Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 Fréttir orðum Magnúsar Greenpeace-samtökin hafa látiö frá sér fara fréttatilkynningu þar sem þau visa því á bug aö þau hafi hrundiö af stað ófrægingar- herferð gegn Magnúsi Guö- mundssyni kvikmyndageröar- manni. Segir í fréttatilkynning- unni að þau hafi einungis bent á tengsl hans við hagsmunaaðila. í DV á Iaugardag sagðist Magn- ús hafa undir höndum skeyti og gögn úr skjalasafni Greenpeace þar sem fram kemur að hafm sé alþjóöleg herferð gegn honum og ætlunin sé að grafa undan stuðn- ingi almennings við hann hér á landi. EnnfremursagðistMagnús hafa komist yfir kiukkutimaefni af upprunalegum upptökum af áróöri Grænfriðunga gegn sjó- mönnum í Venesúela. Þar hafi þeir verið sakaðir um að stunda pyndingar á höfrungum sér til gamans. Saka Magnús um róg í fréttatilkynningunni vísa Gre- enpeace-samtökin því einnig á bug að þau hafi staðið að gerð myndar um smáhvaladráp í Ve- nesúela. Segir í fréttatilkynning- unni að Magnús beiti rógtækni sem felist i þvi að koma úmhverf- issamtökum í varnarstöðu og neyöi þau til að afneita fölskum og tilbúnum ásökunum. „í Ijósi skammtíma hagsmuna hefúr áróðri Magnúsar veriö hampaö. Starf Greenpeace er snýr að vemdun sjávar gegn mengun, afvopnun á höfum úti, tllraunum með kjarnavopn, banni gegn notkun ósoneyðandi efna, banxú gegn losun geisla- virks úrgangs í hafið, gróðurhús- áhrifúm og ábyrgri stjórnun fisk- veiða - svo dæmi séu nefhd - hefur ekki fengið þá umfjöllun sem nauösyn ber til. Þetta er ekki slst ömurlegt í ljósi þess að frain- tíöaröryggi islendinga er alvar- lega ógnað ef málstaöur um- hverfisvemdar lýtur í lægra haldi.“ Aukin samkeppni olíufélaga 1 kjölfar nýrra laga: Væntum þess að olíu- verðið lækki núna - segir Kristján Ragnarsson „Við væntum þess að fá oliu til fiskiskipa ódýrari núna. Nú er kvöð, sem lögð var á olíufélögin um að selja olíu til allra á sama verði, afnumin. Nú kemur það 1 ljós hvort útgerð, sem er að kaupa tugi þúsunda lítra af olíu í hvert skipti, þarf að greiða jafnhátt verð og einn húseigandi er að greiða fyrir olíu heim á bæ til sín,“ sagði Kristján Ragnarson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við DV. Ákvæði í lögum um flutningsjöfn- unargjöld um að olíufélög skuli selja öllum viðskiptavinum olíu á sama verði hefur verið afnumið með breyt- ingartillögu sem samþykkt var á Al- þingi. Jafnframt tekur gildi ákvæði sem kveður á um að erlendum skipa- félögum þurfi ekki að selja olíu á sama verði og innlendum viðskipta- vinum. Vilhjálmur Egilsson, formaður Verslunarráðs íslands, sem sat í efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is, sagði við DV í gær að með þessu væri búið að stíga skref til að leysa upp það verðjöfnunarkerfi sem í gildi hefur verið. Þó hefði ekki náðst sam- komulag um nema lágmarksbreyt- ingar á því flutningsjöfnunarkerfi sem hefur verið í gildi. Margir hefðu viljað afnema flutningsjöfnunarkerf- ið og koma á frjálsri samkeppni. Slíkt myndi væntanlega leiða til lægra ol- íuverðs. Kristján Ragnarson kvað LÍÚ mimu koma því á framfæri við full- trúa útgerðanna að samkeppni sé fram undan: „Við munum að sjálfsögðu gera það til að mönnum skfijist að nú getur orðið samkeppni á milli olíufélag- anna þrátt fýrir að þessi verðjöfnun haldi áfrarn," sagði Kristján. „En svo einkennilegt sem það er þá var það þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, hins frjálsa framtaks, sem felldi til- lögu um að þetta verðjöfnunarkerfi yrði lagt af - þannig hefði full sam- keppni ríkt eins og við teljum að eigi að gera,“ sagði hann. Þeir voru ekki háir í loftinu, krakkarnir sem höfðu raðað sér upp við skiöalyftuna í Böggvistaðafjalli við Dalvík í siðustu viku enda var þar að hefjast námskeið fyrir krakka á aldrinum 4-6 ára. Eftirvæntingin skein úr hverju andliti en það var samt timi til að lita aðeins í átt að myndavélinni. DV-mynd gk Sjálfstæðis- flokkur fengi 5 bæjarfulltrúa Félagsvísindastofnun gerði könn- un meðal kjósenda í Kópavogi 11.