Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 Neytendur___________________________________ Ný matvælareglugerð tekur gildi á næstu vikum: Reglur í matvælaiðnaði ekki strangari hér en innan ESB - flestar þeirra koma frá Brussel og eru aðlagaðar okkar „Ný matvælareglugerö tekur gildi á næstu vikum og tekur hún á allri matvælaframleiðslu og dreifingu. Þar er m.a. gerð krafa um innra eftir- lit hjá matvælafyrirtækjum, þ.e. eft- irht með aðbúnaði, gæðum og holl- ustuháttum. Reglugerðin er unnin upp úr tilskipunum Evrópusam- bandsins en viö erum bundin af því samkvæmt EES-samningnum að taka upp þær reglur sem gilda þar og aðlaga að okkar,“ sagði Guðrún Adolfsdóttir, matvælafræðingur á matvæla- og heilbrigðissviöi Holl- ustuverndar ríkisins. Að sögn Guðrúnar hafa fjölda- margar reglugerðir á hinum ýmsu sviöum verið settar vegna EES- samningsins og eru margar þeirra á matvælasviðinu. Aðspurð hvort þetta þýddi að viö værum ekki með strangari reglur í matvælaiðnaði en önnur lönd ESB, eins og oft hefur verið haldið fram, sagði hún að hér giltu sömu reglur. „Þetta byggist allt á tilskipunum Evrópusambandsins og við erum því orðin alþjóðleg á þessu sviði. En þó reglumar séu þær sömu eru aðstæður hér vafalaust betri fyrir ýmsa matvælafram- leiðslu. Minna þarf af hjálparefnum og því erum við e.t.v. með hreinni afurð þó sömu reglur gildi. Við setj- um t.d. hámarksmagn á varnar- og aðskotaefni sem eru mikið tii sömu mörk og erlendis en við finnum samt Rauð paprika (Kr/kg) H Hæsta H Næst- 0 Lægsta lægsta Kjöt og fiskur Fjarðar- l<auP Bónus Verstanir í könnuninni Hagkaup(499) Fjarðarkaup (299) Kjöt & fiskur (599) Nóatún (429) Bónus(259) Garðakaup (399) 10-11 (498) Viðmælendum blaðsins ber saman um að þrátt fyrir að sömu kröfur séu gerðar í matvælaframleiðslu hér á landi og í löndum ESB séu íslenskar afurðir hreinni en víðast hvar annars staðar, m.a. vegna legu landsins. DV-mynd BG miklu minna af þessum varnarefn- um í okkar afurðum. Við framfylgj- um reglunum einnig betur, enda er það auðveldara hér þar sem landið er htið og einstaklingarnir fáir,“ sagði Guðrún. 11 reglugerðir hafa þegartekiðgildi í fréttabréfi Hollustuverndar kem- ur fram að við gildistöku EES þann 1. janúar 1994 hafi 11 reglugerðir tek- ið gildi á matvælasviðinu hér á landi sem unnar voru á grundvelli EB- tilskipana og að 13 aðrar séu í vinnslu. Á meðal þeirra sem þegar hafa tekið ghdi eru reglugerðir um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla, um efni og hluti í snertingu við matvæh, um aðskotaefni, aukefni og bragðefni, um merkingu næring- argildis, um hitastig í vinnslusölum fyrir kjötvörur og reglugerð um hraðfryst matvæh. íslenskt kjöt hreinna Ólafur Valsson hjá embætti yfir- dýralæknis var spurður hvort ís- lenskt kjöt væri nokkuð hreinni af- urö en erlent þar sem við gerum ekki strangari gæðakröfur. „Jú, það sem gerir að það er hreinna er að það er miklu minni þörf á aðskota- efnum í framleiðslunni vegna legu landsins. Það þarf t.d. ekki að nota neitt skordýraeitur hér því það eru engin skordýr sem eyðileggja upp- skeruna. Þetta er vandamál í öðrum löndum þar sem úða þarf aðaifæðu dýranna með eitri. Héma er sauðfé og nautgripir nær eingöngu ahð á heimaræktuðu fóðri,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að reglulega heföu verið gerðar kannanir á kjöti þar sem ýmis aöskotaefni eru mæld. „Að- skotaefnin hafa alltaf verið langt undir alþjóðlegum viðmiðunarmörk- um. Einnig