Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 Viðskipti k,/kg Má Þr Mi Fö Má Álverö erlendis $A Má Þr M i Fö Má Dollarhækkar Þorskur á fiskmörkuðum hefur hækkað í verði síöustu daga. Meðalveröið var 91 króna kílóiö í gær. Þingvísitala hlutabréfa lækkaði lítils háttar í gær eftir stöðugan uppgang í síðustu viku. Talan var 877,9 stig eftir viðskipti gærdags- ins. Vegna hækkunar á kopar hefur ál á heimsmarkaði verið að hækka líka. Staðgreiðsluverð áls var 1321 dollar fyrir tonnið þegar viðskipti hófust í gærmorgun. Sölugengi dollars var 71,63 krónur í gærmorgun, um 0,8% hærra en fyrir viku síðan. Dow Jones hlutabréfavísitalan í New York var komin í 3665 stig um miðjan dag í gær. Jöfn stíg- andi hefur verið á Dow vísi- tölunni síðustu daga, einkum vegna væntinga um vaxtahækk- un á næstunni. Afkoma 32 sjávarútvegsfyrirtækja 1993: 960 milljóna tap Samkvæmt samantekt Samtaka fiskvinnslustöðva á afkomu 32 sjáv- arútvegsfyrirtækja á síðasta ári varð 960 mUljóna króna haUi á rekstri þeirra sem er 3,3% af tekjum. Út- Uutningsverðmæti þessara fyrir- tækja var liðlega 29 milljarðar, þar af var hlutur fiskvinnslu í landi tæp- ir 23 milljarðar króna. Helstu kostnaðarUðir í fiskvinnslu þessara fyrirtækja voru hráefnis- kaup, eöa 50% af tekjum, og launa- kostnaður við framleiðslu sem nam 22% af tekjum. Útflutningur þessara fyrirtækja er tæplega 40% af heildar- útflutningi sjávarafurða á síðasta ári. Þessi úttekt Samtakanna er talin gefa góða vísbendingu um afkomu sjávarútvegsins í heUd árið 1993. Af niöurstöðunni má áætla að 2,5 miUj- arða halU hafi verið á rekstri sjávar- Afkoma 32 íyrir- :y""'........' ..■" i Ötvegi 1993 129,3 | milljaröar | Tekjur Reksrrc 960 milljónir Gjöld og afskr. -30,3 milljaröar útvegsfyrirtækja á sl. ári. Niðurstaðan er nokkru lakari en nýleg áætlun Þjóðhagsstofnunar gerði ráð fyrir en heldur skárri en Samtök fiskvinnslustöðva áætluðu í kjölfar lækkandi verðlags á sjávaraf- urðum erlendis og minnkandi þorskkvóta á síðasta ári. Aukning útflutningstekna af loðnu- og rækju- afurðum hefur létt undir hjá mörg- um fyrirtækjum. Fyrirtækin 32 eru í öUum lands- hlutum og öU í frystingu. Flest þeirra eru einnig í saltvinnslu og nokkur í rækju- og mjölvinnslu. Þau eru flest með eigin útgerð og kaupa og selja fisk á fiskmörkuðum og í beinum viðskiptum. Að auki hafa nokkur fyrirtækjanna keypt fryst hráefni tU vinnslu. Subway skammt frá McDonald’s: íslenskt hráef ni og 15-20 manns fá vinnu Önnur stærsta skyndibitakeðja í Bandaríkjunum á eftir McDonald’s, Subway, er komin til íslands. SkúU G. Sigfússon hjá Stjömunni hf. er einkaleyfishafi og hyggst opna Subway-veitingastað í júlí nk. í Reykjavík. SkúU sagðist í samtah við DV ekki vera búinn að ákveða staðsetningu en samkvæmt heimildum blaðsins kemur Fenjasvæðið sterklegast til greina, þ.e. skammt frá McDonald’s. SkúU á eftir að ráða starfsfólk en reiknar með að aUs þurfi 15-20 manns í vaktavinnu. Stefnt er að því að hafa allt hráefni íslenskt. Þekktasta afurð Subway eru svo- kaUaðir kafbátar sem eru heitar eða Skúli G. Sigfússon er að undirbúa opnun Subway veitingastaðar á ís- landi í sumar. DV-mynd ÞÖK kaldar brauðsamlokur með fjöl- breytílegu hráefni á milU. Subway var stofnað í Bandaríkjunum fyrir 29 árum og í dag eru staðirnir orðnir 9 þúsund talsins í 16 þjóðlöndum. ísland er fyrst Noröurlanda tU að vera með Subway og áform eru uppi um frekari landvinninga í Evrópu. Núna er nýr Subway-staður opnaður einhvers staðar á sjö tíma fresti. SkúU hefur verið að undirbúa mál- ið síðasta eitt og hálfa áriö. Subway leggur mikla áherslu á ferskar sam- lokur með glænýju brauði allan dag- inn. Fulltrúi frá Subway í Bandaríkj- unum var hér á landi á dögunum að skoöa aðstæður hjá hráefnisfram- leiðendum. Hærra verð úr gámum Fiskverð úr gámasölu í Englandi í síðustu viku hækkaði nokkuð milU vikna. Karfinn hækkaði hlutfallslega mest í verði, eöa um rúm 40 prósent. Ufsi hækkaði um tæp 