Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Side 15
MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1994 15 Hafnarfjörður og umhverf isvernd Umhverfismál er málaflokkur sem sífellt veröur meira í umræð- unni og ekki að ástæðulausu. Fram á síðasta áratug voru þessum mála- flokki gerð lítil sem engin skil enda þrýstihópar litlir. Margar fram- kvæmdir til úrbóta eru lítt sýnileg- ar og áhrif þeirra ekki jafn fljót að skila sér og annað. En með auknum skilningi á því að umhverfisvemd varði líf manna og dýra bæði í nú- tíð og framtíð hafa þessum mála- flokki verið gerð betri skil. í Hafn- arfirði er nærtækustu og jafnframt víðtækustu framkvæmdir í um- hverfisvernd tengdar fráveitu og sorpmálum. Ekki er langt síðan fráveitu Hafnarfjarðar var veitt út í höfnina fyrir neöan Fjarðargotu og víðar en með markvissum að- geröum hefur nú tekist að koma öllu fráveituvatni út fyrir höfnina. Bærinn fyrirhugar nú enn frekari framkvæmdir í þessum málum sem miðast við grófhreinsun og að koma fráveituvatni í gegnum svo- kallaðar útrásir niður á nægjanlegt dýpi, þ.a. við strandir verði meng- unin hverfandi og uppfylh vel þær kröfur sem gerðar eru til baðvatns. Flestir Hafnfirðingar muna vel hvernig ástandi sorpmála var hátt- að, þ.e sorphaugum við Hvaleyrar- vatn. Menn þurftu ekki annað en að keyra rétt út fýrir bæjarstæðið er við þeim blasti sorphaugurinn með tilheyrandi dýrahfi og óþef. Nú tekur Sorpa, þ.e Sorpeyðingar- stöð höfuðborgarsvæðisins, við KjáUaiinn Sigþór Ari Sigþórsson verkfræðingur og stefnir á 6. sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði nær öllu sorpi og eru forgunarstað- imir vel valdir með umhverfis- vemd í huga. En þjónustan mætti vera betri m.t.t opnunartíma og kostnaðar. Stefnt skal að því á næsta kjörtímabili. Þróunin í þess- um efnum er hröð og ávallt er leit- að nýrra leiða til förgunar úrgangs. Hvaleyrarvatnssvæðið er dæmi um vel heppnaða umhverfisvernd í Hafnarfirði. En frá því að ösku- haugum þar var lokað hefur verið byggt þar upp útivistarsvæði fyrir fjölskyldufólk. Svæðið er heppfiegt til enn frekari uppbyggingar af hálfu sveitarfélagsins. Margar hugmyndir um hversu langt skal ganga í umhverfisvemd og þá sér- staklega á þéttbýlisstöðum hafa komið upp á undanfómum ámm. Ein sú athyglisverðasta er hug- myndin um garðborgir Ebenezer Howard en þær áttu einmitt að sameina kosti borga og sveita. En eins og með marga aðila vom hug- myndir hans snemma á ferðinni og fengu ekki hljómgmnn, þó svo að í dag sjái menn margt af því rætast. Garðborgimar voru grnnd- vallaðar á næmum skilningi á lífs- venjum og löngunum almennings. Þar var að finna borg með íjöl- breytta þjónustu, tækifæri, blóm- legt atvinnulíf og mengunarlaust umhverfi. Það er einmitt varðandi þetta síðastnefnda sem almenning- ur hefur gert auknar kröfur seinni árin í tengslum við úmhverfis- vernd; kröfur um græn svæði og minni mengun, þ.e færslu kosta dreifbýlisins yfir til þéttbýlisins. Garðborgimar miðuðust við mjög þéttbyggða bæi með 32.000 íbúa. Þó svo að mengun í Hafnarfirði í dag sé ekki mikil þá er ekki ráð nema í tíma sé tekið enda em þéttbýlis- staðir uppspretta mengunar og verður því að horfa til framtíðar í þessum efnum. Sigþór Ari Sigþórsson „Með auknum skilningi á því að um- hverfisvernd varði líf manna og dýra bæði 1 nútíð og framtíð hafa þessum málaflokki verið gerð betri skil.“ Nýbyggingar á Hvaleyrarholti. - Séð yfir Hafnarfjörð. Trúnaðarmál Á morgun era háskólakosningar. Kjósendum er uppálagt að taka af- stöðu til þriggja framboðslista í kosningum sem snúast um nokkur einfóld grundvallaratriði: réttlátan lánasjóð, jafnrétti til náms og betri Háskóla. Fjölmargir virðast reynd- ar líta vandamál stúdenta við Há- skólann svipuðum augum. Það er hins vegar ekki kosið um vandamál heldur lausnir. Það er ekki kosið um spurningar heldur svör. Það er kosið milli mismunandi hugmynda og leiða. Úrlausnir Framlag Röskvu era úrlausnir. Bókasafnsmál eru í ólestri. Röskva boðar þjóðarátak til að bæta bóka- kost háskólasafnsins. Starf að gæðamálum innan Háskólans er ómarkvisst. Röskva vill færa gæða- stjórn á eina hönd, tclvuvæða kennslukönnun Háskólans og gera átak í -gæðamálum innan skólans. Háskólakennarar hafa of lítinn tíma til rannsóknarstarfa og undir- búnings kennslu. Röskva vill beij- ast fyrir því að aðstoðarmanna- kerfi verði komið á fót innan Há- skólans. Sumarmisseri er hug- mynd Röskvu, svar við aumu at- vinnuástandi og auknum kröfum um hraða námsframvindu. Og Röskva vill taka upp sjúkrapróf. Kjallariim Dagur Eggertsson er læknanemi og skipar 1. