Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1994 Menning Besti volgi bjórinn í bænum. Tvær barsögur i Naustkjallaranum. Fleiri barsögur Það er vinsælt um þessar mundir að segja barsögur enda núorðið nóg af börum og krám í landinu með því kráarlífi sem því fylgir. BarPar er sett upp á Akur- eyri og mótleikvu- sunnanmanna er tveir einþáttungar sem leikhópurinn Þormaguð setur upp í Naustkjallar- anum. Umhverfið þarfnast lítilla tilfæringa, sögumar ger- ast jú báðar á bar og hann er á staðnum. Dimmur rangalinn með gömlum hlöðnum steinveggjum mynd- ar ágæta umgjörð um sögumar sem sagðar em í sýn- ingunni. Þættimir em eftir Jason Milligan en leikhópurinn hefur þýtt og staðfært textann. Þormaguðir eru að því er best verður séð aðeins þrír, þeir Guðmundur Har- aldsson, Magnús Jónsson og Þorsteinn Bachmann. Annars sárvantaði allar upplýsirigar um sýninguna á staðnum svo við verðum bara að vona að hér sé rétt farið með helstu staðreyndir. En hvað um það. Sýningin er eins og klæðskera- saumuð inn í krá af þessu tagi. Fyrri þátturinn fjallar tnn náunga sem rekst inn eftir lokun og sýnir í fyrstu heldur dólgslega takta. í ljós kemur að þetta er fyrrver- andi skóláfélagi kráareigandans, tilvonandi rithöfund- ur, sem vantar sárlega meiri þjáningu í líf sitt til þess að skrif hans öðlist nægilega dýpt. . Viðskipti þessara gömlu skólafélaga em heldur kát- leg og velta á óvænta vegu áður en öll nótt er úti. Þorsteinn Bachmann leikur gestinn og Magnús Jóns- son kráareigandann. Guðmundur Haraldsson er nýtt nafn í leikhúsheiminum, hann leikstýrir og nær upp góðum hraða í þættinum. Þorsteinn og Magnús ráða vel viö hlutverkin í því návígi, sem þama er og fengu góðar undirtektir áhorfenda enda textinn léttur og nokkuð skondinn á köflum. Seinni þátturinn heitir Næfiu- í Hafnarfirði og er eins og nafnið bendir til nokkuð staðfærður. Hann skiptist í nokkur atriði þar sem tveir atvinnulausir kunningjar hittast og spjalla saman yfir glasi. Eins og í fyrri þættinum hefur höfundurinn góða tilfinningu fyrir þvi að draga fram grátbroslegar hhðar á persón- Leiklist Auður Eydal um sínum og sýna óbærilegan léttleika tilverunnar í spéspegh. Magnús Jónsson og Guðmundur Haraldsson leika í þessum þætti undir stjóm Þorsteins Bach- manns og móta persónumar skýrt og skemmtilega. Besti volgi bjórinn... fæst sem sagt í Naustkjaharan- um um þessar mundir og thtæki Þormaguða er hin ágætasta thbreyting frá hefðbundnum leiksýningum en engu aö síður unnin af fuhri fagmennsku. Þormaguð sýnir tvo einþáttunga i Naustkjallaranum: Besti volgi bjórinn i bænum Leikstjóri: Guömundur Haraldsson Nætur í Hafnarfirði Leikstjóri: Þorsteinn Bachmann Höfundur: Jason Milligan Þýðing og staðfæring: Leikhópurinn Tríó Reykjavíkur í Haf narborg Tónleikar vom í Hafnarþorg í Hafnarfirði í gær- kvöldi. Tríó Reykjavíkur lék, en það skipa þau Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, sehó, og Hah- dór Haraldsson, píanó. Á efnisskránni vom verk eftir Ludwig van Beethoven, Vagn Holmboe og Antonin Dvorak. Tríó Reykjavíkur ráðgerir að leggja land undir fót á næstunni og trúlegast er efnisskrá tónleikanna í Hafn- arborg hluti þess nestis sem haft verður 1 farteskinu. Fyrsta verkið vom tíu thbrigði eftir Beethoven um stef eftir Wensel Muher, Ich bin der Schneider Kakadu. Að sumu leyti hefur verkið alþýðlegt yfirbragð og bregður þar fyrir bæði glettni og alvöra. Höfundinum bregst ekki bogahstin frekar en fyrri daginn og er verkið mjög vel hljómandi. Tríó op. 129 eftir Holmboe er fallegt og vel samið verk. Tónamáhð er nýklass- ískt, form og úrvinnsla er í hefðbundnum sth. Holmboe notar strengjahljóðfærin stundum eins og dúett sem hann stilhr fram gegn píanóinu. Þess á milli mynda öh hljóðfærin hehd og undirstrika þessi vinnubrögð vel kaflaskipun í verkinu. Tríó nr. 4 í e moh eftir Dvorak er skipt í sex kafla og er hverjum þeirra skipt í harmljóð og dans eftir rúss- neskri fyrirmynd sem nefnist