10% miUi vikna en þorskur og ýsa úr gámun- um hækkuðu minna. AUs seldust 585 tonn fyrir tæpar 83 miUjónir króna. Það er svipuð sala og undanfarnar vikur. Einn togari, Viðey RE, seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Tog- arinn seldi 188 tonn fyrir 19 mUljónir króna. Meðalveröið var 101 króna kUóið samkvæmt upplýsingum Afla- miðlunar LÍÚ. Uppistaða aUans var karfi og fengust 97 krónur fyrir kíló- ið af honum. Verður það að teljast þokkalegt verð miðað við skipasölur undanfarnar vikur. Verð á fiskmörkuðunum innan- lands hélst svipað í síðustu viku nema hvað þorskur og karfi lækkuöu nokkuð. Þannig fór meðalverð fyrir slægðan þorsk úr 90 krónum í 84 krónur kílóið og meöalverð karfa úr 52 krónum í 43 krónur kílóið. Álið hækkar Staðgreiðsluverö fyrir ál á heims- markaði hækkaði nokkuö á fostudag, fór í 1321 dollar tonniö. Hækkunin kemur þrátt fyrir auknar birgöir stærstu álfranúeiðenda en skýrist aðallega af hækkun kopars á heims- markaði. Næstkomandi föstudag verða birtar framieiðslutölur fyrir apríl sl. Sýni þær minni framleiðslu má búast við enn hærra álverði. Engin birgðasöfnun á sér hins veg- ar stað í álverinu í Straumsvík. Þar selst framleiðslan jafnóöum og rekst- urinn loks kominn upp fyrir núllið. SÍFseglrflutn- ingsgjöid hafa hækkað I ræðu á aðalfundi SÍF hf. beindi Sighvatur Bjarnason stjómarfor- maður orðum sínum aö Eimskip og öörum skipafélögum og sagði að flutningsgjöld þeirra heföu hækkaö á undanfömum árum í erlendri mynt. Forráðamenn fé- laganna hafa hins vegar sagt gjöldin lægri en áður. „Nýverið var enn farið fram á hækkun, þrátt fyrir ofangreinda yfirlýsingu og góða afkomu skipafélagsins á síðasta ári og þrátt fyrir lækkun heimsmark- aðsverðs á oliu. Því spyr maöur hvort það geti virkilega verið að útflutningsgreinamar séu að greiða með innflutningí lands- manna? Þetta þarf sjávarútveg- urinn að kanna betur,“ sagöi Sig- hvatur m.a. í ræðu sinni. Þórður Sverrisson, forstöðu- maður flutningasviðs Eimskips, sagði við DV að félagið heföi þá reglu að ræða ekki mál einstakra viðskiptavina og vildi engu svara hvort Eimskip heföi tilkynnt hækkun flutningsgjalda. Aukinvelta Hraðfrystihúss Þórshafnar Hagnaður varð af rekstri Hraö- frystihúss Þórshafnar hf. upp á 19,6 milljónir króna á síðasta ári. Velta fyrirtækisins jókst um 34% á síðasta ári og var 1 milljarður og 87 miUjónir króna. Á síðustu fimm árum hefur velta hrað- frystihússins rúmlega tvöfaldast og búist er við enn frekari veltu- aukningu. Alls þáðu 357 einstaklingar laun hjá fyrirtækinu á síöasta ári en það er langstærsti vinnuveit- andi á Þórshöfn. Helsta fram- kvæmdin í dag eru endurbætur á loðnuverksmiðjunni sem munu auka vinnslugetuna um 15 pró- sent á sólarhring. Hagnaðurogtap átogaraútgerð frá Húsavík Jóhannes Sigwjónsscm, DV, Húsavilc Aðalfundir útgerðarfélaganna Höfða og íshafs fyrir áriö 1993 voru haldnir fyrir skömmu á Húsavík. 49 milljóna tap varð á rekstri íshafs en Höföi hagnaðist utn 19 milljónir. íshaf, sem gerir út Kolbeinsey ÞH, velti 154 milljónum á síöasta ári sem er svipuð velta og árið 1992. Heildarafli dróst saman um 5,6% milli ára. Höföi gerir út frystitogarann Július Havsteen og tvo báta og rekur auk þess netaverkstæði. Velta fyrirtækisins jókst um 37,5% frá árinu 1992 og var 320 milljónir króna. Versnandiaf- koma Kaupfé- lagsÞingeyinga Jóhannes Siguijónsscm, DV, Húsavílc Kaupfélag Þingeyinga tapaði 53 milljónum króna í rekstri síðasta árs. Þetta er mun verri afkoma en árið 1992 en þá var 8 milljóna tap. Versnandi aíkoma skýrist aðallega af töpuðum kröfum vegna gjaldþrots SÍS og tengdra fyrirtækja. Velta KÞ var 1.429 milljónir á síðasta ári og lækkaöi um 353 milljónir. Að sögn Þorgeirs B. Hlöðvers- sonar kaupfélagsstjóra má rekja stærstan hluta þeirrar lækkunar til breyttrar verðrayndunar kjöt- og mjólkurafurða eftir að niður- greiðslum til afurðastööva var hætt á síðasta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.