Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Síða 7
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 7 Fréttir Deilur í útvarpsráði um skiptingu flármuna innan Sjónvarpsins: Hraf n eykur sinn hlut á kostnað fréttastof u - kosningasjónvarp í vor háð munnlegu loforði útvarpsstjóra „Ég er lítill karl í samanburði við útvarpsráð og framkvæmdastjóra sem öllu ráða en mér kæmi það afar mikið á óvart ef Sjónvarpið hætti að sinna kosningum. Samkvæmt sam- tali við útvarpsstjóra mun hann tryggja að fjármagn fáist til þess að sinna kosningasjónvarpi. Nú bíð ég þess að hann staðfesti það með bréfi,“ segir Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarpsins. DeUur urðu í útvarpsráði í lok síð- ustu viku um afgreiðslu fjárhagsá- ætlunar fyrir yfirstandandi ár. í áætluninni er gert ráð fyrir að fram- lög til framkvæmdastjóra Sjónvarps hækki um 20 prósent en að framlög til annarra deUda standi í stað eða skerðist, þar á meðal til fréttastofu og íþróttadeUdar. Samkvæmt heinúldum DV ríkir mikU óánægja meðal fréttamanna Sjónvarpsins með það fjársvelti sem íþróttadeUdin og fréttastofan búa við. Þykja mörgum það furðuleg vinnu- brögð hjá Hrafni Gunnlaugssyni framkvæmdastjóra að kaupa dag- skrárefni sem starfsmenn Sjón- varpsins geti fyllUega sinnt á mun ódýrari hátt en aðrir. TU staðar séu tæki og þekking auk sérþjálfaðs starfsfólks. Ásta R. Jóhannesdóttir, fuUtrúi Framsóknarflokksins í útvarpsráði, segir að við afgreiðslu fjárhagsáætl- unarinnar hafi ekki verið tekið tillit tíl óskar fréttastofu Sjónvarps um viðbótarframlag upp á 7 til 10 miUj- ónir vegna kosningasjónvarps í vor. Þá hafi ekki heldur verið tekið tiUit til óskar íþróttadeUdar um 5 miUjóna króna framlag til að standa undir Fuglarnir á Tjörninni i Reykjavík lifa alla jafna i sátt og samlyndi. En eins og viðar í náttúrunni ruglar ástin marga í riminu. Þessa dagana stunda svanir ástalífið af mikilli ákefð enda vorið i nánd. Ungsteggirnir ásælast virðuleg- ar svanadisir en þá má búast við að „sá gamli“ bregðist hinn versti við eins og myndin sýnir. „Burt, burt úr mínu bóli og vertu hér ei framar á róli,“ heyrðist kvakað reiðilega innan um vængjasláttinn og skarkalann á Tjörn- inni. Höfðingjanum tókst að hrekja illfyglið á brott og hlaut að launum ástarþel sinnar frauku. Já, þetta er yndislegt líf. DV-mynd Sveinn Óvissan skaðar hitaveiturnar Siguiður Sverrissan, DV, Akranesú Guðmundur Vésteinsson, formað- ur stjórnar Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, segir að enginn vafi leiki á því að sú óvissa sem umlukið hefur framtíð HAB undanfarið ár skaði fyrirtækið. „Öll þessi óvissa, sem ríkt hefur um framtíð fyrirtæk- isins, er farin að bitna á starfsemi þess svo og samskiptum þess við við- skiptavini," sagði Guðmundur. Með ummælum sínum vísaði hann til þess hnúts sem málefni HAB hafa verið í þar sem Akraneskaupstaö og Borgameskaupstað greinir á um hvemig best sé að leysa vanda fyrir- tækisins. Akurnesingar vilja sam- eina öll orkufyrirtæki í Borgarfirði en Borgnesingar er hlynntari því að HAB verði skipt upp á milli eignarað- ila. Stjórn HAB sendi fyrir helgina frá sér ályktun þar sem hún áréttar brýna nauðsyn þess að gjaldskrá fyr- irtækisins lækki. Sauöárkrókur: Lögreglumálum fækkar milli ára Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki; „Þetta er búiö að vera frekar rólegt og gott hjá okkur í vetur. Þessi árs- tími er reyndar sá rólegasti en vetur- inn nú er líklega sá besti hjá okkur um nokkurt skeið og er það gott,“ sagði Bjöm Mikaelsson, yfirlög- regluþjónn á Sauðárkróki, við DV. I þeim samanburðartölum sem lög- reglan á Sauðárkróki hefur sent frá sér, virðist sem málum hafi fækkað iriilli 1993 og 1992. Þannig fækkaði umferðaróhöppum