Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Side 11
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
11
Fréttir
ísafjarðardjúp:
Jarðskjálfti í Kaldalóni
fannst víða um Djúpið
Sigurjón J. Sígurösson, DV, feafiröi;
Jarðskjálfti, sem mældist 2,7 á Ric-
hter og átti upptök í Kaldalóni í ísa-
fjarðardjúpi, fannst viða um sveitir
Djúpsins sem og á ísafirði ki. 21.13 á
mánudagskvöld. Mjög óvanaiegt er
að jarðskjálftar eigi upptök sín á
þessum slóðum og þarf að leita allt
aftur til ársins 1964 tii að finna slíkt
en það mun vera í eina skiptið svo
vitað sé sem upptök skjálfta hafa
verið staðsett á Vestfjörðum.
Fjölmargir ísfirðingar sem og íbúar
við Djúp höfðu samband viö jarðeðl-
isfræðideild Veðurstofu Íslands
vegna þessa en nokkuð bar á því að
glös og aðrir iausir munir hreyfðust
í hillum. „Þessi skjálfti átti upptök
sín í Kaldalóni í ísafjarðardjúpi. Hér
er um frekar óvenjulegan stað að
ræða en það er vitað um þrjá skjálfta
Akranes:
Framboðslisti
sjálfstæðis-
manna ákveðinn
Siguiður Svenissan, DV, Akranesi:
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins
á Akranesi fyrir komandi bæjar-
stjómarkosningar var formlega til-
kynntur 16. febrúar. Fyrstu 11 sætin
em í samræmi við niðurstöðu opins
prófkjörs flokksins í lok janúar.
Þeir sem skipa listann em 1. Gunn-
ar Sigurðsson umboðsmaður, 2. Pét-
ur Ottesen trésmiður, 3. Elínbjörg
Magnúsdóttir fiskvinnslumaður, 4.
Sigríður Guðmundsdóttir skrifstofu-
maður, 5. Þórður Þórðarson bílsfjóri,
6. Bjarki Jóhannesson framkvæmda-
sljóri, 7. Jóhannes F. Halldórsson
viðskiptafræðingur, 8. Guðmundur
Guðjónsson framkvæmdastjóri, 9.
Gunnar Ólafsson húsasmíðameist-
ari, 10. Hjörtur Gunnarsson tækni-
fræðingur, 11. Guðjón Georgsson raf-
virki, 12. Guðrún Hróðmarsdóttir
hjúkrunarfræðingur, 13. Guðjón
Theódórsson sjómaður, 14. Herdís
Þórðardóttir húsmóðir, 15. Ásmund-
ur Ólafsson forstöðumaður, 16. Þóra
B. Kristinsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur, 17. Valdimar Indriðason, fv. al-
þingismaður, og 18. Benedikt Jón-
mundsson útibússtjóri.
Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri:
Guðmundur
15. sætið
Gylfi Kxisjánssan, DV, Akureyri;
Guðmundur Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri tekur 5. sæti á lista
Sjáifstæðisflokksins á Akureyri við
bæjarsljómarkosningamar í vor.
Eins og kunnugt er var Jóni Kr.
Sólnes úthlutaö í því sæti með hlut-
kesti en hann varö jafh Þórami B.
Jónssyni í 3. sæti í prófkjöri flokks-
ins. Jón ákvað hins vegar að taka
ekki sæti á listanum. En röð efstu
manna á lista Sjálfstæðisflokksins
er þessi:
Sigurður J. Sigurðsson bæjarfull-
trúi, Bjöm Jósef Amviðarson bæj-
arfulltrúi, Þórarinn B. Jónsson
umboðsmaður, Valgeröur Hrólfs-
dóttir kennari, Guðmundur Jó-
hannsson framkvæmdastjóri, Lilja
Steindórsdóttir endurskoðandi,
Borghildur Blöndal kennari,
Sveinn Heiðar Jónsson húsasmíða-
meistari, Gísli Símonarson verka-
maður, Einar S. Bjamason raf-
virkjameistari og Anna Þóra Bald-
ursdóttir kennari.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjóra
bæjarfulltrúa á Akureyri og tveir
þeirra era ekki á listanum, Jón Kr.
Sólnes og Birna Sigurbjömsdóttir
sem hlaut ekki bindandi kosningu
í prófkjöri flokksins.
Akranes:
Staða atvinnuþróunarsjóðs mjög slæm
Sigurður Sveirissan, DV, Akranesi:
Staða Atvinnuþróunarsjóðs Akra-
neskaupstaðar var mjög slæm um
síðustu áramót. Samkvæmt heimild-
um DV telur endurskoðandi bæjar-
ins sýnt að sjóðurinn eigi ekki fyrir
afborgunum og vöxtum á næstu
árum nema til komi veruleg framlög
úr bæjarsjóði. Veð fyrir ábyrgðum
efu metin léleg í mörgum tilfellum.
Hlutafjárkaup Atvinnuþróunar-
sjóðs, svo og lán og ábyrgðarveiting-
ar á hans vegum, nema 300 millj. kr.
undanfarin 5 ár. Heildarupphæðin
er ekki framreiknuð heldur aðeins á
verðlagi hvers árs. Ekki er óvarlegt
að ætla að upphæðin hækkaði um
70-80 millj. króna væri hún færð til
verðlags í dag. Nærri V, hlutar upp-
hæðarinnar eru vegna Hafamarins.
