Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 Afmæli Sigríður Bjamadóttir Sigríður Bjamadóttir hárgreiðslu- meistari, Hátúni 8, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigríður fæddist að Mýrarholti á Kjalamesi en ólst upp á Grund á Kjalamesi til fimm ára aldurs. Þá missti hún föður sinn og fór í fóstur að Ási við Hafnarfjörð, til Oddgeirs Þorkelssonar, b. í Ási, og föðursyst- ur sinnar, Guðrúnar Ámadóttur, húsfreyju þar. Sigríður var að Ási til nítján ára aldurs þar sem hún sinnti almennum sveitastörfum þess tíma. Auk þess var hún einn vetur í vist og starfaði á saumastofu íeittár. Sigríður lærði hárgreiðslu 1939 og varð hárgreiðslumeistari 1944. Hún hefur rekið eigin hárgreiðslustofu, hárgreiðslustofuna Lilju síðan 1944. Sigríður var formaður Hár- greiðslumeistarafélagsins á áran- um 1967-73 og auk þess meðstjóm- andi félagsins í mörg ár. Hún sat í prófnefnd félagsins, hefur setið í stjóm Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík um árabil og verið gjald- keri þess í nokkur ár. Sigríður æfði fimleika frá tólf ára aldri, fyrst hjá Hallsteini Hinriks- syni fimleikakennara á vegum FH og hjá Glímufélaginu Ármanni und- ir stjóm Jóns Þorsteinssonar frá 1940. Hún sýndi í fimleikaflokkum Ármanns hér heima og erlendis á árunum 1940-50. Þá æföi hún og keppti í handbolta með Haukum í sex ár. Hún hefur auk þess stundað mikið sund, skiðaferðir og hesta- mennsku. Fjölskylda Sigríður giftist 7.2.1970 Þorbimi Ólafssyni, f. 10.12.1920, bankastarfs- manni. Hann er sonur Ólafs Amórs- sonar, verslimarmanns í Reykjavík, og Steinunnar Jónsdóttur húsmóð- ur. Sigríður átti átta alsystkini og eina hálfsystur. Systkini hennar: Sigurð- ur Bjamason, f. 15.12.1913, d. 1992, bílstjóri í Reykjavík og Hafnarfirði; StefánBjamason, f. 8.10.1915, d. 18.6.1977, verkamaður í Reykjavík; Margrét Bjamadóttir, f. 27.7.1917, d. 28.3.1989, húsfreyja á Kirkjufeiju í Ölfusi; Fjóla Bjarnadóttir, f. 9.3. 1921, skrifstofustúlka í Njarðvíkum; Ólafur Bjamason, f. 13.5.1923, flug- vallareftirlitsmaður í Reykjavík; Ágúst Bjamason, f. 10.8.1924, bíl- stjóri í Reykjavík, auk þess sem tvær systur dóu í bamæsku. Hálsystir Sigríðar er Bjarney Guð- jónsdóttir, f. 28.2.1933, húsmóðir í Reykjavík. Sigríður Bjarnadóttir. Foreldrar Sigríðar vora Bjami Árnason, f. 21.11.1883, d. 6.2.1925, sjómaður á Kjalamesi, og kona hans, Helga Finnsdóttir, f. 25.12. 1889, d. 11.3.1967, húsmóðir. Sigríður verður að heiman á af- mælisdaginn. Svanur Aðalsteinsson Svanur Aðalsteinsson, umboðs- maður Skeljungs í Snæfellsbæ, Laufási 3, Hellissandi, verður fer- tugurídag. Starfsferill Svanur fæddist á Helhsandi og ólst þar upp. Hann var á Bænda- skólanum á Hvanneyri veturinn 1972-73, var verkstjóri hjá fisk- verkuninni Jökli 1976-79, sund- laugarvörður 1979-80, verkstjóri hjá fiskverkun Sigurðar Ágústs- sonar í Rifi 1980-86, vörubílstjóri 1986-1992 og hefur síðan verið um- boðsmaður Skeljungs í Snæfellsbæ á Snæfellsnesi. Svanur var í atvinnumálanefnd og dagvistunamefnd í Neshreppi, hann er varamaður fyrir Fram- sóknarflokkinn í bæjarstjóm Snæ- fellsbæjar, slökkviliðsmaður á Hellissandi frá 1986 og einnig hefur hann verið varaformaður og form- aður björgunarsveitarinnar Bjarg- aráHelhssandi. Fjölskylda Svamu-kvæntist5.11.1977Krist- jönu HaUdórsdóttur, f. 11.8.1956, húsfreyju. Hún er dóttir Guðrúnar Alexandersdóttur og HaUdórs Helgasonar. Fósturfaðir Svans er Stefán Jóhann Sigurðsson. Börn Svans og Kristjönu em Stef- án Jóhann, f. 25.4.1978, nemi; Agn- es,f.25.2.1983, nemi. Systkin Svans era Sólveig Jóna, f. 5.9.1951, húsmóðir í