Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Síða 17
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
17
Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri:
Landsbanki íslands er oröinn
eigandi aö Slippstöðinni Odda á
: Akureyrx og fyrri hlnthafar hat'a
afskrifað hlutafé sitt um 99%.
Þetta var samþykkt á fundi
hluthafa í fyrradag og fyrirtæk-
inu var einnig veitt heimild til
nauðasamninga í gær af héraðs-
dómi. Gert er ráð fyrir að kröfu-
hafar fái greiddan um þriðjung
krafna sinna á fimm ára tímabili.
Þannig var komist hiá gjaldþroti:
fyrirtækisins.
Um fimmtíu starfsmenn vinna
nú á uppsagnarfrestí og munu
nússa vinnuna á næstunni. Þijár
deiidir fyrirta;kisins á að leggja
niður og starfsemin öll verður
dregin verulega saman.
Norðurland:
Norðlenskir
dagar hjá KEA
Gylfi Krii-tjánsson, ÐV, Akureyri:
Frá 4. til 20. mars verða haldnir
„Norðienskir dagar“ í matvöru-
verslunum Kaupfélags Eyfirð-
inga á Akureyri, Dalvík, Ólafs-
firði, Siglufirði, Grímsey, Hrísey
og Grenivík. Þetta er í annað
skipti sem „Norðlenskir dagar“
eru haldnir og er tilgangurinn aö
vekja athygli á norðlenskum
matvæia- og iðnaðarfyrírtækjum
og stuðla að uppbyggingu þeirra.
Fjölmörg fyrirtæki og einstakl-
ingar, allt frá Hvammstanga að
Vopnafirði, taka þátt i þessu átaki
og er markmiðiö að kynna með
því norðlenska vöru og þjónustu.
Ýmislegt verður um að vera i
verslununum til fróðleiks og
skemmtunar, getraunír verða í
gangi, sýningar af ýmsu fagi,
kynningar og tilboð.
Borgaröörður:
Sigurðux Sverrisson, DV, Akranesi:
Nái Akraneskaupstaður, Borg-
arneskaupstaður og Andakílsár-
hrnppur samkomuiagi um sam-
einingu ailra orkufyrirtækja í
Borgarfirði leggur Hitaveitu-
nefhd iðnaðarráðuneytisins til að
gjaldskrá HAB verði lækkuð um
10%. Sameininger alger forsenda
hugsanlegrar lækkunar.
Fulltrúar nefndarinnar komu
tíl viðræðna vió bæjarstjórn
Akraness 7. febrúar og munu síð-
an ræða við bæjarstjórn Borgar-
ness Óg hreppsstjóm Andakíls-
hrepps, hvora í sínu lagi, til þess
að freista þess að ná samkomu-
iagi um sameiningu. Þetta mun
lokatilraun tíi að sameina eigna-
raðila HAB i þessu máli.
Bæjarstjómir Akraness og
Borgarness eru ekki einhuga um
afgreiðslu málsins. Borgnesingar
eru hlynntir því aö eignaraðilar
HAB skipti henni upp en Akra-
neskaupstaður er því andvígur.
Nokkrir lesendur DV hafa orðið
tíl að hringja í blaðið í kjölfar
fréttar í DV síðastliðinn tostudag
um kött sem var skotinn i Kópa-
vogi,
Þannig segir kona í Hvömmun- :
um i Kópavogi að hún hafi þurft
að fara með köttinn sinn til dýra-
læknis fyrirnokkmm árum. I Ijós
kotn að 22 kaiíbera kúla var i
holdi kattarins. Hafði hann verið
skotinn stuttu áður og var kúlan
fjarlægð úr honum. Kötturinn
lifðiárásinaaf. -pp
Fréttir
Sæplast hf. Dalvík 10 ára:
Afmæli fagnað með
28 milljóna hagnaði
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Á aöalfundi Sæplasts hf. á Dalvík,
sem haldinn verður á 10. afmælisdegi
fyrirtækisins nk. mánudag, verða
lagöir fram ársreikningar fyrirtæk-
isins sem sýna 28 milljóna króna
hagnað af reglulegri starfsemi fyrir-
tækisins á síðasta ári. Aö teknu til-
liti til óreglulegra gjalda og skatta er
niðurstaða rekstrarreiknings fyrir-
tækisins sú að hagnaöur varö á
rekstri þess á síðasta ári sem nam
rúmlega 12 milljónum króna. Á aðal-
fundinum verður lögö fram tillaga
um að greiða hluthöfum 15% arð.