Dumky. Þjóðlagabragur var víða finnanlegur, einkum í dansköflunum. Svo var Tónlist Finnur Torfi Stefánsson að heyra sem stefjaskyldleiki væri milh kafla sem gaf þessu fahega verki hehdstæðan svip. Tríó Reykjavkur var í góðu formi á þessum tónleik- um og virtist hafa undirbúið verkefnin mjög vel. Finna mátti að einstaka snurðum á stöku stað en í hehd var flutningurinn hlýr, aðlaöandi og fahega hljómandi. Gúmmelaði fyrir augað - HaUdór Baldursson og Jóhann Torfason í Greip Þó fjölbreytni sé í orði kveðnu tahn vera ríkjandi í hérlendri nútíma- myndlist era ýmis teikn á lofti um einhæfni. Þar ber að sjálfsögðu fyrst að telja naumhyggjuna, þá tilhneigingu velflestra hstamanna af yngri kynslóð th að einfalda myndheim sinn og leitast jafnvel við að þurrka út öll persónuleg einkenni í hst sinni. Þegar svo er komið er þæghegast að vera stikkfrí og gera bara eins og hinir. Hættan er sú að hugmyndaflug og frásagnargleði verði útimdan í slíkum niðurskurði hinna myndrænu þátta. í Galleríi Greip á horni Vitastígs og Hverfisgötu var opnuð á laugar- dag samsýning tveggja listamanna sem era óragir við að gefa hugmynda- fluginu og frásagnargleðinni lausan tauminn þrátt fyrir allar predikanir um nauman skammt í kreppunni. Hugmyndaflug og frásagnargleði Þessir postular hugmyndaflugs og frásagnargleði heita Jóhann Torfason og Hahdór Baldursson og útskrifuðust báðir fyrir fimm áram frá Mynd- hsta- og handíðaskólanúm. Upp frá því hafa þeir unnið saman að ýmsum ólíkum verkefnum á myndhstarsviöinu, m.a. skreytingu nokkurra skemmtistaða og Kolaportsins og auk þess gert myndasögur, gefið út myndasögutímarit og staðið að samsýningum á myndasögum, m.a. í menntamálaráðuneytinu, Ásmundarsal og á Kjarvalsstöðum. Auk þess hefur Hahdór unnið talsvert að myndskreytingu bóka og gert eitt teiknað myndband fyrir hljómsveitina Todmobhe. í verkum sínum hafa þeir félag- ar sehst um skuggasund og kjahararangala viðurkenndra hstforma og gert óspart gys að „alvarlegri" og „menningarlegri“ list. Sú afstaða kem- ur skýrt fram á sýningu þeirra. í hinum htla sal Gallerís Greips hafa Myndlist Ólafur J. Engilbertsson þeir tekið þann pól í hæðina að blanda verkum sínum saman og merkja ekki sérstaklega hvor gerði hvað. Ábyrgur galgopaháttur Þetta kemur ekki að sök við skoðun sýningarinnar heldur styrkir þvert á móti hehdarsvipinn. Jóhann á hér semíkúbísk verk og a.m.k. tvær lág- myndir - hvítmálaða sög með auga og einmana ostaskera á sexhyrndum fleti. Hahdór leyfir sér meiri expressjónisma og vísar m.a. greinhega th Ópsins eftir Munch sem svo mikið hefur verið rætt um síðustu daga. Báöir sækja þó mest í smiðju súrreahsta í málverkum sínum og uppheng- ingin, nafngiftir og textar era kapítuh út af fyrir sig þar sem ábyrgur galgopaháttur er ofarlega á blaði. í neðri sal er nýstárleg innsetning því th áréttingar; hauskúpur að naga bein málaðar á parket sem myndar bókastafinn „L“ og yfir lýsa bláar jólaseríur. Það er helst að maður sakni útsmogins gálgahúmors á prenti samhhða sýningunni eða hehsteyptari myndraða. Hér er fyrst og fremst um að ræða verk sem eru áfangar að efnismeiri og átakameiri hst, með eða án gæsalappa. Þó verður ekki litið fram hjá því að hér er líka að finna gúmmelaði fyrir augað sem er orðið ahtof sjaldgæft á okkar kröppu samdráttartímum. Gaherí Greip er öörum þræði vinnustofa hstamanna og þar virðist meiri dirfsku og áræði að finna en f flestum hinna smærri sýningarsala. Vert er að vekja á því athygli að sýning þeirra Halldórs og Jóhanns stend- ur aðeins th fimmtudagsins en um næstu helgi opnar Birgir Snæbjöm Birgisson sýningu í Gaherh Greip. Svidsljós I hringiðu helgarinnar Það var líf og flör í Kringlunni um helgina þegar verslanimar fluttu vaming sinn út á göngugötuna og lækkuðu verðið niður úr öhu valdi. Eftir helgina verða komnar vorvörur í ahar verslanir og menn geta farið að búa sig undir betra veður með hækkandi sól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.