úr 43 í 36 á síð- asta ári. Umferðarslys vora reyndar jafnmörg, 16 og banaslysin einnig, eitt hvort árið. Skemmdarverkum almennt fækkaði í 19 úr 22 og á bílum í 10 úr 29. Rúðubrot vom 22 en 36 árið 1992. Innsetningum í fangaklefa fækkaði úr 66 í 57. Innbrotum fækk- aði mn helming. Úr 17 í 8. Fjöldi þjófnaöa var svipaður milh ára, 15, bílþjófnaðir voru þó 5 á síð- asta ári, tveim fleiri en árið áður. Engir þjófnaðir vom á munum úr bílum á síðasta ári en vom tveir árið á undan. Eldsvoðum fjölgaði um helming, vom 16 í stað 8 árið á und- an. Líkamsmeiðingum fjölgaöi í 21 úr 18 og einnig kærum vegna ölvun- ar við akstur. Vom 37 í stað 28. skuldbindingum vegna útsendinga frá ólympíuleikunum í Lillehammer. Þrír ráðsliðar greiddu atkvæði gegn íjárhagsáætluninni, þær Ásta R. Jóhannesdóttir, Bríet Héðinsdótt- ir og Kristín A. Ámadóttir. í bókun sem þær gerðu segir að sú stefna Sjónvarpsins sem birtist í tilfærslu á fé frá dagskrárdeildum til yfiretjórn- ar og vaxandi umsvifum skrifstofu framkvæmdastjóra sé óviðunandi. „Hefð er fyrir því að fréttastofa Sjónvarps sjái um kosningasjónvarp. Okkur þykir óeðlilegt að fréttastofu Sjónvarps sé ekki ætlaö viðbótarfé til ráðstöfunbar vegna kosningasjón- v'arps á vori komanda á meðan auka á dagskrá á vegum framkvæmda- stjóra um 5,4 milljónir. Við teljum að þessi ráðstöfun rýri möguleika fréttastofunnar til sjálfstæðra vinnu- bragða og lýsum andstöðu okkar, bæði við þetta fyrirkomulag sem og við aukin umsvif í yfirstjórn Sjón- varpsins," segir meðal annars í bók- uninni. -kaa Verður rekstri djúpbátsins hætt? Siguijón ]. Sigurösson, DV, ísafirði: „Vegagerð ríkisins tók þá ákvörð- un strax í upphafi að Fagranesiö ætti ekki að vera í þessum ferðum og allt sem menn þar á bæ hafa unn- ið síðan er á sömu leið. Alþingi ís- lendinga hefur þrisvar samþykkt uppsetningu ferjubryggja og þar með rekstur feijunnar og ég vonást til þess að sú stofnun sjái til þess að reksturinn geti haldið áfram,“ sagði Kristján Jónasson, framkvæmda- stjóri Djúpbátsins á ísafirði, um þá tillögu Vegagerðar ríkisins sem lögð hefur verið fram til samgöngunefnd- ar Alþingis að rekstur bílferju um ísafjarðardjúp verði lagður niður. „Það er á stefnuskrá ríkisstjórnar- innar að efla ferðamannaiðnaðinn vemlega. Vegagerðin segir að henni komi sá iðnaður ekki við en ég tel að hann komi stjómvöldum við og við því verði að bregðast. Ef rekstri ferjunnar yrði hætt myndi það hafa veruleg áhrif á heildina í þessum iðn- aði auk þess sem atvinnuleysi myndi aukast," sagði Kristján. Djúpbáturinn Fagranes, nýjasta skipið, var keypt frá Noregi 1991, kostaði 26,2 miHj. króna og getur flutt 24 bíla og 170 farþega. Þingeyn: Kristinn Jens kjörinn prestur Sigurjón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Kristinn Jens Sigurþórsson guð- fræðingur var kjörinn sóknar- prestur á Þingeyri í kosningum sem fram fóru 9.febrúar. Hlaut 17 atkvaeði en aðrir umsækjendur, þeir Ólafur Þórisson guðfræðingur og sr. Sigurður Amgrímsson hlutu 2 atkvæði hvor. Kristinn Jens var vígður prestur 20. febrúar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Nýi soknarprestumn kemur til Þingeyrar í lok febrúar og hefur þegar störf. Hann mun þjóna fimm sóknum, Þingeyrar- sókn, Hrafnseyrarsókn, Mýrasókn, Núpssókn og Sæbólssókn á In- gjaldssandi. Prestlaust hefur verið á Þingeyri frá síðustu áramótum þegar sr. Ólafur Jens Sigurðsson flutti sig um set og settist að á Snæfellsnesi. MOULINEX örbylgjuofnar með snúningsdiski létta heimilisstörfin í ys og erli dagsins. MOULINEX örbylgjuofnar hraðvirk heimilisaðstoð. pcpst í nae^tu raftæKjavers|un Go. hf. UMBOOS OG HEILDVERStUN SlMI 91-24020 FAX 91-623145

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.