Ólafsvík, maki Paul Mortensen, þau eiga 3 böm; Stefán, f. 5.2.1953, verslunar- maður á Siglufirði, maki Aðalbjörg Sigtryggsdóttir, þau eiga 4 börn; Heiðbrá, f. 30.9.1955, húsmóðir í Ósló, hún á eitt bam; Ásdís Björg, f. 7.3.1957, húsamálari í Noregi, hún á tvö böm; Rut, f. 8.12.1959, skrifstofumaður í Reykjavík, maki Sigurþór Þórólfsson, þau eiga tvö böm; Þór, f. 30.8.1962, verkamaður í Rifi, maki RagnhUdur Tómasar- dóttir, þau eiga þijú börn; Dís, f. Guðmundur Gunnarsson Guðmundur Gunnarsson yfirverk- fræðingur, Langagerði 54, Reykja- vík, verður fertugur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist á Húsavík en ólst upp í Flatey á Skjálfanda. Hann lauk byggingartæknifræði frá Tækniskóla íslands 1976, og bygg- ingarverkfræði M.Sc. frá háskólan- um í Álaborg 1981 með branafræði sem sérgrein. Guðmundur var undæmistækni- fræðingur við Fasteignamat ríkisins á Akureyri 1977-1979, umdæma- stjóri fyrir öll umdæmi FMR1981- 1982, deildarverkfræðingur hjá Branamálastofnun 1982 og yfirverk- fræðingur hjá sömu stofnun frá 1994, stundakennari við Tækniskól- ann frá 1984 og við Háskóla íslands 1993. Guðmundur hefur verið í stjóm Branatæknifélags íslands frá stofn- un og formaður frá 1992. Fjölskylda Guömundur kvæntist 3.6.1978 Heiðrúnu Guðmundsdóttur líffræð- ingi, f. 2.5.1957. Foreldrar hennar era Guðmundur H. Haraldsson bóndi og Hólmfríður Ásgeirsdóttir húsmóðir og búa þau á Hallandi á Svalbarðsströnd. Bam Guðmundar og Heiðrúnar er Kristín Elísa Guðmundsdóttir, f. 14.9.1986. Systkin Guðmundar: Gunnar, f. 1.5.1953, sjómaður, búsettur á Húsa- vík, maki Sigríður Guðjónsdóttir, Guðmundur Gunnarsson. Uppboð Uppboð mun byn'a á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði, mánudaginn 4. júlí 1994 kl. 11.30 á eftirgreindri eign: Strandgata 14 A, Eskifiröi, þinglýst eign Vaðlavíkur hf„ gerðarbeiðendur Eskifjarðarkaupstað- ur, Fiskveiðasjóður og Byggðastofnun. Sýslumaðurinn á Eskifirði Svanur Aðalsteinsson. 12.5.1964, ráðskona í Noregi, hún á eitt bam; Aðalsteinn Öm, f. 25.7. 1965, lögreglumaður í Hafnarfirði, maki Hrafnhildur H. Antonsdóttir, þaueigatvöböm. Foreldrar Svans era Aðalsteinn Elías Jónsson, f. 27.9.1928 bifreiða- stjóri og Aldís Stefánsdóttir, f. 19.4. 1934, fóstra, þau bjuggu lengst af á Hellissandi. Svanur tekur á móti gestum eftir kl. 20.00 á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið 1. júlí ....... Hulda Pálsdóttir, Engjaseli 70, Reykjavik. Hjördís Alda Hjartardóttir, -------------------------------- Eyjabakka 12, Reykjavík. Guömuuda Vigfúsdóttir, EUiheimilinu Grund, Hringbraut 50, Reykjavík. ______________________________ ara Sigriður Bjarnadóttir, Hátóni 8, Reyfcjavík. Helga Ingimundardóttir, Stafholti 1, Akureyri. Ás thildur Pétursdóttir, Ullartanga 6, Fellahreppi. Asthildur er aö heimati. Jóhanna Elin Erlendsdóttír, Árskógum 6, Reyfcjavík. Svanborg R. Briem, Nesbata 8, Seltjarnamesi. Þórlaug Jakobsdóttir, SunnufeUi, Fellahreppi. Sigrún Sigurðardóttir, Eyrarholti 4, Hafnarflrði. Níels Alvinius Joensen, Áttlarima 7, Stokkseyri. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu eftír kl. 17.00 nk. laugardag. 