Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 ÖÚönd Stuttarfréttir dv ísraelskir landnemar ætla að mótmæla heimsókn Arafats: Vona að Araf at fari ekki lifandi frá Gaza Gazasvæðiö bar þess fá merki í gær að almenningur ætlaöi að fagna sögulegri heimsókn Yassers Arafats, leiðtoga Frelsisfylkingar Palestínu, PLO, í dag. íbúar á Gaza, sem losnuðu undan 27 ára hemámi ísraelsmanna í maí síðastliðnum, sögðu að rólegt væri yfir öllu en þeir ætluðu þó að fjöl- menna út á götu til að fagna leiðtog- anum sem fáir þeirra hafa séð. „Hverju mun koma hans breyta?" spurði Hosam Aiwaida, stuðnings- maður PLO. „Mun hún verða til þess að bæta þetta?“ sagði hann og benti á götumar sem vom alþaktar rusli. Öryggissveitir Palestínumanna og ísraels hafa mikinn viðbúnað vegna heimsóknar Arafats til Gaza og eru þúsundir laganna varða í viðbragðs- stöðu þar sem bæði Palestínumenn og ísraelar, sem eru andsnúnir frið- arsamningum PLO og ísraels, létu ófriðlega og höfðu í hótunum. Palestínskir byssumenn særöu tvo ísraelska hermenn á Gaza í gær. Hringt var í erlenda fréttastofu og sagt að skæruliðasamtökin Hamas hefðu skotið mennina en talsmenn Hamas báru það til baka. ísraelskir mótmælendur í Jerúsal- em lýstu yfir andstöðu sinni við heimsókn Arafats og hvöttu til þess að hann yrði drepinn. Lögregla þurfti að draga fólkið í burtu. Þá hafa land- nemar gyðinga heitið mestu mót- mælaaðgerðum sínum frá því friðar- Vopnaður Palestinumaður stendur vörð við hótelið þar sem sagt er að Arafat dvelji á meðan á heimsókninni til Gaza stendur. Leiðtogi PLO kemur til heimastjórnarsvæðisins um hádegisbilið eftir 27 ára útlegð. Símamynd Reuter samningar hófust árið 1991. Leiðtogi ekki lifandi frá Gaza. Egyptalands og Gaza laust fyrir há- hægrisinnaðs flokks sagði opinber- FerðaáætlunArafatsgerirráðfyrir degi að íslenskum tíma. lega að hann vonaði að Arafat slyppi að hann fari yfir landamærin miUi Reuter Franskir hermenn flytja særða tútsímenn frá Rúanda til Saír Hvala-Watson segist ætla að sigla til Noregs Hvalfriðun- arsinninn Paul Watson sagði í viðtali við norska Dag- bladet að hann ætiaði að sigla frá Hollandi áleiðis til Norður-Noregs í dag tíl að trufla hvalveiðar Norðmanna. Watson sagði að um borð í skip- inu væri smákafbátur sem hann ætlaði að nota tíl nýrra hermdar- verka gegn norskum hvalbátum. „Viö siglum síödegis á fóstudag og verðum við Lófót eftír fimm daga. Tilgangur ferðarinnar er að stöðva hvalveiðar Norð- manna,“ sagði Watson sem verð- ur á 200 feta löngu skipi, Whales Forever. Tuttugu manna áhöfn frá þrett- án þjóðum er um borð í skipmu og að sögn Watsons er góð stemn- ing hjá mannskapnum. Hann sagðist ekki reikna með að norska strandgæslan reyndi að hefta ferðir skipsins. „Skipið er svo stórt aö það verð- ur erfitt að stöðva okkur,“ sagði hann. Grænlendingar semjaviðESB Fiskveiðisamningum Græn- lendinga og ESB lauk í gærkvöldi og samkvæmt heimildum fá þeir um þxjá milijarða íslenskra króna á ári í sex ár frá 1. janúar 1995. Það er tæplega 300 milljón- ura króna meira en þeir fá nú. Auk þess fá Grænlendingar áfram tollfijálsan aðgang að mörkuðum ESB fyrir sjávaraf- urðir sínar. NTB, Ritzau Franskar hersveitir fluttu 74 særða tútsímenn frá suðvesturhluta Rúanda til Saír í gær, bæði menn, konur og böm. Fólkið hafði allt orðið fyrir barðinu á vopnuðum sveitum hútúmanna og bar sár eftír sveðjur og byssukúlur. Þetta var fyrsti hópur særðra Rú- andabúa sem franskar hersveitir fluttu tíl Saír frá upphafi björgunar- aðgerðanna sem hófust fyrir viku og ætlað var að vemda óbreytta borgara Þrátt fyrir neikvæða umijöllun sem sjónvarpsviðtalið við Karl Bretaprins hefur fengið í fjölmiðlum á Bretlandi virðist sem honum hafi tekist að sannfæra almenning um að hann sé heiöarlegur og töfrandi mað- ur sem reyndi aö bjarga hjónabandi sínu og sem myndi sóma sér vel sem konungur. „Ég hafði andstyggð á prinsinum áður en ég sá viðtalið en nú