Sem fyrr er mestur hluti sölu fyrir-
tækisins á fiskikerum og nam hann
74% á síðasta ári og þar af var sala
á kerunum ríflega 40%. Liggur það
ekki síst í mjög aukinni sölu á fiski-
kerum til Danmerkur en sala þangað
jókst um 66% á síðasta ári.
Staöa Sæplasts hf. er geysisterk og
voru bókfærðar eignir félagsins í
árlok 1993 378 milljónir króna. Heild-
arskuldir námu 129,5 milljónum og
lækkuðu um 10 milljónir á síðasta
ári. Eigið fé var því 249 milljónir
króna.
Stjórn Einíngar á Suðurlandi. Frá hægri Björgvin Sigurðsson, Hildur G. Gunnarsdóttir, Hrafnkell Proppé, Áslaug
Hanna, Ingunn Alexandersdóttir, Jóhannes Sigurðsson og Guðni Kristinsson. DV-mynd Kristján
Nýtt f élagshyggjufélag
stof nað á Suðurlandi
Kristján Einarsson, DV, SelfossL-
Eining heitir nýtt félag sem stofnað
var á Suðurlandi 12. febrúar. Að
stofnun þessara samtaka stendur
ungt fólk víðs vegar af Suðurlandi
og voru stofnfélagar 40. Markmið
samtakanna er að opna lýðræðisleg-
an vettvang fyrir skapandi umræðu
og félagsstarf ungs fólks.
„Það var ætlunin að fá Ingibjörgu
Sólrúnu til að koma á stofnfundinn
hjá okkur til að undirstrika að við
erum ekki að hugsa um eitthvert eitt
sfjómmálaafl,“ sagði Björgvin Sig-
urðsson, einn stjómarmaður Eining-
ar. „Því miöur gat Ingibjörg ekki
komið vegna anna við sameiginlegt
framboö margra flokka í Reykjavík.
Það er einmitt eitt af okkar markmið-
um að sameina ólík sjónarmið. Fé-
lagið er fyrir alla sem áhuga hafa á
opinni umræðu um nánast öll mál
og skapa lifandi félagsstarf."
Ungir sjalfstæðismenn:
Vilja fá f agmann
í Seðlabankann
- bankinn er ekki dvalarheimili fyrir vigmóða stjómmálaforingja
„Starf seðlabankastjóra er kre-
fjandi og mikilvægt er að þar veljist
hæfileikamenn með fulla starfsorku.
SUS hafnar því að eitt valdamesta
embætti þjóðarinnar sé notað sem
skiptimynt í pólitískum leikfléttum.
Slík vinnubrögð heyra fortíðinni til
og voru fyrir löngu aflögð meðal sið-
aðra þjóða. Ráðamönnum verður að
skiljast að Seðlabankinn er annað en
dvalarheimili fyrir vígmóða stjóm-
málaforingja," segir í ályktun stjórn-
ar Sambands ungra sjálfstæðis-
manna.
Tilefni þessarar ályktímar era
fregnir þess efnis að Davíð Oddsson
forsætisráðherra hafi boðið Stein-
grími Hermannssyni starf seðla-
bankastjóra og að Sighvatur Björg-
vinsson viöskiptaráðherra muni
styðja hann til starfsins. Steingrímur
íhugar nú hvort hann lætur verða
af því að sækja um starfið.