-12. maí sl. Stuðst var við 600 manna slembiúrtak. Alls fengust svör frá 418 en það er 69,7% svarhlutfall. Svarendur voru spurðir um hvað þeir myndu kjósa ef bæjarstjórnar- kosningar færu fram á morgun. Þeir sem sögðu „veit ekki“ voru spurðir áfram: En hvaða flokk eða lista held- urðu aö líklegast sé að þú myndir kjósa? Ef miðað er viö niðurstöður beggja spuminganna samanlagt fengi Al- þýðuflokkur tæp 20% atkvæða, Framsóknarfiokkur fengi tæp 15%, Sjálfstæöisflokkur um 42%, Alþýðu- bandalag fengi rúm 17% og Kvenna- hsti tæp 7% atkvæða ef aðeins er tekið mið af þeim sem tóku afstöðu. Sjálfstæðisflokkur væri þannig áfram með 5 bæjarfulltrúa. Alþýðu- flokkur myndi tapa einum bæjarfull- trúa, Framsókn myndi bæta við sig einum, Alþýöubandalag stæði í stað með tvo bæjarfulltrúa en Kvennalisti fengi engan. Á bak við grímurnar Auglýsing Sjálfstæðisflokksins í Mogganum á sunnudaginn, þar sem birt var mynd af grímuklædd- um frambjóðendum R-hstans, hef- ur svo sannarlega vakið athygli. Og slegið í gegn. Galdurinn við þessa auglýsingu er sá að hér er farið inn á nýja braut, áður óþekkta. Hér er hafist handa um að auglýsa eftir fram- bjóðendum andstæðinganna í stað þess að auglýsa upp sitt eigið fólk. Sem er auðvitað miklu árangurs- ríkara. Sjálfstæðisflokkurinn við- hafði prófkjör þegar hann valdi fólk á hsta sinn og bæði fyrir og eftir prófkjörið var ljóst að reyk- vískir kjósendur voru htt hrifnir af þeim frambjóðendum sem völd- ust í prófkosningunum. Það var jafnvel gripið til þess ráðs að breyta um borgarstjóraefni og Markús Örn taldi það skynsamlegast í stöð- unni að hætta eftir að hann var kosinn til að draga úr þeirri nei- kvæðu athygh og andstöðu sem frambjóðendur D-hstans höfðu meðal kjósenda. En aht kom fyrir ekki og fylgið hefur mælst svona og svona og þegar fyrir hggur að frambjóðend- ur D-hstans hafa ekki burði th að laða fylgi að flokknum þá er miklu betra að vekja athygli á frambjóð- endum andstæðinganna og auglýsa eftir þeim. Kenningin er sem sagt þessi: ef okkar frambjóðendur eru ekki nógu góðir þá eru frambjóð- endur R-hstans hálfu verri. Þessi hræðslupóhtík hefur oft gefist vel og því ekki að reyna hana þegar fokið er í öh önnur skjól. Næst er auðvitað að grafast fyrir um fortíð þessa fólks og auglýsa það í Mogganum. Segja frá því hvemig sakaskrá þeirra htur út, hvaða sifjaspell mótframbjóðend- umir hafa unniö, hvaða fjármála- vafstri þeir em tengdir, hvers kon- ar skítakarakterar þetta era. Nú er um að gera að hossa sér á þessu og koma því rækhega th skha með- al kjósenda hversu hroðalegt og andstygghegt fólk það er sem er að reyna að ná borginni af íhaldinu. Grafa undan þeim með öllum ráðum, benda fólki á aö þetta eru dulbúnir frambjóðendur sem fela sig á bak við grímur af sjálfum sér og viha þannig á sér heimhdir. Hugsunin á bak við þessa taktík er sú að hræða kjósendur, hræða lífið úr lúkunum á þeim og skapa ofsahræðslu í borginni með því að vara við andstæðingunum. Ef þiö kjósið ekki D-hstann þá erað þið að kjósa yfir ykkur borgarfuhtrúa sem borgarbúum stafar hætta af. Það má ekki gerast. Það má ekki undir nokkrum kringumstæðum tapa borginni í hendur shkum óþjóðalýð sem leyfir sér að bjóða fram gegn D-hstanum. Sérstaklega af því andstæðingamir hafa sam- einast og era þess vegna vondir við Sjálfstæðisflokkinn sem ahs ekki átti von á sameiginlegum hsta. Andstæöingamir beita rangindum með því að sameinast og þegar þeir segjast vera á einum hsta þá era þeir í rauninni á mörgum hstum og frá mörgum flokkum sem aht kemur í Ijós þegar grímumar faha að kosningum loknum. Já, taktíkin er að hræða og beina kastljósinu að vonda fólkinu á R- hstanum og sjá th þess að hinn raunverulegi Alfreð og hin raun- verulega Ingibjörg Sólrún komi fram í dagsljósið. Þá mun fylgið sópast aftur að D-hstanum því eng- inn vhl að sjálfsögðu að R-hstinn nái völdum meö framboði á fólki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ímugust á. Sjálfstæöisflokkurinn er nefni- lega eini flokkurinn í borginni sem veit best hvaða fólk er í lagi og ekki er í lagi. Fólkið sem kaus í prófkosningunum veit það ekki einu sinni. Hvað þá kjósendur sjálf- ir. Þess vegna hætti Markús og Ámi tók við og þess vegna er nú verið að vekja athygli á skítapakk- inu á R-hstanum. Ef við erum vondir þá era þeir verri. Það er mottóið. Það er kenningin. Á bak við framboðsgrímumar leynist hættulegt fólk, vont fólk. Kosningabaráttan verður að ganga út á það að draga þetta vonda fólk fram í dagsljósið. Skítt veri með málefni. Skítt veri með eigin fram- bjóðendur. Aðalatriðið er að hitta á veiku punktana hjá R-hstanum og rakka þá niður sem liggja best við höggi. Þannig mun D-listinn vinna glæshegan sigur í vor. Lyk- illinn að sigrinum er fólginn í veik- leikum andstæðinganna. Þaö er stærsti lykillinn sem Sjálfstæðis- flokkurinn býöur upp á ef þið kjós- ið rétt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.