Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ1994
9
dv Stuttarfréttir
Fréttir
N-Kórea
Bandaríkjamenn segja að deil-
an varðandi N-Kóreu sé að magn-
ast.
Missasvæði
Fregnir herma aö S-Jemenar
hafi misst enn meira landsvæði i
hendur N-Jemena.
í einkaheimsókn
Einkaheimsókn utanríkísráð-
herra Lýbíu til Parísar lauk fyrir
skömmu.
Bókmenntaverðlaun
Breska rit-
höfundinum
Salman Rus-
hdie, sem hef'ur
verið í felum
síðan 1989,
voru . aíhent
bókmennta-
verðlaun Aust-
ur-
ríkis fyrir árið 1992 en afhend-
ingu verðlaunanna hafði verið
frestað um eitt ár af öryggisá-
stæðum.
EiginkonaWest
Rosemary, eiginkona hins
ákærða flöldamórðinsa, Pred-
ericks West, hefur veriö ákærð
fyrir 6. morðið.
Friðaráætiun
Allt bendir til aö friðaráætlun
í Bosníu verði að engu eftir aö
bardagar brustu út á nýjan leik.
Óeirðir
Blóðugar óeirðir blossuðu upp
á Gaza-svæðinu milli gyðinga-
landnema og PLO manna.
RæðaviðJapana
Bandaríkjamenn og Japanar
hafa hafið viðræður um viðskipti
á ný.
Kínverjar
segjaaðBanda-
ríkjamenn eigi
ekki að skipta
sér af innan-
landsmálum
’Kína en nú eru
aðeins tvær
vikur þar til
Clinton verður að taka afstöðu
varðandi viðskiptasamninga við
Kínverja.
Haítí
Forsætisráðherra Haití, Robert
Malval, segir að hin nýja stjórn
landsins sé ólögleg.
Óeirðir
Ekki hefur tekist að stöðva
óeirðir sem blossað hafa upp í
KwaZúlu-Natal í S-Afríku.
írakar
írakar hafa hafið fund um
mannúðaráhrif efnahagsþving-
anaSÞígarðlandsins. Reuter
Bandaríkln styðja afnám algers banns við hvalveiðum:
Mestu svikin í sögu
umhverfisverndar
- segir Allan Thomton, leiðtogi umhverfisverndarsamtakanna EIA
Umhverfisvemdarsamtök hafa
fordæmt þá ákvörðun bandarískra
stjórnvalda, að undirlagi AIs Gores
varaforseta, að styðja tillögur á árs-
fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í
Mexíkó í næstu viku um að algert
bann við hvalveiðum í ábataskyni
verði afnumið.
A1 Gore hefur beint því til banda-
rískra embættismanna að styðja
endurskoðaöa nýtingaráætlun þar
sem settur er kvóti á hvalastofna sem
ekki era taldir vera í útrýmingar-
hættu.
Umhverfisverndarsamtökin En-
vironmental Investigation Agency,
EIA, sem hafa aðsetur sitt í Washing-
ton, vöruðu bandarískan almenning
við stefnubreytingu stjómvalda í síð-
ustu viku.
„Þetta eru mestu svikin í sögu
umhverfisvemdarhreyfingarinnar.
A1 Gore hefur endaskipti á tuttugu
ára gamalh stefnu Bandaríkjanna
um verndun hvalastofnsins með því
að styðja endurskoðuðu nytjaáætl-
Umhverfisverndarsinnar saka bandarísk stjórnvöld um að hafa gert leyni-
legt samkomulag við Norðmenn um afnám algers banns við hvalveiðum i
ábataskyni.
unina,“ sagði Allan Thornton, leiö-
togi ELA.
Thornton sagði að Gore heíði gert
leynilegan samning við Gro Harlem
Brundtland, forsætisráðherra Nor-
egs, um að nema úr gildi alþjóðlegt
bann við hvalveiðum í ábataskyni frá
árinu 1986.
„Því miður hefur aldrei steðjað
meiri ógn að hvölunum en nú vegna
vaxandi mengunar, eyðingar öson-
lagsins, gróðurhúsaáhrifanna, of-
veiði og dularfulls íjöldadauða,"
sagði Thomton.
Fréttir af óeiningu vegna hvala-
mála berast einnig frá Grænlandi. í
skeyti frá dönsku fréttastófunni Ritz-
au segir að fulltrúar í sameiginlegri
sendinefnd Grænlendinga og Dana á
ársfund hvalveiðiráðsins hafa ekki
náð saman í afstöðunni til griða-
svæðis hvala við Suðurskautslandið.
Allt bendir til að dönsku fulltrú-
arnir muni styðja tillögu um griða-
svæðið en Lars Emil Johansen, for-
maður græniensku landstjórnarinn-
ar, segir hins vegar að hann geti ekki
veitt tillögunni Stuðning sinn að svo
stöddu.
Johansen getur því aðeins stutt til-
löguna um griðasvæðiö að hvalveiði-
ráðið fallist jafnframt á sjálfbæra
hvalveiöi annars staðar en við Suð-
urskautslandið.
Áráslr á feröamenn í Bandaríkjunum:
Réðust á hjón og
skutu konuna til bana
Þýsk kona var skotin til bana og
eiginmaður hennar særðist lífhættu-
lega þegar ráðist var á þau á ferða-
lagi í Kaliforníu í gær. Hjónin voru
á gangi nærri Idyllwild í San Jacinto
fiöllunum í Riverside, um 160 km frá
Los Angeles, þegar nokkrir vopnaðir
menn réðust á þau. Mennimir
rændu hjónin og skutu þau. Konan
lést strax en eiginmanni hennar, sem
hafði fengið skot í andlitið og öxlina,
tókst að ganga aftur til bílaleigubíls
þeirra sem stóð þarna skammt frá.