í ályktun stjómar SUS segir að
Seðlabankinn gegni mikilvægu hiut-
verki á íslandi. Hlutverk hans sé að
standa vörð um verðlag og verðgildi
krónunnar. Til að svo megi verða
þurfi að tryggja að bankinn njóti
nauðsynlegs sjálfstæðis en sé ekki
handbendi ríkisstjóma. Að mati
ungra sjálfstæðismanna er sú skipan
mála að veita stjórnmálaflokkunum
aðgang að þremur bankastjórastöð-
um í Selabankanum jarðvegur fyrir
spillingu.
„SUS skorar því á viðskiptaráð-
herra að ráða fagmann til starfans
og tryggja þannig að Seðlabankinn
verði það afl sem honum er ætlað að
vera.“ -kaa
Vestfirðir:
Víðagóð
kúfiskmið
Sigurjón J. Sigurdsson, DV, ísafiröi:
Hafrannsóknastofnun hefur aö
undanförau staðið íyrir rann-
sóknum á kúfiski á Vestfjöröum
eða frá Aðalvik og suður á firði.
Kúfiskskipið Æsa var leigt tíl
leiðangursíns.
Sólmundur Einarsson fiski-
fræðingur var um borð í Æsu út
af Amarfirði og sagði aö rann-
sóknimar hefðu gengið þokka-
lega, „Það er minna af kúfiski í
Djúpinu en ég bjóst viö. Þó eru
þokkaleg svæði út af Hnífsdal-
svík, Sléttuvita og út af Aðalvík.
Það er sérstakt botnlag sem fisk-
urinn lifir í - fínn sandur eða leir
- og hann er helst á þessum stöð-
um. Siðan höfum við fundið ágæt
mið út af Dýrafirði og Önundar-
firði og við vorum að finna 2 góð-
ar breiður út af Arnarfirðinum.
Niðurstöður úr þessum mæl-
fngum - en við fórum einnig í
Húnaílóa og Breiðaíjörð - munu
ekki liggja fyrir fyrr en við kom-
um suður aftur. Þess má geta að
þetta getur orðiö mjög gömul
skepna. Mér skilst að hún hafi
verið mæld allt að 200 ára gömul
í Bandaríkjunum og því munum
við aldursgreina skepnuna um
leíð og við Ijúkum leíðangrin-
um,“ sagði Sólmundur.
Akranes:
Lántökurauknar
tilaðmæta
tekjumissi
Sigurdur Svemason, DV, Akranesi:
Áætlaðar tekjur Akraneskaup-
siaðar í ár eru 479,2 millj. króna.
Rekstrargjöld eru áætluð 393,7
: millj. króna. Til að mæta nokkr-
um samdrætti tekna frá því á sið-
asta ári vegna aðstöðugjaldsmiss-
is þarf bærinn að auka áætlaðar
lántökur um 20 milljónir til þess
að geta haldið uppi svipuðu fram-
kvæmdastigi og verið hefur.
Bæjarstjórn tekur fjárhagsá-
ætlun til síðarí umræðu á fundi
sínum í næstu viku og er ekki
búist við aö stórvægílegar breyt-
ingar verði geröar á henni í með-
forum bæjarstjórnar. Ljóst cr að
svigrúm til framkvæmda er ekki
meira en undanfarin ár.
Helstu framlög bæjarins til
eígnafærörar fiárfestingar í ár
eru vegna bæjarskrifstofa við
Stiflholt, 47,4 miHjónir, og tengi-
byggingar Gntndaskóla 20 milij-
ónir. Þá er ótaiið framlag vegna
framkvæmdasamnings við
Knattspymufélag ÍA upp á 7,8
mifijónir. Alls nema framlög til;
þessa liðs 78,3 milljónum. Til
gjaldfærðrar fjárfestingar em
áætlaðar 64,9 milljónir.