Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1994 5 Fréttir Gler féll niður í íþróttahúsi Fellaskóla: ■ ■ Oryggisnet undir rúður - sama gert við rúður í 2-3 öðrum húsum „Það komu hér sérfræðingar og þeir gerðu sína skýrslu sem var send samdægurs áfram til Skólaskrif- stofu. Eg geri ráð fyrir að gengið verði í þetta á næstu dögum. Vinnu- eftirlitinu þótti eðlilegt að koma upp öryggisnetum. Annað veit ég ekki um málið en að það er í fullri vinnslu eins og eðlilega á að vera ef einhver ábending kemur,“ segir Örlygur Richter, skólastjóri í Fellaskóla. Eins og greint var frá í DV síðástliö- inn mánudag hafa svokölluö skúffu- gler í íþróttahúsi Fellaskóla átt til að falla niður á gólf og brotna þar. „Það hefur ekki verið kannað sér- staklega með gler í íþróttahúsum annarra skóla. Við höfum gert yfir- gripsmikla úttekt á skólum undan- farið og það hafa verið unnar tals- verðar endurbætur í kjölfar þeirrar úttektar, m.a. í Fellaskóla.," segir Gylfi Már Guðjónsson, tæknifulltrúi hjá Vinnueftirliti ríkisins. Viktor Guðlaugsson hjá Skóla- skrifstofu Reykjavíkurborgar segir að nú sé unnið að því að hanna og finna út hvernig best verði að úrbót- um staðið. Hann býst við að það taki ekki nema nokkra daga og þá verði gengið í verkið. Hann segir að jafn- framt verði svipaðar úrbætur unnar á tveimur til þremur öðrum íþrótta- húsum sem heyri undir Skólaskrif- stofuna. -PP Sigurður Óli Kristinsson ásamt keppnishestinum Verðandi sem taglklipptur var í skjóli nætur. DV-mynd Kristján Einarsson Illa farið með keppnishest á Selfossi: Taglið klippt í skjóli nætur Kristján Einarsson, DV, Selfossi: „Einn morguninn þegar ég kom í hesthúsið var búið að kiippa af tagl- inu af hestinum og hirða það sem klippt var af. Það sáust engin hár!í hesthúsinu. Ég held að það sé engin tilviljun aö taglið skyldi klippt ein- mitt af þessum hesti. Það er eins og einhver vilji eyðileggja fyrir mér svo ég komist ekki með hestinn á keppn- ismót,“ sagði Sigurður Óh Kristins- son, nemi í Fjölbrautaskóla Suður- lands og eigandi hestsins Verðandi. Verðandi þykir efnilegur keppnis- hestur og hefur uniúð til verölaima á þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í til þessa. Sigurður er gáttaður á þessu háttalagi en svo virðist sem einhver hafi gert sér ferð í hesthúsið aö næturlagi til til þess eins að khppa taghð af hestinum. Hefur verknaður- inn vakið óhug meðal hestamanna og honum líkt við níðingsverk. „Svona taglkhpping gengur vænt- anlega ekki vel í hestadómara en ef til vill get ég lagað þetta með þvi að skeyta gervihárum við íaglið eða þá afleggjara frá öðrum hesti sem ekki feríkeppnir,“segirSigurður. -hlh Dalvík: Framsókn vill bjóða fram sér Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri; Framsóknarflokkurinn á Dalvik hefur dregið sig út úr viðræðum vinstri manna í bænum um sameig- inlegt framboð við bæjarstjómar- kosningamar í vor. Viðræður Framsóknarflokks, Þjóðarflokks, Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og F-hsta hafa staðið yfir að undanfómu. Þær vom komnar vel á veg að sögn viömælanda DV en Framsóknarflokkurinn ákvað að draga sig út úr viðræðunum og bjóða fram sér. Dalvíkingar hafa ekki farið hefð- bundnar leiðir í framboðsmálum og sem dæmi um það má nefna að við síðustu bæjarstjórnarkosningar komu fram fjögur framboð. Sjálf- stæðismenn og óháðir fengu 3 bæjar- fuhtrúa kjörna, Framsóknarflokkur- in og vinstri menn tvo bæjarfuhtrúa, Félag jafnaðarmanna einn bæjarfuh- trúa og sérframboö kom einum manni að. FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldtnn fimmtudaginn 17. mars 1994 í efri þingsölum-Hótels Loftleiða og hefst kl 14.00. Dagskra: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Onnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hœð frá og meS 10. mars kl. 14:00. Dagana 14. til 16. mars verða gögn afgreidd frá kl 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf. 30 InísiiihI hver. 63 27 00 Ódýrar og gagnlegar fermingargjafir: Dagana 18. til 26. febrúar er útsala á öllum vörum í verslun Seglagerðarinnar. Seglagerðin Ægir er í fremstu röð verslana, sem býður úrvals ferðaútbúnað fyrir alla fjölskylduna. ^ends Fatnaður, svefnpokar, tjöld, skór, sólhúsgögn, o.fl. írm er tækifærið! .þar sem ferðalagið byrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLOÐ 7 101 REYKJAVIK S. 91-621780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.