Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
25
Afmæli
Þórarinn Stefánsson
Þórarinn Stefánsson, fyrrverandi
smíðakennari að Laugarvatni, Dal-
braut 20, Reykjavík, er níræður í
dag.
Starfsferill
Þórarinn er fæddur á Víðilæk í
Skriðdal í Suður-Múlasýslu. Hann
lauk sveinsprófí í húsgagnasmíði í
Reykjavík 1931.
Að loknu prófl réðst Þórarinn sem
kennari í smf ði og teikningu við
Héraðsskólann á Laugarvatni en
auk kennslunnar var honum falin
verkstjóm við flestar framkvæmdir
á vegum skólans. Jafhframt störfum
sínum fyrir skólann gegndi hann
ýmsum trúnaðarstörfum á staðnum
ogfyrir Laugardalshrepp. Þórarinn
var póst- og símstjóri á Laugarvatni
1950-67, var skógarvörður fyrir
Skógrækt ríkisins þar 1950-1971, í
hreppsnefnd Laugardalshrepps
1954-70 og formaður skólanefndar
Húsmæðraskóla Suðurlands á
Laugarvatni 1960-71.
Þórarinn og kona hans, Guð-
munda Margrét Guðmundsdóttir,
bjuggu á Laugarvatni um fjörutíu
ára skeið en þau hafa verið búsett
íReykjavíkfrál971.
Fjölskylda
Þórarinn kvæntist 23.9.1932 Guð-
mundu Margréti Guðmundsdóttur,
f. 19.3.1908. Foreldrar hennar: Guð-
mundur Magnússon, trésmíða-
meistari í Vestmannaeyjum, og
kona hans, Helga Jónsdóttir.
Börn Þórarins og Guðmundu
Margrétar: Ema Helga, f. 1933, hús-
stjórnarkennari og hótelstjóri, gift
Daníel Emilssyni húsgagnasmíða-
meistara; Stefán Guðmundur, f.
1934, forstöðumaður rekstrardeild-
ar Seðlabankans, kvæntur Láru
Samúelsdóttur myndmenntakenn-
ara. Þórarinn og Guðmunda Mar-
grét eiga sjö barnaböm og átta
bamabarnabörn.
Þórarinn Stefánsson.
Alsystkini Þórarins vom níu en
sex þeirra eru látin. Hálfsystkini
hans erufimm.
Foreldrar Þórarins: Stefán Þórar-
insson, hreppstjóri á Mýrum í
Skriðdal, og fyrri kona hans, Jónína
Salný Einarsdóttir.
Þórarinn er að heiman á afmælis-
daginn.
Merming
Minningartónleikar
um Hauk Morthens
Haukur Morthens skipar sérstakan sess í íslenskri
dægurlagasögu. Hann söng sig inn í hjörtu að minnsta
kosti tveggja kynslóða og enn sækja upprennandi tón-
listarmenn efni í smiðju hans. Minningartónleikar
þeir um Hauk Morthens, sem haldnir vora í Súlnasal
Hótel Sögu síðastliðið sunnudagskvöld, báru þess
glöggt vitni, aldursmunur á elsta og yngsta söngvaran-
um, sem fram komu á tónleikunum, var fast að þvi
sextíu ár. Tónleikamir vora sérstaklega vel heppnaöir
en granninn að því lagði tíu manna hljómsveit Ólafs
Gauks. Ólafur útsetti öll lögin fyrir hljómsveitina og
voru útsetningar hans smekklegar og lausar við of-
hleðslu. Hljómsveitin skilaði sínu hlutverki með mikl-
um sóma en hana skipuðu menn sem allir höfðu ein-
hvern tímann verið með Hauki: Carl Möller, Þórir
Baldursson, Reynir Sigurðsson, Einar Bragi Bragason,
Björn R. Einarsson, Ámi Scheving, Guðmundur Stein-
grímsson, Steingrímur Guðmundsson og hljómsveitar-
stjórinn Olafur Gaukur. Fleiri hljóöfæraleikarar komu
fram og spiluðu undir hjá einstökum söngvurum.
