jónsson- ar og Gróu Indriðadóttur. Lea Rakel er dóttir Lárasar, hafn- arvarðar í Stykkishólmi, Elíasson- ar, og Ástu Pálsdóttur, vitavarðar í Höskuldsey, Guðmundssonar, b. á Amarstöðum, Illugasonar. Móðir Thomas Möller. Páls var Katrín Andrésdóttir. Móðir Ástu var Ástríður, systir Þorgeirs, b. á Helgafelli, fóður Björns gömlu- dansasöngvara. SystirÁstríðar var Jóhanna Þórann, amma Hannesar Jónssonar, fyrrv. sendiherra, fööur Hjálmars, sendiherra í Bonn. Ástríður er dóttir Jónasar, b. á Helgafelli, SigurðssonarogÁstríðar Þorsteinsdóttur í Rauðseyjum Jóns- sonar. Sviðsljós Páll og fjölskylda. Frá vinstri Egill Heiðar Anton Pálsson, Auróna Jónína Christina Pálsdóttir, dóttursonurinn Halldór Heiðar Halldórsson, Páll og sambýliskona hans, Ásta Björgvinsdóttir. DV-myndir Sigrún Lovísa Páll Heiðar sextugur Útvarpsmaðurinn kunni, PáD Heiðar Jónsson, varð sextugur 16. febrúar og tók á móti vinum og vandamönnum að Hótel Örk í Hveragerði af því tilefni. Þar var Páll og Böðvar Bragason, lög- fjölmenni. reglustjóri í Reykjavík. Meðal gesta voru Baldur Óskarsson, Anna Jónsdóttir og Oddur Olafsson. Karl H. Sigurðsson Karl Harrý Sigurðsson bankastarfs- maður, Hlíðarbyggð 44, Garðabæ, erflmmtugurídag. Starfsferill Karl fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann er gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Karl hóf störf hjá Útvegsbanka íslands 6.4.1963 og starfaði þar óslit- ið þar til íslandsbanki var stofnað- ur. Hann er nú starfsmaður síðar- taldabankans. Karl hefur unnið félagsstörf hjá Knattspyrnufélagin.u Val og fengist við þjálfun yngri flokka í knatt- spymu og handknattleik. Hann hef- ur setið í stjórn handknattleiks- deildar félagsins og í aðalstjóm. Þá var Karl varafufltrúi Vals í Hand- knattleiksráði Reykjavíkur og hefur einnig setið í stjóm Handknattleiks- sambands íslands. Hann var for- maður UMF Stjömunnar 1986-91 og hefur einnig starfað í Frímúrara- reglunni. Karl er nú formaður Al- þýðuflokksfélags Garðabæjar og Bessastaöahrepps og á sæti í íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar. Hann átti sæti í stjóm Starfsmanna- félags Útvegsbanka íslands. Fjölskylda Karl kvæntist 12.9.1964 Helgu Kristínu Möller, f. 30.10.1942, d. 15.3. 1992, kennara. Foreldrar hennar: Jóhann GeorgMöller, f. 27.5.1918, verkstjóri á Siglufirði, og Helena Sigtryggsdóttir, f. 21.9.1923, hús- móðir. Dætur Karls og Helgu: Helena Þuríður Karlsdóttir, f. 28.8.1967, laganemi, búsett í foreldrahúsum; Hanna Lillý Karlsdóttir, f. 26.2.1980, grunnskólanemi. Hálfsystkini Karls, sammæðra: Ari Guðmundsson, f. 27.9.1949, stýrimaður, maki Fríður Sigurðar- dóttir, f. 21.8.1953, þau eiga þrjú böm; Kristjana Guðmundsdóttir, f. 15.2.1951, kennari, maki Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi formaður Grænlensku landsstjórnarinnar; Guðrún Guðmundsdóttir, f. 28.7. 1956, kennari, maki Guðmundur E. HaDsteinsson, f. 3.1.1956, þau eiga þrjú böm. Hálfsystur Karls, sam- feðra: Sigríður Sigurðardóttir, f. 19.5.1952, myndlistarkennari, hún á tvö böm; Ágústa ísafold Sigurðar- dóttir, f. 12.1.1954, makiTheodór A. Bjamason, f. 20.4.1952, þau era Kari Harrý Sigurðsson. búsett í Kaupmannahöfn og eiga eitt bam; Erla Sigurðardóttir, f. 24.11. 1957, hún er búsett á Kaupmanna- höfnogátvöböm. Foreldrar Karls; Sigurður Jó- hannsson, f. 25.1.1914, d. 14.6.1972, skipstjóri hjá Eimskip og síðar yfir- verkstjóri, og LiDý Kristjánsson, f. 24.6.1916, húsmóðir. Maður LiDýjar var Guðmuridur Kristjánsson, lát- inn, skipstjóri. Karl tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn í Sljömuheimilinu við Ás- garð í Garðabæ frá kl. 18-21. 60 ára Anna Sæmundsdóttir, Hjúkrunarheimilinu SkjóD á Kieppsvegi 64, Reykjavík. 80 ára Hólm Kr. Dýrfjörð, fyrrv. vél- gæslumaöur og bifreiöarstjóri, HjaUabraut 25, Hafnarfiröi. Eiginkonahans er Sigurrós Sig- mundsdóttir. Afkomendur HólmsogSig- urrósarera52. Þaueruaö heiman. Steingríinur Kristinsson, Hvanheyrarbraut 80, Siglufirði. Björn Stefónsson, fyrrv. skrif- stofustjóri, Grænuhlíð 13, Reykjavik. Guðmundur Jónsson, Álfaskeiði 109, Hafnarfirði. 50ára 75 ára Aðalsteinn Jórtasaon, Hrauni, Öxnadalshreppi. Anna S veinsdóttir, Valgerður Kristína Fried læknaritari, Hjarðarholti6, SeU'ossi. Maðurhennar erSævarSig- urössonbif- reiöarstjóri. Þaueruað haiman. Árni Óskarsson, Hraunsvegi LHjarðvík. Baldur Kjartansson, Álfliólsvegi 115, Kópavogi. 40ára_____________________ Guðbjörg Ásdis Ingólfsdóttir, Skútahrauni 17, Mývatnssveit. Hafdis Eggertsdóttir, Kjarrmóum 7, Garöabæ. Margrét G. Rögnvaldsdóttir, Jörandarholti 140, Akranesi. Þorbjörg Gréta Auðunsdóttir, KleifarseD 6, Reykjavík. Sigríður Magnúsdóttir, Hverafold 94, Reykjavík. Jónbert Marius Sune Jensen, Aðalstræti 50, Patreksfirði. Hailur Björn Hallsson, Barðavogi 42, Reykjavík. Grétar Mór Hjaltested, Furugerði 11, Reykjavík. Sæbólsbraut 41, Kópavogi. Hallvarður Agnarsson, Kirkjuvegi 10, Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.