dáist ég að honum,“ skrifaði ein kona í bréfi til Daily Telegraph og aðrir hafa tek- ið undir í svipuðum dúr. „Allt í lagi að Karl stjómi. Samúö almennings sveigist tíl Karls,“ sagði í blaðinu Sun eftír viðtalið en þar kom einnig fram að skoðanakönnun sem gerð hefði verið á fylgi prinsins sýndi að vin- sældir hans hefðu farið úr 37% í 54% eftir viðtalið. gegn fjöldamoröum. „Hútúmennirnir skáru mig með sveðju. Þeir drápu systur mína fyrir tveimur dögum,“ sagði piltur á tán- ingsaldri þar sem hann sat á sjúkra- böram á flugvellinum í Goma í Saír og beiö þess að verða fluttur burt með frönskum herflutningabíl. Vopnaðar sveitír hútúmanna ganga undir nafninu Interhamwe sem þýðir: Þeir sem gera árás sam- an. Sveitir þessar bera ábyrgð á KarlBretaprins: Karl Bretaprins. Simamynd Reuter í skoðanakönnun sem Daily Star lét gera kemur einnig fram að Karl mörgum fjöldamorðanna sem hafa verið framin á tútsímönnum og and- stæðingum stjómvalda meðal sjálfra hútúmanna. Áætlað er að hálfri milljón manna hafi verið slátrað frá því blóðbaðið hófst í apríl. Fregnir um björgunaraðgerðir Frakka fara um héruð Rúanda og streyma nú skelfingu lostnir tútsí- menn til þeirra. Reuter hafi komið vel út eftir viðtaliö. 67% af 500 aðspurðum lesendum sögðu að prinsinn ætti skilið að verða kon- ungur, 41% sögðu hann hafa hækkað í áliti en 36% sögðust ekki hafa breytt skoðun sinni. „Ég vil ekki hnýsast í einkalíf fólks en Karl hefur unnið mörg góð verk á þessum 25 árum og ég er yfir mig ánægður með að skoðanakannanir skuli sýna stuðning við hann,“ sagði Snowdon lávarður, frændi Karls, og rauf þar með 30 ára þögn sína um konungsfjölskylduna. Talsmaður konungsfjölskyldunnar sagði að Karl hefði enga eftirsjá vegna viðtalsins og hann hefði verið rólegur og afslappaður þegar hann var viðstaddur 100 ára afmæli Tow- erbrúarinnar í gær. Tókst að sannfæra og heilla almenning Berjast hart Bosníu-Serbar og múslímar beijast um mikilvæga flutninga- leið á meðan sáttasemjarar reyna að semja. 10 slösuðust þegar S-Jemenar gerður árás á olíustöð í Norður- Jemen. Tapieísókn Franski stjórnmála- maðurinn og fótboltaliöseig- andinn Bern- ard Tapie veitl- ist að lögreglu landsins í gær fyrir innrás hennar á heimili hans í dögun til að handtaka hann. Stóðst vantraust Minnihlutastjórn vinstriflokka i Rúmeníu stóðst vantraust. Morðsamsæri Lögreglan í Gvatemala leitar nú manns sem talinn er tengjast morösamsæri gegn forsetanum. Héldu þingsæti Smittts Breska Verkamannaflokknum tókst að halda þingsæti Johns hpitins Smiths. Rithöfundi mótmæit Harðlínumúslímar í Bangla- dess ætla að halda áfram mót- mælum gegn skáldkonunni Ta- slima Nasrin. Ætiaraðsitjaiengi Tomiichi Murayama, forsætísráð- herra Japans, ávarpaöi þjóð- ina í morgun og sagði að stjóm sin mundi sitja lengi þráttfyrir vangaveltur manna um annað. Bretar neðstir Bretar standa sig verst Evrópu- þjóða þegar kemur að jafhréttí í launum. Manniegmistök Mannleg mistök urðu þess valdandi að amerískar orrustu- vélar skutu niður amerískar þyrlur yfir írak. Samþykkt um vopnhié Öryggisráð SÞ fagnaði sam- þykkt um vopnahlé í Jemen sem skrifað var undir í Moskvu. 40drukknuðu 40 drukknuöu þegar herinn á Haítí skaut á bát fullan af fiótta- fólki sem reyndi aö fiýja frá eyj- unni. Viðræðuríhættu N-Kóreumenn vöraöu við því að hemaðaraðgerðir Bandaríkja- manna gætu stefnt viðræðunum í næsta mánuöi í hættu. Sjöfðrust Örsakir flugslyssins i Frakk- landi, þar sem sjö manns fórust, eru ókunnar. BeiðnifráCiinton Öryggisráð SÞ hefur sam- þykkt beiöm fi*á Bill Clinton Bandaríkjafor- seta um að SÞ undirbúi mannafla til að fara til Haítí eftír brottför hersins þar í landi. FinnarstyðjaESB 53% finna styðja aðild að ESB á meöan 29% eru andvigir. Rusdie-málið íranska sendiráöið í Noregi seg- ir dauðadóminn í máli Rusdies ekki gilda yfir norðmenn sem búa ÍNoregÍ. Reuter, NTB, FNB Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.