Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 Bo Almquist, þjóðfræðideifd Unl versity Coilege, t.v., ásamt Egg erti Ásgeirssyni og Sigrfði Dag- bjartsdóttur þegar bókagjö þeirra hjóna var afhent. DV SaintEfienne meðtónleikaí Reykjavík Breska hljómsveitin Salnt Eti- enne mun koma til íslands og halda tónleika í nýja Kolaports- húsinu 10. júní. Hljómsveitin hef- ur gefið út þrjár breiðskífur sem hafa hlotið lof gagnrýnenda og almennings. Alls koma 12 manns hingað í tengslum viö tónleikana. Páll Óskar Hjálmtýsson og Svala Björgvinsdóttir munu hita upp fyrir hljómsveitina. Lokatónleikar Söngskólans Sex nemendur útskrifast frá Söngskólanum í Reykjavík í ís- lensku óperunni í kvöld. Loka- tónleikai* sltólans verða við það tækifæri þar sem fram koma nemendur úr efri stigmn söng- námsins. Burtfararprófi luku Elín Huld Áimadóttir og Guðrún Finnbjarn- ardóttir. Söngkennaraprófi luku Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Harpa Harðardóttir. Einsöngv- araprófi luku síðan Alda Ingi- bergsdóttir og Guðrún Jóhanna Jónsdóttir. Með þessum skólaslitum lýkur 21. starfsári Söngskólans í Reykjavík. Hafa 160 nemendur stundað nám við skólann í vetur, 120 við fullt nám í dagskóla og 40 nemendur á kvöldnámskeiðum. 34 kennarar eru starfandi við skólann. Tönleikarmeð Sigríði EKIu Ég bið að heilsa er yfirskrift tónleika sem Sigríður Ella Magn- úsdóttir söngkona og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari munu halda í íslensku óperunni á þriðjudaginn eftir viku. Langt er um hðið frá því Sigriöur Ella hélt siðast tónleika hér á landi en hún býr og starfar í London. Efnisskrá tónleikanna verður á þjóðlegu nótunum en sungnar veröa margar af perlum íslenskra tónbókmennta. Barpartilborg- arinnar Leikritið Barpar eftir Jim Cartwright, sem Leikfélag Akur- eyrar hefur sýnt viö góða aðsókn í vetur, verður meðal listvirð- burða á Listahátíð í Reykjavik í næsta mánuði. Verður verkið sýnt í Lindarbæ. Barpar gerist á bar sem rekinn er af hjónum og lýsir einni kvöldstund á barnum. íslendingurspil- arKvartettum endaloktímans Eyþór Eðvarðsson, DV, Amsterdara: Á kammertónleikum, sem haldnir voru á laugardag í Gra- vensteen kastalanum í Gent í Belgíu, lék ungur íslenskur klarí- nettuleikarí, Rúnar Óskarsson, kvartett í einu merkasta tónverki Oliver Messian, Kvartett um endalok tímans. Rúnar, sem stundar klarínettu- nám viö Sweelinck-tónlistaraka- demiuna í Amsterdam, var sér- staklega valinn af kennara aka- demiunnar til að leika þetta erf- iða verk. Verkið er í átta hlutum og tekur um klukkustund í flutn- ingi. Kvartett um endalok tímans telst til frægarí kammerverka sem samin hafa verið en það var samið í fangabúöum nasista í síð- art heimsstyijöldinni og fjallar um lúna stórkostlegu friðarsýn sem endalokum tímans fylgja. Merming Ritið „Lýðveldið ísland 50 ára“ komið út: Bók um ísland Bamaópera á Fáskrúðsfirði: Mjallhvít og dvergamir sjö fyrir börn - útgefendur vonsviknir með afar lítinn flárstuðning dögunum. Um áttatíu manns komu að sýningunni auk fjölda foreldra. Eyjólfur Ólafsson var tónhstar- kennari í Rovaníemí í Finnlandi um árabil en þar var óperan frumflutt. Að þessu sinni voru sýningar á óper- unni á Breiðdalsvík, Borgarfirði eystra og Reyðarfirði og voru undir- tektir mjög góöar. Þess má geta að Eyjólfur átti 50 ára afmæli daginn sem sýningin var á Borgarfirði eystra. Þar sýndu Borg- firðingar mikla gestrisni. Buðu þeir öllum leikendum, foreldrum og starfsfólki sýningarinnar, alls um eitt hundrað manns, til glæsilegrar veislu aö sýningu lokinni. Með aðalhlutverk í sýningunni fóru Margrét Jóna Óðinsdóttir, sem lék Mjallhvíti, Henry Ö. Magnússon, sem lék prinsinn, Amfríður Hafþórs- dóttir, sem lék nornina, Gunnar Ó. Ólafsson, sem lék veiðimanninn, Brynja D. Þórarinsdóttir, sem lék tígrisdýrið, og Katrín Högnadóttir, sem lék drottninguna. Sögumaður var Anna B. Pálsdóttir og leikstjóri Magnús Stefánsson. Höfundur dansa var Pálína Mar- geirsdóttir danskennari. Búðahrepp- ur styrkti uppfærslu bamaóperunn- ar. „Hugmyndin að bókinn kviknaði þegar við urðum þess áskynja að mörg íslensk börn hafa ekki hug- mynd um af hverju 17. júní er hald- inn hátíðlegur. Það er lítið til af bók- um um ísland fyrir börn og okkur fannst því tilvalið að gera barnabók sem gæti útskýrt fyrir börnum hver við værum. Við ákváðum síðan að stefna að útgáfu ritsins á 50 ára af- mæli