gerum við strangar kröf- ur um lyfjanotkun, bönnum t.d. notkun vaxtarhormóna sem víðast hvar eru leyfðir. Einnig er fylgst mjög náið með allri lyfjameðhöndlun og tekin sýni í sláturhúsum." Stendur til að leyfa sölu á ófrosnum kjúklingum „Að því er ég best veit er stefnt að því að leyfa sölu á ófrosnum kjúkl- ingum og gera þeim þannig jafn hátt undir höfði og öðrum kjöttegundum. Þetta hefur verið í athugun í land- búnaðarráðuneytinu í rúmt ár en ráðherrann hefur ekki getað sagt nákvæmlega hvenær af þessu verður og þori ég því ekkert að tjá mig um það,“ sagði Jarle Reiersen, dýra- læknir alifuglasjúkdóma að Keldum, en í dag má einungis selja frosna kjúklinga í verslunum. „Það er engin spurning að gæði ófrysts kjöts eru miklu meiri en þess kjöts sem hefur frosið þó geymslu- þohð sé styttra. En til þess að þetta gangi eftir þarf reglugerðarbreyt- ingu í Heilbrigðiseftiriitinu hvað varðar umbúðir og annað sem veriö er að ganga frá núna,“ sagði Jarle. í samtölum blaðamanns neytenda- síðunnar við menn í landbúnaðar: ráðuneytinu og hjá Hollustuvemd kom fram að mikhl þrýstingur er á að fá þetta í gegn. Líklega verður þetta því leyft gegn því að kjúklinga- búin uppfyhi ákveðin skilyrði en mjög nákvæma sýnatöku þarf og jafnvel sérstakt gæðastjórnunar- kerfi. Stefnt er að því að leyfa sölu á ófrosnum kjúklingum hér á landi en hingað til hefur einungis mátt selja þá frosna. DV-mynd GVA Iinar gúrkur Litið er varið í gúrkur þegar þær fara að linast en auðvelt er að komast hjá því. Annar endinn er skorinn af gúrkumii og henni slungið niður í vatnsglas. Verður hún þá stinn og ásjáleg áður en langt um líður. Frystur ostur Auðvelt er að frysta ost sem er mátulega gamall og sæmilega feitur. Osturinn er skorinn niður í hæfilega bita, vafinn í álþynnu og settur í plastpoka. Þá er auð- velt að finna hann í frystiskápn- um þegar búnar eru til ostasósur eða þegar ost vantar á pítsuna. Hann geymist í 3-4 mánuði. Appelsínur flysjaðar Auðvelt er að flysja appelsín- ur og greipaldin ef byijað er á því að dýfa ávöxtunum í volgt vatn. ísmolarúr sítrónusafa Það er skömm að sjá næstum heha sítrónu þorna upp þegar ein einasta sneiö hefur verið skorin af henni. Réttara er að pressa safann úr henni og frysta í ís- mola. Þegar þig vantar sítrónu- safa næst seilist þú eftir sítrónu- ís. Gott er að nota kúlufrvstiform úr plasti með litlum kúluhóh'um. Súrmjólkur- bollur Notaöu súrmiólk 1 staðinn fyrir nýmjólk þegar þú bakar bollur næst, í því magni sem upp- skriftir segir. Það verða góðar bollur. Spergill á hvolfi Spergildós á ahtaf að opna að neðanverðu. Það kemur í vegfyr- ir að spergilhnn skemmist þegar honum er hellt úi- dósinni. Kaffi í frysti Fínmalað kafii fær oft óþægi- legan keim ef það er geymt of lengi. Efþú kaupir nýmalað kaffi er hægöarleikur að kaupa nokkra pakka í einu og geyma þá í ft-ysti- hólfinu. kaupauki Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem tilgreind er hér til hliðar. Gildir aðeins langan laugardag: 2. júli 1994 Ný|ar vörur á afslætti. Nú hafa allir efni á að fá sér undirföt. Samfcllur frá kr. 990,- Sctt frá kr. 1.990,- Sendum í póstkröfu 'JL& M javegl 74* Síml12211 -sparaðu með kjaraseðlum Á morgun iangan laugardag gefst þér einstakt tækifæri. 10-70% afsláttur af glænýjum undirfatnaði. . Laugavegí74 * Sími 12211 Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem tilgreind er hér til hliðar. 2. julí 1994

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.