Lögregluyfirvöld á staðnum hafa
ekki greint frá nöfnum hjónanna en
búið var að ræna öllum skilríkjum
þeirra. Talið er þó víst að þau séu
ferðamenn frá Þýskalandi.
Flogið var með eiginmanninn á
spítala í Palm Springs og hann sam-
stundis skorinn upp en hann er sagð-
ur vera í mikilli lífshættu. Lögregl-
unni hefur ekki gefist tækifæri til aö
yfirheyra hann. „Ég er Þjóðverji,"
var það eina sem manninum tókst
að skrifa niður fyrir sjúkraflutninga-
mann sem kom á staðinn.
Fjölmargar slíkar árásir hafa verið
gerðar á ferðamenn í Bandaríkjun-
um og hafa hrætt marga frá því að
ferðast til Bandaríkjanna.
Nokkrir erlendir ferðamenn vom
myrtir á Flórída á síðasta ári og tveir
japanskir nemendur létust eftir að
þeir höfðu orðið fyrir skotárás í Los
Angelesfyrráárinu. Reuter
Rússneska
mafian ásælist
kjarnavopn
Skipulögö glæpasamtök í Rúss-
landi hafa kerfisbundið verið að
reyna að sölsa undir sig fimmtán
þúsund kjarnaodda. Þetta kemur
fram í grein eftir rannsóknar-
blaöamanninn og handhafa Pu-
litzer-verðlaunanna, Seymour
Hersh, i nýjasta hefti tímaritsins
Atlantic Monthly.
Tímaritið ákvaö aö hirta grein-
ina þótt embættismenn Clintons-
stjórnarinnar heíðu ráðið gegn
því að birtar væru upplýsingar
um tengsl skipulagðrar glæpa-
starfsemi og öryggisgæslu rúss-
neskra kjamavopna.
í greininni kemur fram að rúss-
neskar öryggissveitir hafi lagt
hald á 60 kíló af auðguöu úrani í
april en það nægir til að búa til
þrjár kjamasprengjur á borö við
þá sem varpað var á Hiroshima.
Þá hafa menn einnig áhyggjur
af því, segiri greinirmi, að fréttir
hafi borist af plútónsmygh til
Norður-Kóreu. Bandarískir emb-
ættismenn segja að vopnin séu
geymd á herstöðum þar sem ör-
yggisgæsla sé ekki upp á marga
fiska.______ Reuter
ÚRVAL BÍLA
Tegund Arg . Ek. Verð
Toyota Carina E '93 31 1.670þ.
Subaru Legacy G L 2000 '92 37 1.700þ.
HondaAccord '85 59 500 þ.
NissanSunnySLX '92 46 1.050þ.
NissanSunnySLX '89 60 690 þ.
MMCGalantGLS '87 60 650 þ.
M. Benz190E '87 105 1.690 þ.
Nissan SunnySLX '87 91 430 þ.
Nissan Sunny4x4st. '88 78 590 þ.
M. Benz280SE '81 220 950 þ.
Volvo240GL '88 56 850 þ.
Subaru Justy E12 '91 45 690 þ.
VW Golf sjálfskiptur '90 67 690 þ.
MMCColtGL '87 107 350 þ.
Willy's CJ7 '84 84 690 þ.
Suzuki Samurai '88 70 680 þ.
Mazda626GLX '88 89 780 þ.
Range Rover,4d. '84 122 590 þ.
JaguarXJ6 '85 150 1.950þ.
Óskum eftir
Daihatsu Charade ’90-’91,
Nissan Sunny ’91-’93
MMC Pajero ’92-’93.
Opið: mánudag til föstudags
kl. 9.30 til 19.00.
Laugardaga kl. 10.00
tll 17.00.
d) BMUT HF.
Borgartúni 26
Símar 617510 og 617511
ÚtmSFEIil
ÚÍIAIiSTAfi
r meo 7 7
URVAL*UTfN
Sumarleikur tímaritsins Úrval og
ferðaskrifstofunnar Úrval - Útsýn
Tímaritiö Úrval efnirtil samkeppni um skemmtilegustu frásögnina í
samvinnu viö feröaskrifstofuna ÚrvaÞÚtsýn. Samkeppnin er ætluö öllu
fólki, ungu sem öldnu, sem hefurfrá einhverju skemmtilegu aö segja.
Setjist nú niöur og setjiö á blað atvikin eöa uppákomurnar sem þú eöa
þínir hafiö getaö gert góðlátlegt grín aö. Sögurnar, sem mega ekki vera
lengri en 80 orö, veröa síðan birtarí júlí-ágúst hefti tímaritsins Úrval.
Höfundur skemmtilegustu sögunnar hlýtur í
ritlaun vikudvöl fyrir tvo á sólarhótelinu Barcelo
Cala Vinas á perluströnd Miöjaröarhafsins, Cala
Vinas. Barcelo Cala Vinas er á undurfögrum og
notalegum staö á Mallorca, rétt við
Magaluf-ströndina. Einnig eru í verðlaun 20
ársáskriftir aö tímaritinu Úrval.
Sendiö frásögnina til: Tímaritið
Úrval-Sumarleikur, Þverholti 11,105
Reykjavík.