lýðveldisins," sagði Sigrún Klara Hannesdóttir hjá útgáfu- og dreifmgarfyrirtækinu Lindin hf. í samtali við DV. Lindin hf., sem er í eigu fjögurra kvenna, hefur gefið út ritið „Lýðveld- ið ísland 50 ára“ sem sérstaklega er ætlað ungu fólki. í ritinu, sem er 32 blaðsíður og ríkulega myndskreytt, er fjallað um helstu atburði í sögu þjóðarinnar frá landnámsöld fram til okkar daga og skýrt frá því hvernig stjóm íslenska lýðveldisins er hátt- aö. Höfundur texta er Elías Snæland Jónsson, en hann hlaut íslensku barnabókaverðlaunin árið 1993. í inngangi segir: „Hvemig byggðist ísland? Hvers vegna var Alþingi stofnaö á Þingvöll- um? Hvað varð til þess að íslending- ar glötuðu sjálfstæðinu? Hver voru lífskjör íslendinga á tímum einveldis danskra konunga og einokunar- verslunar útlendinga? Hvaða ein- staklingar höfðu forystu um baráttu þjóðarinnar fyrir sjálfstæði? Hvaða áfangar skiptu þjóðina mestu máli á leiðinni til fullveldis og frelsis sem endaði með stofnun lýðveldis? Hvernig er stjóm lýðveldisins hátt- að? Frá því segir í þessu afmælisriti sem gefiö er út í tilefni af hálfrar ald- ar afmæli lýðveldisins." Gefa átti öllum grunnskólabörnum „Við héldum að útgáfa bókarinnar væri það þýðingarmikið verk að við gætum fengið einhverja aðila, t.d. banka, til að hjálpa okkur við að koma henni út. Hugmyndin var að gefa hverju einasta barni á grunn- skólaaldri eina bók sem minjagrip um lýðveldishátíðina. En þar sem við höfum víðast hvar komið að lokuð- um dyram verður hugmyndin því miður ekki að veruleika, við verðum að selja bókina. Útgáfa bókarinnar er okkur mikið ánægjuefni en þessar dræmu undirtektir við styrktar- beiðnum valda okkur miklum von- brigðum," sagði Sigrún Klara. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, skoðar ritið „Lýðveldið Island 50 ára“ ásamt Gunnhildi Manfreðsdóttur og Herdísi Hall frá Lindinni og Elíasi Snæland Jónssyni rithöfundi. Fékk Vigdís fyrsta eintak ritsins að gjöf. DV-mynd GVA Ægir Már Kristmsson, DV, Fáskrúösfiröi: Barnaóperan Mjallhvít og dverg- arnir sjö eftir Eyjólf Ólafsson, kenn- ara við Tónskóla Fáskrúðsfjarðar, var sýnd í félagsheimilinu Skrúð á Frá æfingum á barnaóperunni Mjallhvít og d vergarnir sjö. DV-mynd ÆK snýraftur Þjóðleikhúsiö hefur ákveðið að taka aftur til sýningar leikritiö Kæra Jelenu eftír Ljudmilu Raz- umovskaju en leíkritið sló öll sýningarmet á Litla sviðinu leik- árið 1991-1992. Veröur leikritið sýnt 5 sinnum í mai og 5-6 sinn- um í júní. Leikarar í Kæru Jelenu eru Anna Kristin Arngrímsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Hilmar Jónsson og Halldóra Björnsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Ólafi Jóhanni enn hrósað í sunnudagsútgáfu breska dag- blaðsms Indipendent 8. maí si. mátti lesa stuttan en jákvæöan bókardóm um bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Absolution eða Fyr- irgefningu syndanna. Segir að stíll bókarinnar sé knappur og þurr sem haldi lesandanum í spennu. Bókin sé „köld og krist- altær". Gefa 2 milljónir ungahringsins Þýsku fyrirtækin AEG, Beck’s, Lift Materiai og Robert Bosch ásamt Bræðrunum Ormsson hafa gefið tvær milljónir króna til að styrkja uppfærslu Listahátíðar í Reykjavík á Niflungaliringnum eftir Richard Wagner. Hefst Iistahátiö 27. maí með hátíöar- sýningu á þessu viöamikla verki. Um 130 manns taka þátt í sýning- unni. Fjallkonurí fimmfiu ár Fjallkonur i fimmtiu ár heitir bók sem er að koma út og hefur að geyma ávörp Fjallkonunanr í 50 ár. Er um að ræða ritverk 22 íslenskra skálda. Ýmsar þekktar konur hafa fárið með hlutverk Fjallkonunnar sl. 50 ár á 17. júní á Þingvöllum og í Reykjavík. Er fjöldi mynda í bókinni sem er um 240 bls. og Sigríði Dag- þegar bðkagjöf var afhent. íslensk bóka- gjöf í Dublin Hjónin Eggert Ásgeirsson og Sigríöur Dagbjartsdóttir gáfu írsku þjóöfræöideildinni í Uni- versity Gollege í Dublin mikla bókagjöf á dögunum, 125 bindí um íslensk þjóðfræöi og skyld efni. Er um aö ræða þýðingar- mikið fraralag til gagnkvæms rannsóknarstarfs íra og íslend- inga á sagna- og þjóðfræðiarfi þjóðanna. Við þjóðfræðideild University College var fyrir gott úrval íslenskra bóka sem byggð- ist á safni íslandsvinarms Will- iam Craigie. Ástæöa gjafarinnar er áhugi þeirra hjóna á sameigin- legri menningu landanna og er von þeirra að bækurnar megi verða til aö efla rannsóknir á þeim vettvangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.