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs Ágæti kjósandi, hafa önnur fram- boð lausnir á þessum vandamál- um? Sóknarfæri Stefnuskrá Röskvu er þó ekki aðeins svar við knýjandi vandá- málum. Við sjáum sóknarfæri á flestum sviðum. Fyrir dyrum stendur endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Röskva leggur áherslu á að fá mán- aðarlegar útborganir námslána til baka í skrefum, að svigrúm verði gefið í reglum um námsframvindu og að hægt verði á endurgreiðslum námslána. Þannig hefur Röskva tekið afgerandi framkvæði í allri umræðu um málefni lánasjóðsins. Við viljum þó einnig að gerðir verði samningar við erlenda háskóla um inntöku íslenskra stúdenta og nið- urfellingu skólagjalda. Slíkir samningar eru staðreynd í flestum nágrannalöndum okkar. Röskva hefur frumkvæði í flestum þeim málum sem skipta framtíð okkar stúdenta mestu. í kjörklefanum í kjörklefanum leggur hver sitt lóð á vogarskál og öll vega þau jafn- þungt. I kosningabaráttunni hefur Röskva lagt áherslu á það sem skiptir stúdenta höfuðmáh: menntamál, lánamál, aðstæður bamafólks og atvinnumál. En Röskva hefur líka lagt fram hug- myndir sínar um lifandi Háskóla, aðstöðu fyrir stúdenta og deildarfé- lög - fj ölnota samkomustað í hjarta , Háskólans, aðalbyggingunni. í öll- um tilvikum höfum við ekki aðeins bent á vandamál heldur einnig lagt fram tillögur að lausnum. Um þær hugmyndir hafa kosningamar að miklu leyti snúist. í kjörklefanum standa stúdentar frammi fyrir ólík- um valkostum. Þar ræðst hvaða áherslur og forgangsröð verður á verkefnum í Stúdentaráði næsta vetur. í trúnaði við sjálf okkur og framtíðina leggjum við okkar lóð á skálar þess sem skiptir okkur máh. Kjósum. Dagur Eggertsson „Röskva leggur áherslu á að fá mánað- arlegar útborganir námslána til baka 1 skrefum, að svigrúm verði gefið 1 regl- um um námsframvindu og að hægt verði á endurgreiðslum námslána.“ Meðog Þjónustugjöld íbönkum aðhald „Sjáhsagt eiga flestir þá leyndu ósk að fá allt ókeyp- is. Sú ósk rættist fyrir Palla jægar hannvareinn í heiminum en því miður verðum við hin að horfast í augu við raunveraleikann. Ef viö borgum ekki fyrir þá þjónustu sem við fáum þá erum við að láta einhvern annan gera það fyrir okkur og erum um leið líkleg til að nota of mikið af viðkomandi þjónustu. Það er staðreynd að iha er farið með öll þau gæöi sem era ókeyp- is. Það á t.d. við um íjallháa stafla reikningsyfirhta sem bankar og sparisjóðir hafa fram að þessu sent út ókeypis. Nú, þegar byrjað er að taka gjald fyrir yfirhtin, munu viðskiptavinir ákveða hversu oft þeir í raun þurfa á shk- Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri f íslandsbanka. um yfirhtum að halda. Það mun án efa draga úr óþarfa pappírs- notkun og útsendingum. Með sama hætti veitir gjaldtakan bönkunum aðhald. Ekki má of- bjóða viðskiptavininum í gjald- töku né heldur vera til langframa með dýrari þjónustu en keppi- nautarnir. Þjónustugjöld eru því bæði réttlát og léiða til aðhalds í rekstri. Með þeim er verið að verðleggja þjónustuna og sjá til þess að aðrir, svo sem lántakend- ur og sparifjáreigendur, þurfi ekki að borga brúsann í óhag- stæðari vöxtum." „Okkar af- staða er alveg skýr. Við I Verkamanna- sambandinu leggjumst þvert gegn þjónustu- gjöldum í Blörn Grétar bönkum. Þau Sveinsson, formað- eru hluti af ur Verkamanna- þessari okur- sambandsins. lánastefna sem þeir hata verið að reka. Bankar hafa sýnt ht með vaxtalækkunum en síðan er bara snúið sér að næsta hð, þ.e. þjón- ustugjöldunum. Verkalýðshreyfingin hefur ver- ið í ákveðnum slag við bankana vegna hárrar þóknunar sem þeir hafa tekið í gegnum háa vexö og verðtrygginguna að hluta, sér- staklega á nafnvaxtalánunum þegar verðbólgan hjálpaði þeim að fela þjónustugjöldin'þar inni i. Nú, þegar vaxtamunurinn hef- ur minnkað, þá snúa bankarnir sér að að ná þóknun með þjón- ustugjöldum. Við sjáum ;fyrsta skrefið með þessum 45 króna út- skriftargjöldum af tékkayfirlit- um. Þarna er sýnilega verið að breyta um stíl. Niðurstaðan er sú sama. Það er verið að okra á við- skiptavinum bankaima. Síðan má nefha íleira. Við sjáum debetkortastefnu bank- anna og hvernig þeir ætla sér að nauðga kortunum í gegn. Ef menn haía fylgst með auglýsinga- herferðinni þá spyr maður sjáh'- an sig; Hvað kostar þetta ævin- týri? Ég er ekki á móti kortunum en það er verðlagning bankanna enn og aftur sem maöur gerir athugasemdir við.“ -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.