Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 3 Fréttir Annasamir dagar hjá Slökkviliði Reykjavíkur: Ikveikjuf araldur í Reykjavík - Eldfimu efhi skvett á hús og kveikt 1 ruslafötum Slökkviliðið í Reykjavík var kaUað átta sinnum út um helgina vegna elds í húsum eða ruslafotum í eða við hús. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er Ijóst að eldarnir voru kveiktir af manna völdum í sumum tilvikanna en í öðrum tilvikum er enn um grun að ræða. Seint á sunnudagskvöld var eld- fimu efni skvett á gangbrautarskúr á mótum Holtavegar og Langholts- vegar. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og skemmdist skúrinn lítiö. Unnið að slökkvistarfi í Laugardaln- um um helgina en eldur var borinn að kerru í eigu Reykjavíkurborgar. DV-mynd Sveinn Um fjögurleytið aðfaranótt laugar- dags var slökkviliðið kallað aö Selja- braut en þar var eldur laus í rusla- geymslu. Fáeinum mínútum síðar bárust tilkynningar um elda á nokkrum stöðum í Hlíðunum þar sem kveikt hafði verið í ruslatunn- um. Húsráðendum og lögreglu tókst í sameiningu að ráða niðurlögum eldanna. Þá var slökkviliðið kvatt út á laug- ardagsmorgun og síðdegis sama dag bárust fjórar tilkynningar um eld á rúmum þremur klukkustundum. Eldur logaði í ruslafótu við hús við Réttarholtsveg, kveikt var í bakhúsi við Laugaveg, í kerru í Laugardal og útidyrahurð húss við Vesturgötu. Lítið tjón varð í öllum tilvikum. Lögreglan vill koma því á framfæri að svo virðist sem einhverjir ábyrgð- arlausir einstaklingar geri sér að leik að kveikja elda án þess að leiða hug- ann að því hvaða alvarlegu afleiðing- ar það geti haft. Borgarbúar eru beðnir að hafa samband við lögreglu verði þeir varir grunsamlegra mannaferða. Þá er fólk hvatt til að setja sorptunnur, timbur eða annað efni ekki uppi við hús sín. Ef ekki verður hjá því komist er ráðlegt að bleyta svolítið í sorpinu áður en fólk gengur til náða. Granotier sæti geðrannsókn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur varöhaldi undanfamar vikur að úrskurðaö að Bemard Granotier, kröfu Rannsóknarlögreglu ríkis- Frakkinn sem grunaður er um að ins. SamkvæmtheimildumÐVhef- hafa kveikt i safnaðarheimili Bahá- ur hann verið yfirheyrður en ekk- ’ia, skuli sæta geðrannsókn. ertkomiðframsemhalderábyggj- Granotier hefur setið í gæslu- andi. LO :: ! Þeir voru hressir með urriðann sinn viö Elliðavatnið um helgina, bræðurn- ir T ryggvi og Heiðar Haraldssynir, tveggja punda fisk sem veiddist á maök. DV-mynd G.Bender Mokveiði í lóninu í Hvolsá og Staðarhólsá -12 punda urriði í Svínadalnum „Það hafa verið tvö holl hérna með stuttu millibili og það fyrra veiddi 60 bleikjur sem er mjög gott. Næsta holl á eftir veiddi 55 bleikjur. Núna á stuttum tima hafa veiðst yfir 100 fiskar," sagði Sæmundur Kristjáns- son við lónið í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum í fyrrakvöld. „Þetta er mest bleikja sem veiðist en einn og einn sjóbirtingur fylgir með. Þaö er spúnninn og flugan sem gefa best þessa dagana. Þessi mánuð- ur er alveg uppseldur hjá okkur en eitthvað til í júní. Stöngin er seld á 3500,“ sagði Sæmundur ennfremur. „Þaö hefur veiöst einn og einn vænn urriöi í Svínadalnum. Einn stór veiddist fyrir fáum dögum og hann var 12 pund. Þessi fiskur veidd- ist í Þórisstaðavatni og var hann 12 punda bolti,“ sagði Búi Gíslason í Svínadalnum í gærkvöldi. „Það var Eiríkur Þorvaldsson á Akranesi sem veiddi þennan stóra á rækju. Hann var lengi að landa fisk- inum,“ sagði Búi ennfremur. „Veiðin er öll að glæðast í Elliða- vatni, í fyrradag veiddust um 30 fisk- ar á stuttum tíma og þeir stærstu voru 3 pund. Mest var þetta bleikja," sagði Hanna Björk á bænum Elliða- vatni er við leituðum frétta og veiði- menn sem við hittum við vatnið voru á sama máli. Það hafði líka hlýnað verulega. Það er málið. Slaki kominn á kapal með ljósleiðaranum í Hvalfirði: Veiðarfæri færðu liósleiðarann úr stað „Það er ábyrgðarhluti að gera þetta, hluti af landinu gæti orðið sambandslaus tímabundiö. Kapall- inn hefur færst úr stað og það þarf að endurleggja hann. Það er kominn slaki á hann þar sem hann liggur ofan á gróti, slíkt er hættulegt fyrir svona strengi," sagði Páll Jónsson, yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma, í samtali við DV. Komið hefur í ljós að ljósleiðara- kapall, sem liggur í Hvalfirði, hefur færst úr stað þar sem hann liggur á botninum. Páll sagði að kapallinn væri talinn óskemmdur. Talið er fullvíst að veiðarfæri sem dregin hafi verið eftir botninum séu orsök þess að kapallinn færðist úr staö. Líkur eru taldar á að veiðarfæri báts á ígulkeraveiðum hafi átt hér hlut að máli. Strengurinn liggur á botninum skammt vestan áætlaðra ganga und- ir Hvalfjörð. Lega kapalsins er merkt í landi fyrir sjófarendur. PáU sagði að verið væri að skoða möguleika á því hvernig best væri að standa að því aö færa ljósleiðar- ann í upphaflega legu. Hann sagöist búast við að kostnaður við slíkt verk mundi nema einhverjum hundruð- um þúsunda króna. © Husqvarna Og BROTHER saumavélar ★ Allir nytjasaumar ★ Loksaumur (overlock) ★ Auðveldar ★ Léttar ★ Fallegar Gefið gjöf sem endist og endist Verð frá 19.130 stgr. Ath. kennsla og íslenskur leiðarvísir fylgir öllum okkar vélum. Völusteinn hf. Faxafeni 14, 108 Reykjavík Sími 679505 Sérverslun með saumavélar og föndurvörur © Husqvarna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.