Alþýðublaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 8
B 9. apríl 1967 - Sunnudags ALÞÝÐBLAÐIÐ HÚN er há og grönn og liðug eins og köttur, dökk yfirlitum, forkunnarfögur. Auk þess hefur hún hæfileika. Feilini, hinn frægi ítalski kvikmyndaleikstjóri, seg- ir, að hún sé bezta unga leikkon- an í Evrópu núna, einkum í sterkum dramatískum hlutverk- um. Hún hefur leikið í brezkum, bandarískum, frönskum, ítölskum og þýzkum myndum, og nafn hennar er orðið frægt um allan hcim. Hún heitir Daliah Lavi og er frá ísrael.' Margar stjörnur segja ekki annað í viðtölum en það, sem um- boðsmenn þeirra hafa samið fyrir þær. En Daiiah er ekki ein af þeim. Hún er gáfuð stúlka og hefur sjálfstæðar skoðanir. „Ég tala of mikið og er of hreinskii- in,” játar hún fúslega. „Ég segi eins og ég meina, en það misskil- ur fólk oft og heldur að ég sé bara að leika hlutverk.” Hún hefur tvisvar dvalizt í Hollywood og lítur raunsæjum augum á borgina. „Það er indælt að vera þar um tíma, en ekki til lengdar. Ljóminn er aðeins á yf- irborðinu. Undir niðri er of mikið um sálsýki. Allir eru að keppast Kóngar að síðustu komast í mát OFT verður það bert hve stutt er úr hátíðleikanxun yfir í skrípalætin. Mér kom þetta I hug er ég las í blaði að á því blauta Hollandi væri sumt fólk ekki lengrur með öllum mjalla. Ungr kona ætlar að fara að eiga barn — sem varla er í frásögur færandi úr því að allar þessar milljónir koma í heiminn tiltölulega vafn ingalítið á hverju ári. Sá atburð ur er samt tilefni þess að fjöldi blaðamanna hefur komið sér haganlega fyrir til þess að fylgj ast með, rétt eins og um væri að ræða flugferð til tunglsins. Þjóð in bíður í ofvæni, má naumast vatni halda. Það á að skjóta 51 skoti út í gufuhvolfið ef barn ið verður stúlka og 101 ef það verður drengur. — Undarleg kvenréttindi á síðari hluta tutt ugustu aldar. Ástæðuna fyrir þessu írafári vita náttúrlega allir. Svo vill til að unga konan er prinsessa, og vcrður einhverntíma drottning ef guð lofar. Og óskapagangur inn er enn meiri fyrir þær sak ir að í þrjár kynslóðir hafa Hol lendingar haft yfir sér mey- kóng, ekki raunverulegan kóng. Ef þetta yrði piltbarn gætu þeir búizt við að verða þeirrar náð ar aðnjótandi að eignast kóng. Nú er það samt ekki þannig að þeim hafi farnazt illa undir um — þó að ekki þurfi að verja þá fyrir neinum. Þá er jafnan undarlegt til stand í kringum . kvonfang prinsa og giftingu kóngsdætra. Þessu fólki er fyrirmunað að draga sig saman eins og mann skepnunni virðist eðlilegt á Sigvaldi Hjálmarsson: ' VANGAVELTUR drottningum sínum, síður en svo, þeirra vegur hefur aldrei vcrið meiri, enda víst ekki nein um dottið í hug að vanþakka þeirra móðurlegu umönnun þarna á flatneskjunni. Allt í sambandi við kónga á að vera hátíðlegt, því að kóngar eiga að vera hátíðleikinn upp málaður. Ef þeir koma í heim sókn þá er efnt til prósesíu með pípurum og prúðbúnum vörð- því stigi sem hún er, heldur þarf fyrir fram að útsjá mót- partinn, að hann sé af hæfi leg'u slekti, og veldur þetta sjálfsagt stundum óforþénaðri pín og jafnvel piprun. Maður skyldi ætla að kóngar væru eitthvað sérlega merkileg ar mublur í húsgagnaverzlun- um mannlífsins þessa áratug- ina. Svo er þó ekki. Þeir eru að mikilvægi á