á þessum stað í mars 1964 og einn
þeirra mældist 3,5 á Richter. Skjálft-
inn á þriðjudagskvöld fannst mjög
vel í Djúpinu sem og á ísafirði. Fólk
varð kannski meira vart við hann
vegna þess að hann varð á mjög kyrr-
um tíma, þ.e.a.s. þegar fólk sat við
sjónvarpið. Á ísafirði fann fólk meira
fyrir þessum skjálfta heldur en þeim
sem átti upptök sín fyrir Norðurlandi
í byijun mánaðarins," sagði Gunnar
Guðjónsson, jarðeðlisfræðingur hjá
Veðurstofu Islands.
Gunnar sagði ennfremur að á þess-
um slóðum væri mjög gamalt berg
og þvi bærast bylgjumar nýög vel
um svæðið. „Eflaust er þessi skjálfti
tengdur þeim hreyfingum sem átt
hafa sér stað fyrir norðan en það
hefur ekki verið kannað til fullnustu
enn. Það má alveg eins búast við
fleiri skjálftum á þessu svæði, það
er ekkert útilokað í þessum efnum.
Það er ekki vitað um skjálfta á þessu
svæði nema á stærðargráðunni 3-3,5
á Richter og það gæti alveg gerst eins
og ekki. Við gerum ekki ráð fyrir
stærri skjálfta en það er aldrei hægt
að segja til um það fyrirfram. Við
erum ekki með neina mæla fyrir
vestan en þessi skjálfti mældist vel
hingað suður sem og á Norður-
landi,“ sagði Gunnar.
DV-mynd Sigrún
Meistarakokkarnir og veislustjórinn Kristín Karlsdóttir til vinstri.
Kvennalið meistarakokka
matreiddi í Valaskjálf
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egfisstöðum:
„Þetta er allt mjög ljúffengt og
glæsilegt, einkum kom bleikjupateið
skemmtilega á óvart,“ sagði Aðal-
steinn Jónsson, formaður Búnaðar-
sambands Austurlands, í veislu
meistarakokkanna sem haldin var í
Hótel Valaskjálf 19. febrúar.
„Þetta er 6. sælkerakvöldið sem
klúbbur matreiðslumanna heldur en
nú stendur yfir átak á þeirra vegum,
í samvinnu við bændur, til að kynna
landbúnaðarvörur okkar og einnig
eram við að undirbúa okkur fyrir
heimsmeistaramót matreiðslu-
manna," sagði Elín Helgadóttir. Hún
hafði orð fyrir kokkunum sem að
þessu sinni vora eingöngu konur.
Veislustjóri var Kristín Karlsdóttir.
Veislugestir um 150 og vora þeir
hrifiúr af hinum fjölbreyttu og að
mörgu leyti nýstárlegu réttum.
„Mér firnist sérstaklega skemmti-
legt að sjá mat eins og lifur og nýra,
sem hingað til hefur ekki verið hátt
skrifaður, framreiddan eins og há-
tiðamat," sagði Guðrún Aðalsteins-
dóttir, matreiðslukennari og fyrram
ráðskona hjá mötuneyti Menntaskól-
ans á Egilsstöðum.
Matseðilhnn var á þessa leið. For-
drykkur: Garpur á beriamó en það
er ljúffengur mysudrykkur. Forrétt-
ur: Bleikjupaté. Aðalréttir: Fyllt
lambanýra með gæsalifrarkæfu,
hreindýrasmásteik með eplasalati,
innbakað ungnautalifrarbuff, fyllt
lambasíða með blóðbergssósu, log-
andi lambabógur á sverði og í eftir-
rétt skyrterta með rabarbarasósu.
ísaQörður:
Slæmar horf ur í
fiskveiðimálum
Sigmján J. agurðssan, DV, Isafirði:
Allt bendir til að hundruð Vestfirð-
inga verði án atvinnu þegar líða tek-
ur á vorið ef fram fer sem horfir í
fiskveiðimálum Vestfirðinga. Flestir
togaramir era að verða búnir með
þorskkvótann og lítið veiðist af öðr-
um fisktegundum. Má því búast við
að nokkrum verði lagt í nokkra mán-
uði í sumar og þá einnig gert ráð
fyrir að nokkur fiskvinnsluhús loki
á sama tíma.
Jóhannes G. Jónsson, forstjóri ís-
húsfélags ísfirðinga, sagðist ekki
þora að hugsa til sumarsins þegár
skólafólkið kæmi og sækti um vinnu.
„Það lítur mjög illa út með atvinnu
fyrir þetta fólk. Það er hætt við að
fátt ef nokkuð af þessu fólki fái vinnu
hjá okkur í sumar. Við höfum verið
með nokkra tugi af skólafólki í vinnu
yfir sumarmánuðina og því má alveg
eins reikna með því að þetta fólk
verði atvinnulaust í sumar. Það er
ekki bjart framundan eins og staðan
er í dag,“ sagöi Jóhannes. í sama
streng tók Konráð Jakobsson, fram-
kvæmdastjóri Hraöfrystihússins í
Hnífsdal.