Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1994 ??= Útboð F.h. Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboöum í 13.300-17.600 tonn af asfalti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. apríl 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 ||| Útboð F.h. garðyrkjustjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gerð malargötu og að leggja jarðvatnslagnir I 4. áfanga kirkjugarðsins í Gufunesi. Um er að ræða 427 m malargötu og u.þ.b. 2.080 m af lögnum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. mars 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Útboð F.h. Byggingadeiidar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í lóðarframkvæmdir við leikskólann Funafold 42. Helstu magntölur: Malbik: Hellulagnir: Grassvæði: Gróðurbeð: Malarsvæði: 800 m2 700 m2 1.750 m2 600 m2 550 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 3. mars 1994, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simj 25800 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavik, 2. hæð, sem hér seg- ir, á eftirfarandi eignum: Suðurhlíð 35, 0001, þingl. eig. db. Magnúsar Sigurjónssonar, gerðar- beiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 25. febrúar 1994, kl. 10.00. Suðurhlíð 35, 0002, þingl. eig. db. Magnúsar Sigurjónssonar, gerðar- beiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 25. febrúar 1994, kl. 10.00. Suðurhbð 35, 0101, þingl. eig. db. Magnúsar Sigurjónssonar, gerðar- beiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 25. febrúar 1994, kl. 10.00. Suðurhlíð 35, 0102, þingl. eig. db. Magnúsar Sigurjónssonar, gerðar- beiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Húsasmiðjan hf., 25. febrúar 1994, kl. 10.00._________________________ Suðurhlíð 35, 024)203, þingl. eig. db. Magnúsar Sigurjónssonar, gerðar- beiðendur Húsasmiðjan hf. og Sölufé- lag garðyrkjumanna, 25. febrúar 1994, kl. 10.00._________________________ Suðurhlíð 35, 0202, þingl. eig. db. Magnúsar Sigurjónssonar, gerðar- beiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Húsasmiðjan hf., 25. febrúar 1994, kl. 10.00._________________________ Þykkvibær 13, þingl. eig. Freydís Bjömsdóttir, gerðarbeiðandi Vélar hf., 25. febrúar 1994, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Dalsel 3, þingl. eig. Eyvindur Sigur- finnsson og Arma Garðarsdóttir, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild, Búnaðarbanki Islands, Krani sf. og Sameinaði lífeyrissjóður- inn, 25. febrúar 1994, kl. 15.00. Fífusel 37, ris t.h., þingl. eig. Gísh Pálsson, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríkisins, húsbréfadeild, og Gjaldheimtan í Reykjavík, 25. febrúar 1994, kl. 15.30._________________ Flúðasel 88, 3. hæð t.h. m.m., þingl. eig. Hólmbjörg Vilhjálmsdóttir, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður ríkisms og Ásgeir Magnússon, 25. febrúar 1994, kl. 14.00._________________ Háaleitisbraut 18, 034)1, þingl. eig. Svafar Vilhjálmur Helgason, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Gjaldheimtan í Reykjavík, 25. fe- brúar 1994, kl. 11.00. Jöklasel 7, þingl. eig. Eiður Helgi Sig- urjónsson, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður rflcisins, Búnaðarbanld Is- lands,^ Lífeyríssjóður Verkfræðingafé- lags íslands, Unger Fabrikker A/S, íslandsbanki hf. og íslandsbanki hf. Hafiiarfirði, 25. febrúar 1994, kl. 14.30. Tungusel 1, 014)2, þingl. eig. Halldór Guðnason, g:erðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins og íslandsbanki hf., 25. febrúar 1994, kl. 16.00. SÝSLUMAÐURINNIREYKJAVÍK Utlönd - segir kvikmyndaleikkonan Sophia Loren ítalska kvikmyndaleikkonan Sophia Loren sagði á kvikmyndahátíð í Berl- ín nýlega, þar sem hún var heiðruð fyrir störf sín í kvikmyndum, að allt of mikiö af óþarfa kynlífi og ofbeldi væri í myndum í dag. Loren, sem fékk gullna bjöminn á hátíðinni, sagði að kvikmyndafram- Italska kvikmyndaleikkona Sophia Loren, sem nýlega fékk gullna björninn í Berlín, óttast áhrifin sem óþarfa ofbeldi og