Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Qupperneq 4
22 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 Hús og gardar 3Z>V görðum Tunnuhelmingar geta komiö í staö tjarna og veriö vaxtarstaður vatnajurta. Allir þekkja það aödráttaraíl sem vatnið hefur, þá sérstaklega á böm, en einnig finnst fullorðnum lækjar- niður róandi og þægilegur. Ef garð- eiganda langar til að hafa vatn í ein- hverri mynd í garðinum sínum er alveg sama hversu lítill garðurinn er það er alltaf hægt að finna lausn á að koma vatni fyrir í görðum þann- ig að vel fari. í stærri görðum t.d. þar hæðamismunur er einhver að ráöi getur lítill lækur liðast niður mis- hæðimar í litlum lækjúm og endað í rólegri tjöm sem er jafnvel umlukin gróöri á flesta kanta en þó ætti að hafa frjálsan aðgang að tjörninni á einhverjum hluta þó ekki sé nema bara til að gefa börnum færi á að sulla en aðdráttarafl vatns á börn er nánast náttúrulögmál. Efvið höldum okkur við stærri garðana getur verið mjög sjcUTnerandi að láta tjöm eða læk hggja að hluta undir verönd eða hafa stiklur yfir vatnið. Ef óskað er eftir vatni í garðinn er mikilvægt að gera ráð fyrir því í upphafi svo koma megi í veg fyrir óþarfa rask þegar garðuinn er tilbú- inn. í læk þarf að koma fyrir niður- falli í lægsta punkti sem og dælu til að dæla vatninu í efsta punkt aftur. Ef hugsunin er að lýsa upp tjörnina þarf Uka að gera ráð fyrir þvi í upp- hafi. í minni tjörnum getur verið nóg að hafa bara niðurfall og láta renna í tjörnina úr garðslöngunni þegar þarf. Fyrir þá sem eru meö pínulitla garða en langar samt að hafa vatn getur lausnin fahst í djúpum skálum eða vatnheldum trédöUum ýmiss konar. Nokkur tæknileg atriði við gerð tjarna Ýmis efni eru notuð við gerð tjarna, plastdúkur, steypa og polyester eru algengust. Við notkun á öllum efnum þarf að gera ráð fyrir góðri formfyll- ingu, um 60 sm er nauðsynlegt. Ef plastdúkur er notaður þarf að taka fram við kaupin á honum hvað á að nota hann í svo rétt þykkt sé keypt. Leggja þarf dúkinn í sandlag a.m.k 10 sm þykkt. Svartur dúkur fer einna best. Rennandi polyester á staðnum er góð lausn ef notaðar eru mjúkar línur. Steypan er notuð í upphækk- aðar tjarnir, fossa og læki. Botninn er svo huUnn með einhverri tegund af möl. Ef til stendur að hafa tjarnir eða læki í garðinum ætti að fá sér fagfólk tU að vinna verkið, í það minnsta tU að leiðbeina sér en svo eru einnig á markaðinum fjöldinn af gosbrunnum sem eru með mis- flóknar útfærslur. Innrennsli í litla tjörn leitt í gegnum gamla krukku. Vatní Ný garðplöntustöð sem sérhæflr sig í ræktun lyngrósa Nátthagi í Ölfusi Ólafur S. Njálsson, sem verið hefur fagdeildarstjóri garðplöntubrautar Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum síðastUðinn 8 ár, byrjaði með garð- plöntustöð nú fyrir skömmu. Ólafur er mikUl áhugamaður um lyngrósa- ræktun (alparósaræktun) og hefur gert tilraunir með yfir 30 tegundir þeirra með tUUti til hversu vel þær þola okkar veðurfar, en það þarf að kanna hvert vindþol, umhleypinga- þol og frostþol plantnanna er. Hann hefur nú hafiö framleiðslu á þeim tegundum sem reynst hafa öruggar og er kominn með nokkrar þeirra í sölu. Sígrænarplöntur Ólafur hefur einnig verið að kanna hvernig sígrænar plöntur pluma sig best við islenskar aðstæður. Hann hefur verið með sams konar tUraun- ir á þeim eins og á lyngrósum. Teg- undir sem við héldum að aðeins gætu vaxið í gróðurskálum hérlendis sjást úti við í Nátthaga og fá ekki skýU að vetri. Tímapantanir Ef garðeigendur eru að hugsa um að fá sér lyngrósir í garðinn þá er þeim eindregið ráðlagt að koma við í Nátthaga. Það þarf hins vegar að gera boð á undan sér og fá ákveðinn tíma því Ólafur viU hafa tíma fyrir viðskiptavini sína þar sem hann veit- ir leiðbeiningar og fræðslu um hvemig fara eigi með þær plöntur sem hann er með í sölu. Síminn hjá Ólafi er 98-34840. VELADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKÁ S/f/C FARAR - BRODDI • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • SLÁTTUORF Mótor 250 og 400 vött. Verð kr. 5.800 og 6.800 LIMGERÐISKLIPPUR Mótor 400 vött með öryggisrofa. Blaðlengd 450 og 550 mm. Klippa allt að 14 mm greinar. Verð kr. 13.580,- og 14.600.- Þekking Reynsla Þjónusta® FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 Þetta greni var klipið í þrjú skipti, rheð tveggja ára millibili. Eins og sjá má er það mjög þétt og fallegt. Hvemig er hægt að fá þéttari vöxt á furu og greni? of langir brotnir. Af mjög löngum sprotum getur þurft að brjóta um tvo þriðju hluta af greininni. Farið er markvisst yfir aUt tréð og þess gætt að taka jafnt af því aUan hringinn. Greni Greni er annaðhvort kUppt eða kUpið. Fylgst er með ársvextinum og ef manni virðist hann ætla að verða of mikiU er brumið (ársvöxturinn) kUpið af. Ef þarf að minnka umfangs trésins þarf helst að gera það í áföng- um og gæta þess að kUppa aUtaf við greinaskiptingu. Það má aldrei skilja stubba eftir. Þeir sem hafa gróðursett í garða sína t.d. stafafuru og sitkagreni hafa aUt í einu vaknað upp við þann vonda draum að trén eru orðin alltof stór og mjög gisin. Hægt er að fá þéttari vöxt og halda aðeins aftur af honum með því að brjóta hluta ársvaxtar eða kUpa hann alveg af. Fura Hún er almennt meðhöndluð þann- ig að um helmingur árssprotans er brotinn með fingrum þegar hann er kominn vel fram. Á Reykjavíkur- svæðinu og Suðurlandi er þetta vepjulega gert í þriðju viku júní. Þá eru alUr sprotar sem ætla að verða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.