Árni Elfar og Ómar Axelsson léku ásamt Guðmundi
Steingrímssyiú undir hjá HaUbjörgu Bjarnadóttur og
Kristni Hallssyni og Guðni Þ. Guðmundsson lék undir
söng Öldu Ingibergsdóttur. Þeir feðgar Eyþór Þorláks-
son og Sveinn Eyþórsson léku svo framsamið efni fyr-
ir tvo gítara. Söngvaramir voru alls tuttugu og sungu
sitt lagið hver: Ragnar Bjarnason, Hjördís Geirsdóttir,
Jóhann Helgason, Svanhildur Jakobsdóttir, Bjarni
Arason, Jóhanna Linnet, Garðar Guðmundsson, Bjöm
R. Einarsson, Björgvin Halldórsson, Anna Mjöll Ólafs-
dóttir, Stefán Hilmarsson, Skapti Ólafsson, Jón Kr.
Ólafsson, PáU Óskar Ifjálmtýsson, Stefán Jónsson og
Linda Walker sungu með hljómsveitinni og er þá
Megas einn ótahnn en hann söng við eigin undirleik.
Eins og sjá má af þessari upptalningu þá kenndi
ýmissa grasa á tónleikunum en mér virtist PáU Óskar
Tónlist
Ársæll Másson
kveikja einna mest í salnum enda stuðkaU mikiU og
skemmtUegur á sviði. Að öðru leyti verður ekki gert
upp á miUi þessara frábæra skemmtikrafta sem þarna
komu fram enda þjónar það engum tilgangi. Það sem
situr eftir af svona tónleikum er ekki stjörnuleikur
einstakra manna heldur það andrúmsloft sem Haukur
Morthens kom með í íslenska dægurtónlist. AUur þessi
skari listafólks hefur orðið fyrir áhrifum frá Hauki
og Ust hans. Það var fuUt hús áhorfenda þetta kvöld,
á aldrinum tuttugu ára til áttræðs. Það sýnir aö Hauk-
ur á aðdáendur á öUum aldri og hann er ástsælasti
dægurlagasöngvari sem þjóðin hefur átt. Ég vU þakka
aðstandendum tónleikanna og Ustamönnunum öUum
fyrir verulega ánægjulega kvöldstund.
Sviðsljós
>
í hringiðu helgarinnar
Sunnudaginn 15. maí vora haldnir minningartón-
leikar um söngvarann Hauk Morthens í Súlnasal Hót-
el Sögu. Þar komu fram tónlistarmenn sem léku með
Hauki Morthens á sínum tíma. Söngvarar sem komu
fram vora bæði af eldri og yngri kynslóðinni, þar á
meðal Anna Mjöll Ólafsdóttir. Hún er hér ásamt Hall-
björgu Bjarnadóttur söngkonu og eiginmanni hennar.
Laugardaginn 14. maí var opnuð sýning á verkum
Jens Urap í Gallerí Borg við AusturvöU. Jens er dansk-
ur Ustmálari og er hann mjög virtur í sínu heima-
landi. Hann er sérlega vel þekktur fyrir glermyndir
sínar sem prýða margar kirkjur í Danmörku og einn-
ig Sauðárkrókskirkju. Á myndinni era fv. eiginkona
Jens, Guðrún Sigurðardóttir, Jens Urup og vinafólk
þeirra, PáU Flygenring og Þóra Jónsdóttir.
ÞJÓÐLEIKHÚSID
Sími 11200
Stóra sviðið kl. 20.00
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Laud 28/5, uppselt. föd 3/6, sud. 5/6, föd.
10/6, laud. 11/6, mvd. 15/6, fid. 16/6.
Siðustu sýningar i vor.
Ósóttar pantanir seldar daglega.
Litla sviðið kl. 20.30
KÆRA JELENA
effir Ljúdmílu Razúmovskaju
í kvöld nokkur sæti laus, á morgun,
mvd. 18/5, fld. 19/5, uppselL föd. 20/5,
uppselt, þrd. 31/5.
Ath. aðeins örfáar sýningar.
Miðasala Þjóðlelkhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13.00-18.00
og fram að sýningu sýningardaga. Tekið
á móti simapöntunum virka daga
frákl.10.
Græna linan 99 61 60.
Greiðslukortaþjónusta.
Safnaðarstarf
Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu í dag kl. 18.30. Fyrir-
bænaefhum má koma til sóknarprests í
viðtalstímum hans.
Fella- og Hólakirkja: Foreldramorgunn
miðvikudag kl. 10-12.
Hjallakirkja: Mömmumorgnar á mið-
vikudögum frá kl. 10-12.
Starfaldraðra
Bústaðasókn: Fótsnyrting fimmtudag.
Upplýsingar í síma 38189.
