Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 3 Fréttix Flutningur verkefna frá Náttúruvemdarráði: Ráðið yrði gagnrýmn rödd á hið opinbera - segir Össur Skarphéðinsson - vill ekki leggja ráðið niður „Frá fomu fari hefur Náttúr- vemdarráð gegnt eins konar ráðu- neytishlutverki og starfað sjálf- stætt. Nú er hins vegar komið umhverfisráðuneyti og ný lög um umhverfismat þannig að það er eðlilegt að samræma Náttúru- vemdarráð þessum breyttu kring- umstæðum," segir Össur Skarp- héðinsson umhverfisráðherra. Össur hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stórfelldar breyting- ar á starfsemi Náttúrverndarráðs. Verkefni veröa flutt frá ráðinu til stofnana umhverfisráðuneytisins en á móti verður sjálfstæði ráðsins aukið. Samkvæmt frumvarpinu myndu frjáls félagasamtök kjósa í ráðið á náttúruverndarþingum. Hlutverk þess yrði að gefa umsagn- ir um stærri framkvæmdir og gera tillögur um það sem betur má fara á sviði náttúruvemdar. Fjármögn- im ráðsins yrði sem fyrr á hendi ríkisins. „Tillögumar ganga út á það að Náttúruverndarráð verði fulltrúi áhugamanna um náttúruvernd í landinu. Ráðið yrði sjálfstæð rödd sem gæti verið mjög gagnrýnin á hið opinbera," segir Össur. Meðal þeirra verkefna sem flytj- ast frá Náttúrverndarráði sam- kvæmt frumvarpinu er rekstur tveggja þjóðgarða og umsjón með friðjýstum svæðum. Til stendur að koma á fót sérstakri stofnun, Land- vörslu ríkisins, sem hafa mun um- sjón með þessum verkefnum. Sveitarfélögum, félögum og jafnvel einstaklingum yrði gefinn kostur á að sjá um friðlýst svæði. „Það er vaxandi áhugi fyrir því hjá sveitarfélögum og reyndar ýmsum ferðafélagasamtökum," segir umhverfisráðherra. Aðspurður kveöst Össur ekki hafa viljað fara þá leið að leggja Náttúruverndarráð alfarið niður eins og formaður Landvemdar, Auður Sveinsdóttir, hefur lagt til. Ráðherrann kveðst hins vegar skilja þaö viðhorf sem að baki hggi, það að auka mikilvægi frjálsra fé- lagasamtaka. „Ég tel að meö þessu frumvarpi sé verið að auka vægi óháðra afla sem vinna að náttúruvernd í land- inu. Það getur vel verið að reynslan leiði í ljós að það módel sem Auður 'setur upp sé æskilegra en á þessu stigi er ég ekki þeirrar skoðunn- Ekki er vitað hvað þeim fór á milli i þinginu, Geir H. Haarde, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, og Magnúsi Óskarssyni borgarlögmanni. Senni- lega hefur það verið bæði gaman og alvara. Magnús, sem lumar á mörgum góðum kímnisögum, hefur eflaust gaukað einhverju skemmtilegu að þing- manninum. DV-mynd GVA Unnlð að flutningi Landmælinga ríkisins út á land: Fjöldi sveitarfélaga sýnir málinu áhuga - Akranes, Hveragerði og Selfoss líklegustu staðimir „Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um flutning þessara stofnana út á land. Stefna ríkis- stjórnarinnar er hins vegar sú að flytja ríkisstofnanir út á land ef það hentar," segir Össur Skarphéöins- son umhverfisráðherra. í umhverfisráöuneytinu er verið að vinna að flutningi Landmælinga rikisins og Skipulags rikisins út á land. Þessa dagana stendur yfir könnun meðal viðskiptamanna Skipulagsins varðandi flutning. Aöspurður vill Össur ekkert tjá sig um máhð. Samkvæmt heimildum DV hafa mörg sveitarfélög lýst yfir áhuga á að fá starfsemi þessara stofnana til sín. Engar ákvarðanir liggja enn fyrir varðandi staðsetningu Skipu- lags ríkisins en líklegast þykir að Landmæhngamar flytji til Akra- ness, Hveragerðis eða Selfoss. í þessu sambandi má geta að um- hverfisráðherra hefur veriö tíðfor- ult um Suðurland að undanförnu. Um 30 manns vinna hjá stofnun- inni. Mikill áhugi er á Akranesi fyrir því að fá Landmæhngar ríkisins þangað. Heimildir DV herma að bæjarráð hafi fjallað um máhð og bent á hentugt húsnæði undir starfsemina. Um er að ræða hlut bæjarins í umdeildri stjómsýslu- byggingu. -kaa Framkvæmda- stjóriog stjómarmenn ferðaskrifstofu dæmdir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfeht þrjá af forráðamönnum Ferðamiðstöðvarinnar hf. og Ferða- miðstöðvarinnar Veraldar hf. fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið fé- laginu rúmlega 1,3 mihjónir króna af lífeyris- og stéttarfélagsiðgjöldum starfsmanna á árunum 1988 og 1989 og notað í rekstur. Hér var um að ræða Andra Má Ingólfsson, sem var framkvæmda- stjóri, og fyrrum stjórnarmennina Sigurð Öm Sigurðsson og Sigurð H. Garðarson. Refsingum þremenning- anna er frestað skilorðsbundið í 2 ár af þeirri ástæðu að máhð dróst úr hófi fram í meðfómm hjá ríkissak- sóknaraembættinu. Veijendur mannanna fóru fram á að málinu yrði vísað frá dómi en héraðsdómur hafnaði því í október síðasthðnum. Eftir það var málsaðilum gefinn frestur til að afla gagna í málinu. Á miðvikudag í síðustu viku átti að taka máhð fyrir en þá játuðu sak- borningarnir allir efni ákæmnnar. Dómur gekk því strax í kjölfarið. Þremenningamir viðurkenndu aö þeir hefðu hver fyrir sig borið ábyrgð á því að hfeyrisiðgjöldum og stéttar- félagsgjöldum var ekki skilað til Líf- eyrissjóðs verslunarmanna eins og ákært var fyrir. Verjendur mann- anna afsöluðu sér málsvamarlaun- um og ekki var gerð krafa um sak- sóknaralaun. -Ótt Rithöfundasambandiö: Formanns- kosning í vor - Þrálnn óákveðinn í nýjasta fréttabréfi Rithöfunda- sambands íslands til félagsmanna vekur Þráinn Bertelsson, formaður sambandsins, athygh á að kjörtíma- bih fjögurra stjómarmanna ljúki 1 vor, þ.e. formanns, varaformanns, meðstjómanda og varamanns. „Ég vakti athygli stjómarinnar á þessu á síðasta fundi því ég vh endi- lega að meðhmir í Rithöfundasam- bandinu viti af þessu. Það er ómögu- legt að það sé sjálfkjörið í stjómir eins og var þar til ég kom þarna,“ segir Þráinn. Aöspurður hvort hann æth að gefa kost á sér svarar hann: „Ég hef bara ekki tekið neina ákvörðun um það.“ -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.