borð við postulíns hunda og glerkýr ellegar klunnalega tálgaða spýtukarla sunnan úr hinni svörtu Afríku sem stundum þykja til prýðis en eru að minnsta kosti ekki til neins tjóns. Þetta er allt eins og karnival eða eitt-spor-fram-fyrir-ekkju mann, eða álfadans á þrettánd anum. Kóngar og drottningar eru ekki alvörufólk lengur, bara til I þjóðsögum eins og Grá mann í Garðshorni og hans skyldulið allt. Þetta fólk exister ar bara upp á grín, enda ekki tekið alvarlega, nýtur álíka virð ingar og Gilitrutt í sögunni er foreldrar segja stundum börn- um sínum svo að þau fari að sofa, en foreldrarnir geti farið að hafa það náðugt. Ekki einn einasti kóngur stjórnar sínu fólki lengur, nema ef vera skyldi einhver blá- mannakóngur inni í skógum Afr íku, að undanskildum Abyssín- íukeisara (en hann má kallast blámaður líka, og er ekki verri fyrir það). Hinir eru í daglegu Framhald 11. 6Íðu. við að láta sem mest á sér bera og græða meiri peninga en þeir hafa gott af. Ef þeim gengur vel fá þeir taugaáfall, og ef þeim gengur illa fá þeir taugaáfall. Önnur hver manneskja er fasta- gestur hjá geðlækni. Nei, svo mikils virði er frægðin ekki. Og þarna er sönn vinátta allt að því óþekkt fyrirbrigði.” Daliah fæddist í Haifa fyrir 23 árum. Foreldrar hennar flýðu frá Þýzkalandi, þegar Hitler náði þar völdum, og Daliah ólst upp í kib- butz. Hún byrjaði að læra ballett sex ára, og frá fyrstu stundu var hún ákveðin að verða dansmær, helzt auðvitað fræg ballerína. Hún stundaði framhaldsnám í Svíþjóð og fékk mikla tækni. — Fegurð hennar var hrífandi, og hún hafði óvenjulega túlkunar- hæfileika. Glæsileg listabraut virtist blasa við henni, en þá bil- aði heilsan. Það var eins og í skáldsögu eða kvikmynd. „Þú mátt aldrei dansa framar,” sagði læknirinn eftir stranga og ýtarlega rannsókn. Fyrir Daliah var það ekki dra- matískt augnablik, heldur ömur- legur raunveruleiki. Lífið var orðið grá flatneskja, og margra ára draumar hrundu í rúst. Hún fór aftur til ísrael og fékk vinnu sem framreiðslustúlka, síð- an módel og loks hlutverk í ísra- elskri kvikmynd. „Það var liörmu- leg mynd — ég hét því að koma ekki nálægt kvikmyndum framar. En svo giftist ég frönskum kaup- sýslumanni og settist að í París. Þar var mér boðið hlutverk í mynd með Martine Carol og eftir það stærri hlutverk í öðrum myndum. Hjónabandið varð ekki far- sælt, og eftir tvö ár fór hún frá manni sínum og hélt til Rómar. Þar lék hún í ítölskum myndum og vann sér skjótt álit. Hún talar reipreniiandi apki hebreskunnar, ensku, frönsku, ít- ölsku, þýzku og sænsku. Hún les mikið og talar af þekkingu um ótrúlega mörg efni. En hana dreymir enn um að dansa. „Ég hef of lágan blóð- þrýsting og þjáist af blóðleysi. Ég hélt fyrst, að ég hefði ofgert mér á vinnu í ballettinum, en það reyndist vera alvarlegra. Það var alltaf að liða yfir mig, og loksins bannaðb læknirinn mér að dansa. Ég verð enn að fara óskaplega varlega með mig. E£ ég hreyfi höfuðið snöggt fæ ég svima, og ef ég reyni nokkuð að ráði á mig leggst ég í rúmið. Mig langar að gera svo margt, og það er svo ergilegt að þurfa alltaf að gæta sín. Ég tek járn- pillur og blóðaukandi lyf og borða tóman mat sem mikið járn er í,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.