Dómkirkjusókn: Fótsnyrting í safnaðar-
heimilinu kl. 13.30. Tímapantanir hjá
Ástdísi í síma 13667.
Tilkyirningar
Álnavörubúðin í
Hveragerði stækkuð
Álnavörubúðin í Hveragerði heftu- nú
nýlega verið stækkuð tun 150 m2 og er
gólfflötur hennar orðin 530 m2. Sex ár eru
síðan Helgi Pálsson og Sólveig Guðjóns-
dóttir opnuðu verslunina í 80 m2 plássi.
Verslunin er orðin þekkt um allt land
fyrir ódýrar og góðar vörur.
Félag eldri borgara
I Reykjavík og nágrenni
Þriðjudagshópurinn kemur saman kl. 20
í kvöld. Sigvaldi velur lög og leiðbeinir.
Allir velkomnir. Farin verður dagsferð á
Reykjanesið 25. maí. Upplýsingar á skrif-
stofu félagsins, s. 28812.
Kolaportið opna í
Tollhúsinu
Kolaportið kvaddi gömlu bílageymsluna
með athöfn og mikilli skrúðgöngu við lok
markaðsdags á sunnudag og verður opn-
að með mikilli uppákomu í Tollhúsinu á
laugardaginn kemur þar sem verða ýms-
ar uppákomur. Vegna hvítasunnudags
færist sunnudagsopnun yfir á mánudag
þessa helgi. Kolaportið mun áfram verða
opið á laugardögum kl. 10-16 en á sunnu-
dögum verður opið kl. 11-17.
Félag eldri borgara
íKópavogi
í kvöld kl. 19 verður spilaður tvimenning-
ur að Fannborg 8 (Gjábakka).
Gangleri komið út
Timaritiö Gangagleri, fyrra hefti 68. ár-
gagns, er komiö út. Gangleri flytur ávallt
greinar um andleg og heimspekileg mál
og alls eru 15 greinar í þessu hefti auk
smáefnis. Tímaritið er ávallt 96 bls. og
kemur út tvisvar á ári.
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
GLEÐIGJAFARNIR
eftir Neil Simon
meö Árna Tryggva og Bessa Bjarna.
Þýóing og staðfærsla Gisli Rúnar
Jónsson.
Fimmtud. 19/5, fimmtud. 26/5, laugd. 28/5.
föstud. 3/6, laugard. 4/6.
Fáar sýningar eftir.
Stóra sviðið kl. 20.
EVALUNA
. Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og
Óskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa-
bel Allende. Lög og textar eftir Egil
Ólafsson.
Föstud. 20. mai, fáein sæti laus, allra síð-
asta sýning.
Geisladlskur með lögunum úr Evu Lunu tll
sölu í miðasölu. Ath.: 2 mlðar og geisla-
dlskur aðeins kr. 5.000.
Miöasala er opin kl. 13.00-20.00 alla
daga nema mánudaga. Tekið á móti
miðapöntunum i síma 680680 kl.
10-12 alla virka daga.
Bréfasimi 680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar.
Tilvalin tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús.
Leikfélag Akureyrar
ÓPEKIJ
DRAUGURINN
eftir Ken Hill
í Samkomuhúsinu kl. 20.30.
Laugardag 21. maf, nokkur sæti laus,
næstsiðasta sýning.
Föstudag 27. maí, siðasta sýning.
Bar Par
eftir Jim Cartwright
SÝNT í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍD1
Sýnlngar hefjast kl. 20.30.
Aukasýnlng fimmtudag 19. maí, nokkur
sæti laus, föstudag 20. mai,
mánudag 23. mai, 2. i hvitasunnu
ATH. Siðustu sýningar á Akureyri.
Ath. Ekkl er unnt aö hleypa gestum i
sallnn eftir að sýning er hafin.
Aðalmiðasalan i Samkomuhúsinu er
opin alla virka daga nema mánudaga
kl. 14-18 og sýningardaga fram að
sýningu. Sími 24073.
Simsvari tekur við miðapöntunum ut-
an afgreiðslutima.
Ósóttar pantanir að BarPari seldar í
miöasölunni i Þorpinu frá kl. 19 sýn-
ingardaga. Simi 21400.
Greiðslukortaþjónusta.
Gildran er spennt
ef ökumaður
rennir einum snafsi
inn fyrir varir sinar
ei aki nemn!
Eftir emn
UMFERÐAR
RÁÐ