60 ára Matthías Guðmundsson verkamaður, Skólageröi 58, Kópavogj. Eigínkona hans er Ema Gissur- ardóttir, starfs- stúlka við Borg- arspítalann. Matthias er í ut- löndum um þess- ar mundir. Alfreð Eyfjórð Þórsson, Funafoid 91, Reyfcjavik. Jónas Reynisson, Engimýri 1, Akureyri. Inga Lára Helgadóttir, Borgarholtsbraut 58, Kópavogi. Lilja Þorbjömsdóttir, írabakka 10, Reykjavík. Eirikur Jónsson, Neöstaleiti 8, Reyfcjavík. Þórdís Björnsdóttir, Bæjargili 76, Garðabæ. Andlát þau eiga 3 böm; Skúli, f. 14.8.1958, sölumaöur, búsettur í Garöabæ, maki Anna Rós Jóhannesdóttir, þau eiga3 börn; Hafliði, f. 3.10.1959, sjó- maður, búsettur á Akureyri, hann á4 börn; Sigurbjörg, f. 27.5.1963, d. 1.10.1990, maki Bjami Sverrisson, hún eignaðist eitt bam; Elísa Eydís, f. 1.2.1966, húsfreyja, búsett í Hnífs- dal, maki Einar Már Gunnarsson, þaueiga2böm. Hálfsystir Guðmundar er Svala Björgvinsdóttir, f. 14.6.1950, búsett á Húsavík, maki Sævar Guðbrands- son,þaueiga2böm. Foreldrar Guðmundar: Gunnar Guðmundsson, f. 10.101912, d. 5.2. 1989, hreppstjóri og verslunarstjóri, fyrst í Útibæ, síðan í Flatey, og Nanna Hólmdís Jóhannesdóttir, f. 2.12.1928, húsmóöir, nú búsett á Húsavík. Óttar Indriðason Óttar Indriöason, fyrrv. fram- kvæmdastjóri, búsettur á Héöins- höföa á Tjörnesi, lést á Landspítal- anum laugardaginn 25.6. sl. Hann verður jarösunginn að Nesi í Aðaldal í dag, föstudaginn 1.7., kl. 16.00. Starfsferill Óttar fæddist 21.4.1920 á Ytra- fjalli í Aðaldal og ólst þar upp. Hann stundaði nám í fiskirækt í Bandaríkjunum 1945-46. Að námi loknu kom hann heim en fór aftur til Bandaríkjanna 1949 og dvaldi þar til 1991 er hann kom alkominn til íslands. Settist hann þá fyrst að á Húsavík en síðan á Héðinshöföa. Óttar starfaði við ljósmyndun framanafámm.þ.á m.hjálBM. Hann hóf síðan störf að umhverfis- málum og var um skeið fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar Winooski Valley Path District. Óttar og kona hans skrifuðu nokkuð um umhverfisvemdunar- mál en kona hans skrifaði m.a. ámm saman fasta þætti um fugla- skoðun og aðra náttúmskoðun. Þá skrifuðu þau bókina Burlington - A Guide to Culture and Leaming Resources, útg. 1981. Undir það síðasta var Óttar að vinna að því að fá Þingey gerða að útivistarsvæði og þjóðgarði héraðs- ms. Óttar Indriðason. Fjölskylda Óttar kvæntist21.11.1958Louise Jane Baker, f. 8.4.1925 í Milton í Vermont, skrifstofumanni. Hún er dóttir Arthurs Mitchells Baker tré- smiðs og konu hans, Carrie Wells Baker. Systkini Óttars, Ketill, f. 12.2. 1896, d. 22.9.1971, b. og skáld á Ytra- fjalli, kvæntur Jóhönnu Bjöms- dóttur; Þrándur, f. 4.7.1897, d. 27.5. 1978, b. og sparisjóðsstjóri á Aðal- bóli, var kvæntur Signýju Jóhann- esdóttur, sem lést 1986; Ólöf, f. 6.5. 1900, gift Þorgeiri Jakobssyni, b. og rafvirkja á Brúum í Aðaldal; Högni, f. 17.4.1903, nú látinn, b. og organ- isti á Syöraflalb, var kvæntur Helgu Jóhannesdóttur sem lést 1984; Úlfur, f. 27.11.1904, fyrrv. b. og oddviti á Héöinshöföa á Tjör- nesi, var kvæntur Líneyju Bjöms- dóttur sem er látin; Hólmfríður, f. 3.7.1906, nú búsett á Dvalarheimil- inu Hlíf á ísafirði, var gift Aðai- steini Jóhannssyni, b. á Skjaldfönn sem er látinn; Indriði, f. 17.4.1908, rithöfundur og ættfræðingur á Húsavík, var kvæntur Sólveigu Jónsdóttur sem lést 1991; Sólveig, f. 13.5.1910, nú búsett á Dvalar- heimibnu Hvammi á Húsavík, var gift Kristjáni Halldórssyni, b. á Syðribrekkum á Langanesi sem er látinn. Foreldrar Óttars vom, Indriöi Þórkelsson, f. 20.10.1869, d. 7.1. 1943, b., skáid, ættfræðingur og oddviti á Ytrafjalli í Aðaldal, og kona hans, Kristín Sigurlaug Frið- laugsdóttir, f. 16.7.1875, d. 28.3.1955, húsfreyja. Ætt Föðurbróðir Óttars var Jóhann- es, faðir Þorkels háskólarektors. Indriði var sonur Þorkels, b. á SyðrafjaUi, Guðmundssonar, b. á Sílalæk, Stefánssonar, b. á Sílalæk, Indriðasonar, b. á Sílalæk, Áma- sonar, ættfóður Sílalækjarættar. Kristín var dóttir Friðlaugs, b. á Hafralæk, Jónssonar, af Hólma- vaðsætt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.