kynlíf í kvikmyndum hefur á börn. Símamynd Reuter Óveöur í Suöur-Kaliforníu: Þrír fórust og tugir manna yf irgáf u hús sín Þrír létust í bílslysi í Los Angeles í Kalifomíu í gær þegar kröftugur stormur reið yfir og olli gífurlegum flóðum og aur. Rafmagn fór af og neyðarástand skapaöist þegar götur lokuðust og íbúar komust ekki úr húsum sínum í langan tíma. Stormurinn, sem reið yfir rétt fyrir kvöldið, kom algerlega á óvart og það gerði hjálparmönnum enn erfiðara fyrir. Ástandið varð verst á Malibu- strönd þar sem ríka fólkið býr en þar urðu mikil flóð og aur mjög mikill og tugir manna neyddust til að yfir- gefa hús sín. Alls urðu 75 árekstrar á stærstu hraðbrautunum og þrír menn létust. Einn maður lést er hann missti stjóm á bíl sínum og kastaðist út úr honum. Tveir aðrir létust þegar stór stjóm- laus trukkur rakst harkalega á bíl þeirra og gjöreyðilagði. Hraðbrautimar voru enn slæmar eftir jaröskjálftann sem var í Los Angeles þann 17. janúar sl. sem mældist 6,8 á Richter. 60 manns fór- ust í þeim skjálfta og flestar hrað- brautir og vegir eyðilögðust. Los Angeles búar hafa þurft að þola miklar náttúruhamfarir und- anfarið en stutt er síðan miklir skóg- areldar geisuðu og eyðilögðu þús- undir heimila. Upp á síðkastið hafa íbúar síðan verið að berjast við mikinn aur og leðju sem verið hefur á svæðinu. Stormurinn sem reið yfir í gær varð ekki til þess að bæta ástandið. Margir íbúar Los Angeles hafa fengið sig fullsadda af öllum náttúm- hamfómnum og vilja nú ólmir flytja burt ftá Kaliforníu. Reuter lyfjasmyglarar Tuttugu eiturlyfjasmyglarar voru drepnir í áhlaupi írönsku leyniþjónustunnar í Sistan- Baluchestan, nálægt landamær- um Pakistan, á laugardag. í þess- um aögeröum særðust ellefu en á annað hundrað manns voru handteknir. Að sögn yfirmanns lögregiunnar náðust 3.287 kfló af ópíum í þessu áhlaupien sérstak- ar aðgerðir hafa verið skipulagð- ar til að stemmu stigu viö eitur- lyfjasmygli á þessu svæöi. Á und- anfórnum mánuðum hafa yfir 80 tonn af eiturlyfjum verið gerð upptæk í íran og nálægt sextiu þúsund manns veriö handteknir vegna þeirra mála. Páfinn andsnú- inn hommum og lesbíum „Samband tveggja karl- manna eða tveggja kven- manna er aldr- ei hægt að leggja að jöfnu við venjulega fjölskyldu og það sem meira er, slíkum sam- böndum má aldrei leyfa að ætt- leiða börn,“ sagði Jóhannes Páll páfi m.a. í ræðu sinni á Péturs- torginu í Róm í gær. Páfinn þótti nokkuð hvassyrtur í ávarpi sínu og lét ýmis þung orð falla. Hann lagðist alfarið gegn gift- ingu homma og lesbía og skamm- aöi eyrópska þingmenn sem hyggjast leggja þessu málefni liö og var sömu skoðunar þegar hugsanleg ættleiöingarmál þess- ara hópa bar á góma eins og fyrr Segir. Reuter leiðendur kepptust við að hafa sem mest af kynlífi og ofbeldi í myndum sínum til þess eins að græða pen- inga. „Mér er illa við framleiðendur sem framleiða þannig myndir. Þaö er ekkert að því að hafa eitthvað af kynlífi og ofbeldi í myndum ef mynd- in krefst þess og það hefur eitthvað að segja fyrir söguna sem verið er að segja. Hins vegar er það alveg út í hött og þjónar engum tilgangi að hafa kynlíf og ofbeldi sem uppistöðu í mynd,“ sagði Loren. Leikkonan sagði einnig að of mikið ofbeldi sæist í fréttum á hverjum degi og hún vorkenndi börnum sem ælust upp við sjónvarpið eins og það er í dag. „Ég er viss um að þetta hef- ur mikil áhrif á krakka og ég óttast afleiðingamar." Loren sagði á hátíðinni að uppá- haldsleikari hennar í gamla daga hefði alltaf verið Gary Grant en í dag væru það þau Robert De Niro og Julie Roberts. Loren, sem nú er orðin 59 ára göm- ul, hefur unnið tvo óskara og leikið í yfir 50 kvikmyndum. Leikkonan hefur ekki sagt alveg skilið við kvikmyndir í bráð því hún ætlar að leika í nýrri mynd sem tek- in verður upp í París á næstunni og fjallar um tísku. Bandaríski kvik- myndaleikstjórinn Robert Altman leikstýrir myndinni sem hefur hlotið nafniðReadyToWear. Reuter Off mikið kynlíf og ofbeldi í myndum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.