Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Page 11
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1994
11
Utlönd
Grænfriðungar klæddu sig upp sem hvali þegar þeir mótmæltu hvalveiðum Norðmanna fyrir framan Hvita húsið
í Washington í vikunni. Símamynd Reuter
Mti 91
þúsund hver.
Sex matapkönfup
á mánuði að verð-
63 27 00
Aðaltölur:
Vinn ngstölur ,------------
miðvikudaginn: 18. maí 1994
1 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
[n 6 af 6 1 41.669.000
m 5 af 6 -t-bónus 0 390.434
m 5 af 6 3 102.256
o 4 af 6 262 1.862
m 3 af 6 +bónus 918 229
Uinningur fór til: Danmeikui
Heildarupphæð þessa viku:
43.064.268
áísi.: 1.395.268
UPPLÝSIþlGAR, SfMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
8IRT MEÐ FVRIRVARA UM PRENTVILLUR
Gro Harlem Brundtland um hrefnuveiðar Norðmanna:
Við látum ekki
undan þrýstingi
Gro Harlem Brundtland, forsætis-
ráðherra Noregs, hélt uppi vörnum
fyrir hvalveiðistefnu stjórnar sinnar
í gær og sagði að Norðmenn myndu
ekki láta undan þrýstingi um að
stöðva þær.
„Hvað gerist næst ef við látum
undan þrýstingi í þessu máli?“ sagði
hún á fundi í Chicago í Bandaríkjun-
um. „Hvenær mun fólk segja að við
megum ekki veiða þorsk í Norður-
Atlantshafmu?"
Hún gagnrýndi dýraréttindabar-
áttumenn og aðra sem hafa aldrei
komið í sláturhús en víla ekkert fyr-
ir sér að borða hamborgara.
Brundtland sagði að hrefnan sem
norskir hvalfangarar veiddu væri
ein af sjötíu hvalategundum í heim-
inum og nóg væri af henni í Norður-
Atlantshafi og íshafinu.
Norski forsætisráðherrann var i
Washington fyrr í vikunni þar sem
hún ræddi við Clinton forseta um
Gro Harlem Brundtland, forsætis-
ráðherra Noregs, er í Bandaríkjun-
um að tala máli hvalveiða.
Símamynd Reuter
hvalveiðar og andstöðu bandarískra
stjórnvalda gegn hvalveiðum í ábata-
skyni. Vangaveltur hafa verið uppi
um að gerðar verði tilslakanir fyrir
hvalveiðiþjóðir á ársfundi Alþjóða
hvalveiðiráðsins sem hefst í Mexíkó
eför helgi.
Færeysk stjómvöld hafa gagnrýnt
þá ákvörðun Dana aö styðja tfilögu
Frakka á ársfundinum um að lýsa
yfir hvalfriðunarsvæði í Suður-
Ishafi, þvert gegn vilja Færeyinga,
og ætla ekki aö mæta á fundinn.
„Vegna þeirrar ákvörðunar sem
danska stjómin tók á síðustu stundu
um að styðja tillögu Frakka hafa
Færeyingar afboðað fyrirhugaða
þátttöku og íhuga nú hvort þeir eigi
að taka þátt í starfi danskra sendi-
nefnda á fundum hvalveiðiráðsins í
framtiðinni," sagði í yfirlýsingu sem
færeyska landsstjómin sendi frá sér
í gær.
Þá hafa Japanir, mestu hvalkjöts-
ætur í heimi, lýst því yfir að þeir
setji sig ekki upp á móti hvalvemdar-
svæðiíSuður-Ishafinu. Reuter
Vinirogand*
stæðingar
kveðja
Félagar
Johns Smiths,
leiðtoga breska
Verkamanna-
flokksins, og
andstæðingar
hans munu
votta honum
hinstu virð-
ingu sína í dag þegar útfór hans
veröur gerð í Edinborg.
Búist er við aö um eitt þúsund
manns muni syrgja hinn látna
leiðtoga og verður John Major
forsætisráðherra þar íremstur í
flokki.
Smith verður grafinn á eynni
Ionu undan vesturströnd Skot-
lands á morgun en þar vora
skoskir konungar graíhir hér á
öldum áður. Athöfnin á Ionu
verður aðeins fyrir nánustu
vandamenn hins látna.
Reuter
Kjarnorkukafbáturinn við Bjamarey:
Rússarnir vilja
innsigla bátinn
Rússnesk stjórnvöld ætla aö biðja
Norðmenn um aðstoð viö aö innsigla
kjarnorkukafbátinn Komsomolets
sem sökk undan Bjarnareyju í apríl
árið 1989 eftir að eldur kom upp í
honum. Ráðuneyti almannavama í
Rússlandi og Komsomolets stofnun-
in munu skýra frá ástandi kafbátsins
í dag en niðurstaðan þeirra mun vera
sú að báturinn sé ekki í ástandi til
að vera hífður upp af hafsbotni.
Norska blaðið Aftenposen segir í
dag að þetta sé í fyrsta sinn sem rúss-
nesk yfirvöld tjái sig opinberlega um
ástand bátsins.
Bágborið ástand flaksins uppgötv-
aðist í rannsóknarleiðangri í fyrra'-
sumar en hefur ekki verið gert opin-
bert fyrr en nú. Að sögn eyðiiögðu
sprengingar sem urðu í kjarnorku-
kafbátnum 1 eldsvoðanum burðar-
virki hans.
Rannsóknirnar í fyrrasumar
leiddu í ljós aö sjór streymir inn um
tuttugu fermetra stórt gat á bátnum,
í gegnum vopnabúrið og út um
minna gat framarlega á bátnum.
Efnablöndur sem knýja tundur-
skeytin áfram leka út.
Að sögn Aftenpostens hefur al-
mannavamaráðuneyti Rússlands
áætlun í tveimur hðum sem miðar
að því að þétta minnsta gatið á kaf-
bátnum nú i sumar. Reiknað er meö
aö þaö muni kosta um 180 milljónir
króna. Næsta sumar æfia Rússarnir
að eyða um sjö hundmö milljónum
króna í aö þétta stóra gatið á kaíbátn-
um. Rússar eru fúsir að greiða helm-
ing kostnaöarins við björgunarað-
gerðimar.
Norskir aðilar sem höfðu rannsak-
að kafbátinn höfðu komist að þeirri
niðurstöðu aö hann væri best geymd-
ur þar sem hann er. Hættan á geisla-
virkri mengun hafsins væri meiri ef
hann væri hífður upp.
NTB
Utskriftarmen
14 k gullhálsmen með perlu
Fallegur skartgripur í útskriftina
Verðkr. 4.800 ánfestar
Laugavegi 49, sími 17742
Auglýsendur, athugið!
fÆÆÆÆÆÆÆIÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆá
Smáauglýsingadeild
verður opin um hvítasunnuna sem hér segir
Opið:
föstud. 20. maí frá kl. 9-22
laugard. 21. maí frá kl. 9-16
mánud. 23. maí frá kl. 18-22
ATH. Smáauglýsing í helgarblað þarf
að berast fyrir kl. 17 á föstudag.
Lokað:
sunnudag 22. maí, hvítasunnudag.
kemur út laugardaginn 21. maí og
síðan þriðjudaginn 24. maí
Síminn er 63 27 00