Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 13 PV_________________________________________________ Úr skýrslu félagsmálaráðherra um skuldir heimilanna: Skuldir fólks mestar á aldrinum 31-3 5 ára - en lækka hratt eftir að þeim aldri er náð Hver fjögurra manna flölskylda í landinu skuldaði 3.875 þúsund krón- ur í árslok 1993, eða að meðaltali 116% af ráðstöfunartekjum. Til sam- anburðar námu skuldir heimilanna árið 1980 25% af ráðstöfunartekjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fé- lagsmálaráðherra um skuldastöðu heimilanna. AUs nema skuldir íslenskra heim- ila 256 milljörðum króna og benda áætlanir til að þær hafi aukist um 26 milljarða á síðasta ári, eða að raungildi um 8,7%. Þær hafa vaxið hratt síðasta áratug, hafa t.d. 6,1- faldast frá 1980-1993 sem samsvarar 15% aukningu á ári. 31-35 ára skulda mest í skýrslunni kemur fram að þeir sem hafa lægstu tekjumar skulda hlutfallslega mest, þ.e. skuldahlut- fallið lækkar eftir því sem tekjur aukast. T.d. greiða hjón sem eru með árstekjur undir 1 milljón að meðal- tali um 20% tekna sinna í vexti en hjón með árstekjur yfír 5 mUljónir einungis tæp 5%. Þá eru skuldir mestar á aldursbil- inu 31-35 ára og lækka hratt eftir að þeim aldri er náð. 67% íbúðareigenda 50 ára og eldri búa í skuldlausum íbúðum og 70% inneigna einstakl- inga í innlánsstofnunum eru í eigu 50 ára og eldri. Heildarútlán lánastofnana til heimilanna hafa aukist úr 18-19% í 35-36% á síðustu 13 áram og er skýr- inganna einkum aö leita í breyting- um á íslenskum flármagnsmarkaði þar sem markaðurinn ræður mun meiru um ráðstöfun lánsflár en áð- ur, háum vöxtum, einkum á síðari hluta tímabilsins, og lækkun kaup- máttar á undanfórnum árum. Skuldastaða heimilanna Skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum 25% 1980 1993 Lán til heimilanna sem hlutfall af heildarútlánum lánastofnana 1980 mSmM '92-'93 I* Meðaltal vaxtagreiðslna hjóna miðað við árstekiur Undir 1 milljón Yfir 5 milljónir DV I skýrslu félagsmálaráðherra kemur fram að hver fjögurra manna fjölskylda í landinu skuldar að meðaltali 3.875 þúsund krónur og eru skuldir mestar á aldursbilinu 31-35 ára en lækka hratt eftir að þeim aldri er náð. DV-mynd BG Vinningshafi í áskriftargetraun DV: Munar um 30 þúsund „En frábært, það munar aldeilis um 30 þúsund krónur," sagði Ásta Brynjólfsdóttir, þroskaþjálfi í Reykjavík, þegar DV tilkynnti hermi að hún hefði verið dregin út í áskrift- argetraun DV og hlotið 30 þúsund króna vöraúttekt í 10-11. „Ég hef séð myndir af vinningshöf- unum í blaðinu en bjóst aldrei við að verða dregin út sjálf. Ég þakka fyrir mig,“ sagði Ásta sem hefur ver- ið áskrifandi í 4-5 ár. Þau era flögur í heimili og kemur vöraúttektin sér væntanlega vel. Sex skuldlausir áskrifendur era dregnir út mánaðar- lega fram í júní og hljóta þeir 30 þús- und króna vöraúttekt hver, ýmist í 10-11, Bónusi eða Nóatúni. Ásta heldur hér á skjalinu góða en gegn framvísun þess fær hún 30 þúsund króna vöruúttekt í 10-11. DV-mynd GVA Neytendur Stífluð renna Stiflaðar niðurfallspípur úr þakrennum geta valdið ýmsum vandræðum, einkum þeim sem hafa stór lauf- eöa barrtré rétt við húsið. Getm- oft reynst erfitt að ná stlflu úr slíkri pípu. Oft er hægt að leysa þetta með finriðnu neti, t.d. hænsnaneti. Er það þá vafið saman i dálítinn bolta og látið í niðurfallsopið. Lauf og rusl kemst ekki niður í pípuna en vatniö seytiar sína leið. Gertvið veggfóður Silikonkvoða hentai* mjög vel til viðgerðar á vinylveggfóðri. Slétta má kvoðuna með fingri sem vættur hefur verið í sápu- vatni og síðan er hægt að mála yfir með vatnsmálningu í svipuð- um lit og veggfóðrið. Góðurvatns- dreifari Taktu stóra, tóma plastflösku og gataðu annan helming hennar. Gerðu síðan gat þvert í gegnum endann á slöngu og á ílöskustút- inn. Rektu nagla í gegnum götin og tengdu þannig stút og slöngu. Hinn slönguendann tengir þú viö vatnskrana og er þetta þá orðinn hinn ákjósanlegasti vatnsdreifari á grasfiötina. Bílrúóan Þessi þvottavökvi hefur ýmsa kosti fram yfir aðkeypt efni. Biandaðu saman l tsk. af tljótandi uppþvottaefni, l Iitra af vatni og 1 dl af rauðspritti. Rauðsprittið hindrar ismyndun. Lakkviðgerðir Tómt glas undan naglalakki hentar vel til viðgerða á höggnu billakki. Þrífðu glasiö og pens- ilinn vandlega. Láttu dálitið bíl- lakk í glasið og skrúfaðu pens- ilinn vandlega á. Pensillinn er alltaf tiltækur i flöskunni og hún er alltaf innan seilingar i bilnum þegar á þarf að halda, Garðyrkju- skrá Búðu tíl garðyrkjuskrá til eigin nota. Merktu allar jurtir inn í hana og hafðu yfirlii yfir inn- kaup. Límdu í hana hvers kyns ráðleggingar, upplýsingar af fræ- pokum o.fl., skrifaðu inn áburð, úðun o.þ.h. Það er þægilegt að hafa þessar upplýsingar tiltækar frá ári til órs. FERÐIR /////////////////////////////// 12 síðna aukablað um ferðir utanlands fylgir DV á morgun. I blaðinu verða upplýsingar um helstu sumarleyfisstaðina sem ferðaskrifstofurnar bjóða upp á í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.